Morgunblaðið - 15.04.1967, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. APRIL 1967.
Páll Björgvinsson bóndi
og oddviti — Minning
PREX3-NIN um að Páll Björgvins
son var lótinn kom óvænt. Vinir
hans og kunningjar vissu að
hann var á sjúkrahúsi en vonast
var til að dvölin þar yrði ekki
löng og að fullur bati fengist.
Sjálfur reiknaði Páll með því að
fá bata og að geta gengið hress
til starfa að nýju. Eigi að síður
gerði hann sér Ijóst að enginn
ræður morgundeginum og að
gegn ráðstöfun forsjónarinnar
verður ekki gengiB.
Páll Björgvinsson var fæddur
20. ágúst 1898 á Hallormsstað
í Suður-Múlasýslu. Foreldrar
hans voru Björgvin Vigfússon,
sýslumaður, síðast á Efra-Hvoli
og kona hans Ragnheiður Ingi-
björg Einarsdóttir. Páll stundaði
nám í Eiðaskóla. Hann var sýslu
skrifari í Rangárvallasýslu 1922
til 1930 og sýslufulltrúi þar frá
1930—1936. Hann var bústjóri á
Efra-Hvoli 1936—1944. En þá
byrjaði hann búskap og tók við
jörðinni og var bóndi á Efra-
Hvoli til dauðadags. f hrepps-
nefnd var hann frá 1942 og odd-
viti frá 1949 og síðan. Sýslunefnd
arm»föur varð hann frá 1946 og
var alltaf endurkosinn. Hann
var lengi 1 skattanefnd Hvol-
hrepps og yfirskattanefnd Rang-
árvallasýslu. Hann var formað-
ur skólanefndar Hvolsskólahverf
is og prófdómari frá 1942. í skóla
nefnd Skógaskóla var hann frá
1950. í stjórn Búnaðarfélags
Hvolhrepps var hann um margra
ára skeið. Hann var í stjórn
Sjálfstæðisfélags Rangæinga frá
1932.
Oft var hann í yfirkjörstjórn
og stundum formaður hennar.
Hann var endurskoðandi Kaup-
félagsins Þórs um margra ára bil
og nú siðast í stjórn þess. Hann
var deildarstjóri 1 Sláturfélagi
Suðurlands og Mjólkurbúi Flóa-
manna. Ýmsum fleiri trúnaðar-
störfum gegndi hann, sem ekki
verða hér talin. Kvæntur var
Páll Ingunni Ósk Sigurðardótt-
ur frá Reykjavík, ágætri konu.
Þau eignuðust tvær efnilegar
dætur Ragnheiði og Helgu.
Hér er aðeins nokkuð talið af
þeim margþættu störfum sem
hlóðust á Pál Björgvinsson. All-
ir sem þekktu hann treystu hon-
um og vissu að þau verk sem
hann tók að sér voru vel af hendi
leyst. Páll vildi lítið úr því gera
að hann væri búmaður .Eigi að
síður reyndist svo vera að bú-
skapurinn fórst honum vel úr
hendi, þótt hann um margra
ára skeið hafði vanizt skrifstofu-
störfuim fremur en bústörfum.
Hann var ræktunarmaður og
er óvíða stærri og betri tún en
á Efra-Hvoli .Hann byggBi stór
og vönduð peningshús ásamt
öðrum tilsvarandi byggingum.
Hann hafði góðan arð af búinu
og fór vel með búpeninginn.
Páll Björgvinsson var greind-
ur vel, stálminnugur og fróður
í sögu og ýmsum bókmenntum.
Hann skrifaði sérstaklega góða
rithönd og stílisti var hann ágæt
ur og fljótur að skrifa og semja
jöfnum höndum.
Hann var lengi sýsluskrifari
hjá föður sínum. Hann lærði ekki
lög í Háskólanum, en las eigi
að sflBur lögbækur og fylgdist
vel með lagasetningum á Alþingi.
Það var vitað fyrir löngu að
Páll Björgvinsson var lögfróð-
ari en margir þeir sem lögfræði
próf hafa. Hann sat ekki lengi
á skólabekk en hafði samt áður
aflað sér alhliða menntunar.
