Morgunblaðið - 15.04.1967, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 15.04.1967, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LÁUGARDAGUR 15. APRÍL 1967. 19 Rannsóknarstofa landbún- aðarins og tilboðin í máln- ingarvinnuna þar Yfirlýsing frá Málarameistarafél. Rvíkur Ý MI S blöð skrifuðu í byrjun þessa mánaðar talsvert um mál- ingarvinnu í byggingu Rann- sónastofnunar landbúnaðarins, sem nú er í smíðum á Keldna- holti. Tilefni skrifa þessara voru tilboð, sem gerð voru í vinnu þessa samkvæmt útboði, en af tíu fram kpmnum tilboð- um reyndust níu eins en það tí- unda nokkru lægra. Þetta hefir orðið sumum blöð- um tilefni til vandlætingar og hneykslunar og hafa þau lít sparað skrifin, en þeim hefir hins vegar láðzt að gæta þeirrar meg- inreglu góðrar blaðamennsku að kanna báðar hliðar málsins og birta lesendum sínum. Fyrir bragðið hafa þeir, sem hafa ritað um þessi mál, ekki vitað um meginatriði þeirra, skrifað ein- hliða og þar af leiðandi blekkt almenning, lesendur sína — óum flýjanlega en vonandi óviljandi. Stjórn Málarameistarafélags Reykjavíkur hefir af ásettu ráði leitt þessi skrif hjá sér fram að þessu. Hún lítur svo á, að bezt sé, þegar svo stendur á sem nú, að moldviðri lægi og mönnum sé runninn mesti móðurinn, áður en rök eru sett fram í máli, sem reynt hefir verið að nota til nokkurra æsinga. En í trausti þess, að almenningur vilji vita betur og blöðin birta frásögn um afstöðu MMFR í íþessu máli, eru þau nú beðin fyrir eftirfar- andi greinargerð: Varðandi tilboð yfirleitt — eins og í sambandi við það út-- boð, sem hér var um að ræða — er sú meginreglan, að meistari, sem hefir hug á að gera tilboð í verk, fær mælingamann MMFR til að framkvæma fyrir sig út- reikninga á viðfangsefninu sam- kvæmt útboðslýsingu og slíkum gögnum. Mælingamaður félags- ins er trúnaðarmaður þess og einstakra félagsmanna, og félag- ið ábyrgist þá útreikninga, sem hann framkvæmir. Nú getur vilj að svo til, þegar einhver meist- ari hefir fengið mælingamann til að framkvæma slíka útreikn- inga fyrir sig, að annar meðlim- ur MMFR eða jafnvel fleiri fá áhuga á að gera tilboð í sama verk. Þeir menn fara þá líka til mælingamannsins og biðja hann að inna af hendi við sig sömu þjónustu. Niðurstaða liggur þá þegar fyrir, eins og að framan greinir, og mælingamaður getur að sjálfsögðu ekki látið í té aðr- ar tölur en þær, sem hann hefir þegar tilkynnt hinum fyrsta, sem bað um útréikninga. Eða finnst mönnum kannske, að hver nýr meistari, sem bæði um útreikninga á verkinu, ætti að fá aðra útkomu en hinir fyrri? Það liggur í augum uppi, að slíkt mundi kippa öllum stoðum und- an því mælingakerfi, sem MMFR hefir starfað eftir og málara- meistarar um land allt hafa raun ar einnig gerzt aðilar að. Það hefði mátt hugsa sér, að MMFR hefði sent byggingar- nefnd Rannsóknarstofnunar land búnaðarins útreikninga á hinu út boðna verki og jafnframt látið fylgja lista með nöfnum þeirra manna, sem væru fúsir til að taka verkið að sér. Það hefði væntanlega ekki vakið sama úlfa þyt um þetta mál og orðið hefir, en niðurstaðan -hefði í rauninni orðið hin sama. f þesfiu sambandi má skjóta því inn strax, að veigamesti liðurinn við útreikninga