Morgunblaðið - 15.04.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.04.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAÚGARDÁGUR 15. APRÍL 1967. i t u a tcro c Umrœður um utanríkismálanefnd — Bréf Guðmundar f. Cuðmundssonar:_ Þjóðviljinn birti trásagnir af fundum nefndarinnar — á tímum landhelgismálsins — Fulltrúi Alþbl. taldi trúnaðarsamstarf við fyrrv. utanríkisráð- herra ekki eftirsóknarvert I GÆR var felld í Neðri deild Alþingis tillaga Fram- sóknarmanna um skipun rannsóknarnefndar skv. 39. gr. stjórnarskrárinnar til þess að rannsaka ásakanir fyrr- verandi utanríkisráðherra, Guðmundar í. Guðmundsson- ar, þess efnis, að nefndar- menn í utanríkismálanefnd hefðu framið trúnaðarbrot. Emil Jónsson, utanríkisráð- herra, Ias í Alþingi í fyrra- dag greinargerð frá Guð- mundi I. Guðmundssyni, um mál þetta, þar sem hann seg- ir m.a. að á tímum landhelg- ismálsins hafi Þjóðviljinn birt frásagnir af fundum nefndarinnar og því sem þar gerðist og ekki ætíð farið rétt með. Tilnefnir fyrrver- andi utanríkisráðherra í bréfi sínu tiltekin tölublöð Þjóðviljans, þar sem slíkar frásagnir eru birtar og segir síðan að skýrasta dæmið um bin nýju vinnubrögð Alþýðu- bandalagsins í utanríkismála- nefnd sé ræða, sem þáver- andi fulltrúi þess í nefndinni Finnbogi Rútur Valdemars- son, hélt í Efri deild Alþingis 28. okt. 1960, þar sem vikið sé að mörgum fundum nefndar- innarr og jafnframt hafi full- trúi Alþbl. lýst því yfir í ræð- unni að hann væri reiðubú- inn að gegna þagnarskyldu þó með tveimur fyrirvörum. í fyrsta lagi yrði að óska þess hverju sinni og í öðru lagi ef fulltrúi Alþbl. liti svo á að í orðum nefndarmanna eða ráð herra fælist stefnuyfirlýsing, gilti engin þagnarskylda. Jafnframt segir Guðmundur 1. Guðmundsson í bréfi sínu að fulltrúi Alþbl. í nefndinni hafi lýst því yfir við sig í við- tali að hann teldi trúnaðar- samstarf við ráðherrann ekki eftirsóknarvert. Þórarinn Þórarinson (F) sagði 1 upphafi frá aðdraganda að flutningi tillögunnar, sem hefði verið ásökun utanríkisráðherra á hendur utanríkismálanefnd fyrir að hafa brotið trúnað. Hefði ráð- herra gert þetta bæði á Alþingi og I sjónvarpi. Sagði ræðumað- ur, að þessar ásakanir væru það alvarlegar, að hann hefði flutt þessa tillögu til rannsóknar á á- sökunum ásamt samnefndar- manni sínum. Þórarinn sagði, að núv. utanríkisráðherra bæri fyr- ixrennara sinn í starfi fyrir sig, en sá hefði talið sig hafa orðið svo á barðinu fyrir nefn dinni, að ekki hefði verið ráðlegt að skýra henní frá trúnaðarmálum. Þórarinn kvaðst hafa farið í gegnum allar fundargerðarbæk- ur utanríkismálanefndar frá þeim tíma, er brotið átti að hafa átt sér stað, en þar væri hvergi «ð finna neitt um, að trúnaðar hefði verið óskað af hálfu ráð- herra, eða að trúnaðarmál hefðu þar verið rædd. Að lokum rakti Þórarinn sögu utanríkismálanefndar. Hér fer á eftir ræða Emils Jónssonar ásamt bréfi Guð- mundar í. Guðmundssonar og frásögn af öðrum umræð- um: Tilefni þessarar till. er það, að ég vitnaði til ummæla