Morgunblaðið - 03.05.1967, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAl 1967.
>
BÍLALEIGAN
FERÐ
S/MI 34406
Bensín innifalið í Ieigugjaldi.
SENDUM
BILA
LEIBA
MAGNÚSAR
SKIPHOLTI 21 SÍMAR21190
eftii lokun slmi 40381 "7
S1M1 1-44-44
\mm
Hverfisgötn 103.
Sími eftir iokun 31160.
LITLA
bílaleigan
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt leigugjald.
Bensín innifalið í leigugjaldl.
Sími 14970
BÍLALEIGAN
VAKUR
Sundlaugaveg 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
4 /-=*á//lJK IFIGAM
IrtsuLmM?
RAUOARÁRSTÍG 31 SlMI 22022
Austurstræti 16. Sími 19866.
Fjaðrlr. fjaðrablöð. hljóðkútar
púströr o.fl. varahlutir
I margar gerðir bifreiða.
Bílavörubúðin FJÖBRIN
Laugavegi 168. — Sum 24180.
★ Holurnar í göt-
unum
Þ.E.J. skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Nú er hafin hin árlega her-
ferð gegn holum, og á ég þar
við holurnar á malbiki höfuð-
bwgarinnar. Þegar viðgerð fer
fram á götu þarf að loka henni
á meðan, og eykur þetta um-
ferðaröngþveitið, og þótti þó
flestum nóg fyrir. Hygg ég að
aldrei hafi göturnar verið jafn
illa farnar eftir vetur eins og
nú. Það er vafalaust mörgum
erfiðleikum bundið að malibika
hér á landi þannig að það end-
ist vel, og eru þeir ekki öfunds
verðir, sem stjórna þurfa því
verki. Helztu óvtnína má nefna
frostið og keðjurnar og nagla-
dekkin. Lúmskur grunur læð-
ist þó að manni að þeir Kári
og keðjurnar eigi sér dygga
samherja, og á ég þar við hina
mjög svo afkastamiklu púka
hérlendis: fljótvirknina O'g
óvandvirkina. Er þetta áber-
andi, þegar maður ber saman
gatnagerðina hér og víðast
hvar erlendis, jafnvel þar sem
veðráttan er svipuð eða verri
en okkar. Að vísu má nefna,
okkar viðgerðamönnum það til
afsökunar, að þeir hafa úr lé-
legu efni að vinna þar sem
grágrýtið er, en það drekkur
í sig vatn og molnar auðveld-
lega. Víðast annars staðar,
þar sem ég hefi séð til, eru
notuð tinna eða granít. En
þetta afskar ekki allt. Okkar
menn virðast allt of sparir. á
bikið í blöndunni svo að mal-
bikið verður fljótlega „þurrt“
og molnar þá úr þvl Nú eru
notaðar stórtækar og tljótvirk-
ar vélar, sem xeggja malbikið
í ræmum og væri ekki n?ma
gott eitt um það að segja, ef
vel væri gengið frá samskeyt-
unum, en mikið vantar a að
svo sé gert. Víðast hvar eru
þar djúpar raufar, sumstaðar
svo slæmar að tekur í stýrið á
bíl ef framhjól lendir ofan í.
Vatn leitar svo auðVitað í þess-
ar raufar og þegar frýs spreng-
ir ísinn malbikið upp. Erlendis
eru slík samskeyti fyllt upp
með biki og er furðulegt að
slíkt skuli ekki vera gert sér.
Áberandi er hvað malbikið
brotnar síður í brekkum en á
jafnsléttu, og virðist þetta
benda til þess að vatnshalli
þurfi að vera meiri á vegunum.
Að vísu er hvimleitt að aka á
götum, sem hafa mikinn halia
til beggja hliða, en öllu leiðin-
legra er að aka á mjög holótt-
um ejja bættum vegi.