slíkra verka er launakostnaður — kaup sveina, sem að sjálfsögðu hafa sina samn ' inga við meistara. Aðrir liðir eru •fni, verkfæranotkun, tryggingar og margt fleira, sem hér verður ekki rakið, en öll þessi gjöld verða meistarar að greiða af þeim hundraðshluta, sem þeim er leyft að leggja á selda vinnu. Fer því þess vegna mjög fjarri, að álagning á kaup sveina renni óskert í vasa meistara og sé þeirra eyðslueyrir, en það mun vera skoðun margra, sem hafa ekki hugsað þessi mál að neinu ráði. Verja mætti miklu meira rúmi til að ræða tilboð almennt, en skal ekki gert að sinni. MMFR er þó ekkert að vanbúnaði að halda þeim umræðum áfram, er sérstakt tilefni gefst- til slíks. Skal þá vikið sérstakleða að þeim tilboðum, sem mál þetta snýst aðallega um. Þegar kunnugt varð, að meðal meðlima MMFR var all-almenn- ur áhugi á að taka margnefnt verk á Keldnaholti að sér, var ákveðið í samráði við formann félagsins, Kjartan Gíslason, að fela fjórum mönnum að sjá um og gera fullnægjandi verkmæl- ingu og ganga frá tilboði skv. útboðslýsingu. Tilboðið yrði síð- an afhent þeim meðlimum fé- lagsins, sem þess óskuðu og vildu bjóðast til að taka verkið að sér. Kom þá strax í ljós, að bæði útboðslýsing og meðfylgj- andi teikningar voru gallaðar og ófullnægjandi. Má geta þess sem dæmis, að ekki var hægt að sjá hæð veggja, og merkingar á milli veggjum úr mismunandi efni, sem vísað var til í útboðslýsingu, voru ekki fyrir hendi. Varð því að ráði, að áðurnefndir menn færu á staðinn til að taka þar öll mál eftir nánari fyrirsögn eftir- litsmanns byggingarinnar. Eftirlitsmaðurinn gaf greið svör við öllu, sem um var spurt, en um leið kom í ljós, að ýmis atriði varðandi útboðið voru engan veginn skýr. Ber þar að nefna, að verktaki skyldi sjá mönnum sínum fyrir fæði á staðnum, þótt starfandi væri mötuneyti á vegum stofnunarinn ar. Eftirlitsmaðurinn gaf þær upplýsingar, að fæði bæri að reikna á kr. 125 — krónur eitt hundrað tuttugu og fimm — á dag. I samningi málarameistara og sveina eru ákvæði um flutn- ing sveina að og frá vinnustað og skal sveinum greitt fyrir þann tíma, sem fer í ferðir. Eftirlits- maður gaf þær upplýsingar, að þeim mönnum, sem ynnu á staðn um, væri greidd ein stund á dag vegna ferða, en hann taldi það ofreiknað, þótt ekkert væri við því að gera. Þegar eftirlitsmaður var spurð ur um lengd vinnutíma þeirra starfsmanna, sem nú vinna við bygginguna, gaf hann þær upp- lýsingar, að unnar væru tvær yf irvinnustundir á dag, enda var það staðfest af mönnum á staðn- um. Töldu fulltrúar MMFR þá ekki ástæðu til annars en að sami háttur væri hafður á vinnu málara, er þarna mundu vinna, enda fyrirsjáanlegur dráttur á lúkningu verksins ella og mesti annatími málara framundan. Rúmsins vegna er ekki hægt að rekja að sinni — þótt sjálf- sagt sé að gera slíkt siðar, ef sér stakt tilefni gefst — öll þau at- riði, sem upp komu, þegar með- limir í MMFR komu að Keldna- holti til að athuga þar staðhætti og afla upplýsinga hjá eftirlits- manni byggingarinnar. Þó verð- ur ekki komizt hjá að nefna tvö atriði, sem sýna Ijóslega, hversu mjög útboðslýsingu og teikning- um var ábótavant. Eftirlitsmaður tók t.d. fram, að ýmsir ósýnilegir hlutir á teikningu ættu að vera innifaldir í tilboði, svö og gat hann þess, að í rannsóknarstof- unum yrði komið fyrir vöskum og leiðslum að og frá þeim — svo og fleiri rannsóknartækjum — og ætti að mála allar slíkar lagnir, en á þessu stigi málsins væri ekki vitað, hve mikið magn yrði af þeim, en fyrir þeirri vinnu skyldi áætlað í til- boðinu! 