Morgunblaðið - 03.05.1967, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.05.1967, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1967. punda verðlaun fyrir upplýsingar Sigluf^örSuir Sjálfstæðisflokkurinn hefur opnað kosning'askrifstofu að Grundarstíg 11 (uppi) á Siglu- firði. Forstöðumaður skrifstof- unnar er Jóhannes Ólafsson, en sími 7 11 54. Þess er óskað að Sjálfstæðis- menn veiti skrifstofunni upplýs- ingar um þá, sem búast má við að dveljist utan kjörstaðar 11. júní, og aðra aðstoð. London, 2. maí (AP-NTB) MESTA gullrán I sögu Englands var framið á mánudag þegar vopnaður ræningjaflokkur réðst á bifreið á götu í norðurhluta London. Var hér um brynvarða flutningabifreið að ræða, er flutti 140 guilstengur á vegum N. M. Rothschild bankans. Hver gull- stöng vegur 12% kíló, og er verð mæti farmsins alis talið nema 785 þúsund pundum (ísl. kr. 95 millj). Ræningjarnir réð>ust á bifreið- ina og vörpuðu ammoníak- sprengjum á þrjá menn, sem í henni voru. Einnig beittu þeir kylfum til að ráða niðurlögum varðmannanna þriggja eftir að þeir voru orðnir hálf ósjálf- bjarga vegna ammoníaksins. Náðu ræningjarnir bifreiðinni á sitt vald, færðu varðmennina í bönd og óku á brott. Fannst bif- reiðin fjórum og hálfum tíma seinna, og höfðu þá ræningjarnir komizt undan með gullfarminn. Gripið var til víðtækra ráð- stafana til að hafa hendur í hári ræningjanna, og m.a. heitið 50 þúsund punda verðiaunum fyrir upplýsingar, er leitt gætu til handtöku ræningjanna, ea ráð- stafanirnar hafa enn engan ár- angur borið. Scotland Yard hefur snúið sér til lögregliunnar í öðrum löndum með ósk um aðstoð, og leitað hef ur verið í flugvélum og skipum á leið frá Bretlandi. Talið var líklegt að ræningjarnir hyggð- ust reyna að koma gullinu úr landi, og einnig telur lögreglan hugsanlegt að gullið verði brætt og selt í smáskömmtum ýmsum gullsmiðum, sem ekki spyrja of margra spurninga. Þetta er mesta gullrán, sem um getur í sögu Englands, og mesta rán, sem þar hefur verið framið frá lestarráninu mikla árið 1963. Þá réðust ræningjar á járnbrautarlest á leið frá Glasgow til London og stálu úr henni tveimur og hálfri milljón punda. VestíirSíngo- fé'agið heldar skemmtun Vestfirðingafélagið heldur skemmtun fimmtudagskvöldið 4. maí kl. 8.30 í Súlnasal Hótel Sögu. Til skemmtunar verður upp- lestur og þjóðdansasýning og gamanþáttur Ómars Ragnarsson ar. Aðgöngumiðar að skemmtun- inni verða seldir við ínngang- inn frá kl. 6.30 sama dag. Þeir sem vilja fá sér að borða geta pantað að Hótel Sögu en matur verður framreiddur frá kl. 7. Allur ágóði af skemmtuninni rennur til aðstandenda þeirra er misstu ástvini sína í sjóslysum út af Vestfjörðum í vetur. Alþýðubandalagið i Reykjavík klofið Cuggna Hanníbalistar samt? 'i Heim af léfegri vertíð ALÞÝBBANDALAGIÐ í Reykjavík hefur nú verið klofið. Sl. laugardag stofn- aði nokkur hópur manna úr þvi „Félag Alþýðubandalags- manna í Reykjavík“ og er for- maður þess Jón Baldvin Hanníbalsson, sá sem komm- únistar vildu með engu móti þola á framboðslista sínum í Reykjavík. Þeir sem að félagsstofnun þessari standa hafa að undan- förnu undirbúið sérstakt framboð í Reykjavík, en nú bendir ailt til þess, áð þeir muni guggna á sjálfstæðu fram boði en gera þess í stað til- raun til þess að bera fram svonefndan „tviburalista" þ.e. lista í nafni Alþýðubanda- lagsins, sem þá yrði merktur bókstöfunum gg. Neskaupstað, 2. maí: — Flestir bátar héðan, er voru á vetrar- vertíð i vetur, eru nú komnir heim eftir fádæma lélega vertíð. Sérstaklega urðu þeir bátar, sem eru með þorsknót, hart úti og var aflinn yfir vertíðina ekki nema um 50 tonn hjá sumum. í»eir hafa nú tekið nætur sínar í land og er alveg óvíst hvenær haldið verður af stað aftur, í leit að sildinni. Hefur jafnvel heyrzt, að ekki verði farið af stað fyrr en í byrjun júni. Unnið er í síldarverksmiðjunni hér að undirbúningi síldarmót- töku, „en þó flýtum víð okkur hægt,“ eins og framkvæmda- stjóri verksmiðjunnar sagði á dögunum. — Asgeir. Frá kröfugöngunni i Reykjavík 1. mai. (Ljósm. 