Morgunblaðið - 26.04.1967, Síða 31

Morgunblaðið - 26.04.1967, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. APRIL 1967. 31 EINS og frá var skýrt í frétt- um í gær, tók landhelgisgæzlu flugvélin Sif, brezkffltogarann Brand G.Y. 111 að Tneintum ólöglegum togveiðum um 354 sjómílu innan fiskveiðilögsög- unnar SV af Eldey. Sveimaði flugvélin yfir togaranum, þar til varðskipið Þór kom á vett- vang og fylgdi togaranum til Reykjavíkur, en hingað komu skipin i gærmorgun. Blaða- maður Mbl. brá sér um borð í Brand í gær til að hitta skips- menn að máli og spyrja þá frétta. Uppi í brú hittum við Georg Hall fyrsta meistara, sem var þar í hrókasamræð- um við íslenzkan vörð lag- anna. Hall sagðist ekkert hafa á móti blaðamönnum og bauð okkur að ganga aftur í messa, þar sem strákarnir væru í kaffi. Hall, sem er 51 árs að aldri segir okkur, að hann sé búinn að vera til sjós í 30 ár, og hafi oft áður komið til ís- lands, og einu sinni sem skip- brotsmaður, er togari sem hann var á, strandaði á Með- allandsfjöru ,sem að hans áliti væri ekki minni skipakirkju- Rex, Ricky, Robert og Hector. .Héldum tundurdufl vera í vörpunni' Newton fyrst hafa haldið að þeir hefðu fengið tundurdufl í pokann og því var mikil að- gæzla höfð við að innbyrða trollið. >eim hefði þó tekizt það tvívegis, en sjólagið verið svo slæmt, að þeir misstu það út aftur í bæði skiptin. Mjög há yfirbygging er á skipinu og því hefði það rekið hratt innfyrir fiskveiðimörkin. Kom Sif að togaranum er skipsmenn höfðu verið þrjáir klst. að reyna að ná trollinu inn. Newton sagðist hafa skýrt skipherranum á flug- vélinni frá því, að þeir geetu ekki haldið til lands, fyrr en þeir hefðu náð trollinu inn, og hyggðist hann skera pokann frá. Rétt í þéssu kom þá í Ijós, að hér var ekki um tundur- dufl að ræða heldur heljar- mikið bjarg, sem Newton sagðist álíta vera um 4-5 lest- ir að þyngd. Tókst skipsmönn um að ná því innbyrðis við illan leik, en síðan var beðið eftir varðskipinu, sem fylgdi Brandi til hafnar. Sagði Newton að lokum að hann teldi sig hafa næg sönn- unargögn fyrir því, að hann hefði ekki verið að veiðum innan landhelgi og sagðist treysta á réttsýni íslenzku dómaranna. — ihj. — Rœft v«ð skipstjórann og nokkra skipsmenn á brexka togaranum Brandi C.Y. 111, sem er eign íslendinga í Grimsby garður en „Sjö steina rifin“ frægu, sem grönduðu Torrey Canyon nú fyrir skemmstu. Aftur í messa hittum við þá Rex Vicars, 21 árs, sem hefur verið 6 ár til sjós, Ricky Pelton 19 ára, 3 ár til sjós, Robert Williamson 22 ára, 3 ár til sjós, Hector MaMckie 21 árs, 3 ár til sjós og síðast en ekki sizt kokkinn, Arthur, sem sagðist vera 59 ára gam- all og vera búinn að vera 45 ár til sjós. Þetta voru allt hressilegir og kátir strákar, sem létu vaða á súðum, og voru ekki í minnsta vafa um að „skipperinn“, eins og þeir kölluðu hann, yrði sýknaður. Er við spurðum þá hvernig lífið væri um borð í brezkum togara, litu þeir hver á annan og sögðu með hálfgerðum semingi „Oh, it‘s all right“. Þeir sögðu að vaktirnar skipt- ust þannig, að unnið væri þrotlaust í 18 