Morgunblaðið - 31.05.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.05.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1967. UNDIR VERND eítir Maysie Greig: — Já, það hlýtur að taka hana minnst klukkutíma á daig, skaut ungfrú Redmond inn í. Hann leit hvasst á gömlu kon- una. Einhver gremjugretta kom sem snöggvast á andlitið, en svo brosti hann. — Þér getið verið dálítið mein leg, ungfrú Redmond. En þér verðið nú líka að hafa einhverja skemmtun. — Já, það verð ég. En hvert fór ungfrú Freeman? Ég minn- ist þess ekki, að hún segði okk- ur það. — Hún er farin til einhvers vinafólks kunningja sinna hérna. Það eru einhver Mioklejohn- hjón, sem eru eitthvað tengd Cooper-hjónunum, kunningj- um okkar. — Já, en þau hjón eiga heima rétt hjá okkur í Harton, sagði Paula með ákafa. — Er það? sagði harni. Já, ég var víst búinn að gleyma því. En gaman! — Ég get nú aldrei þolað hana írú Micklejohn, siagði gamla kon- an. — Ég hef að minnsta kosti aldrei þekkt neinn stífari sér- vizkupoka. — Verið þér ekki að þessu, sagði Davíð. — Ég trúi varla, að Mavis hefði farið alla þessa löngu leið, ef konan væri svona slæm. Davíð var svo miklu viðkunn- anlegri þessa daga, sem Mavis var í burtu, að Paulu fór að detta í hug, hvort sér hefði skjátlazt. Þessi stirðleiki í um- gengni þeirra var næstum horf- inn. Mavis kom aftur á þriðja degi. Þegar Paula sá ánægju- svipinn, sem á henni var, fór næstum hrollur um hana. Hafði hún bomizt að einhverju um hana í Harton, sem henni gæti verið til hnjóðs? Hafði hún kanns'ki heyrt þessa andstyggi- legu kjaftasögu um hana og Don, sem frú Fairgreaves hafði verið að bera út? En hún var nú svo hlægileg, að Davíð rnundi aldrei trúa henni, og að minnsta kosti gæti hún gert fulla grein fyrir henni. Mavis kom heim um hádegis- hil á laugardag. Davíð var kom- inn 'heim fljótlega eftir hádegis- bil á laugardag. Davíð var kom- inn heim fljótlega eftir hádegis- verð, en hann lét svo lengi drag- ast að koma upp til Paulu, að 'hún gat ekki stillt sig um að segja við frænku sína: — Hvað heldurðu, að Mavis sé nú að segja honum Davíð, frænka? Heldurðu, að hún ha.fi heyrt þessa vitleysislegu kjaftasögu um okkur Don, meðam hún var 'i Harton? — Lamgeyrt fólk heyrir sitt af hverju, svaraði gamla konan. — Ég skyldi ekki gera mér neina réllu út af því, í þínum sporum. En þær vissu báðar, jafnskjótt, sem Davíð kom inn, að hann hefði eitt'hvað heyrt. Ef ekki þá sögu, þá eitthvað annað, eitt- hvað, sem hafði komið honum til að fölna, og stanza við dyrn- ar og stara á Paulu með reiðileg um ásökunarsvip. — Vilduð þér lofa okkur að vera einum, andartak, .ungfrú Redmond? sagði hann hvasst. — Ég þarf að segja nokkuð við hana Paulu. Gamla konan stóð upp og sneri við honum baki, en að Paulu: — Vilt þú, að ég fari út, Paula? — Já, gerðu það, hvíslaði Paula. — Það er kannski eins gott, sagði gamla konan, og leit um leið þannig á Davíð, að honum fór að líða illa, sem snöggvast — Ég þarf hvort sem er að kom ast í síma, sagði hún. Paulu fannst það heil eilífð meðan frænka hennar var að komast út að dyrunum, fór síð- an út og lokaði á eftir sér. Það