Morgunblaðið - 18.04.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.04.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1967. Ua—n—m—u » — - ■ ■■ ■ ■» UNDIR _ _ _ __ _ _ eftir Maysie VERND ^ 9. kafli. Don var glæsilegur í sam- kvæmisfotunum og gráa hárið virtist gera hann enn glæsilegri. Hann leit út fyrir að vera mikla yngri en fjörutíu og átta ára. Hann hafði pantað borð í síman- um og þeim var vísað að því, er þau komu í hótelið. Don kunni alltaf að panta góðan kvöldverð, og nú pantaði hann líka kampa- vín, og hvort það var vínið og maturinn eða fjörlega tónlistin þarna, eða allt þetta til samans, þá komst Paula von bráðar í go+t skap. Og ef út í það var farið. þá átti hún að borða með Davíð á þriðjudag. Það var heimskulegt að vera að fárast um það þó að hann væri dálítið vanafastur og héldi föstum venjum sínum yfir helgar, og það var heimskulegt, jafnvel þótt hún stæði utan við þessar föstu venjur hans. Þau Don dönsuðu saman. Þau höfðu oft dansað saman áður, bæði á dansleikjum í veiðifélag- inu og annars staðar. — Hvað fréttirðu af henni mömmu þinni, Paula? sagði hann allt í eirau, og enda pótt hann reyndi að hafa röddina kæruleysislega, vissi hún, að þarna var aðalerindi haras mað að bjóða henni út. Hún var nægilega kvenleg iil þess að svara: — Hvað ég frétti af henni mömmu? Aðallega þetta, að 'hún skemmtir sér konunglega. Hún sat við skipstjóraborðið á leið- -nni vestur, og samferðafólkið virðist hafa verið viðkunnanlegt. Mamma var kosin í skemmti- nefnd, og ég veit ,að hún hefur skemmt sér alveg guðdómlega. Og hún dáist líka að Montreal, enda hlýtur hún að vera mrkil til breyting fyrir hana. Hún segir, að frændfólk sitt sé mikið sam- kvæmisfólk. Á hverju kvöldi er eitthvað um að vera, annað hvort bridge eða leikhús eða dansleik ur. Hún hefur ekki haft nærri nógu marga kvöldkjóla með sér, og hefur orðið að kaupa sér þá þar. — Það gleður rriig, að hún sfkuli skemmta sér svona vel, sagði hann en málrómurinn bar ekki vott um neina gleði. Hann sneri suradur brauðsnúð milli handanna og leit á hljómsveit- ina, eiras og hann langaði mest til að snúa hana úr hálsliðnum. — Það gleður mig, að hún skuii skemmta sér svona vel, endur- tók hann — og vitanlega er eng- in ástæða til annars en .að hún njóti lífsins. Hún er greind, álit leg og skemmtileg. Þú ert lánsöm Paula, að eiga svona töfrandi konu fyrir móður. — Já, það finnst mér líka og hefur alltaf fundizt, sagði Paula, lágt. — Heldurðu, að hún fari bráð- um að koma heim? spurði hann. — Því býst ég varla við. Hún hefur ekki neitt hér við að vera hvort sem er, eða hvað? Haran leit niður í diskinn sinn og hleypti brúnum. — Mér fannst ekkert hafa mikið brtytzt síðan hún fór. Ef út í það er farið, var hún búin að eiga lengi heima í Harton og var fullkomlega ánægð með líf- ið. Og ég fæ ekki séð, hvers vegna hún gæti ekki orðið jafn ánægð aftur, ef hún kæmi heim. — Heldurðu það? spurði hún, áður en hún vissi, hvað hún var að segja. — Hún hefur ekki sagt. af sér í neinni af nefndunum sínum, sagði hann og bætti við: — Og hún hefur ekki misst neina vini sína. — Finnst þér, að þessi nefnd- arstörf dugi til að fullnægja koriu, Don? spurði hún. Hann iðaði vandræðalega á stólnum. — Ég skal ekki segja. En mér hefur alltaf fundizt, að þau full- nægðu henni mömmu þinni. Að minnsta kosti lók hún þau að sér. — Heldurðu ekki, að hún hafi verið meira eða minna neydd til þess? Af því að bún var svo dugleg. Finnst þér ekki, að fólk sem er duglegt sé oft pínt til að taka hitt og iþetta að sér? Mér hefur oft fundizt það ósanngjarnt, af því að þetta fólk er manneskjur eins og aðrir, og vilja gjarna skemmta sér eins