klukkustundir, en síðan væri 6 tíma hvíld. Það væri ekki oft, sem hætt væri að toga vegna veðurs, yfirleitt ekki nema um af- spyrnurok væri að ræða. Áhöfnin væri 20 menn, þar af tíu á dekki, af þeim væru yf- irleitt 2—3 í koju í einu. — Hvernig er hluturinn hjá ykkur? — Við höfum kauptrygg- ingu, sem svara 1440 ísl. kr. á viku og svo fáum við hlut af aflanum. Ef við seljum fyrir t.d. 720 þús. ísl. kr. fáum við í okkar hlut, þegar allt hefur verið dregið frá um 2400 ísL kr. Hver veiðiferð tekur yfir- leitt um 3 vikur, þannig að kaupið, miðað við ofan- greinda sölu, er um 7000 ísl.. kr. — Er auðvelt að fá pláss á brezkum togurum þessa dag- ana? — Já, það vantar orðið alltaf mannskap á síðutogar- ana, enda eru þeir að verða úreltir. Skuttogarar eru það sem koma skal. Þegar hér var komið kom Hall 1. meistari og sagði okk- ur að skipstjórinn hefði fall- izt á að tala við okkur. New- ton skipstjóri er rúmlega fer- tugur að aldri, maður mynd- arlegur og þéttur á velli. Hann sagði okkur að eigend- ur Brands væru íslendingarn- ir Páll Aðalsteinsson og Þór- arin Olgeirsson yngri, út- gerðarmenn í Grimsby. Er við spurðum hann hvort hann áliti að hann yrði sek- ur fundinn um landhelgisbrot, svaraði hann þvi til, að hann hefði ekki verið að veiðum innan landhelgi. Málsatvik hefðu verið þau, að er þeir byrjuðu að taka trollið frá botni eftir hádegi á sunnudag, hefðu þeir orðið varir við ein- hvern stóran og óþekktan hlut í trollpokanum. Veður var slæmt á þessum slóðum 8—9 vindstig VNV og erfitt að ná trollinu inn. Sagðist ★ Mál brezka skipstjórans var tekið fyrir rétt í Reykjavík í gær og stóðu réttarhöld yfir fram eftir kvöldi. Var þeim ekki lokið er blaðið fór í prentun. Newton skipstjóri við bjargið. - NORÐURL.RÁÐ Frarnh. af bls. 32 vettvangi hverju sinni. Þannig væri t. d. Víetnam á dagskrá fundarins nú. Samræmd yrði afstaða Norður- landanna til ýmissa mála á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna, sem Norðurlöndin taka sameiginlega afstöðu til. Þá yrði rætt um afvopnunarráðstefnuna, frið- argæzlu Sameinuðu þjóðanna og fleiri mál. Aðild Færeyja að Norðurlanda- ráði yrði vafalaust rædd og enn- fremur Loftleiðamálið, enda þótt það mál væri ekki á dagskrá. Fréttamaður Morgunblaðsins spurði Hans Splvhpj ráðherra, fulltrúa Danmerkur á utanríkis- ráðherrafundinum, hvort Fær- eyjar myndu nú verða teknar inn í Fríverzlunarbandalagið og svar- aði ráðherrann þannig: Um þetta liggur ekkert .fyrir að svo stöddu, en af hálfu Fær- eyinga hefur komið fram ósk í þá átt Hvað um aðild Færeyínga að Norðurlandaráði? Um það mál er ekki heláur unnt að segja neitt að svo stöddu, en það verður vafalaust til um- ræðu á fundinum nú. Hver er afstaða dönsku ríkis- stjórnarinnar til atburðanna í Grikklandi? Danski sósialdemókrataflokkur inn fordæmdi í gær valdarán hersins í Grikklandi. Hins vegar hefur danska stjórnin ekki tekið neina afstöðu, enda er það ekki í verkahring hennar að skipta sér af ionanríkismálum Grikkja. Hvaða mál teljið þér, að verði mikilvægast á utanríkisráðherra- fundinum nú? Það verða mörg mikilvæg mál