Morgunblaðið - 18.04.1967, Blaðsíða 10
10
MOKOUNBDAöIÐ, ÞRIÖJUDAGUR 18. APRÍL 1967.
Mognús Úlofsson, prentsraiðjn-
stjóri — Minningororð
EINN af merkustu borgurum
ísafjarðarkaupstaðar, Magnús
Ólafsson fyrrum prentsmiðju-
stjóri er í dag til moldar borinn
frá ísafjarðarkirkju. Þessi heið-
ursmaður lézt að kvöldi mánu-
dagsins 10. apríl síðastliðins að
heimili sínu Sólgötu 1, naer 92ja
ára gamall. Hafði hann verið
heilsugóður fram undir níræðis-
aldur og andlega hress var hann
fram til síðustu stundar.
Magnús Ólafsson var fæddur
að Selakirkjubóli í Önundarfirði
3. júlí árið 1875. Voru foreldrar
hans Elín Halldórsdóttir frá Gili
í Bolungarvík, af Arnardalsætt,
og Ólafur Ólafsson, Jónssonar
bónda á Skjaldfönn í Nauteyrar-
hreppi. Ólst Magnús upp hjá
foreldrum sínum þar vestra til
fimm ára aldurs. Þá fluttust þau
vestur í Hnífsdal og áttu þar
heima í tvö ár. En árið 1882
fluttust þau búferlum til ísafjarð
ar. Ari síðar ræðst Magnús til
prentnáms í prentsmiðju Þjóð-
viljans á ísafirði hjá Skúla
, Thoroddsen. Vann hann jafnhliða
prentnáminu við verzlun Skúla.
Lýkur hann svo prentnámi. En
um aldamótin flytur Skúli Thor-
oddsen suður og tekur þá Magn-
ús við stjórn á fyrirtækjum hans,
prentsmiðju og verzlun.
Árið 1905 flytzt Magnús til
Reykjavíkur og starfar þar í
Félagsprentsmiðjunni í eitt ár.
Flytur siðan til Isafjarðar aftur
og hefur þá keypt hina litlu
prentsmiðju Skúla Thoroddsens.
Byrjar hann jafnframt sjálfur
að verzla. Á þessum árum stund-
ar Magnús eitthvað sjómennsku
á litlum vélbátum, sem þá var
að hefjast útgerð á við Djúp. Síð-
an flytzt hann aftur um skeið í
Félagsprentsmiðjuna í Reykja-
vík og er þar verkstjóri í tvö ár.
En hann unir ekki hag sínum
syðra og flytur aftur vestur og
á þar siðan heimili til dauða-
dags. Tekur hann nú við for-
stöðu íshússfélags ísfirðinga árið
1914 og starfar við það í 2-3 ár.
Kaupir þá frystihúsið Jökul með
Elíasi Pálssyni og fleirum, og
starfar við það í 17 ár, en rekur
alltaf prentsmiðjuna jafnhliða og
prentar þar aðallega blöð og smá
prept.
Árið 1933 hættir hann við ís-
hússrekstur og stofnar prent-
stofuna ísrún h.f. með Jónasi
Tómassyni tónskáldi og bóksala
mági sinum og fl. Er Magnús
prentsmiðjustjóri ísrúnar fram
til ársins 1951, er hann lætur af
prentarastörfum, þá 78 ára gam-
all.
/■ v/ ' /""/ 'Tvo^v^.jW/"^ym- "/■' w* ' ,*/
gáfaður. Var hann um áratuga
skeið einn fremsti og fjölhæfasti
leikari Isafjarðarbæjar, ásamt
systkinum sínum Halldóri og Sig
ríði. Hann hafði yndi af fögrum
listum og leiklistarstörf stundaði
hann eins og önnur störf sin af
lifi og sál. Er mér í barnsminni
túlkun hans á ýmsum hlutverk-
um á leiksviðinu á ísafirði.
Magnús Ólafsson var einkar
ljúfur maður og elskulegur í
daglegu viðmóti. Hann var af-
kastamaður í prentsmiðju,
skemmtilegur og fjölfróður. Á ég
margar ánægjulegar endurminn-
ingar um samstarf okkar í prent-
stofunni ísrún, þegar ég var rit-
stjóri Vesturlands og átti heima
á ísafirðL
Minnisstætt er mér, þegar ís-
rún eignaðist setjaravél í fyrsta
skipti haustið 1942. Þá voru mikil
tímamót í þessari gömlu prent-
smiðju. Bæði prentarar og rit-
stjórar voru glaðir og fagnandi,
þegar tæknin í prentiðninni hélt
innreið sína á ísafjörð.
Magnús Ólafsson kvæntist
Helgu Tómasdóttur frá Hróars-
stöðum í Fnjóskadal 31. október
árið 1897, mikilhæfri og merkri
konu. Var heimili þeirra mikið
menningarheimili. Áttu þau níu
greind og fjölhæf börn. Eru átta
þeirra á lífi, fimm búsett á ísa-
firði og þrjú í Reykjavík. Urðu
mörg þeirra ágætir leikarar og
hljómlistarfólk, eins og þau áttu
kvn til.
