Morgunblaðið - 31.05.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.05.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MAf 1967. Flugvélamóðurskip skírt eftir Kennedy Newport New, Virginia. 29. maí - AP. CAROLINE KENNEDY, dóttir John F. Kennedys fyrrum Bandarikjaforseta, skírði síðast- liðinm laugaidag gtórt, banda- riskt flugvélamóðui'Skip eftir föður sínum. Meðal viðstaddra við athöfn- ina voru Lyndon B. Johnson, Bandaríkjaforseti, Cushing kard ináli, móðir Caroline, Jaqueline Kennedy og bróðir hennar John John. Johnson forseti hélt stutta ræðu, áður en Caroline braut kampavínsflöstuna á stefni skipsins. Sagði forsetinn þar m. a., að hann vonaði, að friður ríleti í heiminum meðan skip þetta sigldi um heimsins höf. Jafnframt minntist hann á, að fáir stjórnmálamenn hefðu gert sér betri grein fyrir sögulegu gildi hlutverks Bandaríkjanna en Kennedy, fyrrum forseti og sagði, að enginn maður hefði gefið Bandaríkjunum meira en hann. Þá var upplýst um helgina, að Johnson, forseti, hefði undir- ritað frumvarp, þar sem kveðið er á um, að fæðingarstaður Kennedys — tveggja hæða hús númer 83 við Beale stræti í Brookline, útborg Boston, skuli gert að sögulegu minjasafni. - ÁVARP JÓNASAR Framhald af bls. 15 staðfesta Framsóknarmenn þetta viljandi eða óviljandi í öllum áróðri nú. Það dylst engum, að fyrir dyrum standa miklar umbætur á flestum sviðum, ekki sízt himun fé- lagslegu, áframhaldandi um- bætur svo sem í samgöngu- málum, skólamálum o. s. frv. En það dylst heldur engum, að áfram hefir miðað betur en fyrr, síðustu árin, líka á hinum samfélagslegu svið- um. Hér skal bent á brúar- byggingar, sérstaklega í Austur-Skaftafellssýslu. Og stærri átök hafa líka verið gerð í vegamálum en fyrr. Skólabyggingar á Vopnafirði, Hallormsstað, Nesjum og víð- ar tala sínu máli. Hafnar- framkvæmdir um allt Aust- urland leyna sér ekki heldur. Hitt er jafn ljóst, að mikil er þörfin á öllum þessum svið- um á næstu árum. í ljósi þeirrar reynslu, er hér hefir örlítið verið rakin, á val kjósendanna ekki að vera erfitt. f>eir kjósa bjart- sýni, framtak, velgengni Þeir kjósa D-listann, lista Sjálf- stæðisflokksins. - EKUR SNJOBIL Framhald af bls. 16 Reykjavík, áður en ég tók þetta að mér, — sagði Sigurður. Sl. vetur flutti ég um 1000 fiarþega og auk þess mjólk og fragt. 1 vetur, hafa verið daglegar ferðir fram og til baka, minnst 5 til 6 daga vikunnar. Býst ég við, að ég sé búinn að fara í vetur um 150 ferðir. — Jú, viðhaldið er mikið. Yfir vetrarmánuðina vinn ég í raun- inni kauplaust og fjárfestingin í þessu er um 1800 þúsund krónur. — Satt er það. í»etta var erfitt í fyrstu. Ég hefði gefizt upp á fyrsta mánuðinum, hefði ekki Helgi Gíslason, vegaverkstjóri, stappað í mig stálinu og verið mér hjálplegur á alla lund. — Hve flutningarnir eru mikl- ir? — Ég býst við, að 50% allra flutninga til Egilsstaða fari niður á Seyðisfjörð, sagði Sigurður að lokum. - ERUM BIRGIR Framhald af bis. 18 — Vertíðin hefur gengið ágæt- lega hér. Sigurður Jónsson SU 150 stundaði netaveiðar héðan í vetur, byrjaði um miðjan marz og hætti 8. maí. Aflaði hann 800 lestir og sumt af aflanum FERÐAMANNALANDIÐ ÞÝZKALAND býður yður vel- komin með glampandi sólskini, stórkostlegri náttúrufegurð og heillandi miðaldarborgum. Hafið Þýzkaland sem ákvörð- unarstað, þegar þér skipuleggið sumarfrí yðar í ár - þess munið þér ekki iðrast. Þér getið búið á þægilegu »Gasthaus« eða einhverju hinna fjölmörgu ágætu hótela. Takið alla fjölskylduna með yður - þáð er alls ekki dýrt í FERÐA- MANNALANDINU ÞÝZKALANDI. Sendiö mér (mér að kostnaðarlausu) bæklinga og upplýsingar um FERÐAMANNALANDIÐ PÝZKALAND 1967. Nafn Heimilisfang Sendiö seðilinn til Tysk