Morgunblaðið - 23.03.1967, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1967.
TRESMIOIR
NÝJUNG!
Höfum fyrirliggjandi
innfelldar skápalamir I
miklu úrvali. Gerið
pantanir yðar sem
fyrst.
Kynnist nýjungum.
/
Seitenwa nd
® V>(&)
* i W • A'
REIlDVeEZIuNIM
H
HVERFISGÖTU 42 A REYKJAVÍK A SÍMI 1 Sl 11
Tómasarhagi - íbúð -
Tómasarhagi
Til sölu 3ja herb. 100 ferm. jarðhæð við Tómasar-
haga allt sér. Uppl. í síma 15866.
Enskunám í Englandi
Skólastofnunin Scanbrit skipuleggur nám fyrir er-
lenda nemendur í Englandi á sumri komanda eins
og áður. Nemendur dvelja á úrvalsheimilum, að-
eins einn frá hverju landi á hverju heimili, og er
■kólaganga um 3 tímar á dag. Ábyrgur leiðsögu-
maður verður með nemendum bæði til Englands
og heim aftur. Mjög hagstætt verð. Upplýsingar
gefur Sölvi Eysteinsson, Kvisthaga 3, Reykjavík,
■ími 14029.
EFTIR
GÍSLA SIGURÐSSON.
Í»AÐ VAR að haustlagi fyrir
sex árum. Norðannæðingur-
inn blés ofan af Ingólfsfjalli
og feykti með sér mold og
sandi, sem þyrlaðist framan í
menn á bílaplaninu á Selfossi;
langt að komna menn í græn-
um úlpum og gúmmístígvél-
um. í>eir voru að útrétta í búð
unum; sumir úr Fljóts-
hlíðinni sumir úr Grímsnesinu.
Þeir heilsuðust með þeirri aug
ljósu mannvirðingu sem bænd
um er eiginleg, fundu sér skjól
fyrir næðingnum og tóku t
nefið; þeir höfðu verið að
farga „niðri við Skála“ eða
„við ölfusá.“ Þeim var að jafn
aði ekki tamt í munni að tala
um Selfoss.
Mér var þetta umhverfi
harla kunnuglegt frá fyrri ár-
um. Nú var ég hins vegar
gestkomandi, kominn til að
hitta Egil, sjálfan jarlinn 1
Sigtúnum. Ég hafði kynnzt
honum allvel meðan ég átti
heima þarna í plássinu, en nú
vann ég að grein um hann og
fannst betra að fá upplýsing-
ar frá fyristu hendi.
Hann kom eins og hvirfil-
bylur fyrir húshorn klæddur
gráum tvítfötum, mjög ljós
yfirlitum og skar sig úr bíl-
stjórum, bændum og bifvéla-
virkjum, gem fjölmennastir
voru þarna á hlöðunum, Hann
gekk með hendurnar fyrir aft-
an bak, en snerist á hæli öðru
hvoru og leit fránum sjónum
yfir völlinn; bandaði höndun-
um út um leið með. sérstakri
hreyfingu, sem var einkenn-
andi fyrir hann. Þennan handa
útslátt hans hafði ég oft séð,
þegar hann kastaði kveðju á
menn á förnum vegi í þorp-
inu.
Það er f mildara lagi að
segja, að Egill Tthorarensen
var þó nokkuð ólíkur hjörð-
inni; að minnsta kosti þeirri
hjörð sem jafnan var fjölmenn
ust í sandkófinu á bökkum
Ölfusár. Hann var fremur há-
vaxinn og teinréttur; bar höf-
uðið hátt. Mér er stórlega til
efs, að ég hafi 1 annan tíma
séð höfðinglegri mann og ég
hygg, að mér sé hann einna
minnistæðastur þeirra manna
sem ég hef kynnzt á nærri tólf
ára blaðamennskuferli, en
Moskvich fólksbifreíðar til afgrelöslu strax
kosta kr. 146.B25.oo • bagstæölr greiösluskilmálar
^BijreiÖar & i^anctbúnaöarvélar U.l\
SUÐURLANDSBRAUT 14 — REYKJAVlK — SlMI 38600 1ÍÍMÍUS
kynni okkar Egils voru raunar
eldri.
Hann var einhverskonar
sambland af enskum lord, og
íslenzkum héraðshöfðingja að
fornu fari; þó með listrænu
ívafL Kinnbeinin voru óvenju
há, granstæðið vítt og yfir-
skeggið snyrtilega klippt
Ég færði í tal við hann er-
indi mitt austur þangað og
hann rak upp hroseahlátur
eins og hann átti stundum til.
alls konar óþægð
við yfirboðarana f SÍS. Ég
fann að ég kom við viðkvæm-
an blett, þegar ég minntist á
þetta; hann hristi höfuðið og
sagði sem svo að þau hross»-
kaup, sem fram færu í stjórn
málum, væru utan við sitt
áhugasvið; hann hefði aldrei
haft minnstu löngun til þes»
að komast á þing.
