Morgunblaðið - 03.05.1967, Page 22

Morgunblaðið - 03.05.1967, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAl 1967. t Konan mín, Jórunn Guðmundsdóttir, Arnþórsholti, andaðist að Elliheimilinu Grund 1. maí. Magnús Sigurffsson, Arnþórsholti. t Móðir mín, Emilía Skagf jörð, andaðist á Landspítalanum 30. apríl. Hanna Skagfjörð. t Ásfkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, * Sigurlaug Waage, Skipasundi 37, andaðist í Borgarspítalanum aðfaranótt 1. maí. Jarðar verður frá Fossvogskirkju föstudagiinn 5. maí kl. 10.30. Jarðarförinni verður útvarp- að. Blóm afbeðin, þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfélagið. Guffmundur Waage, börn, tengdabörn, bamabörn og barna- barnabörn. t Böðvar Böðvarsson, Voðmúlastöðum, Austur-Landeyjum, sem andaðist 24. apríl, verð- ur jarðsettur á Keldum laug- ardaginn 6. maí kl. 14,00. At- höfnin hefst með bæn að heimili hans kl. 12,00. Gróa Bjamadóttir, böm og tengðaböm. t Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Ólafur Runólfsson, Strandgötu 17, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Þjóð- kirkjunnL HafnarfirðL mið- vikudaginn 3. maí kl. 2 e.h. Guffný Ólafsdóttir, Daníval Finnbogason, Sigríður Ólafsdóttir, Alfreff Anderson Og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Baldvina Guðlaug Baldvinsdóttir, Iézt að Kristneshæli 27. apríl. Útförin fer fram frá Akur- eyrarkirkju laugardaginin 6. maí kl. 13,30. Börn, tengdaböra og baraaböra. Ölafur Runólfsson — F. 27. sept. 1891 D. 23. apríl 1967 í DAG verður til moldar borinn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, vinur minn og nágranni Ólafur Runólfsson, Strandgötu 17 hér í bæ. Mig langar til að færa honum kveðjur og þakkir frá okkur hjónum og börnum fyrir áratuga samveru, sem nágrann- ar á sama hlaðinu. Ég ætla mér ekki að skrifa að neinu marki starfssögu þessa merka dugnað- armanns, því ég býst við að það verði gert af einhverjum öðr- um. Ólafur sálugi var Mýrdælmg- ur, fæddur 27. 9. 1891. Hann missti kornungur föður sinn, en 10 ára gamall komst hann ti) bændahöfðingjans og kaup- mannsins Halldórs Jónssonar í t Útför konunnar minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, Sigþrúðar Guðnadóttur, Gýgjarhólskoti, Biskupstungum, er lézt 29. apríl, fer fram að Haukadal laugardaginn 6. maí kl. 14. Bílferð verður frá Umferð- armiðstöðinni kl. 11. Karl Jónsson, börn, tengdabörn og barnaböm. t Hjartkær eiginkona mín, Eygló Björk Hermannsdóttir, Langagerði 60, verður jarðsungin frá Foss- vogskapellu 3. maí kl. 1.30. Blóm og kransar afbeðin, en þeir sem vildu minnast hennar er bent á Minningar- gjafasjóð Landsspítalans. Fyrir hönd vandamanna. Rútur Eggertsson. t Alúðarþakkir tn allra er á einn eða annan hátt sýndu samúð og hjálp við andlát og jarðarför föður okkar, Sigurjóns Jónssonar frá Vatnsleysu. Sérlega viljum vér þakka læknishjónunum á Vifilsstöð- um, einnig hjúkrunarkonum, starfsstúlkum og meðsjúkling um hans. Jóna Heiðar, Guðrún Sigurjónsdóttir, og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföð- ur, afa og langafa, Tryggva Björnssonar frá Litlavelli. Fyrir hönd ættingja og vina. Kristjana Guðlaugsdóttir. Vík og ólst þar upp til fullorð- ins ára. Ungur að árum fór hann að stunda sjó eins og þá var títt með unga og dugmikla menn. Réri hann frá Vestmannaeyjum og víðar. Til Hafnarfjarðar