Hann hefði gegnt hvaða embætti
sem var með sæmd og prýði,
vegna meðfæddra hæfileika og
samviskusemi. Hann mátti ekki
vamm sitt vita og vildi engum
gera rangt til. Óvini átti hann
enga enda bar hann hug vel-
vildar til allra sem hann um-
gekkst. Hann var skoðanafastur
og trúr þeim málstað sem hann
taldi vera réttan. Einlægur var
hann, og reyndist jafnan best
þegar mest lá við. Páll talaði
oft um bernskuárin á Hallorms-
stað. Tryggð hans til Austur-
lands brást aldrei. Glaður var
hann þegar Austfirðingar fengu
heyið frá Sunnlendingum á sl.
ári, og austfirskum bændum var
með því bjargað frá neyð. Þótt
hann bæri tryggB til æskustöðv-
anna var ást hans á Rangárþingi
ekki minni fyrir það. Rangár-
þing taldi hann vera sitt hérað,
þar hafði hann fest rætur. Oft
minntist hann foreldra sinna og
systkina með virðingu og þökk.
Sýslumannssetrið á Efra-Hvoli
var fjölmennt og heimilisbragur
góður. Gestrisni var mikill á
heimilinu og höfðu húsráðendur
ánægju af því að taka á móti
gestum.
Páll Björgvinsson og hans á-
gæta kona hafa haldið vfö þeirri
reisn og myndarbrag, sem áður
var á Efra-Hvolsheimilinu.
Eiginkona Páls hefur staðið
við hlið manns síns í önn dags-
ins og gert honum fært að inna
af höndum þau margháttuðu
störf sem á hann hlóðust. Páll
Björgvinsson hefur 1 áratugi
verið máttarstólpi í Rangárþingi.
Til hans hafa margir leitað með
ýmiskonar erindi og fengið liö-
sinni og jákvæða afgreiðslu.
Hvolhreppingar kveðja oddvita
sinn og þakka fyrir gotrt starf í
þágu hreppsfélagsins. Segja má
að Páll Björgvinsson hafi gegnt
öllum þeim trúnaðarstörfum sem
hægt var að veita einum manni í
hreppnum. Hvolhreppingar sakna
góðs vinar og trúnaðarmanns,
sem ávallt lagði sig fram til
þess að leysa verkefnin eins og
best var á kosið.
Rangæingar minnast vinar með
þakklæti og vii*5ingu, vinar sem
vildi öllum gott gera og aldrei
taldi eftir tíma eða erfiði þegar
nauðsyn bar til að vinna í þágu
samfélagsins.
Við vinir hans sem sérstaklega
áttum með honum sameiginleg
áhugamál og samstarf, þökkum
honum fyrir einlægni, vináttu og
tryggð.
Mestur er söknuður eiginkon-
unnar og dætranna, sem hafa nú
séð atð baki ástkærum vini. Ég
vil votta þeim innilega saimúð
með ósk um, að minningin um
góðan mann megi hugga þær og
styrkja til þess að yfirvinna sorg
ina.
í. J.
t
„ÉG hetf alla tið lifað og hrærzt
meðal bændanna. Aldrei lifað í
borg né bæ. Aldrei komið á sjó
svo teljandi sé. Og aldrei flogið
um loftin blá, en ferðast á „fáki
fráum“ umhverfis landið. Það
hef ég gert. En þrátt fyrir alla
mína sveitamennsku held ég, að
þú hefðir heldur átt að snúa þér
til einhvers meiri bónda, en ég
er, því þó ég sé bóndi, hef ég
það í rauninni aldrei verið, held
ur miklu fremur skrifstofumað-
ur í sveit, meirihluta minnar
ævi. Fyrst sem sýsluskrifari frá
12 ára aldri til 38 ára aldurs.
Síðan sveitarstjórnarmaður og
oddviti hreppsnefndar síðastlið-
in átta ár.“
Svo fórust Páli Björgvinssyni
— sem í dag er til moldar bor-
inn — orð í samtali við Guð-
mund Danielsson rithöfund. Sam
talið kallar Guðmunduir „í
rausnargarði" — um lífsstarf
Páls með pennann í annarri
hendi, en plóginn í hinni, sem
birtist í bók Guðmundar „Húsi
náungans". Samtalið var tekið
í ágúst 1957.