og flestir aðr- ir. En í níu tilfellum að tíu getur það ekki skemmt sér, af því að það 'hefur anraarra manna skyld- ur á herðunum, auk sinna eigin. Hann horfði á hana steinhissa. — Þú virðist vita sitt af hverju, ekki eldri en þú ert, stúlka mín, sagði hann. Hún brosti ofurlítið. — Kannski hef ég farið að hugsa um ýmisiegt síðan ég kom til borgarinraar, og kannski — hún brosti enn meir — eru konur fæddar með þessa vitneskju. — Ég hef alltaf dáðzt svo að henni mömmu þinni, hélt hann áfram, og rÖddin var óstyrk. Hann horfði á hnúana á sér, sem voru krepptir á borðinu. — Við vorum góðir vinir, vissirðu það ekki, Paula? En líklega hef ég aldrei vitað, hve mjög ég mundi sakna hennar, fyrr en hún var farin fyrir alvöru. — Ó, Don! sagði hún, en það sem hún átti við, var: —• Ó, Don, hversvegna gerðirðu þér þetta ek'ki ljóst fyrr? — Já. Röddin varð ofurlítið hásari. — Harton hefur ekki ver- ið sarni staðurinn síðan hún fór. Ég hef víst ekki gert mér ljóst, hvers virði vinátta okkar var mér.... og þó gerði ég það auð- vitað. Ég bað hana seinast að vera ekkert að fara, bætti hann við og laglega andlitið roðnaði. — Já, en nú ertu trúlofaður, Don, og það ætti að breyta öllu. — Ég veit ekki, hvernig það hefði átt að geta nokkru breytt. Röddin var ögrandi. — Ó, Don! sagði hún aftur, heldur en að segja ekki neitt. — Nei, ég veit ekki, hverju það hefð’ átt að geta breytt, end urtók hann þrákelknislega. — Við hefðum getað haldið áfram að vera góðir vinir, eftir sem áður. Marion hefði verið alveg sama um það. Ég sagði henni oft, hvað við Lucy hefðum verið miklir vinir. — En hvernig geturðu vitað, að Marion hefði verið sama um það? Vertu ekki svona mikill kjáni, Don. Snögglega fannst henni hún ekki vera neitt telj- andi yngri en Don, miklu frem- ur, að hún væri fimmtán árum eldri. — Vitanlega hefði henni ekki verið sama. Engin kona eða unnusta vill, að maðurinn henn- ar sé i náinni viraáttu við aðra konu. Þú ert hamingjusamur með henni frú Fairgreaves, er það ekki Don? Andartaki síðar óskaði hún sér, að hún hefði aldrei sagt þetta. Það var eins og andlitið á honum lokaðist og innileikinn frá því áðan var horfinn, — Vitanlega, sagði hann harkalega — En hún Marion er ólík henni mömmu þinni, Paula. Hún er góð og yndisleg, og allt það og vill láta karlmanninn vernda sig, og hún er mjög trygg, en hún er ekki sú kven- tegund, sem hægt er að tala við. Ég á við á sama ‘hátt og ég var vanur að tala við hana mömmu þína. — Er það eina ástæðan til þess að kunraa vel við mömmu? Að þú gazt talað við hana? spurði Puula. — Nei, ekki eina ástæðan, svaraði hann og roðnaði enn og var vandræðalegur. — Ekki eina gstæðan. Mamma þín er afburða kona í mörgu tilliti. Hún getur hugsað ems og karlmaður. — Veshngs mamma, sagði Paula lágt. Hann starði á -hana yfir borð- ið og hleypti svörtum loðnum brúnunum. — Hversvegna segirðu það í þessum tón? spurði hann harka- lega. Hún er glæsilegasta og mest aðlaðandi kona á margan hátt, sem ég hef nokkurn tíma kynnzt. Satt að segja hef ég aldrei þekkt neina kionu, sem ég hef metið meira á allan hátt — eða litizt betur á. — Já, en samt ætlarðu að fara að giftas: frú Fairgreaves, er það ekki? sagði Paula. Hún vissi vel, að hún hefði ekki átt að segja þetta, og hún vissi, að hefði mamma hennar heyrt til henn- ar, hefði hún aldrei fyrirgefið henni það En einhvern veginn varð hún að segja það. — Það er allt annað, sagð' hann. Hún beit á jaxlinn. — Hvern- ig annað, Don? ? Hann roðnaði enn meir. — Ef satt skal segja, þá hefði hún ma.nma þín aldrei getað hugsað sér mig sem.... ég á við, hún hefði aldrei farið að gitftast mér. Ég er viss um, að hún kunni vex við