rædd, svo sem afstaða Norður- landa 'til afvopnunar o. fL ★ Fundarstörfum var hraðað í gær m.a. með tilliti til þess að Thorsten Nilsson, utanríkisráð- herra Svíþjóðar verður að fara heim þegar í dag, miðvikudag vegna þinganna heima fyrir. Voru ráðherrarnir á fundi allan daginn í gær og fram á kvöld, en hin opinbera tilkynning um störf fundarins mun verða birt árdegis í dag. Á fundinum í gær m.a. rætt um, undir liðnum alþióðamál, styriöldin í Víetnam. en öíí Norð- urlönd hafa lýst yfir eindregnu fylgi sínu við tillögu U Thants. framkvæmdastjóra Sameinuðu bjóðanna, þar sem lögð var á- herzla á, áð Bandaríkjamenn stöðvuðu loftárásir sínar á N- Víetnam sem spor í friðarátt. Rætt var um afyopnunarmál. Einnig ræddu ráðherrarnir um aukna samvinnu við kommún- istaríkin í Austur-Evrópu. Um þessar mundir er að hefj- ast sérstakur fundur Allsherjar- þings Sámeinuðu þjóðanha, en eins og kunnugt er, hafa Norð- urlönd haft nokkra samstöðu í Allsherjarþinginu. Ráðherrarnir ræddu m.a. um málefni Suð- vestur-Afríku svo og Rhódesíu og friðargæzlustörf Norðurlanda á Kýpur, einkum með tilliti til þess, að í júnílok nk. er gert ráð fyrir, að hinar norrænu friðar- gæzlusveitir hætti störfum á eynni. Þá ræddu ráðherrarnir um afnám vegabréfsáritanna til Norðurlanda gagnvart öllum þjóðum og munu þeir hafa orðið sammála um að fres’ta því máli til haustsins. Einnig bar á góma aðild Færeyinga að Norðurlanda- ráði. Það mun hafa komið fram á fundinum, að í máli þessu hafi íslendingar einir lýst fullum stuðningi við tillögur Dana um að taka Færeyinga með í hið norræna samstarf. Urðu nokkrar umræður um málið milli ráð- herranna og komu þar fram ýmis sjónarmið í þessu máli. Urðu ráðherrarnir að lokum sammála um að undirbúa málið hver í sínu heimalandi til framhalds- umræðna næsta haust, en þá verður fundur forsætisráðherra Norðurlanda í Reykjavík og fundur í stjórn Norðurlandaráðs, sem tekur málið á dagskrá. Þá má geta þess, að ráðherr- arnir ræddu einnig um atburð- ina í Grikklandi, en varðandi það mál mun þó ekki hafa verið gerð nein samþykkt. Loks er þess að geta, að Emil Jónsson utanrikis- ráðherra vakti máls á Loftleiða- málinu. Benti ráðherrann á ýms- ar hugsanlegar leiðir til lausnar málinu, en í hverju þær tillögur eru fólgnar, munu ráðherrarnir hafa orðið sammála um að kunn- gera ekki á þessu stigi, heldur fara með tillögur ráðherrans til sinna ríkisstjórna til áframhald- andi og frekari athugana. . ★ I gærkvöldi hélt íslenzka fíkis- stjórnin utanríkisráðherrunum og fulltrúum á utanríkisráðherra- fundinum kvöldverðarboð að Hótel Sögu. í dag á fundinum að ljúka en kl. 13 sitja utanrikis- ráðherrarnir hádegisverðarboð utanríkisráðherra íslands að Hót- el Borg. Þá er ennfremur ráð- gert, að þeir fari í flugferð til Surtseyjar og Vestmannaeyja, ef veður leyfir. Við upphaf utanríkisráffherrafun dar Norðurlanda aff Hótel Sögu I gær. Frá vinstri: John Lyng, Noregi, Hans Sdlvhpj, Danmörku, Emil Jónsson, íslandi, Thorsten Nilsson, Svíþjóff og Ahti Karjal- ainen, Finnlandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.