Þótt samtalið sé tekið fyrir
hartnær 10 árum, gæti það eins
hafa verið tekið fytrir nokkrum
vikum. Páll starfaði ótrauður
fyrir sýslu sína og hrepp —
Rangárvallasýslu og Hvolhrepp
— allt fram til hinztu stundar af
míkill fórnfýsi og dugnaði. Hann
lézt í Landspítalanum hinn 8.
apríl síðastliðinn.
Það eir mikill sjónarsviptir að
Páli Björgvinssyni — bóndanum
á Efra-Hvöli, esn hann fæddist
á Hallormsstað í Suður-Múla-
sýslu, hinn 20. ágúst 1898. Faðir
hans var Björgvin Vigfússon,
sýslumaður Skaftfellinga og
Rangæinga, en fyrst umboðsmað
ur Skriðuklaustursjarða. Móðir
hans var Ragnheiður Ingibjörg
Einarsdóttir, alþingismanns og
hreppstjóra Gíslasonar á
Höskuldsstöðum í Breiðdal.
Páll ólst upp í bemsku á Hall-
ormsstað og á Höfðabrekku í
Mýrdal, unz foreldrar hans
fluttust að Efra-Hvoli árið 1909.
Á Efra-Hvoli bjó hann síðan alla
sína ævi — fyrst í föðurhúsum
og síðan sem búhöldur eftir lát
föður síns árið 1942.
Páll situndaði nám í Eiðaskóla
og í Odda, en lengsta skólanám
sitt taldi hann vera störf sín á
skrifstotfu föður síns, þ. á m.
sýsluskrifarastarfið — enda var
Páll lögfróður mjög, þótt ekki
væri hann háskólagenginn.
Páll var afburðamiinnugur,
vel lesinn 1 íslenzkum bók-
menntum, ljóðelskur og kunni
margar skemmtilegar sögur.
Kom það oft fram á mann-
fundum, því að hann hélt oft
og tíðum skemmtilegar tæki-
færisræður.
Mikið og merkt starf liggur
eftir Pál í hrepps- og sýslumál-
um. Svo sem fýrr er getið hóf
hann barnungur störf sem
sýsluritarL Síðar varð hann
sýslunefndarmaður í Rangár-
vallasýslu allt fram til dauða-
dags, oddviti í Hvolhreppi frá
1949, formaður bygginganefnd-
ar félagsheimilisins Hvols, for-
maður skólanefndar Hvolsskóla
og prófdómari þar og í skóla-
nefnd Skógaskóla. Þá átti hann
oft sæti í yfirkjörstjórn Rangár-
vallasýslu. Eitt síðasta verk Páls
að hreppsmálum var lagning
vatnsveitu fyrir Hvolsvöll og var
það mikið starf.
Það er skarð fyrir skildi við
fráfall Páls og víst er, að starf
hans meðal sveitunga hans verð-
ur vandfyllt. Eiginkonu hans,
Ingunni Ósk Sigurðardóttur, og
dætrum þeirra tveimur, Ragn-
heiði Sigrúnu og Helgu Björgu,
samhryggist ég af heilum hug
um leið og ég vil vitna aftur í
samtal Guðmundar Daníelsson-
ar rithöfundar, en því lauk ein-
mitt á þessa leið:
„Þér þykir ótrúlegt Guðmund-
ur, að maður, sem hefur jafn
mikið dálæti á skáldskap og list-
um sem ég skuli aldrei hafa rím
að neitt sjálfur.
Það þarf ekki að vera Guð-
mundur. En þó kann ég eina
vísu eftir mig sjálfan, sem ég
gerði, þegar Einar bróðir minn,
sá góði drengur, andaðist 17 ára
gamall, 27. apríl 1918. Vísan er
svona.-
Ég trúði því ei fyrr en tók því á,
að táp þitt svo fljótt mundi
dvína.
Þó vissi’ ég um alföðurs ákvörð-
un þá,
að allit, sem á líf, skal því týna.“
Magnús Finnsson.
t
F. 20. ágúst 1898. D. 8. apríl 1967.
„Ég hljóður eftir hlusta,
og heyri klukkna hljóm“.
f DAG verður lagður til hinztu
hvíldar í kirkjugarðinn á Stór-
ólfshvolL Páll Björgvinsson,
bóndi og oddviti á Efra-HvolL
við hlið foreldra sinna og syst-
kina.
Þar lék hann sér sem ungur
drengur í varpa, og naut þess
að horfa á hið undurfagra út-
sýni til vesturs, og austurfjölliin
glitra í geislum kvöldsólarinnar.