Turist-Central, Vesterbrogade 6 D. * Kaupmannahöfn V. BRÆÐURNIR KAMPAKÁTU -4^----TEIKNARI: JÖRGEN MOGENSEN ' HINN mikli menntamaður og Biðbótamaður, Philip Melanch- ton (1497—1560), var alla sína lífstíð mjög trúaður á stjörnn- spádóma. Hann var alltaf reiðubúinn að sannfæra vini sína um að ef Ula hafði til tek- izt hjá þeim, stafaði það ein- göngu af því að ákveðin stjarna væri í ákveðinni stöðu og stundum vitnaði hann einnig til þess stjörnumerkis, sem viðkomandi maður var fæddur undir. Martin Luther, siðahótamað- urinn heimskunni, var einnig mjög trúaður á stjörnuspá- dóma. Einhverju sinni þegar hann hafði beðið lægra hlut í rökræðum, sætti hann sig við orðinn hlut með því að full- vissa sjálfan sig um að allt hefði þetta fyrirfram staðið í stjörnum og áreiðanlega myndi hann vinna næst, því svo stæði í stjörnunum. Enski heimspekingurinn Thomas Hobbes, (1588—1679), sem á dauðastundinni sagði: „Nú tek ég eitt stórt skref inn í myrkrið", var alla sína lífs- tíð dauðhræddur bæði við myrkrið og draugana. Að kvöldlagi gekk hann aldrei svo inn í herbergi að hafa ekki /yrst kveikt öll ljós. I>rátt fyr- ir allan sinn lærdóm tókst hon um aldrei að losa sig við hræðsluna, sem tekið hafði sér bólfestu í hugskoti hans í bernsku. var slægt. Þetta má teljast gott — Ég ætla á síld á nýja bátn- um, og ég mun eingöngu landa hér í Breiðdalsvík. Ég hef alltaf gert það meðan ég var á Sig- urði, og ég mun hialda því áfram. — Ég esr bjartsýnn. Eftir að Hafdís er komin, erum við Breið- dælingar nokkuð birgir með at- vinnutæki næstu árin. Höfnin er fremur léleg og þarf endur- bótar við — enda er áætlað að hefja byggingu hafnargarðs á næstunni, sagði Svanur Sigurðs- son að lokum. " - ATORKA Framhald af bls. 15 lagsstjórann. Ég hef alltaf álitið, að frjálsræði þyrfti að ríkja í verzlun og að sam- keppnin væri fyrir öllu. Er þá bezt að verzla, þar sem bezt hentar. Þess vegna hef ég allt- af verið Sjálfstæðismaður og einnig vegna þess, að mest er að byggja á Sjálfstæðisflokkn- um til allra framkvæmda. f honum er mest öryggi og at- orka einstaklingsins kemur þar bezt fram. — A síðasta kjörtímabill hefur mikið verið gert og af- koman hefur batnað. Sézt bezt, hve mikið hefur miðað áfram, komi maðuir til fjarð- anna hér. Vona ég einlæg- lega, að áframhald verði á þeirri uppbyggingu, sem verið hefur. — Ég er fæddur árið 1904 á Hryggstekk í Skriðdal. Að Freyshólum fluttist ég með foreldrum mínum 3ja ára gamall og hér hef ég verið síðan, nema 4 ár. Landið hér er létt sauðland og ef hér væri atorkubóndi — segir Jón að lítillaeti — væri imnt að búa hér vel. Búið er að ræsa fram landið að mestu. Ég hef nú í hyggju að reisa fjárhús fyrir a. m. k. 200 fjár. — Jú, ég er hér í nábýli við skógræktina á Hallorms- stað og synir mínir hafa unn- ið og vinna við hana. Við fjár- húsgerð fyrr, notaði ég rafta úr skóginum. Það var á árun- um 1930 og síðar, en nú er slík húsagerð ekki lengur í tízku. Nú notum við mikið af birki í girðingarstaura. — Já, ég vonast til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn komi vel út úr þessum kosningum. Jónas Pétursison, efsti maður á D-listanum, var lengi vel nábúi minn hér, en hann v>ar tilraunastjóri á Hafursá, áðuir en hann fluttist að Skriðu- klaustri. Hefur mér ávallt líkað vel við Jónais. KRISTINN EINARSSON héraðsdómslögmaður Hverfisgötu 50 (frá Vatnsstíg, sími 10260) GtTSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmaður Laufásvegi 8. Sími 11171. SAMKOMUR Almenn samkoma Boðun fagnaðarerindisins að Hörgshlíð 12 í kvöld, miðviku- dag kl. 8.00. Þorsteinn Júlíusson héraðsdómslögmaður Laugav 22 (inng. Klapparstíg)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.