1 tilboði því, sem síðan var reiknað út, var þess vegna gert ráð fyrir þessum tveim at- riðum — auk annarra svipaðra — í 10% álagi vegna ófyrirsjáan- legs kostnaðar. f þessu sambandi er rétt að skjóta því inn, að MMFR telur sér skylt að fara í hvívetna eftir því, sem segir í útboðslýsingu verks, þótt augljóst sé, að unnt hefði verið að draga verulega úr kostnaði við framkvæmd . þess með hagkvæmari verklýsingu. En út í þá sálma skal ekki farið að sinni. Næst skal getið þeirra tilboða, sem umtalið hafa vakið og er þá fyrst til að taka, að við útreikn- inga mælingamanns Iðnaðar- mannafélags Keflavíkur fékkst sú niðurstaða, að vinnuliðurinn mundi kosta kr. 389,561 og er þá miðað við selda vinnu á kr. 84,30 klst. Tilboð Kristins Guðmunds- sonar, málarameistara í Kefla- vík, sem var lægst, nam hins vegar kr. 383,000,00, svo að þar er um undirboð frá taxta að ræða, sem nemur kr. 6,561,00 eða sem næst 1,7%. Efnisliður tilboðs Kristins Guðmundssonar nam kr. 145,000,00. Tilboð hans var þess vegna þannig: Vinna kr. 383.000.00 Efni kr. 145.000.00 Samtals kr. 518,000,00 Menn veiti athygli, að þarna misreíknar Á. G. sig um kr. 10,000,00, og gætu margir fengið þann grun vegna þess, sem síð- ar skal getið, að reikningslist hans hafi brugðizt varðandi fleiri liði. Tilboð MM'FR varðandi sömu liði var á þessa leið: Vinna kr. 429,070,15 Efni kr. 150,812,30 Samtals kr. 579,882,45 Munurinn á tilboðum aðila í vinnulið nemur því kr. 46,070,15 eða um 12% og sama hlutfall er milli beggja þessara liða sam- tals. Tilboð MMFR sundurliðast annars þannig: A — Vinna * kr. 429,070,15 B — Efni 150,812,30 C — 12% yfirvinnu- hækkun 51,488,40 O — Ferðatímar 400 á kr. 84,30 32,720,00 E — Fæðisdagar 400 á kr. 125,00 50,000,00 F — Bílakostnaður 10,000,00 G — 10% fyrir ófyrir - séðum kostnaði 72,509,10 Samtals kr. 797,599,95 Hér skal þess einnig getið, að þegar reiknaðir voru ferðatím- ar og fæðisdagar, var reiknuð nær 50% afkastaaukning. Kristinn Guðmundsson reikn- ar aftur á móti aðeins með þeim liðum, sem hér hafa verið nefnd ir A og B, sleppir öllum hinum, frá C til G, og má í því sam- bandi benda á, að ferðatími og bílakostnaður Kristins hlýtur að vera mun meiri en meðlima MMFR, þar sem hann þarf að sækja vinnuna alla leið úr Kefla vík. Hér hefir nú verið gerð nokk- ur grein fyrir þeim tilboðum, sem til umræðu hafa verið í blöðum nýlega, og geta menn séð, að grunnt hefir verið vaðið í sambandi við skrif og athugun á raunverulegum málsatriðum. Tilboð Kristins Guðmundssonar er' á margan hátt ábótavant, því að hann virðist alls ekki hafa gert sér grein fyrir ýmsum atrið um, sem skipta verulegu máli, ef hann vill ekki verða fyrir fjárhagslegum skakkaföllum. — MMFR kynnti sér hins veigar all- ar aðstæður á vinnustað ræki- lega og eftir því sem kostur var. Hefir komið fram hér að ofan, að margt var óljóst, áður en farið var .