Er sólin var að ganga niður til
sólarlags unz hún hækkaði á
lofti á ný og boðaði nýjan dag,
nýtt líf og upprisu.
Páll Björgvinsson var fæddur
að Hallormsstað í Suður-Múla-
sýslu 20. ágúst 1898, foreldrar
hans voru Bjorgvin Vigfússon,
sýslumaður, og kona hans, Ragn
heiður Einarsdóttir; voru þau
hjón systkinabörn að frænd-
semL
Fimm ára gamall fluttist Páll
með foreldrum sinum að Höfða-
brekku, er Björgvin faðir hans
var skipaður sýslumaður í Skafta
fellssýslum. Þar dvaldist hann
með þeim til ársins 1908 en það
ár var föður hans veitt sýslu-
mannsembættið í Rangárvalla-
sýslu og fluttist að Stórólfshvoli
en árið 1909 fluttist hann með
foreldrum sínum að Efra-Hvoli
í sömu sveit. Þar var heimili
hans og starfsvangur samfleitt í
tæp 60 ár.
Efri-Hvoll er fögur jörð, út-
sýnið einkar hlýlegt og viðfeld-
ið. Þeim stað var hugur hans
fastbundinn. Hann lét þau orð
falla, að hann vonaði að hann
þyrfti ekki að fara lifamdi frá
Efra-HvolL Og honum var veitt
sú ósk.
Heimili sýslumannshjónanna
Björgvins og frú Ragnheiðar var
stórt, hjú mörg og gestnauð
mikil bæði af innanhéraðsmönn-
um og utanhéraðs, af æðri sem
lægri stétta fólki. Útlendingar
sem hér voru á ferð til að kynna
sér land og þjóð, komu oft 1
heimsókn til Björgvins sýslu-
manns, og dvöldu sumir lengri
og skemmri tíma, öllum sem að
garði bar var tekið með ljúf-
mennsku og kurteisi. Beini veitt
ur af rausn. Og öll fyirirgreiðsla
sem sjálfsögð værL
Björgvin sýslumaður var yfir-
vald síns tíma. Virðulegur,
strangur og reglusamur í öllum
heimilisháttum og embættis-
færslu allrL hann þótti mikill
dómarL enda hjartahreinnt góð-
menni sem á engu vildi níðast.
Frú Ragnheiður, móðir Páls,
var fríð kona, virðuleg í fasi,
mikil húsmóðir, og góð börnum
sínum og hjúum, allt heimilislíf
á Efra-Hvoli í tíð þeirra sýslu-
mannshjóna, Björgvins og Ragn-
heiðar, mótaðist af góðvild og
heiðarleik. Björgvin sýslumaður
og frú Ragnheiður settu svip á
það umhverfi sem þau bjuggu í.
Á þessu heimili og við þá
heimilishætti sem hér hefur ver-
ið lýst, ólst Páll upp ásamt bróð-
ur sínum, EinarL sem andaðist
um tvítugt, og talinn var sér-
stakur efnispiltur, og systrum
sínum tveimum, þeim Helgu,
sem gift var Þórarni Þórárins-
syni, fyrrv. skólastjóra, hún and
aðist 1937, og Elísabetu, sem
gift er Þorláki Helgasyni verk-
fræðingi og búsett eru í Reykja-
vík.
Strax og Páll hafði aldur og
þroska til, fór hann að vinna á
sýslumannsskrifstofunni með
föður sínum. Þar var hann van-
inn við vandvirkni og reglusemi,
var sýslumaður strangur við
son sinn í þeim efnum. Svo vel
tókst uppeldið að reglusemin og
vandvirknin ásamt þeirri eðlis-
hvöt að vilja gjöra rétt og á
engan halla, voru snörustu þætt-
ir í lífi og störfum Páls, og mikil
var sú umhyggja og virðing sem
hann bar ávallt fyrir foreMrum
sínum. Það esr varla hægt að
hugsa sér betri son, en hann var
þeim alla tíð og ekki sízt er þau
þurftu á umhyggju að halda,
sjúk og ellihrum.
Að foreldrum sínum látnum
tók Páll við jörð og búi á Efra-
HvoIL og bjó þar góðu búi til
dauðadags, rúm 20 ár.