Ýmislegt fleira mætti að
sjálfsögðu tína til, en ég flýti
mér nú að taka það fram, að
ég er bara gramur bíleigandi,
sem ekki hefur hundsvit ft
gatnagerð. En þvi miður virð-
ist, 1 fljótu bragði, að segja
mætti eitthvað svipað um
gatnagerðamenn okkar, en vel
má vera að þeir hafi einhverjar
skýringar á hvers vegna þeim
tekst svona illa til í faginu sínu,
og væri mjög fróðlegt að heyra
þær. Efast ég ekki um, Vel-
vakandi góður, að þú myndir
láta þeim í té pláss nokkurt í
þessum dálkurn þínum. Skyldi
maður þá ætlast til að það væri
kærkomið tækifæri fyrir þá til
að útskýra fyrir okkur útsvars-
og skattgreiðendum þá erfið-
leika, sem þeir eiga við að
etja, því enginn efast um að
því enginn efast um að þeir
vilja gera sitt jaezta.
Þ.E.J.".
★ Finna verður or-
sökina
Vissulega er nauðsynlegt
að komist verði að orsök hinna
miklu skemmda á götunum, og
trúlegt er að engu einu sé þar
um að kenna. Það er verkefni
fyrir sérfræðinganna að kom-
ast að hinu sanna og birta nið-
urstöður sínar. Þegar leikmenn
ræða málin fully rðir einn þetta
og annar hitt. Fyrir nokkrum
dögum kom t d. maður að máli
við Velvakanda og sagði að
nagladekkin vaeru mesti skað-
valdurinn. Það væri vegna
þess að á þeim væri ekið all-
an vetufinn, hvort sem þeirra
væri þörf eða ekki — og marg-
ir bíleigendur notuðu þau all-
an ársins hring.
Boltinn og börnin
Sárgramur Hafnfirðingur
skrifar okkur bréf þar sem
hann finnur mjög að framkomu
húseiganda nokkurs og lög-
reglunnar við 10-12 ára börn,
sem höfðu verið í boltaleik og
urðu fyrir því ó'happi, að bolt-
inn þeirra lenti inn á lóð ná-
ungans.
„FVrniri klifruðu ekki yflr
grindverk, þegar þau ætluðu
að fara ná í boltann til að
skemma ekki neitt“ skrifar
hann, „heldur tóku á sig stór-
an krók og fara að hliðinu. En
þá er húseigandinn hlaupinr. út
og búinn að ná boltanum. Fer
hann með hann inn og hringir 1
lögregluna. Börnin stóðu
álegndar og biðu, þar sem þeim
fannst þau ekkert hafa gert af
sér“.
Bréfritarinn segir að lögreglu
þjónarnir hafi hlustað á mál
lóðareiganda, en þegar börnia
ætluðu að útskýra sína hlið ft
þessu máli hafi þeir aðeins
spurt hver ætti boltann og
nafn telpunnar, sem gaf sig
fram sem eiganda, verið skrif-
að upp og henni sagt, „að hún
gæti komið niður á stöð og náð
í boltann sinn þangað".
Bréfritari sagði, að telp-
unni hafi orðið svo mikið um
þetta, að hún hefði lagt á
flótta og komið hágrátandi
heim.
Bréfritari minnir á að börn
séu alltaf börn, koma verði
fram við þau sem slík. Þau
verði að geta litið á lögregluna
sem verndara. Hafi þau brotið
af sér verðus að gera þeim það
skiljanlegt á nærfærinn hátt.
Að lokum óskar bréfritarf
eftir því að boltanum verði
skilað, því litla stúlkan muni
ekki hætta. sér á „stöðina“ til
þess að vitja hans.
Kópavogur
Stúlka óskast til afgreiðslustarfa hálfan
daginn frá kl. 1.
Upplýsingar gefnar í verzluninni kl. 6—7
í dag.
Verzlunín Lúna
Þinghólsbraut 19.
Bezl ú auglýsa í Morgunbl.
Afgreiðslustarf
Stúlka óskast til afgreiðslustarfa strax
í eina kjötverzlun okkar.
Nánari uppl. á skrifstofunni Skúlagötu 20.
Sláturfélag Suðurlands
HIIPPDRIEtll SÍBS
Dregið á föstudag
Athugið að umboðin
eru lokuð á fimmtudag
EnDURflVJUfl IVflUR
n hAdeci DnniinnDncs!