fyrir- rennara ipíns, Guðmundar I. Guðmundssonar, sem hann við- hafði á fundi utanríkismálanefnd ar 4. febr. 1964. Ummælin liggja fyrir bókuð í fundargerðarbók utanríkismálanefndar og þau fara þess vegna ekki á milli mála og þurfa ekki neinnar rannsókn- ar við, hvað þá heldur sérstakr- ar n. Þau þóttu þá ekki meiri tíðindum sæta en svo, að engum óskum um að rannsaka þau var hreyft þá, og málið látið kyrrt liggja nú í rúm 3 ár. Hitt liggur líka fyrir hvað blöðin sögðu þá og hvaða upp- lýsingar þau höfðu að flytja frá fundum n. í mörgum tilfellum, um allra viðkvæmustu utanrikis- mál sem þá voru á döfinni. Þessi ummæli liggja líka fyrir, og þurfa ekki rannsóknar við. Ég hefi nú pskað eftir því við Guðmund í. Guðmundsson ambassador okkar í London og fyrrv. utanríkisráðh., að hann gefi mér umsögn um þetta mál og það hefur hann gert og ég skal með leyfi hæstv. forseta leyfa mér að lesa þessa umsögn upp. Og hún er svohljóðandi: Á fundi utanríkismálanefnd- ar 4. febr. 1964, óskaði einn nefndarmanna, Þórarinn Þórar- insson eftir upplýsingum um fiskimálaráðstefnu, sem nýverið hafði verið haldin í London. Ég svaraði fyrirspurninni með því að skýra n. frá öllu því, sem gerzt hafði á fiskveiðiráðstefn- unni og opinbert hafði verið gert. En ég sagði síðan, eins og segir í fundargerðarbók utanrik- ismálanefndar. Frekari upplýs- ingar um þeUa kvaðst ráðh. ekki geta gefið. f upphafi .ráðstefn- unnar hafði verið ákveðið að hún skyldi vera haldin fyrir lok uðum dyrum og farið með það sem þar gerðist sem trúnaðar- mál. Þeim trúnaði kvaðst ráðh. bregðast, ef hann skýrði utan- ríkismálanefnd frekar frá því, seim fram hefði farið á ráðstefn- unni. Það hefði að vísu verið venja, áður fyrr, að skýra utan- ríkismálanefndinni í trúnaði frá málum sem þessum, en*á tímum landhelgismálsins hefði stjórnar- andstaðan tekið upp þau vinnu- brögð, að birta viðstöðulaust í blöðum sínum allt það sem' fram fór í n. og kvaðst ráðh. áður hafa vakið athygli. á því hjá n. að slík trúnaðarbrot leiddu til þess eins, að ekki væri unnt að ræða trúnaðarmál í n. Þessa afstöðu sína kvað ráðh. óbreytta og vildi hann ekki taka áhættuna af því, að birt yrði í blöðm frásögn af málum þeim sem fara ætti með sem trúnaðarmál.“ Skv. fundar- gerðarbók utanríkismálanefndar svaraði Þórarinn Þórarinsson ummælum mínum þannig: Hann sagðist ekki kannast við að rof- inn hefði verið sá trúnaður, sem ætti að gilda um mál, sem utan- rmn. ræddi, að minnsta kosti hefði hann og flokkur sá sem hann væri fyrir ekki gerzt sek- ur um trúnaðarbrot. Þórarinn Þórarinsson gerði ekki nánari grein fyrir því, hvers konar trúnaður hann teldi að ætti að gilda um utanríkis- málan. og hann bar enga ósk fram um skýringu frá mér við hvað ég ætti, er ég talaði um trúnaðarbrot. Aðrir nm. hvorki andmæltu því að trúnaðarbrot hefði átt sér stað, né óskuðu skýringa á ummælum mínum. Eftir þettá átti ég sæti á Alþ. til haustsins 1965. Á þeim tíma kom aldrei fram krafa um, að ég gerði nánari grein fyrir ummæl- um mínum