Morgunblaðið - 15.04.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.04.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1967. Ishkov á MÍR-ffundi Sjávarútvegsmálaráðherra Sov- étríkjanna A. Ishkov. sem hér er staddur um pessaj mundir í boði Eggerts G. Þorsteinssonar ráðherra talar um sovézkan sjáv arútveg og svarar fyrirspurnurn á kaffikvöldi sem MÍR gengst fyrir í Sigtúni á sunnudagskvöld kl. 20:30 Allii MÍR-félagar og aðrir áhugamenn um þessi efn' eru velkomnir til þes;arar sam- komu. Túlkað verður $ íslenzku. (Frá MÍR) Hiff nýja varffskip, sem veriff er aff leggja kjöl aff nú. Sjá frétt á baksíffu. Gríska þingið roíið Máigögn Sovétstjóm- arinnar gagnrýna Mao — Kosningar verða 28. maí Aþenu, 14. apríl AP—NTB. FORSÆTISRÁÐHERRA Grikk- lands, Panoyotis Kanellopoulos, ákvaff á ráffuneytisfundi í dag að rjúfa þing og efna til kosn- inga 28. maí nk. Er það sjö mán- uðum áður en yfirstandandi kjörtímabil átti að ljúka. en stjórn hans var skipuð til þess, meðal annars, að undirbúa kosningar. Á kjörtimabilinu hafa sex ríkisstjórnir setið að völdum í Grikklandi. Gert er ráð fyrir, að nýtt þing komi saman 5. júlí. Búizt er við átökum í Aþenu og víðar vegna þessarar ákvörð- unar forsaetisráðherrans og hef- ur lögreglan mikinn viðbúnað. Frá því Kanellopoulos tók við völdum fyrir ellefu dögum hafa itm hundrað manns meiðzt í óeirðum í Grikklandi og er tæpast búizt við, að þingrofið verði til þess að lægja öldurnar. Allir flokkar á þingi hafa óskað eftir kosningum, en vinstri flokkarnir krafizt þess að skip- uð yrði hlutlaus stjórn til þess að stjórn þeim og undirbúningi þeirra. Stjórn Kanellopoulos hafði að baki sér stuðning 101 þingmanns af 300 og hefur hefur setið undir stöðugum árásum frá því hún við. Kanellopoulos tilkynnti ráð- herrum sínum á hálfrar klukku- stundar ráðuneytisfundi í morg- un, að tilraunir hans til að fá minni flokkana á þingi til að veita sér lið gegn vantrauststil- lögu stjórnarandstæðinga, hefðu engan árangur borið og því væri ekki um annað að gera en rjúfa þing. Konstantin, konungur samþykkti ákvörðunina þegar. Konungur hafði, er hann bað Kanellopoulos að mynda stjórn, veitt honum umboð sitt til að rjúfa þing, er hann teldi ástæðu til. Með þvi að rjúfa þing og boða til kosninga nú, er ljóst, að þær verða samkvæmt sama fyrirkomu lagi og áður — búizt hafði verið við að þingið samþykkti breyt- ingar á kosningafyrirkomulag- inu. Ennfremur er bent á, að nú nýtur Andreas Papandreaou ekki lengur þinghelgi, en hann hefur verið sakaður um aðild að samsæri gegn stjórn landsins og konungi. Andreas Papandreou er sonur fyrrum forsætisráð- herra, George Papandreou, sem Konstantín konungur vísaði úr embætti fyrir tveimur árum, er hann reyndi að taka yfir landvarnarráðuneytið. Höfðu þá borizt fregnir um, að sonur hans ætti aðild að samsæri inn- an hersins um að steypa stjórn og konungi. Síðan má heita að stjórnarkreppa hafi ríkt í Grikk landi, hver stjórnin hefur tekið við af annari. §karst á andliti 1 GÆR skarst kona 'í andliti er hún ók bifreið sinni norður Nóa- tún inn á Borgartún, án þess að bæta að því að bifreið kom vest ur þá götu. Varð þar árekstur allharður með fyrrgreindum af- leiðingum, sem þó