Morgunblaðið - 23.03.1967, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1967.
Úr kránni í Grinzing. Karl Gruber og Adolf Schárf glettast.
EFTIR ÞORBJÖRN GUÐ-
MUNDSSON.
KLIÐURINN í kránni þagnaði
— og allra augu beindust að
dyrunum, þegar hávaxinn,
vörpulegur maður, festulegur
á svip, kom inn, kvikur á fæti.
Vfir honum hvíldi nokkur al-
vöruþungi, en svo heilsaði
hann glaðlega og bros færðist
yfir frítt andlitið — eins og
hann vildi undirstrika að hing
að væri hann kommn til þess
að „slappa af“, allar áhyggjur
og sú byrði, sem starf hans
lagði honum á herðar, væri
skiiin eftir utan dyra.
Við vorum þarna staddir í
kránni allmargir norrænir
blaðamenn ásamt austurrísk-
um gestgjöfum okkar. Kráin
var í Grinzing, sem eitt sinn
var lítið þorp skammt utan við
Vínarborg, en borgin hefur nú
gleypt. Þarna og í nágrenninu
er mikil vínviðarrækt og fjöldi
svipaðra veitingastaða, sem
hyggja afkqpiu sína á hinu ljúf
fenga þrúguvíni.
Þetta var árið 1951 — og
sá, sem síðast bættist í hóp-
inn, var dr. Karl Gruber, þá-
verandi utanríkisráðherra
Austurríkis. Hann byrjaði á
að biðjast velvirðingar á því,
hve seint hann kæmi og einn-
ið hinu að hann væri í smók-
ing, það væri ekki rétti klæðn-
aðurinn á þessum stað. — „En
ég vona að ég hafi gildar af-
sakanir", sagði hann. „Fyrst
þurfti ég að fara út á flugvöll
©g taka á móti Dean Acheson,
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, og þegar ég hafði fylgt
honum til hótelsins mat ég
meira að hraða för minni hing
að en fara heim og hafa fata-
skipti. Það hljótið þið þó að
skilja", bætti hann við og
kímdi.
Við höfðum beðið þessa
fundar með dr. Gruber með
nokkurri eftirvæntingu — því
svo oft hafði verið á hann
minnzt þá daga, sem við höfð-
um ferðast um landið. Eftir
þeim sögum hlaut hann að
vera einstakt karlmenni, áræð
inn og slyngur stjórnmálamað
ur. Ekki fór á milli mála, að
Austurrikismenn voru hrifn-
ir af þessum utanríkisráðherra
sínum, sem nú var aðeins 41
árs, en hafði gengt þessu
vandasama embætti í meira en
fimm ár. Hafði það bæði kom-
ið fram hjá flokksbræðrum
hans í Kristilega þjóðflokkn-
um og andstæðingum hans,
Jafnaðarmönnum. Þó át/ti fbr-
setakjör að fara fram í landinu
innan nokkurra daga og all-
mikill hRi í glæðunum þótt
flokkarnir ynnu saman í ríkis-
stjórn.
Og vissulega urðum við ekki
fyrir vonbrigðum. Við vissum
að maðurinn hlaut að vera
skapfastur og einarður, sann-
kallað hörkutól. Kom því hið
glaðværa fas, glettnissvipur-
inn, látleysið og hin ríka kímni
gáfa þægiiega á óvart.
★ ★ ★
Dt. Karl Gruber er fædd-
ur í fjöllum Tirol og þar
sleit hann barnsskónum. Hann
var af fátækum kominn og
kynntist fljótt erfiðleikunum.
Sjálfur varð hann að vinna fyr
ir menntun sinni. Hann tók
fyrst próf í verkfræði. en síð-
ar doktorsgráðu i lögum. En
erfiðið stælti hann, svo hann
átti auðvelt með að vinna lang
an vinnudag — og oftast gekk
hann 3km. áður en hann gekk
til náða. Eftir að námi lauk
gerðist hann starfsmaður aust-
urrísku póstþjónustunnar, en
stjórnmálaferil sinn hóf hann
sem andnazisti, og það kostaði
hann atvinnuna þegar Hitler
lagði Austurríki undir sig
1938. Þá réðst hann til raf-
magnsfyrirtækis.
Þegar á árinu 1938 skipulagði
Gruber andstöðuhreyfingu
gegn nazistum í Tirol, og þar
var hún öflugust gegn þeim
allt til stríðsloka. í Innsbruck
höfðu borgarbúar undir for-
ystu hans rekið nazista af
höndum sér áður en Banda-
ríkjamenn komu þangað 1945.
Lýsti útvarpsstöð borgarinnar
því yfir að hernámi Þjóðverja
væri lokið.