Hann hélt áfram starfi föðuir
síns að rækta og stækka túnið,
hann byggði 40 kúa fjós vandað
úr steinsteypu og tilheyrandi
heygeymslur.
Páll var fastheldinn við gaml-
ar venjur, en þó frjálslyindur og
umbótasinnaður, hann fylgdist
vel með málefnum landbúnaðar-
ins, enda bóndi að eðlisfarL
Fjöldi opinberra starfa hlóðust
á hann bæði fyrir sveit og hérað
og skal þeirra helztu getið hér.
Hann var sýslunefndarmaður frá
1946 og lengi endurskoðandi
sýslureikninga. Oddviti frá 1949.
Mjög lengi skólanefndarformað-
ur og prófdómari við barnaskól-
ann á Stórólfshvoli. í stjóm
Búnaðarfélags Hvolshrepps frá
1945. Formaður læknisbústaðar-
nefndar Stórólfshvols, í stjórn
Kaupfélagsins Þórs, Hellu, og
lengi endurskoðandi sama fé-
lags. f stjórn Héraðsskólans að
Skógum frá stofnun hans. í ytfir-
kjörstjórn Suðurlandskjördæmis
og formaður hennar við síðstu
alþingiskosningar. Formaður
fasteignamatsnefndar Rangár-
vallasýslu, þeirrar sem nú starf-
ar, þá var hann í fjárskiptanefnd
Rangæinga meðan hún starfaðL
f fulltrúaráði Mjólkursamsölunn.
ar og Mjólkurbús Flóamanna og
síðast en ekki sízt meðhjólpari
í Stórólfshvolskirkju.
Margt er enn ótalið en þetta
ætti að nægja til að sýna hvílíkt
geysitraust hann naut í sveit
sinni og sýslu.
Páll var áhugamaður um
landsmál, taldi hann frjálslynda
umbótastefnu þjóðinni farsæl-
asta, og var því alla tíð fylgj-
andi Sjálfstæðisflokknum. Hann
var 1 stjórn Sjálfstæðisfélaga
Rangæinga frá stofnun og í kjör-
dæmaráði flokksins í Suðurlanda
kjördæmi.
Hleypidómalaus var hann i
þvL sem og öðru, mat hann
menn eftir mannkostum en ekki
eftir stjórnmálaskoðunum.
Hann var sýslufulltrúi hjá
föður sínum frá því að hann
hafði aldur til og þar til faðir
hans lét atf embætti.
Páll var gagnfræðingur að
menntun og starfið sem sýslu-
fulltrúi var honum sá skóli sem
entist honum allt lífið, hann var
mjög lögfróður og kunnugt var
mér um það að margir leituðu
lögfræðilegra ráða hjá honum
og gafst það vel. Hann var sett-
ur sýslumaður í Rangárvalla-
sýslu um skeið.
Páll kvæntist 17. júní 1944
Ingunni Ósk Sigurðardóttur frá
Tóftum í StokkseyrarhreppL
hinni mestu rnyndar- og ágætis-
konu, sem reyndist manni sín-
um traust og sterk stoð við um-
fangsmikinn búskap, og erilsöm
opinber störf og sem, að líkum
lætur, lenti stjórn heknilisins
utanhúss á hennar herðum, er
hann var fjarverandi. Oft ræddi
hann um þetta við mig er við
vorum saman, og var hann konu
sinni þakklátur.
Þau hjón eignuðust tvær dæt-
ur, Ragnheiði Sigrúnu og Helgu
Björg. Eru báðar enn nemendur
í Kennaraskóla íslands, og eru
hinar mestu efnisstúlkur.
Páll var mikill persónuleikL
bar hann hreinan og drengileg-
an svip. Þeim sem sáu hann
munu tæplega hafa dulizt að
hann væri af góðu bergi brot-
inn. Skapgerð hans var róleg og
traust, og hann var hið mesta
tryggðartröll, sem brást ekki
vinum sínum eða þeim sem leit-
uðu hans róða.
öll störf sem hann vann
leysti hann af hendi af frábærri
samvizkusemi og vandvirkni og
lengi mun hans verða minnzt
sem oddvita, sveitarinnar fyrir
dugnað, ósérhlífni og trúnað.
Páll var mjðg skemmtilegur
og snjall ræðumaður, hann var
frábær stílisti og kryddaði ræð-
Framhald á bls. 23