Morgunblaðið - 31.05.1967, Síða 18

Morgunblaðið - 31.05.1967, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MAl 1967. - —r***'—s*>-*<*~ -- ‘ • --^•3»* Margeir Þórormsson við hina fyrirhuguðu verzlun. Ætlar að keppa við kaupfélagsvaldið Margeir Þórormsson reisir nýja verzlun á Fáskrúðsfirði STÖÐVARSTJÓRI Pósts og síma Erum birgir með tæki næstu árin — segir Svanur Sigurðsson, skipstjóri í Breiðdalsvík a Fáskrúðsfirði heitir Margeir Þórormsson. Hann vinnur nú að því að fullgera húsnæði fyrir verzlun, sem hann ætlar að reka í félagi við fleiri. Um verzlunina hefur verið stofnað hlutafélag og nefnst það Þór h.f. Margeir segir okkur, að hús- næðið sé að gmnnfleti 235 fer- metrar og þegar lokið verði byggingu þeiss, er ætlunin, að þar verði matvöruverzlun, sem að auki verzli með búsáhöld og yfir- leitt með sem fjölbreyttast vöru- úrval. Framkvæmdir hófust í septem- ber sl. og segir Margeir, að þeir félagar hafi hug á að geta opnað verzlunina í ágúst næstkomandi. i kjallara, sem er undir húsinu, er fyrirhugað að hafa málningar- og byggingavöruverzlun, ásamt feaffistofu og skrifstofu. Þór h.f. var stofnað 1. apríl 1965. Margeir tjáir okkur, að hug- myndin með stofnun þessa félags sé sú að keppa við feaupfélagið, sem verið hafi svo til einrátt í verzlun í þorpinu. Búið er að ein- angra götuhæð og lögð hefur ver- ið raflögn í húsið. Um samgöngu og póstmál þorpsins segir Margeir, að í fyrra sumar hafi verið daglegar ferðir frá Egilsstöðum til Fáskrúðs- fjarðar. Verður svo líklega í sum- ar og má þá teljast gott samband við nærliggjandi byggðarlög. Bif- reið fór í fyrrasumar daglega milli Stöðvarfjarðar og Fásferúðs fjarðar, fram og til baka. Vegurinn er ekki nógu góður, að sögn Margeins, og er þörf á endurbót á næstunni. Rafmagn er frá Grímsárvirkjun. Mikill póstur kemur til Fá- skrúðsfjarðar yfir sildarveírtíðina en í þorpinu eru 3 söltunarstöðv- ar og ein bræðsla. Tvö hrað- frystihús eru á staðnum og tveir sáldarbátar eru gerðir út frá Fá- skrúðsfirði. SVANUR Sigurðsson, skipstjóri á Hafdís SU 24 frá Breiðdalsvík og framkvæmdastjóri útgerðar- félagsins Braga h.f., er 7. maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi. Við hitt- um Svan á heimili hans í Breið- dalsvík á dögunum og spjölluð- um lítillega við hann um stund. — Bragi h.f. á Hafdísi, sem er smíðuð í Stálvík, nýtt skip og glæsilegt. Ég var með Sigurð Jónsison SU 150, sem Hraðfrysti- hús Breiðdælinga á, þar tdl í fyrra, segir Svanur. — Jú, Breiðdalsvíkurþorp hef- ur myndazt á síðuistu árum. Fyr- ir svo sem 10 árum var hér ein- ungis verzlunarhús og 2 eða 3 býli, en nú telur þorpið 140 íbúa. Atvinnulífið byggist á sjó- sókn og vinnslu sjávarafurða. Mér finnst, segir Svanur — þeissi vík geta átt mikla fram- tíð fyrir sér. Hér upp af er góð sveit, nóg landrými. Aðal- búgreinin er sauðfjárrækt og lít- ils háttar mjólkurframleiðsla. Við Heydali eða Eydali, eins og það er ýmist kallað, er t. d. af- bragðs flugvallaristæði og flug- menn, sem komið hafa hingað, róma mjög aðflugsaðstæður. — Jú, hér við víkina er á sumrin rekin síldarsöltunarstöð. Á síðastliðnu ári var saltað hér í 5000 tunnur. Hér er einnig síldarverksimiðja með afkasta- getu 150 leistir á sólarhring. Einn- ig er hér rekið hraðfrystihús allt árið um kring. — Það hefur verið á döfinni að koma hér upp mjólkurbúi, en næg fnamleiðsla í sveitunum hér upp af er ekki enn. Hinsvegar var mikili áhugi um tíma á að reyna flökun síldar, en sú fram- kvæmd hefur ekki komizt á enn. Tvö glæsileg atvinnutæki Breiðdælinga, Sigurður