1. maí í Reykjavílt HATfÐAHÖLD verkalýðsfélag- anna i Reykjavík 1. maí foru tram með svipuðum hætti og nndanfarin ár. Yeður var bjart, ec fremur kalt. Hátíðahöldin hófust með því, að mannfjöldi safnaðist saman við Iðnó kl. 1.30, en þaðan hófst svo kröfugangin kl. 2. Gengið var um Vonarstræti, Suðurgötu, Aðalstræti, Hafnarstræti, Hverf- isgötu, Frakkastíg og sveigt það an niðu Laugaveg og Banka- stræti og staðnæmzt á Lækjar- torgi. Lúðrasveitin Svanur og Lúðrasveit verkalýðsins léku fyrir göngunni og einnig á úti- fundinum. Formaður Fulitrúaráðs verka lýðsfélaganna í Reykjavík, Ósk- ar Hallgrimsson, setti útifund- inn á Lækjartorgi og stýrði hon um. Ræður fluttu: Jón Snorri Þorleifsson, formaður Trésmiða- félags Reykjavíkur og Jón Sig- urðsson formaður Sjómannafél- ags Reykjavíkur. Fjölmennl var í kröfugöng- unni og einnig á útifundinum. Mynd þessi var tekin er Karl F. Rolvaag undirritaði embættiseið sinn sem sendiherra Bandaríkjan na á fslandi 19. april sl. í ntan- ríkisráðuneytinu í Washington. Aðrir á myndinni eru, talið frá vinstri: Frú Rolvaag, Humphrey varaforseti, Katzenbach aðstoð- arutanríkisráðherra, frú Humphrey. Rolvaag sendiherra kemur hingað til lands 4. maí nk. Akureyri KONUR, AKUREYRI Munið kökubazariinn í Sjálfstæðishúsinu, litla salnum, kl. 15.00 á uppstigningardag. — Sjálfstæðiskvennafélagið VÖRN. Sjálfstæðisfélögin á Akureyri efna til almenns fundar á Akur- eyri miðvikudaginn 10. maí n.k. kl. 20,30 í Sjálfstæiðshúsinu. — Jóhann Hafstein, iðnaðarmálaráðherra, talar um: Iðnþróun á íslandi. Öllum heimill aðgangur. Vörður FUS á Akureyri efnir til kvöldverðarfundar n.k. föstu- dagskvöld í litla salnum í Sjálfstæiðshúsinu og hefst fundurinn kl. 19.30. Knútur Otterstedt rafveitustjóri flytur erindi um ný- virkjun Laxár. Kópavogur KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálfstæðisflokksins er í Sjálf- stæiðshúsinu, Borgarholtsbraut 6, Kópavogi. Síimar 40708, 42576 og 42577. Skrifstofan er opin frá kl. 9—22. Sjálf- stæðisfólk er hvatt til þess að koma á skrifstofuna og gefa upplýsingar varðandá kosningarnar. Ágætur fundur Sjálf- stæðismanna á Hólmavík Hólmavík, 2. maí. Sjálfstæðisfélögin í sunnan- verðri Strandasýslu efndu til al- menns stjórnmálafundar á Hólmavík sl. laugardag og hófst hann kl. 4 síðdegis. Séra Andrés Ólafsson, formaður Sjálfstæðis- félags Strandasýslu, setti fund- inn og stjórnaði honum. Framsöguræðu flutti Sigurður Bjarnason, alþingismaður frá Vigur. Ræddi hann itarlega um héraðsmál Strandamanna og stjórnmálin almennt. Var ræðu hans ágætlega tekið. Miklar um- ræður urðu að henni lokinni og stóð fundiurinn hátt á þriðja tíma. Til máls tóku, auk Sigurðar Bjarnasonar, m.a. þeir Hans Sig- urðsson oddviti, Séra Andrés Ólafsson og Kristján Jónson, kennari. Að lokum svaraði frum mælandi fyirrspurnum er fram höfðu komið. Fundurinn fór í öllu hið bezta fram. Voru Sigurði Bjarnasyni þökkúð mikil og góð störf 1 þágu heraðsins á liðnu kjörtíma- bili. Mikill áhugi ríkir meðal Sjalfstæðisfolks í Strandasýslu að vinna sem ötullegast að sigri Sjálfstæðisflokksins og ríkis- stjórnarinnar í kosningunum. — Fréttaritarl. Hogíræðafélagið ræðir staðgreiðslukerfi skatta í kvöld HAGFRÆÐAFÉLAG íslands efnir til fundar í kvöld kl. 20.30 í Tjarnarbúð uppi. Umræðuefni verður: Staðgreiðslukerfi skatta og breyting skattalaga af því tilefni. Framsögumaður verður Sigurbjörn Þorbjörnsson, ríkis- skattstjóri. Umræðuhópur úr undirbúningsnefnd reifar og ræðir málið en í honum eru dr. Gísli Blöndal, Guðlaugur Þor- valdsson, ráðuneytisstjóri, Jón G. Tómasson, skrifstofustjóri, Ólafur Björnsson, prófessor, og Sigurbjörn Þorbjörnsson. Félags menn eru hvattir til þess að fjölmenna og taka með sér gesti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.