Morgunblaðið - 15.04.1967, Síða 10

Morgunblaðið - 15.04.1967, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1967. 1 - l I8TIR j. ÍHIl - l ISTIR B ÓKMEMTIR - l ISTIR B ÓKMEITIR - l ISTIR Ég hef tilhneigingu til hins Absúrda — Viðtal við Braga Ásgeirsscn listmálara IJM þessa helgi lýkur málverka- sýningu Braga Ásgeirssonar í Unuhúsi við Veghúsastíg. Sýn- ing þessi hefur vakið töluverða athygli, enda kveður á henni við nokkuð annan tón, heldur en mað ur á að venjast. Margir hafa orð- ið til að kalla málverkin á sýn- ingunni pop-list en Bragi hefur sjálfur svar sitt við því í sýn- ingarskrá, en þar segir hann: Ýmsir vilja nefna þetta pop-list, en var ekkj allt kallað kúbismi á sínum tíma, sem samræmdist ekki ríkjandi hefð í listum — sama hver listin er. Sýning Braga í Unuhúsi hefur hlotið mjög góða dóma listgagn- rýnenda dagblaðanna og segir t.d. Valtýr Pétursson svo í gagn rýni sinni í Morgunblaðinu: „Ég held, að það sé ekki ofsagt, að þessi skemmtilega sýning Braga, sé sú langbezta er hann hefur komið saman. Það er mikið á- tak, sem átt hefur sér stað hjá Braga Ásgeirssyni, síðan hann sýndi seinast verk sín í Lista- mannaskálanum ekki fyrir löngu“. Og víst er um það. Fyiista ástæða er til að hvetja fólk til að nota tækifærið nú um helgina til að sjá þessa fallegu og nýstáregu sýningu. Er ég skoðaði sýninguna nú í vikunni var ég svo heppinn að hitta listmálarann á staðnum og fékk ég að ræða við hann um stund, um list hans. Bragi Ásgeirsson er fæddur 1931 og hóf listnám í Handíða- og myndlistasikólanum 1948. Síð- an nam Bragi í listaskólanum í Kaupmannahöfn og í Osló, en lagði síðan leið sína til Ítalíu og dvaldist þá einkum í Róm og Flórenz. Haustið 1955 hlaut svo Bragi styrk frá stórblaðinu Berlinske Tidende og notaði hann til þjálfunar í listgrafík í Kaupmannahöfn um veturinn. Síðan bauð Þýzka sambandslýð- veldið Braga styrk til tveggja ára 1958—1960, sem hann notaði til að fullkomna sig frekar 1 listgrafík í Miinchen við listhá- skólann þar. Bragi hefur haldið margar sjálfstæðar sýningar í Reykjavik og Kaupmannahöfn, auk þess sem hann hefur tekið þátt í sam sýningum m.a. í Róm, París, Miin chen, New York og víðar. — Það er ágætt að sýna hérna, I sagði Bragi. Myndirnar njóta sín' vel, en staðurinn er dálítið af- síðis og kemur það niður á að- sókninni. Anars hefur aðsókn að sýningunni verið sæmileg. — Og margar myndanna seld- ar? —16 eða 17. Ég er mjög á- nægður með það. Hálverkasýn- ing getur alltaf brugðið til beggja vona. — Ertu hættur að fást við grafík? — Því hætti ég aldrei. Það er bara hlé hjá mér núna. Það þarf að vera sérstak andrúmsloft í kringum grafík. Þeir íslenzku málarar sem fást við grafík eru teljandi á fingrum annarar hand- ar, — en ef til vill kemur það til af því að það er mjög tímafrekt að list sé yfir höfuð óarð- bært. Það má náttúrlega segja að list sé yrir höfuð óarð- bær en grafíkin er eitt það ó- arðbærasta innan hennar. Talið berst að pop-list. Ég spyr Braga hvort hann hafi séð margar pop-listar sýningar, Absurd myndlist — Ég skrapp á heimssýning- una í New York, svarar Bragi, fyrir tveimur árum, og þá skoð- aði ég mörg söfn og sá þá tölu- vert af pop-list. En ég var þá byrjaður að vinna í upphleyptu I löngu áður. Pop er ekkert nýtt, | heldur trúlegast endurnýjaður dadaismi í. róttækara og breyttu formi. Þar sem almennum og fjar- stæðukenndum hlutum veruleik- ans er blandað saman í mál- verki, relifi eða höggmynd — þar sem það gengur lengst er það kallað pop-list. Þó er þetta tæpast tæmandi skýring, en ég ætla seinna að skýra þetta fyrirbrigði nánar í grein. — Og þín málverk? — Um mín málverk má segja, að ég hafi í þeim tilhneigingu til hins Absúrda, en held að þetta geti tæpast kallast pop-list, og jafnvel þótt ég vildi gæti ég ekki kallað mig slíkan. Víðsfjarri er, að myndir mínar séu málaður skúlptúr, — jafnvel ekki relif, þó svo þau hafi efn- islega dímesion. Ég leitast við að auka við eigindi málverksins á minn máta. Sjálfsagt getur ver- ið að pop-list hafi áhrif á mig, svo og collage málverk með meiru. —En er þá ekki jákvætt að verða fyrir áhrifum? Aðeins fávísir dillettantar sem dansa stríðsdans um sinn eigin nafla, taka ekki á móti áhrifum. Hjá þeim er lífsraðarinn óvirkur. Þetta, að taka við áhrifum er lögmál, sem gengið hefur sem rauður þráður í gegn um list aldanna — allt frá hinu fyrsta til dagsins í dag. Tungllandslag á málverkum Athygli mína vekur upphleypt ir