fór um hana, en samt var það ekki hræðslan við, að hann hefði heyrt söguna um þau Don,1^ heldur hitt, að hefði hann heyrt hana, gæti hann ekki treyst henni, og hætti hann að treysta henni, mundi það gera út af við allt traust hennar á honum, fyr- ir fullt og allt. Hún fann til þess, enda þótt hún vildi ekki kann- azt við það fyrir sjálfri sér, að traust hennar á honum hafði ver :ð að smádeyja út undanfarið, en nú — ef hann tryði henni og stæði með henni gegn Mavis, þrátt fyrir þessa sögu, gæti ást hennar á honum raknað við aft- ur. Þá þættist hún hafa rétt gert að treysta honum, elska hann og trúa honum fyrir framtíð sinni. — Ég er hræddur um, að ég hafi verið að heyra leiðinlega sögu um þig, Paula, sagði hann loksins. Ég hikaði nú við að trúa henni, en staðreyndirnar virðast vera óvefengjanlegar. Hún reisti sig upp við oln- boga. Andlitið á henni var eins og stirðnað. — Segðu ekkí meira, Davíð Nýkomið fyrir bifreiðina Hlífar yfir stýrishjól Trefjaplast til boddyvið- gerða Loftdælur Loftmælar Bótasett á slöngur og hjólbarða Dráttartógar Hljóðkútakítti. Vökva-bílalyftur Stuðara-vökvalyftur Framrúðusprautur Þvottakústar Garðar Gíslason hf. Bi f reiðaverzlun. ___________________________I ^ I dag er KAFFIKYNNINGIN í verzluninni EYÞÓRSBÚÐ, Brekkulæk 1. * O. JOHNSON & KAABER HF. VIN N A Bifvélavirkjar, bílasmiðir, réttingarmenn eða menn vanir bílaviðgerðum óskast strax. Upplýsingar í síma 40677. Sendi- og hópferðabifreið Til sölu er 17 farþ. Hanomag bifreið árgerð 1965. Fylgt gæti stöðvarleyfi á góðri sendibílastöð. Upplýsingar í síma 17229. Palma vindsængur er ungversk gæðavara Laugaveffi 13. — æ, segðu ekki meira fyrr en þú hefur hugsað þig vandlega um. Þú ætlar að eyðileggja allt þetta, sem ég hafði hlakkað svo mjög til. Hún rétti höndina il hans eins og biðjandi. — Já, en ég verð að vita, hvort þesisi saga er sönn eða ekki, sagði hann, hás. Það verð ég að fá að vita, Paula. Hún hallaði sér aftur á kodd- ann, og röddin var býsna flatn- eskjuleg er hún sagði: — Já, það þarftu sjálfsagt að fá að vita. Hann sagði, fullur grunsemda: — Þú virðist vita, hvað það er, sem ég hef frétt? Hún rak upp kuldalegan hlát- ur. — Já, það vissi ég um leið og ég vissi, að Mavis ætlaði til Mickljohn-hjónanna. Og það er alveg satt, Davíð. Frú Fair- greaves kom að mér í íbúðinni hans hr. Wainwright klukkan eitt um nótt. Og það varð til þess, að hún sagði honum jpp. — Þú játar það þá? sagði hann og greip andann á lofti. Þú játar það? — Já, og samt bið ég þig að treysta mér, en ég sé, að það er til of mikils mælzt. — Hvernig get ég treyst þér, ef þessi saga er sönn? spurði hann. — Ég trúði henni ekki fyrst þegar Mavis sagði mér hana. Og trúi henni ekki enn. Og samt segirðu, að hún sé sönn. Hefurðu enga skýringu? Hún reis aftur upp við oln- boga og nú var reiðiglampi i bláu augunum. — Þú trúðir sögunni hennar Mavis áður en þú komst inn, sagði hún. — Ég gat séð það á svipnum á þér og allri fram- komu. Ef þú hefðir treyst mér, hefðirðu ekki trúað þessu. BYGGINGAVÖRUVERZLUNIN NÝBORG HVERFISGÖTU 76 F SÍMI 12817

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.