Ég hygg að hitt hafi einnig
verið staðreynd, að Egill gat
naumast fagnað víðtækum vin
sældum þar eystra; vinir hana
voru flestir sunnan yfir fjall;
kaupmenn og athafnamenn,
skáld og listamenn. Ekki man
ég til þess að ég heyrði menn
hrífast af hugsjónum Egils f
mínu ungdæmi; þær voru flest
ar of stórar í sniðum til þesa
að menn meðtækju þær skil-
yrðislaust. Það jók jarlinum f
Sigtúnum heldur ekki vinsæld
Við fylgdumsf að heim í Sig-
tún.
„Hvað má helzt bjóða svona
greifum að sunnan, whiský
eða koníak? Hann skenkti í
glös, vertinn par exellence og
við tókum tal saman, mest um
myndlist minnir mig. Egill var
furðulega vel að sér um þá
hluti, enda liðtækur safnari. Á
heimili hans var meira af mál
verkum en með góðu hófi
komst fyrir á veggjum; mest
Kjarval og Ásgrímur. „Jón
Stefánsson kannske beztur af
þeim öllurn", sagið EgilL
Ég er smeykur um að ég
hafi ekki verið sammála, en
kvaðst þangað kominn til þess
að fá vitneskju um, hvort
hann ætti ásamt Vilhjábni Þór
öll þau ósköp af skógi í Sví-
þjóð svo sem sögur
hermdu; hvort hann hefði lií-
að af sprúttsölu hér á árun-
um meðan hann höndlaði í
bárujárnskumbalda og plássið
var samtals fjögur hús.
Ég fékk auðvitað ekkert út
úr honum annað en það sem
ég átti von á; háðsglotit sera
klæddi vel aristókratískt yfir-
bragð hans og þar á ofan heim
spekilegar bollaleggingar um
sannleikanin og almannaróm-
inn. Ef ég hefði heyrt eitt-
hvað í þessa veru, þá hlyti
það að vera meira eða minna
satt.
•Margir hafa undrast að mað
ur á borð við EgU skyldi ekki
hafa hlotnast þingsæti. Ég
þekkti af eigin raun, að hann
áfcti ekki pólitísku fylgi að
fagna í héraði og margir töldu
hann einhverskonar platfram-
sóknarmann og var þá í þvl
gambandi óspart vitnað i fé-
lagsskap hans við heildsala og
ir að hann var framan af að
minnsta kosti, óþolinmóður
gagnvart þeirri gagnrýnL sem
stundum var fram borin af ó-
nógri þekkingu.
Það var hrífandi að heyra
EgU tala um framtíðarmögu-
leika Suðurlands; um Þorláks-
höfn, um ræktunarmöguleika
og jarðhitann. En gagnstætt
því að flestir eru negldir við
sína f jöl, var EgiU eins og kam«
ljón. Hann var alltof fjölgáf-
aður til þess að geta orðið fag-
idíót. Mér fannst fyrir mitt
leyti allra skemmtilegast a8
heyra hann ræða um stefnur
í skáldsagnarritun eða innviðu
leikrits. Þó var myndlistin
honum hugþekkust að ég
hygg. Þegar verk Egils á SeÞ
fossi eru höfð í huga, þá er
erfitt að ímynda sér, hvaðan
honum kom tími til fagur-
fræðilegra iðkana, en langar
sjúkdómslegur mun hann hafa
notað til lesturs.
f
Hvaða kaldhæðnl örlaganna
er það að marka þeim manni
bás í sveitakauptúni, sem ætlr
ar að standa hátt í stafni og
stýra dýrum knerri; verða
skipstjóri? Berklar. Egill sýkt-
ist ungur af þessum sjúkdómá
og það var ekki heppUegt fyr-
ir hann að ástunda vosbúð á
sjó. Hann gaf skipstjóradraum
inn á bátinn.
En hann bognaði ekki und-
an langvarandi veikdndum;
jafn teinréttur var hann og
hvatur i spori þegar hann ark-
aði yfir hlöðin á Selfossi eft-
ir margra vikna spítalalegu.
Þar í plássinu sögðu menns
„Sá hvíti, hann væri löngu
dauður e< það væri ekki fyrtr
hörkuna.“ Stundum lenti hana