Jónsson SU 150 og Hafdís SU 24. atvinnu Svanur Sigurðsson, skipstjóri, Breiðdalsvík. j — Símaþjónustan hér er frem- ur léleg. Síminn er aðeins opinn 7 klukkustundir á dag og þjón- ustan, sem hann veitir mætti aukast til mikilla muna. Sam- göngur á sjó eru sæmilegar og á sumrin er vegasamband við Eg- ilsstaði. Hinsvegar eru áætlun- arferðir stopular á milli. Það var geysilega mikil bót að veg- inum frá Stöðvarfirði til Breið- dalsvíkur um Skæiður. Vegurinn er þó efeki fullgerður og er áætl- að að koma honum í betra horf. Með tilkomu vegarins verður flugvallargerð hér við Breiðdals- vík mikið kappsmál byggðarlag- anna hér austur með fjörðum. — Jú, við Eydali er sjúkra- flugvöllur, sem komið hefur margoft að góðum notum og að honum er mikið öryggi. Hins vegar er hann oft á vetrum blaut- ur og erfiður viðureignar. Framhald á bls. 24 Ný böfn og banki aðal- áhugamál Hornfirðinga Viðtal við Arsœl Guðjónsson, formann hafnarnefndar « Hornafirði ÁRSÆLL Guðjónsson, útgerðar- i maður er fulltrúi í hreppsnefn I I og formaður hafnarnefndar í Höfn í Hornafirð. Við náðum tali af Ársæli og spurðum hann um hafnarframkvæmdir og hann sagði: — Höfnin sem slík er dálítið sérstæð. Mikið vatnsmagn renn- ur í höfnina frá fljótum hér fyrir ofan og stærstu skip verða að sæta sjávarföllum til þess að komast hér inn. Bátarniir eru ó- háðir þessu, en þó er ekki unnt að sigla hér inn, nema menn eéu kunnugir. Hafnarframkvæmdimar, sem nú standa yfir hófusf í fyrravor og fyrirhugað er að byggja nýja hafskipabryggju og dýpka höfn- iina verulega. Viðlegukanturinn verður 115 metrar og dýptin við hann um 15 metrar. Á siðast- liðnu ári var lokið við að koma niður stálþili og byggðir voru fyrirhleðslugarðar. Hið fyrirhug- aða hafnarsvæði var mótað. f vor var ætlunin að hefjast aftur handa með dýpkun, en 6- ráðið er, hvenær verkið hefst. Framkvæmdir eru áfeaflegia að- kallandi, því að fiskibátar hafa tæplega flot á stærstu fjörum og flutningasfeip, sem koma til að ferma og afferma tefjast oft og tíðum vegna sjávarfalla. Kom ast þau ekki leiðar sinnar á fjör um. Skipakomur hafa verið góð- ar. Vertíðarbátar munu flestir fara á humarveiðar nú. Síðastliðin vertíð vair góð miðað við aðrar verstöðvar. Hæsti báturinn á ver tíð var Jón Eiríksson með rúm- lega 900 lestir, en hlutir eru betri hér en víða-st annars staðar, vegna góðrair nýtingar. Einn bát- urinn er með 820 lestir og há- setahlutur er 106 þúsund krón- ur í 4% mánuð. Af þesisum affla eru 190 lestir línufisfeur. Svo við snúum okkur aftur að hafnarframkvæmdum, þá er á- ætlað, að höfnin kosti um 14 til 15 milljóniir. Þegar hún er full- gerð teljum við, að við séum sæmilega settir með alla aðstöðu í höfninni um nánustu framtíð. Rekistur hafnarinnar er ákaf- lega erfiður og hún stendur eng- an veginn undir honum. Nauð- synlegt er að hafa leiðsögu fyrir öll skip og má t.d. benda á, að Herjólfur, sem komið hefur á hálfs mánaðar fresti, siglir aldrei hér inn án hafnsögumanns. Þurf um við því að hafa tvo menn f því starfi allt árið og er það dýrt. Einnig höfum við dýran haifnsögubát. Höfnin hér er lifæð hinna víðlendu sveita hér fyrir ofan og því ekkert smámál fyrir íbúa hér. Það hefur verið mikið áhuga- mál Homfirðinga, að Landsbank- inn setti hér upp útibú. Það er geysilega mikilvægt að fá pen- ingastofnun í byggðalagið. Hins vegar er hér sparisjóður, sem er nýstofnaður og litils megnugur, a. m. k. enn, sagði Ársæll að lok- um. Frá hafnargerð i Höfn, Hornafirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.