Morgunblaðið - 15.04.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.04.1967, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 84. árg. — 85. tbl. LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins Stórsigur brezka íhaldsflokksins — í bœja- og sveitastjórnarkosningunum r Eng/andi — Náði London úr höndum Verkamannaflokksins í fyrsta sinn frá 1934 — Vann alls 185 fulltrúa um landið allt — Verkamanna- flokkurinn tapaði samtals 177 fulltrúum London, 14. apríl, NTB — AP. t BREZKI íhaldsflokkur- inn vann stórkostlegan sigur í bœja- og sveitastjórnarkosn- ingunum í Englandi. Mestur varð sigur flokksins í Stór- London, þar sem hann hlaut 82 borgarfulltrúa af hundrað en Verkamannaflokkurinn, sem hefur haft meirihluta í borgarstjórn í London frá því árið 1934, hlaut aðeins 18 full- trúa kjörna. Ó íhaldsflokkurinn vann einnig á víða um landið, náði mcðal annars meirihluta í Lancashire, Leicestershire, Warwickshire, Cheshire og og Northumherland, en á ölll um þessum stöðum hafði Verkamannaflokkurinn áður meirihluta. Þegar talið hafði verið í 37 kjördæmum voru úrslitin þessi: íhaldsfl. hafði fengið 655 full- trúa — unnið 185 — tapað 2. Verkamannafl. hafði fengið 535 fulltrúa — unnið 3 — tapað 177. Frjálsl. fl. hafði fengið 54 full- trúa — unnið 12 — tapað 10. Óháðir höfðu fengið 56 full- trúa — unnið 23 — tapað 48. Aðrir höfðu fengið 29 fulltrúa — unnið 16 — tapað 2. Þessi geysilegi sigur íhalds- flokksins er, að áliti stjórnmála- fréttaritara, reiðarslag fyrir Verkamannaflokkinn, enda þótt hann skiþti ekki máli fyrir lands stjórnina eða meirihluta flokks- ins á þingi. Hinsvegar reyndu ráðherrar Wilsons í dag að gera lítið úr ósigrinum og sögðu, að það væri algengt í brezkum bæja- og sveitastjórnarkosning- um, að úrslitin væru stjórnarand stöðunni í hag. Einnig kæmi nú fram í kosningunum skammsýn óánægja kjósenda vegna hinna hörðu efnahagsráðstafana stjórn arinnar. Þær væru vissulega óvin sælar, það hefði stjórnin gert sér fyllilega ljóst, en hún teldi þær eigi að síður nauðsynlegar, ef unnt ætti að vera að koma Fundi Ameríkuríkja lokið: efnáhagslífi landsins á réttan kjöL Verkalýðsmálaráðherrann, Ray Gunther, viðurkenndi þó, að úrslitin væru Verkamanna- flokknum áfall, en taldi þau skiljanlegar afleiðingar af óá- nægju almennings vegna efna- hagsráðstafana. Úrslit kosninganna staðfesta vísbendingar skoðanakannana og aukakosninga í Bretlandi að undanförnu. Hafa þær bent til þess, að kjósendur væru að missa trú á Verkamannaflokkn- um og telja margir það nokkuð snemmt, — aðeins u.þ.b. ári eft- ir að hann vann greinilegan sig- ur í þingkosningunum. Talsmenn íhaldsflokksins segj ast ekki hafa búizt við svo mikl- um sigri, og eru að sjálfsögðu kampakátir í dag. Efnahagsbarsdalag verði sfofnað fyrir árið 1985 flok!ksSeilStogi Við embætti fórseta af Istvan Dobi —- sem gegnt hefar því embætti frá því árið 1962 — tek ur nú Pal Losonczi, áður land- búnaðarráðherra. Dobi mun hafa óskað eindregið eftir þvi að verða leystur frá stö f ’m, vegna heilsubrests og aidurs. Hann er nálægt sjötugu. Við embætti forsætisráðherra tekur