Morgunblaðið - 18.04.1967, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1967.
5
3000 vinningar að
verðmæti 35 milij. kr.
Dregið í 1. flokki DAS 3. maí
NÝTT happdrættisár er að hefj-
ast hjá Happdrætti D.A.S. og
verður starfsemi þess með svip-
uðu sniði og nú er.
Sala á lausum miðum og end-
urnýjun ársmiða og flokksmiða
er hafin. Verð miða verður ó-
breytt, kr. 75.00 á mánu'ði, árs-
miðinn kir. 900.00 og vinningar
verða samtals 3000, sá lægsti
kr. 5000 en sá hæsti kr. 2.000.000
einbýlishús eða minni íbúðir eft-
ir vali vinnenda.
'Happdrættið býður upp á flesta
»tór-möguleika hér, eða samtals
74, þ.e. 62 bílar og 12 íbúðir eftdr
vali vinnenda sjálfra. Nær 600
manns hafa orðið fyrir slíku
happi fram til þessa.
Húsbúnaðarvinningar verða
fyrir 5, 10, 16, 20, 25, 35 og 50
þús. kr.
I fyrsta floikki, sem dregið
verður í 3. maí n.k. verða 300
vinningar, íbúð eftir vali fyrir
kr. 1.000.000,00, 7 bifreiðir eftir
vali fyrir kr. 150.000,00 og kr.
200.000,00, og 292 húsbúnaðar-
vinningar fyrir kr. 5 til 50 þús.
kr. hver.
Heildarverðmæti vinninga er
kr. 35.095.000,00.
Byggingu seinustu álmu í
fyrstu fyrirhugiuðum bygging-
um Hrafnistu lýkur nú í sumar,
og mun þá tala vistmanna verða
um 370. f þessari seinuistu álmu
verður hjúkrunardeild á 1. hæð
fyrir 35—40 manns.
Heildarbyggingakostnaður og
húsbúnaður við Dvalarheimilið,
þar með talið kvikmyndahús,
nemur nú um 57 millj. kr. og
þar af er framlag Happdrættis
D.A.S. 46 millj. kr.
40% af hagnaði Happdrættis-
ins rennur í byggingasjóð Aldr-
aðs fólks, er styrkja mun hús-
næðismál aldraðs fólks um land
allt.
En þrátt fyrir samfelldar
byggingar við Dvalarheimilið
undanfarin 14 ár, hefur biðlisti
eftir vist í heimilinu aldrei ver-
ið lengri. Sýnir þetta betur en
nokkuð annað hvað aðbúnaður
aldraðra er vaxandi vandamál
í okkar þjóðfélagi.
Næstu verkefni verða svo, auk
frágangs lóSar, undirbúningur
og byggingar lítilla sjálfstæðra
íbúða á lóð Dvalarheimilis fyrir
roskið fólk, sem getur hugsað
um sig sjólft.
Hver viðskiptavinur í Happ-
drætti D.A.S. leggur þannig sinn
skerf til úrbóta í málum aldraðra
um leið og hann öðlast mögu-
leika til stór-vinninga, er um-
biæyta kynni lífi hans efnahags-
lega. (Fró DAS).
- MINNISVARÐI
Framhald af bls. 32
ljóst væri að ekki þyrfti eins
mörg orð til þess að lýsa
sama hlut á íslenzku og á
ensku og frönsku, hinum op-
inberu tungumálum í Kanada.
„Ég vildi að því tilefni“, sagði
Pearson í gamansömum tón,
„leggja það til, að íslenzkan
yrði gerð að hinu opinbera
tungumáli Kanadaþings“.
Síðan afhjúpaði ráðherrann
ikjöldinn, sem er 2.13x1.37 m
að stærð og vegur 181 kg.
Efst á skildinum er, eins og
dr. Thorláksson, formaður
gjafanefndar íslendinga, sagði
í afhendingarræðu sinni, opin
bök, er minnir á söguritun ís-
lendinga á 11. og 12. öld og
vísingaskip, sem siglt var yfir
Atlantshaf til austurstrandar
Ameríku. Þá standa þessi inn-
gangsorð á ensku: „Þessi
skjöldur er reistur til minning
ar um fund austurstrandar
Kanada, er siglingamenn frá
íslandi og Grænlandi komu
þangað seint á 10. öld.“ Á eft-
ir þessum texta er útskýring
textans og síðan stendur:
„Fornleifarannsóknir á vest-
anverðu Grænlandi og á aust-
urströnd Kanada styðja hina
fornu íslenzku sögn um land-
könnun og landnám".