á staðinn og upplýs- inga leitað' hjá eftirlitsmanni byggingárinar — og er raunar enn. í þessu sambandi má m.a. benda á, að málarameistarar eru bundnir í mörgum atriðum af samningi við Málarafélag Reykjavíkur, en ekkert tillit er tekið til sliks í tilboði Kristins, og er augljóst mál, að það getur bakað MMFR óþægindi við fram kvæmd samninga við Málarafé- lagið í Reykjavík í framtíðinni. Um vinnubrögð varðandi til- boð yfirleitt má auk þess segja, að við framkvæmd uppmælinga hafa málarafélögin í Reykjavík reynt að viðhafa sem mesta ná- kvæmni, en augljóst er, að vinnu brögð eins og þau, sem beitt hef- ir verið af Kristni Guðmunds- syni við ýmis atriði, eru mjög handahófskennd, svo ekki sé dýpra tekið í árinni. Þannig er til dæmis um mælingu á loftum í kjallara byggingarinnar á Keldnaholti; þar er um hreina ágizkun að ræða, þótt svo vilji til, að áætlunin sé ekkj^ fjarri lagi. Einnig er greinilegt, að við útreikning Kristins Guðmunds- sonar á efni er ekki farið eftir verðskrá, og verður ekki betur séð en að efnisverð sé hrein ágizkun. Ekki skal dregin fjöður yfir það, að stundum er það áhuga- mál þeirra, sem bjóða í verk, að undirbúningur af hendi þess, sem býður út, sé sém ónákvæm- astur. Getur þá reynzt auðsótt- ara að fá aukagreiðslur, og er það alkunnugt, að oft hefir svo farið í slíkum tilfellum, að end- anlegar greiðslur hafa farið langt fram úr hæsta boði. Hér hafa þá verið rakin ýmis atriði varðandi þetta mál, og ættu þau að gera öllum almenn- ingi ljóst, að við útreikning á tilboðum meðlima MMFR hefir í hvívetna verið farið að við- teknum reglum — og meðal ann ars samkvæmt , uppmælinga- taxta, sem gildandi er um land allt, svo að hann nær til Kefla- víkur eins og annarra staða. Hins vegar er ekki nema að litlu leyti um „útreikninga" að ræða í sambandi við tilboð Kristins Framh. aif bls. 31 Afskipti Meistarasambandsins af málarameistaranum í Keflavík stöfuðu eingöngu af framan- greindu ákvæði í lögum Meist- arasambandsins en stóðu í engu sambandi við þá staðreynd, að tilboð hans í Verkið var um 30% lægra en tilböð nokkurra málarameistara í Reykjavík. Þess eru mörg dæmi, að verktak ar utan Reykjavíkur hafa tekið að sér verk á Reykjavíkursvæð- inu og hefur Meistarasamband- ið ekkert við það að athuga svo framarlega sem þessir vérktakar hafi virt og farið eftir kjara- og málefnasamningum þeim, sem gilda á vinnumarkaðinum í Reykjavík. Á hinu er rétt að vekja athygli, að mismunurinn á tilboðsupphæðunum stafar ekki af því, að reykvísku málara- meistararnir ætluðu að verða sér út um óréttmætan gróða, eins og lítið hefur veri, í skína heldur aðallega af því að útboðs- og verklýsingar voru afar ófulikomn ar, og Reykvikingarnir fengu allt aðrar upplýsingar um fram- kvæmd verksins en Keflvíking- urinn, þannig að í rauninni var um tvenns konar gerólík tilboð að ræða og gersamlega ósambæri leg. Meistarasamband bygginga- Guðmundssonar, og getur vd farið svo, að hann sjái síðar eft- ir því að hafa lagt fram svo „hagstætt" tilboð, að því var tek ið, þar sem það er gert af slík- um vanafnum og raun ber vitni. En fari svo, sem vissulega er ekki óskað eftir, hefir hann ekki við aðra um að sakast en sjálf- an sig. Eins og