mig og það allt, en hún bar ekki neinar viðkvæmar tilfinningar í brjósti í sambandi við mig. — Hvernig veiztu það? — Láttu ekki eins og bjáni, barn. Ha.m var ofurlítið önug- ur. — Het ég kannski ekki, öll þessi ár, verið að skyggnast um eftir einhverju merki þess, að ...... hann hóstaði og stamaði ...... — henni litist á mig. Ég fann bara, að hún kunni vel við mig sem vin, það var allt og sumt. Hún er svo vel sjáMbjarga, að ’hún hefur ekki þörf á neiiraum karlmanni fyrir verndara. — Ég skil, sagði Paula. Hún sagði þetta þannig að Don flýtti sér að segja og næst um tatfsaði: — Sjáðu nú til, Paula. Þú kem ur vægast sagt dálítið einkenrai- lega fram. Næstum eiras og þú vissir eitthvað sem ég...... ja, sem ég....... ætti heimtingu á að vita., Hún leit snöggt upp, og sagði í harkalegum tón. — Þú átt ekki heimtingu á að vita neitt, Don. Ekki nú, þegar þú ert trúlofað- ur henni frú Fairgreaves. — Ég skil, sagði hann, og bún sá, að har.n kafroðnaði, en föln- aði svo. — Ég skil, endurtók hann, dauflega og þunglega. — Mér virðist hafa orðið á í mess- unni, er það ekki? Við skulum koma og dansa, Paula. Þetta er fremur gott lag, sem þeir eru með núna. Paulu leið illa eftir að hún var komin heim, þetta kvöld. Hafði hún sagt of mikið? En hvers vegna ætti hún ekki að segja eins og var? Hversvegna mátti Don ekki vita, hversu þungt móður hennar hafði fall- ið þetta? Og hún vissi vel, að enn var móðir hennar að harma, hvernig farið 'hafði. Hún las það milli línar.na í bréfum hennar. En húr. vissi, að Don var held ur ekki hamingjusamur. í kvöld hafði hann verið svo sjálfum sér ólíkur. Niðurdreginn og rétt eins og eitthvert farg lægi á honum. Þegar hún var að taka ábreiðuna af legubekknum, sem hún svaf á, datt biað á gólfið, sem hún hafði ekki tekið eftir áður. Hún opnaði það og las: „Ég sá þig fara út með gamla riddaranum þínum í kvöld. Sann ast að segja var ég að koma í heimsókn til þín. En farðu var- lega, barnið gott. Litlar stúlkur ættu ekki að vera að stinga fingr uiium í eldinn, nema þær langi til að brenna sig illa. Þinn einL LANCE“. „P.S. Hefurðu hugisað nánar um hjónabandið og fibúðina?“ Hún settist aftur á legubekk- inn og hló. Hún las eftirmálann aftur. Hann var ekki einasta heimskulegur, heldur ósvífinn um leið. Hvernig datt honum í hug, að hún gæti hugsað sér að giftast honum? Engu að síður fór hún út með honum næsta laugardag, þegar hann kom í bílnum sinum. Hún taldi sjálfri sér trú um, að svona stefnumót á laugardegi, væri að minrasta kosti skárra en ekki neitt. Og í fyrsta sinn komst hún að raun um ,að hann væri nú annars ekkert andstyggilegur — að minnsta kosti ekki fyrri ’hluta eftirmiddagsins. En seinna þeg- ar þau sátu að tedryk’kju í hvít kalkaða sveitahúsinu, hallaði hann sér fram yfir borðið og sagði með skökku brosi: — Jæja þá! Var mikið af ásökunum og tárum og hjartaverkjum í gær- kvöldi? Hún svaraði kuldalega: — Ef þú ætlar að fara að láta eins og bjánL tala ég bara alls ekki við þig. —• Ég vona, að hún mamma fái ebki neinar fréttir af því, sagði hann og gráu augun horfðu hlæjandi yfir borðið. Hún er fjandans ári afbrýðisöm og þá getur hún tekið uppá hverju sem vera skal. Paula spurði forvitin: — Hverju heldurðu, að hún tæki uppá? Hann yppti öxlum: — Það iná guð vita. Það er gamall ofursti .....hvað hann nú heitir, sem var á hælunum á henni, áður en Don kom til sögunnar. Hún. kynni að vekja 'hann upp. Þú veizt, það er gamla aðferðin, þeg ar fólk verður afbrýðisamt. — Hvar á þessi ónefndi oíursti heima? Ttl (er mi ncjarcýafiu Svcfnpckar - Tjold , Mabarsctk - FcrSaprímusar. PORTVAL Laugavegi 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.