voru ekki al- varlegar að sögn lögreglunnar. Gjaiir til Skólholtsskóla MENNINGARSJÓÐUR kaupfé- lags Suður-Þingeyinga hefur lagt fram kr. 10.000.00 — tíu þúsund krónur — til hins áform- affa lýðháskólr í Skálholti. Jón H. Þorbergsson, Laxa- mýri, hefur gefið kl. 5.000.00 — fimm þúsund krónur — til lýð- háskólans. Jón hefur áður gefið skólanum höfðinglegar gjafir og nema framlög hans nú alls kr. 40.000.00 — fjörutíu þúsund krónum. Síðan tilkynnt var um niður- stöðu af fjársöfnun í Danmörku til lýðháskólans, hefur J. C. Möll er, forstjóri, afhent Sendiráði ís- lands í Kaupmannahöfn gjöf til skólans d. kr. 5.000.00 — um þrjátíu þús. ísl. kr. Einnig hefur A Kalsböll, fv. menntaskóla- kennari gefið d.kr. 50.00 — um þrjú hundruð ísl: kr. (FréttatUkynning frá Biskupsstofu). í GÆR var alldjúp lægð A af Jan Mayen og frá henni lægð ardrag um Langanes og Horn strandir. Vestanlands var éljaloft, en þornaði og hlýn- aði á leið austur yfir landið, og voru 9 st. á Akureyri. — Ný lægð var á leið norður A af Nýfundalandi. Moskvu, 14. apríl — AP-NTB TVÖ af helztu málgögnum sov- ézka kommúnistaflokksins, dag- blaffiff Pravda og „Rauða stjarn an“ málgagn varnarmálaráffu- neytisins réðust í dag harðlega á Mao Tse-tung, leiðtoga Kín- verska alþýffulýðveldisins, og sökuffu hann um nýjar tilraun- ir, til aff koma á einræði í Kína meff affstoð kínverska hersins. Pravda segir að nú séu engin vandamá’ á sviði efnahags.menn ingar eða stjórnmála, sem leyst séu án ihlutunar hersins. Segir blaðið að herferðin gegn Liu INiafn féll niður í FRÉTT um aðalfund Vorboð- ans í Hafnarfirði, sem birtist í „Vettvangi kvenna" á fimmtu- dag féll niður nafn Sesselju Er- lendsdóttur I upptalningu á varastjórn félagsins. Kjósarsýsla SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ Þor- steinn Ingólfsson heldur féljgs- fund mánudaginn 17. april a.k. kl. 9 e.h. að Fólkvangi, Kjalar- nesi. Kosnir fulltrúar á Landsfund Sjálfstæðirflokksins. Ræða: ingólfur Jónsson, land- búnaðarráðherra. Shao-chi forseta og Teng Hsiao- ping flokksritara, líkist nú frem ur hernaðarlegnm gagnaðgerð- um en stjórnmálagerðum. Sakar Pravda stuðningsmenn Maos um að nota sér þekkingarskort al- mennings til þess að innblása honum andúð í garð Sovétríkj- anna. Rauða Stjarnan segir að Mao hafi sigað hernum á fólkið, til innan flokksins svo og landiau að brjóta niður andspyrnuna innan flokksins svo og iand.nu í heild og að það séu herir.enr, sem séu ætíð í meirihluta öll- um mótmælagöngum gegn Iiu forseta. Segir blaðið að hermn hafi fyrst verið settur inn i mer.n ingarbyltinguna, er ljóst var að stór hluti þjóðarinnar styður ekki aðgerðir Raúðu varðl'S- anna, og grípur oft til mótað- gerða gegn ofstækisfullum árás- um þeirra. Japanskt dagblað sagði í dag, að Liu forseti nefði krafizt að miðstjórn kínverska kommún- istaflokksins kæmi saman til fundar til að gera upp sakirnar við Mao Er þessi frétt mjög í mótsögn við þá fregn, sem barst fyrir skömmu, að Cho En-lai hefði tekið við embætti forseta af Liu. Liu Shao-chi hefur ekki komið fram opinberlega síðan í janúar, er hann var opinberlega gagnrýndur á fjöldafundi rauðra varðliða ' Peking. Frambjóðendoíandir Heimdallar N.K. mánudagskvöld