kemur hann fyrst er hann ræðst sem háseti á b.v. Víði sem Böðv- arsbræðurnir gerðu þá út. Mun það hafa verið fyrir áhrif Halldórs í Vík að hann kom hér suður, en Halldór var hluthaíi í hlutafélgi því er gerði út b.v. Víðir. Á þessum árum kynnist Ólaf- ur heimilinu að Strandgötu 17, en þar var ung og fögur heima- sæta, Henríkka Hendriksdóttir. Felldu þau hugi saman og 2. jóladag árið 1922 voru þau gef- in saman í hjónaband. Var hjóna band þeirra farsælt og bjuggu þau ávalt í húsi foreldra brúð- arinnar. En konu sína missti hann eftir langa og stranga sjúkdómslegu, lengst á spítala, árið 1958. Var það mikið áfall fyrir Ólaf, fyrst að horfa uppá mikil veikindi hennar um 13 ára skeið og missa hana svo unga að árum. Þau hjónin eignuðust 3 dætur, Sigríði, hjúkrunarkonu, sem gift er Alfred Augen Ander- sen, sænskum manni, og Guð- nýju, sem gift er Danival Finn- bogasyni. Þirðju dótturina misstu þau þegar hún var á 1. ári, andaðist 24. des. 1933. Tóku þau hjónin þennan missir mjög nærri sér. Fyrstu árin eftir að Ólafur kvæntist, rak hann verzlun. en hætti því og eftir það hefir har.n t Þakka innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför systur minnar, Halldóru Gísladóttur, Hafnarfirffi. Jóna Gísladóttir. t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vináttu við andlát og útför sonar míns, Ólafs Sveinbjörnssonar, lögfræffings, Frey jagötu 47. Oddrún Þorkelsdóttir. t Ég þakka af alhug öllum þeim, sem sýnt hafa mér og fjölskyldu minni samúð og mikilsverða hjálp í sambandi við fráfall og jarðarför manns ins míns, Sveinbjörns Pálmasonar. öll þessi hjálp og hugur- inn á bak við hana hefir ver- ið mér mikill styrkur, og gef- ið mér aukinn kraft til að sinna minu hlutverki í lífinu. Sécstakar þakkir vil ég færa Axel Kristjánssyni, for- stjóra, og stjórn Raftækja- verksmiðjunnar Rahfa í Hafn arfirði, Hilmi h.f., Reykja- vík, svo og starfsmönnum Slökkviliðs Hafnarfjarðar. Megi Guð blessa ykkur. Ásdis Ragna Valdimarsdóttir. Minning stundað búskap af miklum dugn aði. Nú síðast hafði hann hænsna rækt og dálítinn sauðfjárbú- skap. Hann hafði ræktað mikið land við Keflavítourveginn og gerði þar grjótmela að grænum grundum. Hann vann ávallt sjálf ur að öllu því, sem að búskapn- um laut og vann oft langan vinnudag. Eftir að konan hans dó og báðar dæturnar voru giftar qg farnar að heiman, bjó hann með ráðskonum og síðustu 7 árin með Guðbjörgu Ástgeirsdóttir, mynd ar- og dugnaðarstúlku. En starfs kraftar hans tóku nú að bila, seinnipartinn í vetur og síðustu 3 vikurnar af ævi hans var hann rúmfastur. Ólafur sálugi var mjög barn- góður og þess nutu dætrabörn- in hans. Élzti sonur Guðnýjar, sem bar nafn afa síns, var fermd ur sunnudaginn 16. apríl, réttri viku áður en Ólafur andaðist. Við hjónin litum inn til hans þegar við komum úr kirkju þann dag og var hann þá að venju broshýr, enda þótt hann ætti erfitt með að láta skilja sig. En þá kom-u dæturnar úr kirkju og Ólafur litli sem verið var að ferma og þá var yndislegt að sjá gleðisvip gamla mannsins sjúka, þegar hann umvafði nafna sinn að sér og með tár í augum og flutti honum hljóðlaus bless- unarorð, drengnum sem var svo sérstaklega mikið uppáhald hjá afa sínum. — Ég sá hann svo ekki lifandi eftir þetta, en þessi stund gleymist mér seint. Ég ætlaði mér nú ekki, eins og ég sagði hér að framan, að