á fundi utanrmn. Er það fyrst nú, eftir að ég er hætt- ur afskiptum af stjórnmálum, horfinn úr landi, og hefi ekki aðstöðu til að taka þátt í umr. á Alþ., að um er spurt hvað það hafi verið, sem ég sagði utan- rmn. fyrir 3 árum. Ég skal að sjálfsögðu gera nokkra grein fyr ir málinu, er ég minni á að ég er í öðru landi og hefi ekki handbær þau gögn, sem ég hafði á meðan ég átti sæti á Alþ. og auk þess, sem ég tek ekki leng- ur þátt í stjórnmálum og óska ekki eftir að draga inn i málið ýms atriði, sem ég áður hafði gert. Meðferð mín á utanríkismál- um hófst árið 1956 í ríkisstj. Her manns Jónassonar. Fyrsta veiga- mikla utanríkismálið, sem ég fjallaði um, var endurskoðun varnarsamningsins við Banda- ríkin. Ég samdi um það mál við Bandaríkjastjórn, í fullkomnu og nánu samstarfi við forsrh. og aðhafðist ekkert í málinu nema með hans samþykki. Það var í algjoru samráði við forsrh., að á meðan á samningum stóð, þá var málið aldrei tekið fyrir í ríkisstj. og aldrei rætt við með- ráðherra okkar úr Alþbl., og þeir vissu því ekki hvað var að gerast í málinu fyrr en sam- komulagið var birt á Alþ. Stjórn arandstaðan var ekkert látin vita um málið og ekkert samráð var haft við utanrmn. f framhaldi af þessu, var svo þeirri reglu fylgt, að undir forsáfeti Her- manns Jónassonar voru utanrík- ismál alls ekki tekin fyrir á ráðu neytisfundum og ekkert Samráð haft við ráðh. Alþb. um með- ferð þeirra og lítið sem ekkert við stjórnarandstöðuna. Var eng inn ágreiningur um þetta við forsrh. Eftir að ríkisstj. Hermanns Jónassonar var farin frá, og rn. Emils Jónssonar hafði verið myndað, áttum við Emil Jóns- son tal um nauðsyn þess að taka upp nýjar vinnuaðferðir í fram- kvæmd utanrikismála. Við ósk- uðum þess báðir, að koma á góðu samstarfi við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkinn um þessi mál og eftir því sem tök væru á, einnig í Alþb., m.a. með samstarfi utanrmn. Það kom hins vegar í ljós, að í hita landhelgis- málsins, hafði orðið sá breyt- ing á hugmynd manna um þagn- árskyldu, í sambandi við með- ferð utanríkismálan. á trúnaðar- málum, að ég vildi ekki bera á- byrgð á að skýra n. frá þeim málum sem ríkisstj. hafði fallizt á við aðrar þjóðir, að fara með sem trúnaðarmál. Sú hafði áður verið venja, að fara það það sem gerðist í utan- rmn. sem algjört trúnaðarmál, og skýra ekki frá því opinberlega, nema í samráði við n. og ut- arirmh. M. h. í þeim tilgangi að tryggja þennan trúnað, er ut- anrmn. eina n. Alþ., sem hefur sérstakan embættismann fyrir ritara, er það ráðuneytisstj. Ut- anríkisráðun. maður sem er eið- svarinn um þagnarskyldu í em- bættisstarfi. Fundargerðabók ut- anrmn. er ætíð geymd í vörzl- um rn. og hefur enginn aðgang að henni, nema utanrrh. og nm. Á tímum landhelgismálsins tók Alþb. upp algjörlega nýjar aðferðir í viðskiptum sínum við utanrmn. f lok nefndarfundar birti Þjóðviljinn frásögn af fund um og því sem þar gerðist, þó ekki væri ætíð farið rétt með. Var eftir það Ijóst, að utanríkis- málanefndarfundir voru