hringir á sumum myndanna. Bragi segir: — Þegar ég mála vil ég að mynd mín sé þátttakandi í sköp- unarverkinu, nokkurskonar mikrokosmos alheimsins í litum, línum, efni og formi. Mig gild- ir einu hvað ég tek úr umhverf- inu til að auka áhrif eða jafn vel til að draga úr áhrifum. t.d. of sterkra lita eða forma. Augna blikið og það sem ég hef milli handanna hverju sinni ræður því. Fólk talar um tungllands- lag í myndum mínum, en er ekki til slíkt landslag hér á jörð? Landslag vakir ekki fyrir mér í neinskonar mynd, heldur sam- setning myndar, — og nöfnin mega ekki rugla of mikið. Allt- af má skýra hringform, en þá vakir meir fyrir mér að tengja hringinn innri lífæðum málverks ins og mynda jafnvægi á flet- inum, en að ég sé að mála í- myndaðan hnött. Málaði fígúratíft — Hefur þú ekki lagt fyrir þig að mála fígúratíft, Bragi? — í skóla gerði ég það, ár- um saman, en ég hef aldrei sýnt slikt. Iandslag má nota, sem uppi stöðu í málverk, en málverk get ur ekki með góðu móti þjónað því. Rétt er að til eru maler- ískir staðir, en í því tilviki verð- ur sízt það málverk bezt, sem líkist fyrirmyndinni mest, held- ur öllu frekar það er ber mest sérkenni málarans sjálfs. Kröft- ug eða fíngerð einkenni góðs mál ara. Ég tel hérlendis skorta mjög á nýskapandi landslagsmál ara yngri en 50 ára. Vöntunin kemur m.a. af sjálfslinku, skorts á menntunarþrá, og imyndunar- afli viðkomandi. Efnishyggja er ráðandi afl — kannski er eitt- hvað á leiðinni, ég vona það. Til raun Sverris Haraldssonar sem Jörð mætti vera eyðijörð eða jarðarhluti, á Suður- eða Suðvesturlandi óskast til kaups. Tilboð sendist í pósthólf 394, Reykjavík. I SIPOREX | LÉTTSTEYPUVEGGIR I ALLA INNVEGGI Fljótvirk og auðveld uppsetning. Múrhúðun [ ) óþörf. aSparar tíma og vinnu. SIPOREX lækkar byggingarkostnaðinn. SIPOREX er eldtraust. Hátúni 4 A, Nóatúnshúsinu, sími 17533, Reykjavík. hann sýndi okkur í sýningarsal Menntaskólans sl. ár var virð- ingarverð. Annars er ég á móti slagorð- um listamanna eða orðleikjum, sem búnir eru til fyrir fólk og til að hrella aðra listamenn, en sem listamaður sjálfur tekur minnst mark á allra. Ég er á móti því að telja fólki trú um að allt sé svo gott og blessað hjá því, að það þurfi ekki að hugsa um hlutina. Ég skil ekki af hverju menn geta ekki tekið vandamálin til meðferðar, án þess að gera sig stóra á kostnað félaga sinna. Annað tveggja er það skortur á rökvísi eða hátt- vísi. Braut listamannsins — lof og Iast — Ertu þá á móti gagnrýni? — Ég hef alltaf haft áhuga á gagnrýni og á bágt með að skilja fólk sem brjálast við hana. Braut listamannsins, hlýtur að vera stráð hvorutveggja lofi og lasti. Og þannig á það líka að vera. Lof er gott en gagnrýni kveikir meira í. Ég met þá kenn- ara mína mest er voru strang- astir og óvægastir. Það háir ís- lenzkum myndlistarmönnum hve fáskrúðug gagnrýni er hér, og þvl er flest réttlætanlegt sem miðar að því að auka hana. Ég tel að ekki eigi þar önnur pólitík að ráða en málverkið sjálft. Margt efnilegra málara — Eru margir ungir og efni- legir málarar á íslandi? — Við eigum ungt fólk á heimsmælikvarða, og því skyldi ekki vera svo, eða hvaða úrhrök skyldum við vera. Það er sjálf- sagður hlutur að ungum Islend- ingi gengur vel erlendis og eng- in minnsta ástæða til að stökkva hæð sína í loft upp aí kæti. Það er ekki til neitt lýðræði i listum og það virðist mönnum ljóst hér i öllum listgreinum nema myndlist, en þar ríkir háskalegt lýðræði, þar sem dil- ettantinn er settur til jafns við skapandi listamenn. — Hvaða afleiðingar hefur það? — Margar. M. a. að fólk sem hefur gaman af list hættir að sækja sýningar. Nú er ný kyn- slóð málara að koma — yngri en 30 ára og er margt af efni- Iegu fólki, og æskilegt að það fái möguleika til að njóta sín hér heima, það er auðvelt að svo verði, en hinsvegar næstum útilokað eins og málum er nú háttað og er leitt til þess að vita í framfaraþjóðfélagi voru. Að- eins aukin þekking aðhald og kynning lista getur hér úr bætt. — Og að lokum Bragi. — Ég er ánægður með að fólk sem hefur keypt myndir á þess- ari sýningu, er á öllum aldri. Ekki siður ungt fólk sem er að reyna að koma sér upp safni eftir sæmilega málara. Það er nú þannig að þegar fólk kaupir sér eina góða mynd líður ekki á löngu áður en það kaupir fleiri slíkar, en þær lélegri víkja þá í staðinn af veggnum. Smekk- urinn þroskast ósjálfrátt af mál- verkinu. stjL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.