Foringjahæfileikar hans komu
svo greinilega í ljós í barátt-
unni gegn nazistum að sjálf-
sagt þótti, að hann tæki sæti
í ríkisstjórn landsins að stríð-
inu loknu. Margir vildu að
hann myndaði stjórn, en það
féll í hlut Leopolds Figl, sem
hafði verið í fangabúðum naz-
ista í sex ár. Aftur á móti var
Gruber falið það vandasama
starf að fara með utanríkis-
mál landsins. Bandamenn
höfðu að vísu lýst því yfir, að
Austurríki skyldi verða frjálst
og fullvalda ríki, en þar fylgdi
böggull skammrifi, landinu
var gert að greiða skaðabætur
fyrir þann stuðning, sem pað
hefði veitt þýzku stríðsvélinnL
Þetta þýddi, að Austurríki' var
skipt í fjögur hernámssvæði
eins og Þýzkalandi. Og nú féll
það í hlut Grubers að sigla
milli skers og báru — þannig
að Austurriki liðaðist ekki 1
sundur í ölduróti kalda striðs-
ins eins og urðu örlög Þýzka-
lands.
Fljótt kom til þess að Rúss-
um þótti hinn ungi utanríkis-
ráðherra ekki nógu auðsveip-
ur og hugðust draga úr honum
vígtennurnar. Til þess voru
engin smámenni fengin, eða
þeir félagarnir Molotov og
Vhisinsky. Gruber var boðað-
ur á þeirra fund í húsi rúss-
nesku sendisveitarinnar i
London. Þar töluðu Rússarn-
ir yfir hausamótunum á hon-
um í hart nær klukkustund.
Gesturinn sat hljóður, en hlust
aði með athygli á ásakanir
þeirra. Megininnihald þeirra
var, að Austurríki væri ósam-
vinnuþýtt land og ókommún-
iskt. Betra væri fyrir þjóðina
að skipta um stefnu, vildi hún
ekki hafa verra af.
Loks þegar gesturinn komst
að, lýsti hann því yfir, að aug-
ljóst væri, að Sovétríkin að-
hylltustu stefnu, sem væri
Austurríkismönnum fjarlæg
og óskyld. „Landar mínir
verða að bera fram mótmæli
gegn ólöglegum erlendum af-
skiptum af stjórnarskrá og
stjórn landsins", sagði hann.
„Ef þið viljið þröngva ykkar
stjórnarstefnu upp á land
mitt, verðið þið að beita
valdi." — Þetta ákveðna svar
kom mjög flatt upp á Molotov
og Vhisinsky. Þeir störðu
hvor á annan — en viðtalinu
var lokið og gesturinn hvarf
út í rigninguna.
Gruber varð strax ljóst,
hvað Rússár ætluðu sér og
hann var ákveðinn i að láta
þá ekki blekkja sig né þjóð-
ina. Hann vissi að undanláts-
semi leiddi af sér enn frekari
kröfur og sýndi þeim því strax
í fulla hnefana. Hann ætlaði
ekki að verða leppur þeirra,
og gaf þeim fyllilega í skyn,
að hann myndi leita aðstoðar
Bandarikjamanna, e< þeir
kynnu að verða of ágengir.
Ýmsa furðar á því að Rúss-
ar skyldu láta sitja við hótan-
ir og ógnanir einar gagnvart
Austurríki, þegar þess er gætit
að þeir hersátu þriðjung lands-
ins og höfuðborgin sjálf var á
TOYOTA
CORONA STATION — RÚMGÓÐUR 5 MANNA STATION
KRAFTMIKILI. 74 HESTAFLA VÉL. — BURÐARÞOL
4«5 KG. — VERÐ AÐEINS Kr. 211.000.—
Innif. í verði m.a.: Toyota ryðvörn — Þykk teppi — Rið-
straumsrafall (Alternator) — Sjálfvirkt innsog — Tvöföld
aðalljós — Tveggja hraða rúðuþurrkur — Rafmagnsrúðu-
sprauta — Bakkljós — Góð miðstöð — Fóðrað mælaborð —
Ljós í vélarrými — 6 strigalaga hjólbarðar — Rúmgott
geymslurými.
TRYGGID
T0Y0TA
GROWN STATION — GLÆSILEGUR OG VANDAÐUR
« MANNA STATION — BYGGÐUR Á SJÁLFSTÆÐRI
STÁLGRING — 6 CYL. 110 HESTAFLA VÉL — BURÐAR-
ÞOL 825 KG. — VERÐ AÐEINS Kr. 268.500.—
Innif. í verði m.a.: Toyota ryðvörn — Hvítir hjólbarðar —
Þykk teppi — Tveggja hraða rúðuþurrkur — Sjálfvirkt
innsog — Góð miðstöð fyrir fram- og aftursæti — Tvöföld
aðalljós — Sjálfstæðtt loftræstikerfi — Sjálfvirk afturrúða
— 6 strigalaga hjólbarða.
YÐUR TOYOTA
Ármúla 7 — Sími 34470.
Japanska bifreiðasalan hf.