menn hafa séð af framansögðu, hefir ekki verið hirt um að svara öðrum atrið- um varðandi þetta mál en þeim, sem snerta meginatriði þess beint. Mætti þó vissulega tína til sitthvað fleira, en það skal ekki gert að sinni, en MMFR er ekkert að vanbúnaði að koma fleiri atriðum 'á framfæri, ef ástæða þykir til og tilefni gefst. En að endingu skal bent á atriði, sem kom fram í einu Reykjavíkurblaðanna, sem skýrði frá því — og virtist hlakka í blaðinu — að nú virt- ist ekkert því til fyrirstöðu, að meistarar eða verktakar utan Reykjavíkur stefndu hingað framvegis til að bjóða niður verk og taka að sér. MMFR bendir á í þessu sambandi, að þeir, sem hyggjast standa fyrir slíkri „innrás“, ættu áður að því, hvernig þeim „útreikning- um“ var varið, sem getið er hér að framan og urðu til þess, að málaraemistarinn f Keflavík hreppti hnossið. f öðru lagi mætti benda á, að þótt tilkynnt 'hafi verið að meistarabréf séu gefin út fyrir allt landið, veita stéttarfélög meðlimum sínum vernd innan endimarka félags- svæðis sins, þótt ekki hafi kom- ið til kasta þeirra í þessu efni ennþá. En hvað segja menn, ef dæmi þetta er sett upp á ann- an hátt? Hvað mundu til dæm- is forvígismenn Dagsbrúnar og einstakir meðlimir þess félags segja, ef stefnt væri til borgar- innar stórhópum manna, sem byðust til að vinna verk undir taxta Dagsbrúnar? Þessari spurningu getur hver svarað fyrir sig, en það er grun- ur MMFR, að þegar frá líði, kunni svo að fara, að Kristinn Guðmundsson óski þess, að hann hefði aldrei orðið hlut- skarpastur í keppninni um máln ingarvinnuna á Keldnaholti og um leið átrúnaðargoð vissra blaða hér í höfuðborginni. Hér skal nú látið staðar num- ið, og er þess að vænta, að þessi mál séu öllu skýrari en þau hafa verið og almenningi ljósara, hvernig í öllu liggur. Mun því látið útrætt um þetta efni — nema sérstakt tilefni gefist tiL Reykjavík, 14. apríl 1967 Stjórn Málarameistarafélags Reykjavíkur. manna harmar, að opinber stofn un Innkaupastofnun ríkisins, sem ætti að hafa talsverða reynslu í gerð útboðs- og verk- •lýsingu, skuli ekki vanda betur til utboðslý*singa en raun er á. Sem dæmi um hve gerólíkar for- sendur lágu að baki tilboðunum. má benda á, að Keflvíkingurinn, reiknaði með að mála þyrftl 1117 ferm. af veggjum og tæp- lega 625 m. af gluggum en Reyk víkingarnir reiknuðu meið 1508 ferm. af veggjum og tæplega 940 m. af gluggum. Margir aðrir Iiðir í tilboðunum voru ekki síð- ur ólíkir, en allt stafaði þetta af því að bjóðendur fengu ekkl sömu upplýsingar. Allt tal um að Meistarasambandið hafi efmt til „verkfalls" meistara við bygg inguna til þess að þvinga Inn- kaupastofnunina til þess að taka allt of háu og ósanngjörnu til- hoði málarameistara í Reykja- vik eru því algerlega staðlausar fullyrðingar. Varðandi útboð og tilboð al- mennt má geta þess, að Meistara samband byggingamanna hefur um margra ára skeið unnið að ‘því að reglur verði settar um þau mál og átti m.a. þátt í því, að viðskiptamálaráðherra skip- aði nefnd árið 1959 til þess að semja slíkar reglur. Nefndin mun hafa lokið störfum í síðasta ári. þótt reglurnar hafi enn ekki séð dagsins ljós. - YFIRLÝSING

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.