ekki lengur lokaðir trúnaðarfundir, heldur opinberar samkomur. Ég hefi ekki hér við hendina, nema takmarkað af gögnum, í þessu sambandi. Þó hefi ég hér Þjóðviljann frá 11. ágúst 1960, sem segir frá fundi n. daginn áður. Þjóðviljann frá 23. sept. sama ár, þar sem ummæli mín á fundi utanrmn. eru rangfærð. Þjóðviljann frá 28. okt., þar sem vitnað er til ummæla í utan- rmn. og Þjóðviljann frá 29. okt. sama ár. Þýðingarmesta dæmið um hin nýju vinnubrögð í samskiptum Alþb. við utanríkismálanefnd er þó ræða, sem fultrúi flokksins I nefndinni, Finnbogi Rútur Valde marsson, hélt í Efri deild Al- þingis 28. okt. 1960 og birt er i Þjóðviljanum 29. okt. sama ár. í þessari ræðu er vikið að mörgum fundum í utanríkismálanefnd og skýrt er frá því sem þar fór fram, og ekki ætíð farið rétt með. Þesar tilvitnanir í fundi utanríkismálanefndar geta allir lesið, bæði í Alþingistíðindum og í Þjóðviljanum. Hirði ég því ekki að rekja þær hér. En í ræðu sinni 28. okt. 1960 víkur fulltrjúi Alþb. í utanríkismálanefnd að þagnaðarskyldu nefndarmanna. Hann segist vera reiðubúinn að gegna þagnarskyldunni, en hefur þó tvo fyrirvara á. 1 fyrsta lagi: það verður að óska þess hverju sinni, um hvert atriði að með >að sé farið sem trúnaðarmál. Sé þess ekki óskað, telur fulltrúi Alþb. í utanríkismálanefnd, að sé heimilt að skýra opinberlega frá öllu því sem þar fer fram á fundum nefndarinnar. 1 öðru lagi, ef fultrúi Alþb. í utanríkismálanefnd lítur svo á, að í orðum nefndarmanna eða utanríkisráðherra á fundi utan- ríkismálanefndar felist stefnuyf- irlýsing, þá gildi engin þagna- skylda. Sjálfur vill hann auð- vitað meta hvað er stefnuyfirlýs- ing og hvað ekki og allt sem hann sjálfur telur fela í sér yfir- lýsingu um stefnu geti enginn trúnaður hindrað hann í að birta opinberlega. Með þessari ræðu gerðist i rauninni þrennt. Það fyrsta er að fulltrúi Alþbl. í utanríkismála nefnd tekur sjálfur þátt í þeirri iðju Þjóðviljans að skýra opin- berlega frá öllu sem fram fer á fundum utanríkismálanefndar og þverbrýtur þar með þá venju, sem gilt hafði um þagna- skyldu. Sami fultrúi afneitar þagnaskyldu um atriði nema hann hafi sérstaklega undir- gengið fyrirfram að skýra ekki opinberlega frá málinu, og í þriðia lagi, hann telur sig ó- bundinn af þagnaskyldu hvað sem loforðum líður þar um ef málið eða það sem um þau er sagt fela í sér af hans dómi stefnuyfirlýsingu. Við þessu átti ég ekki nema eitt svar. Ég benti þm. á í viðtali, að þessi afstaða leiddi til þess eins, að ég gæti ekki skýrt utanríkismálanefnd frá trúnaðarmálum. Svar hans var staðfesting á því sem ég hafði áður frá honum heyrt i landhelgismálinu, að trúnaðar- samstarf við mig væri ekkert eftirsóknarvert. Ég sé ekki ástæðu til þess hér að rekja frekar blaðaummæli I sambandi við störf á fundi utan- ríkismálanefndar. Þess ætti held ur ekki að vera þörf. en eftir að svo var komið að hugmynd manna um þagnarskyldu nefnd- armanna í utanríkismálanefnd voru rofnar og innan nefndar- innar var til sú skoðun, að það færi