efnir Heimdallur til frambjóffenda- fundar í Valhöll viff Suður- götu og hefst hann kl. 20.30. Gestur fundarins verður Ólafur Björnsson, prófessor, 6. maður á iista Sjálfstæ'ðis- Ólafur Björnsson, prófessor flokksins I Reykjavik, við A1 þingiskosningarnar í vor. Jörð nær auð ó Héraði EGILSSTÖÐUM, 14. aríl: — Um miðja síðustu viku brá til hlý- inda hér á Héraði að undan- gengnum óveðrakafla, svo að talsvert mikill snjór var kominn í fjöll og byggð og far:K mikið að ganga á heybirgðir bænda eftir gjafafrekan vetur og ónóg hey frá slæmu sumrí. Én nú þessa síðustu daga hef- ur verið sól og sunnan vindur með 6—9 stiga hita á daginn og frostlaust á nóttum, svo að nú er orðið mikið til autt í byggð. Þó mun enn vera nokkuð mikill gaddur í Jökulsdalshlíð og á Jökuldal. Mik)ð af hreindýrum hefur verið hér um allt Hérað, sér- staklega norðan megin Lagar- fljóts. í gær sáust tveir hópar- nálægt brúnni á Fljótinu. Mun annar hópurinn hafa verið á túninu á bænum Skipalæk. Hreindýrin munu halda til ör- æfanna jafótt og snjórinn leysir. — M.G. SpbSakvöld SJálfstæðisféL Garða- og Bessa- staðahrepps Sjálfstæðisfélag Garffa- og Bessastaffahrepps heldur spila- kvöld næstkomandi mánudag 17. apríl kl. 20:30. Þá hefst ný þriggja kvölda spilakeppni. Spilaff verff- ur í samkomuhúsinu aff Garffa- holti eins og venjulega. Sjálf- stæ/ffisfólk mætiff stundvíslega og takiff meff ykkur gesti. Aðoliundur Fylkis ú ísuiirði Jens Kristmannsson kjiirinn formaður FYRIR nokkru var haldinn aðal fundur í Fylki félagi ungra Sjálfstæðismanna á Isafirði. í stjórn félagsins voru kjörn- ir: Jens Kristmannsson formað- ur, Garðar S. Einarsson, Úlfar Ágústsson, Jóhann Ármann Kjartansson, Magnús Þórðarson. Varastjórn: Brynjólfur Sam- úelsson, Reynir Pétursson, Krist mann Kristmannsson. Endurskoðendur voru kjörnir: Guðmundur Marinósson og Barði Ólafsson. 1 kjördæmisráð voru kjörnir Garðar S. Einarsson og Jens Kristmannsson og til vara Úlfar Ágústsson og Brynjólfur Sam- úelsson. Fulltrúar á landsfund Sjálf- stæðisflokksins voru kjörnir þeir Garðar S. Einarsson og Hinrik Matthíasson. Um 30 manns gerðust félagar á þessum fundi. Matthías Bjarnason alþm. mætti á fundinum og flutti þar ræðu um stjórnmálaviðhorfið. Miklar umræður urðu um fé- lagsmál og almennur áhugi fjrrir að efla mjög starfsemi félagsins og vinna ötullega að efla gengi Sjálfstæðisflokksins 1 næstu kosningum. Fundur var mjög fjölmennur og mikil) áhugi ríkjandi að auka félagslíí ungra Sjálfstæðis- manna í VestfjarðakjördæmL REYKJANESKJÖRDÆMI FRAMBJÓÐENDUR Sjálfstæðis- flokksins boða til fundar með hinum ýmsu atvinnustéttum kjördæmisins og verður hinn fyrsti um Sjálvarútvegsmál. Sá fundur verður haldinn í Kefla- vík þriðjudaginn 18. apríl kL 8.30 e.h. Fundurinn verður í Að- alveri og er fyrir Sjálfstæðisfólk og stuðningsfólk Sjálfstæðis- flokksins á svæðinu sunnan Hafnarfjarðar. Ástæða er til að hvetja fólk er vinnur að sjávar- útvegi, bæði launþega og at- vinnurekendur til þess að fjöl- menna á þennan fund. Annar fundur um Sjávarút- vegsmál fyrir Hafnarfjðrff og byggðirnar þar fyrir norðan verður haldinn í Sjálfstæðishús- inu þriðjudaginn 25. apríL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.