Dr. Þorlóksson sagði, að við
lok þessa minnisverða aldar-
afmælis sameiningar Kanada
mundi hver og einn sem tekið
hefði þátt í hátíðahöldunum
þekkja meira til Kanada,
sögu þess og afreika, fæðingar
lands síns eða fósturlands Þá
sagði hann, að afmælið myndi
auka gildi þess að vera Kan-
adamaður. Hátíðahöldin hér í
dag hafi verið af því tilefni,
að minnast 100 ára samein-
ingar fylkjanna í Kanada og
til þess að minnast þess að
Vesturheimur hefði verið
fundinn af siglingamönnum
frá íslandi og Grænlandi
seint á 10. öld.
Eftir hina virðulegu atlhöfn
í safnbyggingunni höfðu vest-
ur-íslenziku öldungadeildar-
þingmennirnir, W. M. Bene-
dickson og G. S. Thorvalds-
«on, móttöku í þinghúsinu og
mátti þar heyra marga Vest-
ur-ísiendinga ai 2. og 3. lið
tala íslenzku. Báðir þingmenn
irnir eru af íslenzkum for-
eldrum. Thorvaldsson og frú
eru væntanleg í fyrsta skipti
til íslands 16. júní næstkom-
endi
Dregið í Happdrætti D.A.S.
GOÐAN daginn, krakkar!
Þið eruð auðvitað öll búin
að fá mislingana? Ég hef nú
verið að jafna mig eftir þá,
eins og þið heyrðuð á sunnu-
daginn. Það hefur líkast til
verið þess vegna, sem við
Rannveig sungum með minna
móti; það verður að gæta
raddbandanna vel. En við
sunngum fyrst erindi eftir
hann Jóhannes úr Kötluim, og
það var fyrir krakkana, sem
eru hrædd um, að ég bíti
lömbin þeirra:
Bráðum fæðast lítil lömb,
leika sér og hoppa.
Með lítinn munn og litla
vömb,
lambagras þau kroppa.
Við skulum koma og klappa
þeim
kvöld og bjartar nætur,
reka þau að húsum heim,
hvít með gula fætur.
Rétt á eftir fékk ég húfuna
frá henni Helgu Guðlaugu
Einarsdóttur í Kópavoginum,
og þá var nú sjón að sjá mig!
Svo sungum við lagið um
hérahjónin:
*
Upp a grænum, grænum,
himinháum hól
sá ég hérahjónin ganga.
Hann með trommu, bom, bom,
bom, bom, bom, bom,
hún með fiðlu sér við vanga.
Þá læddist að þeim ljótur
byssukarl.
Hann miðaði í hvelli,
en hitti bara trommuna, sem
small.
Þau hlupu og héldu velli.
Það var nú ekki meira, sem
við Rannveig mín blessunin
sungum á sunnudaginn. En
af því að ég sé, að ég á tölu-
vert af mínum hluta hérna á
blaðsíðunni ónotaðan, ætla
ég að rifja upp brag, sém við
sungum fyrir langa löngu, í
febrúar held ég bara. Lagið er
það sama og við „Fyrr var oft
i koti kátt“:
Nefið mitt er soldið svart,
svona er ég í framan.
Skapið mitt er býsna bjart,
að börnum finnst mér gaman.
Að kvéða um þau kvæði löng
kann nú enginn betur.
— Ég hef ekki svona söng
sungið fyrr í vetur.
Krunik og krunk og krunk-
krunkkrá.
Krunkar nokkur meira?
Vilja einhver ykkar fá
um mitt flug að heyra?
Yfir landið allt ég þaut,
áfram svona og svona.
í Borgarnesi bauð mér graut
bústin heiðurskona.
Þau, sem kíkja krumma.á,
Kalli, Jón og Halla,
syngja núna eftir á
um hann visu snjalla.
Krummavísur kunnið þið
og kanns'ke eitthvað meira,
og seinna reyndar syngjum
við
saman þær og fleira.
Hér látum við staðar num-
ið í dag, en hittumst aftur á
sömu slóðum eftir hálfan
mánuð.
Með kærri kveðju.
Krummi.
Hvers vegna er Volksvragen svo
eftirsóttur ?
VW 1500
VW 1300
1600 FASTBACK
1600 A og L
1600 VARIANT
Hann er með loftkælda vél, sem aldrei frýs né sýður ó.
(^^ Hann hefur sjálfstæða snerilfjöðrun á hverju hjóli og er því sérstaklega þægilegur á
holóttum vegum. Hann er á stórum hjólum og hefur frábæra aksturshæfileika í aur, snjó og
sandbleytu. Auk þess er vélin staðsett afturi, sem veitir enn meiri spyrnu.
Hann er öruggur á beygjum, vegna mikillar sporvíddar og lágs þyngdarpunkts.
(^l Hann er með alsamhraðastilltan gírkassa og því auðveldur i akstri í mikilli borgarumferð.
Hann er með viðbragðsmikilli og öruggri vél og veitir
skemmtilegan akstur við góð aksturs-skilyrði. Varahlutaþjónusta Volkswagen er landskunn.
HEILDVERZLUNIN
HEKLA hf
SÍMI 21240
LAUGAVEGI 170-172