eftir mati nefndarmanna sjálfra hvort þagnarskylda væri haldin eða ekki og hótað var að taka við það mat ekkert tillit til óska utanríkisráðherra, þá treysti ég mér ekki til þess að skýra utanrikismálanefnd frá málum sem nauðsynlegt var gagnvart erlendum þjóðum að fara með sem algert trúnaðar- mál, eða sem ríkisstjórnin hafði skuldbundið sig hjá öðrum ríkis- stjórnum til þess að varðveita sem trúnaðarmál. Myndi upp- Ijóstrun slíkra mála valda þjóð- inni ófyrirsjáanlegu tjóni og á- litshnekki erlendis". Þetta er um sögn Guðm. í. Guðmundssonar, ambasadors, um málið. Mér er kunnugt um að hann taldi þvert á móti því sem Þórar- inn Þórarinson, hv. 5. þm. Reyk- víkinga, hélt fram hér áðan, að nefndin væri lokuð nefnd þar sem ekki ætti að segja frá þvi sem þar gerðist nema að höfðu samráði við nefndarmenn og ut- anríkisráðherra, enda kemur það greinilega fram i þesari umsögn hans, að hann telur að á þessu hafi orðið breyting og hafi ekki verið sami trúnaður hafður eins og áður hafði verið í nefndinnL Hann telur líka, veit ég, að ut- anríkismálaráðhera sé það I sjálfsvald sett, hverju hann skýri utanríkismálanefnd frá og hverju ekki, það verði að fara eftir því á hverjum tíma, hvern- ig hann metur það hjá nefndar- mönnum að halda trúnað við nefndina á þann hátt, að skýra ekki frá málum sem að hans dómi er skaðlegt að skýra frá. Hann segir í einkabréfi til mín í sambandi við þetta, að Þjóð- viljablöðin sem vitnað er til, gefi aðeins dæmi. Hann hafði ekki fleiri blöð, en þau eru hins veg- ar meira en fullnægjandi grund- völlur undir mínu mati. Það er líka einkennilegt verð ég að segja, að ef þetta er nú talið það mikið mál, af hv. 5. þm. Rvíkur, að frá þessu er skýrt nú opinberlega, að til þess að finna einhverja bót á fyrir hann og þá, þurfi að kjósa hér n. skv. 39. gr. stjórnarskrárinnar, sem ég held að aldrei hafi komið til mála að skipa í neitt mál, nema því aðeins að talið væri stórt af- brot væri að ræða. En það einkennilega við þessa þátill. er líka það, að það er ekki ætlazt til þess að hún rannsaki trúnaðarbrotið sjálft, heldur að hún rannsaki einungis ummæli fyrrverandi utanríkis- ráðherra um trúnaðarbrot. Það sýnir það að það er ekki mikil alvara hér á bak við. Þetta sem kom fyrir í þessum tilfellum sem lýst er í skýrslu eða umsögn fyrrverandi utan- rikisráðherra er eða var notað á sínum tíma fyrst og fremst I pólitískum áróðri og sá pólitíski áróður mátti sín meira heldur en trúnaður við nefndina og ég vil segja trúnaður við Aþingi og jjóðina, því að þar var allt gert til þess að affyltja það sem I nefndinni var sagt og það alveg sérstaklega í Þjóðviljanum, en jó var ekki Tíminn þar laus við. Einar Olgeirsson (K) tók til máls að lokinni ræðu ráðherra. Sagði hann, að Guðmundur L Guðmundsson hefði ætíð álitið utanríkismál sín einkamál, og hefði viljað hafa sem minnst samráð við utanríkismálanefnd um þau. Hann hefði meira að segja ekki haft samráð við undir Framhald á bls. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.