En nú er hljótt yfir Sólgötu 1.
Nú eru þau bæði horfin, frú
Helga og Magnús Ólafsson. Síð-
ustu árin bjó Magnús þar hjá
þremur börnum sínum, Sigrúnu,
Elínu og Jónasi. Þessi háaldraði
maður kvaddi ástvini sína og
þennan heim af sömu hógværð
eins og hann hafði lifað lífi sínu.
Nokkru eftir að hann hafði geng-
ið til hvílu, þremur dögum fyrir
andlát sitt fékk hann heilablóð-
fall.
Magnús Ólafsson verður öllum
er honum kynntust minnisstæð-
En þessi mikli starfsmaður
sezt ekki í helgan stein, er hann
lætur af prentsmiðjustjórn.
Hann tekur nú að fást við bók-
band og bindur bækur í næstu 10
ár. En þá er hann kominn fast
að níræðu. Þá fyrst ann hann sér
hvíldar, enda er heilsu hans þá
tekið að hraka. Sjónin er biluð.
Magnús Ólafsson gegndi fjöl-
mörgum trúnaðarstörfum á ísa-
firði, enda var hann ágætlega
starfhæfur maður. Hann var í
bæjarstjóm kaupstaðarins árin
1903 til 1909 og aftur árin 1921'til
1930. Hann átti sæti í yfirskatta-
nefnd, í mörg ár, bjargráðanefnd
og fleiri nefndum. Innan Góð-
templarareglunnar vann hann
einnig mikið og gott starf í stúk-
unni Dagsbrún nr. 67. Fyrir störf
sín að bindindismálum var hann
kjörinn heiðursmeðlimur Stór-
stúku íslands.
Magnús Ólafsson var mikill
hæfileikamaður, listfengur og
Flestir vegir slark-
færir stórum bílum
FÆRÐ hefur ekki spillzt á veg-
um hér sunnanlands við síðustu
veðrabrigði, en frostið hefur
gert það að verkum, að þunga-
takmörkun vegna aurbleytu hef-
ur hvarvetna verið numin úr
gildi. Hins vegar kom það fram,
er blaðið átti tal um þessi mál
við Vegamálaskrifstofuna í gær,
að vegir eru víða varasamir, þar
HafnfirSingar!
Gerið skil
ÞEIR sem fengið hafa senda
miða í Landshappdrætti Sjálf
stæðisflokksins, vinsamlega ger
ið skil í skrifstofu flokksins
Strandgötu 29. Skrifstofan verð
ur fyrst um sinn opin á laug
ardögum og sunnudögum frá kl.
1—3.
Þessar tvær myndir voru tek nar nýlega og sýna Iléraðsskóla nn á Núpi í Dýrafirði og nm-
hverfi hans í vetrarbúningi. E fri myndin er af skólabygging unum og kirkjunni, en hin
neðri sýnir nemendur skólans á skautum. (Myndirnar tók ei nn af nemendum skólans, Jón
Karl Snorrason frá Reykjavík).
sem fennt hefur í hvörf, er
myndazt höfðu.
öxnadalsheiði og Holtavörðu-
heiði voru báðar illfærar í gær,
en verða mokaðar í dag. Annars
voru flestar aðalleiðir um héruð
norðanlands færar mjólkurbif-
reiðum, en færð var einna þyngst
í Eyjafirði. Frá Akureyri til
Húsavíkur var slarkfært stórum
bílum.
Vegir um Snæfellsnes lokuðust
ekki um helgina og á Vesturlandi
er fært allt til Reykhólasveitar.
— Chana
Framhald af bls. 2
efnahagskerfi Ghana hefði
verið í rústum, heilbrigðis-
ástandið mjög slæmt, og land
ið hefði staðið á barmi hung-
ursneyðar.
Nkrumah var mjög hrædd-
ur um líf sitt og dvaldist í
einangruðu dönsku þræla-
virki í höfuðborg landsins,
Accra.
Mikill fögnuður ríkti I
Accra eftir byltinguna. „Harð
stjórninni er lokið“, hrópaði
fólk á götunum. Daginn eftir
byltinguna braut hópur verka
manna niður mikla styttu af
Nkrumah, sem stóð fyrir utan
þinghúsið. Þá birti utanríkis-
ráðherra Nkrumah, Alec
Quaison-Sackey, yfirlýsingu
frá forsetanum, þar sem sagði,
að hann væri ennþá þjóð-
höfðingi í Ghana og myndi
halda þangað innan skamms.
Nkrumah barst bráðlega
boð frá Sekou Toure, forseta
Gíneu, um landvist. í boði
Toure sagði, að byltingin væri
runnin undan rifjum heims-
veldissinna, nýlendusinna og
útsendara þeirra. í svari sínu
hvatti Nkrumah til að þeir
Toure tækju höndum saman
og berðust gegn útsendurum
þessara aðila og „svikurun-
um“ sem stæðu að baki bylt-
ingunni.