efnahagssérfræðingur að nafni Jenc Fock, 51 árs að aldri. Helzta viðfangsefni hans verður að stjórna nýrri efnahagsáætlun landsins, sem kemur til fram- kvæmda í ársbyrjun 1968. Fyrr- verandi forsætisráðherra, Gyula Kallai, verður forseti þingsins. þingsins. í ungversku stjórninni eru nítján ráðherrar og var skipt jm menn í fimm embættum. Utan- ríkisráð'herra verður eftir sem áður Janos Peter, sem hefur gegnt því starfi frá 1961. Þá var ennfremur skipt um yfirmann áætlanastofnunar ríkisins og Framhald á bls. 31. — Ekvator ekki aðili að áœtlun þar um Punta del Este, Urugttay, 14. apríl. NTB — AP. ♦LYNDON B. Johnson, lorseti Bandarikjanna, og lcið togar átján Mið- og Suður- Ameríkuríkja undirrituðu í dag samkomulag, þar sem þeir skuldbinda sig til að vinna að því að stofnað verði Efnahagsbandalag ríkjanna innan ársins 1985. Ekvador undirritaði ekki samninginn, sem talinn er hið sögulegasta skjal. Lauk þannig þriggja daga leiðtogafundi Ameríku- ríkjanna og hélt Johnson, for- seti, heimleiðis síðdegis í dag. Ríkin, sem undirrituðu samn- inginn, auk Bandaríkjanna, voru eftirfarandi: Argentína, Colom- bia, Costa Rica, Chile, Dominik- Framhald á bls. 31. Bertil Ohlin lætur af formennsku Mynd fra Vietnam. Ung stúlka heldur á barnungri systuí sinni mikið særðri, eftir að þeim hafði naumlega verið bjargað út úr brennandi húsi þeirra. Breytingar á ung- versku stjórn’nni Stokkhólmi, 14. apríl — NTB BERTIL Ohlin, prófessor, leið- togi sænska þjóðarflokksins, til kynnti á fundi þingflokks Þjóð arflokksins í dag, að hann mundi ekki gefa kost á sér aftur í stöðu leiðtoga ,þegar stjórnar- kosning fer fram á landsfundi flokksins í júní nk. Hann bar fram þá tillögu, að i sinn stað yrði kjörinn þingmaðurinn Sven Weden. — Kadar áfram Budapest, 14. apríl — NTB-AP MIKLAR breytingar hafa verið gerðar á stjórn Ungverjalands. Janos Kadar er þó eftir sem áð- ur leiðtogi ungverska kommún- istaflokksins, en skipaðir hafa verið nýir menn í embætti for- seta, forsætisráðherra, og nokk- urra ráðherra. við hús Adenauers í Rhöndorf og nærliggjandi götur lokaðar fyrir bílaumferð. Sjö læknar stunda sjúklinginn undir um- sjón Adolfs Heymers prófessors, — en hann skoðaði hinn sjúka ekki í kvöld. Adenauer hefur börizt stór blómvöndur frá Johnson Bar.da- ríkjaforseta, og orðsending, þar sem hann óskar honum góðs bata. Mikið uppþot varð í neðri málstofu brezka þingsins fyrr í vik- unni, er bandaríska þokkadisin, Jayne Mansfield, birtist á áhorfendapöllum þingsins í fvlgd með Timothy Kitson, þing- manni fhaldsflokksins. Hér sést frúin stíga út úr bifreið sinni, klædd skv. nýjustu tízku. Er ekki að undra þótt þingheimi hafi brueðið. Rhöndorf, 14. apríl — NTB-AP GEORGE Adenauer, elzti son- ur dr. Konrads Adenauers, fyrr um kanz'iara skýrði frá því í kvöld, að föður sínum hrakaði stöðugt. Áður höfðu læknar hans tilkyn«t, að ekki hefði orðið vart neins bata og væri lítil von til þess, að hann lifði af þessi veikindi. Sjúklingurinn hafði sofið vel í nótt, en líðan hans var óbreytt í morguru Lögregluvörður er Adenauer hrakar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.