rekja æviferil Ólafs vinar míns. Heimilin okkar hafa verið hlið við hlið í rúm 46 ár og engin skuggi fallið á vináttu heimil- anna. Börnin okkar hjóna hafa leikið sér við dætur ólafs og Hendrikku, og þau hafa verið eins og systkini alla tíð. Eiga þau margar og hugljúfar minn- ingar frá æskuárunum, sem þau þakka fyrir. En allir dagar eiga kvöld. Húsmóðirin og húsbóndinn í litla og vinalega heimilinu að Strandgötu 17 eru dáin. Dæturn ar hafa eignast sín heimili. Við söknum þessarar fjölskyldu mik ið. En þetta er lífsins lögmál, sem allir verða að lúta. Við hjónin í Strandgötu 19 og börnin okkar, kveðjum þenran látna vin og biðjum honum bless unar Drottins á landi lifenda, þar sem hann finnur ástkæru konuna sína og aðra horfna ást- vini. Við vottum dætrum hans, tengdasonum og börnum þeirra og öðnum sem syrgja okkar innilegustu samúð í sorg þeirra og biðjum þeim öllum tlessun- ar Drottins. Gísli Sigurgeirsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og j-arðarför, Þorsteins Ólafssonar, Kirkjubæjarhraut 4, V estmannaey jum. Gíslný Jóhannsdóttir og börn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, Haralds BöSvarssonar, útgerffarmanns. Ingunn Sveinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. VIÐ fráfall Ólafs Runólfssonar verða þáttaskil í atvinnusögu Hafnarfjarðar, þó að hann værl ekki Hafnfirðingur að uppruna átti hann heima hér í bænum í rúmlega hálfaöld, lengst af á þessu tímabili stundaði hann bú skap og framleiðslu á landbún- aðarafurðum. Síðustu þrjá ára- tugina var búskapurinn hans að- alatvinna og til dauðadags sfund aði hann búreksturinn. Með hon um er genginn síðasti bóndinn í Hafnarfjarðarkaupstað. Ólafur fór ungur að árum I bændaskólann á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan tvitugur. Þar mun honum hafa orðið ljós köll- un sín í lífinu, þar hóf hann merki bændastéttarinnar og með þrotlausu starfi og ótrúlegri elju hélt hann þvi á lofti til dauðadags. Hann trúði á mátt íslenzkrar moldar enda stundaði han.i alla tíð ræktunarstörf á gróðri og búpeningi af miklum dugnaði og með góðum árangrL Ólafur var fyrst og fremst maður starfsins í önn hins dag- lega lífs. Hann vann bústörfin hvern dag meðan kraftar entust, hann hikaði aldrei við að leggja á sig líkamlegt erfiði til að brjóta sér braut til efnalegs sjá.f stæðis, en þó að Ólafur væri hygginn og ötull við störf, fyrir eiginn hag, lét hann ekki þar við sitja. Hann lét alla tíð félags og skipulagsmál bændastéttannnar til sín taka og var alltaf, til hinztu stundar, tilbúinn til að vinna að þeim málum og taka að sér aukastörf í þágu samtaka bændanna. Á félagsmálasviðinu ekki síður en við bústörfin nutu hæfileikar Ólafs sín vel og það Þakka ykkur öllum vinum og ættingjum fyrir gjafir og heillaskeyti og alla vinsemd í tilefni af sextugsafmæli mínu. Guð og gæfan fylgi ykkur öllum. Gísli Guffmundsson, Staðarbakka. Mínar innilegustu þakkir vil ég færa öllum, bæði sunnanlands, af Vestfjörðum og allt norður í Suður-Þing- eyjasýslu, sem með fégjöfum og á annan hátt hafa styrkt mig í veikindum minum nú undanfarið. — Sérstaklega þakka ég þeim Ingibjörgu Andrésdóttur og séra Þor- steini Jóhannessyni, fyrir að gangast fyrir fjársöfnun mér til handa. Guð blessi ykkur 511. Sigríffur Valdís Elísdóttir, Neðri-Bakka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.