Sendiráð Ghana í Peking,
þar sem Nkrumah hafði dval
ið er byltingin var gerð, lýsti
yfir stuðningi sínum við bylt-
ingarmenn heima fyrir, og
stór mynd af Nkrumah, sem
var fyrir utan sendiráðið, var
tekin niður. í Nígeríu skýrðu
dagblöð frá byltingunni og
gagnrýndu öll Nkrumah harð
lega. Eitt þeirra komst þann-
ig að orði, að á valdatíma
hans hefðu tekjulindir Ghana
verið gjörsamlega þurrkaðar
upp.
ur, í senn fyrir hæfileika sína,
góðvild og dugnað, að hvaða
starfi, sem hann gekk. Með hon-
um var gott að starfa og af hon-
um mátti margt læra.
Far þú svo heill, gamli vinur
og samstarfsmaður. Vinir þínir
og fjölskyldu þinnar þakka þér
liðinn tíma um leið og þeir
votta ástvinum þínum einlæga
samúð á kveðjustund.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Ekið á kyrr-
slæðar
bifreiðar
EKIÐ var á kyrrstæða blfreið,
R-1586, hinn 13. apríl sl., þar sem
hún stóð á móts við hús nr. 13 í
Þingholtsstræti. Bifreið sú, sem
hér um ræðir, er af gerðinni
Volvo Amazon, árgerð 1966, og
hvít að lit. Var hún beygluð á
vinstra frambretti og brotið
stefnuljós.
Tveimur dögum áður var ekið
aftan á Volkswagen-bifreiðina
U-1188, árgerð 1963. Gerðist
þetta á Reykjanesbraut við
Miklatorg milli kl. 4.30—5. Kona,
sem ók bifreiðinni, varð ekki vör
við neinar skemmdir í fyrstu, og
var því ekki kallað á lögregluna.
Síðar þegar betur var að gáð
kom í ljós að bifreiðin var nokk-
uð beygluð að aftan, en konan
hafði ekki verið svo forsjál að
skrifa niður númer bifreiðar
þeirrar, sem ók til hennar og er
ökumaður hennar, sem var ung
stúlka, því beðin að gefa sig
fram.
Sunnudaginn 16. apríl var ekið
á bifreiðina R-10734, sem er af
Mercedes-Benz gerð, þar sem
hún stóð í bifreiðastæði við
Laugardalshöllina. Hefur þetta
gerzt einhvern tíma á tímanum
milli kl. 8—10. Var hægra fram-
bretti og stuðari beyglað nokkuð.
Þeir, sem geta gefið einhverj-
ar upplýsingar um þessa þrjá
árekstra, eru beðnir að snúa sér
til umferðardeildar Rannsóknar-
lögreglunnar.
1. marz hélt Nkrumah til
Moskvu frá Peking, þar sem
hann ræddi við Gromyko. Þá
höfðu þau tíðindi borizt frá
Ghana, að eftirmaður hans,
Ankrah hershöfðingi, hefði
lýst því yfir í útvarpsávarpi,
að Nkrumah yrði dreginn fyr
ir rétt, ef hann sneri aftur til
Ghana og látinn svara til
saka fyrir óheyrilegt misferli
í embætti. Lýsti Ankrah fyr-
irrennara sínum, sem mesta
harðstjóra í Afríku.
Daginn eftir lýsti byltingar
stjórnin því yfir, að öll stjórn
málastarfsemi í landinu væri
bönnuð, svo og fjöldasamkom
ur hverskonar. Þá gerðist það,
að Quaison-Sackey sneri
baki við Nkrumah og lýsti yf-
ir stuðningi við þjóðfrelsis-
ráðið nýja. Samdægurs hélt
Nkrumah flugleiðis til Gíneu,
þar sem honum var fagnað
sem þjóðhöfðingja. Forseti
Gíneu, Sekou Toure, tók á
móti honum og þjóðsöngvar
ríkjanna beggja voru leiknir,
eins og venja er til, þegar
þjóðhöfðingjar koma í heim-
sókn.
Á miðvilkudag, 2. marz, lýsti
Toure því yfir, að Nkrumah
hefði tekið við völdum í Gín-
eu, sem æðsti maður þess
lands, og aðalritari þess
stjórnmálaflokks, sem hefur
töglin og hagldirnar í land-
inu. Hefur Nkrumah síðan
stjórnað landinu ásamt Sekou
Toure, og ekki er ósennilegt,
að hin misheppnaða byltingar
tilraun í Ghana í gær hafi að
einhverju leyti verið gerð að
undirlagi Nkrumah.
f síðustu fregnum frá
Ghana er upplýst, að yfir-
maður alls herafla Ghana, E.
K. Kotoka, hafi verið myrtur
af samsærismönnum fyrir
framan ríkisráðsbygginguna í
gærmorgun. Kotoka var aðal-
forsprakki byltingarinnar f
Ghana í febrúar síðastliðið ár.