Morgunblaðið - 15.06.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.06.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1967. Skozkar skonsur ©KOTAR eiga sínar erfðavenj- mr við matargerð eins og aðrar þjóðir, og þó að þeir hafi ekki blotið alheims lof eins og t.d. Frakkar fyrir kunnáttu sína, eru þeir þó vel hlutgengir á þessu sviði. Margir þeir réttir, sem upp runniir eru meðal bændanna í hálöndum Skotlands prýða nú BÍður ýmissa matreiðslubóka og eru þar kallaðir enskir. Br Skot- bt gerðust frumbyggjar í Ame- ríku, fluttu þeir með sér kunn- áttuna við matargerð sína, og margt af því er orðið svo al- gengt á borðum Bandaríkja- mianna í dag, að það teljast þar þjóðarréttir. Því hefur stundum verið haldið fram, að fáir eða engir stæðu skozkum bökurum firam- eur, og framleiða þeir smábrauð, kex, hveitisnúða og skonsur í mjög fjölbreyttu úrvali. Skons- ur, en það heitir á skozku „scone“ og dregur nafn sitt af héraðinu Scone í Pertshire í Skotlandi, eru bakaðar á hverju skozku heimili við öll mögu'eg tækifæri og þykja alveg ómiss- andi með tei. Voru þær upphaf- lega bakaðar á pönnu við opinn eld. Nú er orðið algengara að baka þær í ofni, enda þótt skons ur sem bakaðar eru á pönnu á vélinni þyki alltaf mjög góðar. Hvernig væri nú að reyna eitt- hvað af þessum skonsum. sem nágrannar okkar og frændur eru svo hrifnir af? Hveiti-skonsur 2 bollar hveiti 2% tsk. ger 14 tsk. natron 14 tsk. salt 2 matsk. sykur 14 bolli smjör eða smjörlíki 1 egg % bolli mjólk Hveiti, geri, natróni, salti og sykri blandað saman, smjöri bætt í. Eggið þeytt örlítið og blandað saman við mjólkina og því síðan hnoðað saman við þurr efnin. Deiginu skipt í tvennt, gerð kringlótt kaka úr hvorum helming, sem síðan eru flattir út. Hvorri köku skipt í 6 stykki, stungið í þau með gaffli, og síð- an bakað í vel heitum ofni á smurðri plötunni í 10—15 mín. Borðað heitt með smjöri og ald- inmauki 14 bolla af rúsínum má setja út í deigið ef vilL Skonsur með rúsínum 2 bollar hveiti 14 bolli sykur 2 tsk. kremortartar 1 tsk. natrón % tsk. salt Vz bolli smjörlíki Vz bolli rúsínur eða kúrenur 2 egg, aðeins þeytt V\ bolli mjólk Búið til hnoðað deig. Deiginu skipt í tvennt og gerðair úr því tvær kiringlóttar kökur u.þ.b. 14 þumlungur á þykkt, og hvorri köku síðan skipt í 8 hluta. Bakizt í vel heitum ofni í u.þ.b. 15 mín. eða þar til þær eru orðnar ljósbrúnar. Bornar fram heitar með smjöri. Skozkar skonsur 2 bollar hveiti 4 tsk. ger Vt tsk. salt 14 bolli smjörlíki 2 egg, þeytt 6 matsk. mjólk Nýjar sendingar Mynstruð SUMARKJÓLAEFNI. MARKAÐURINN HAFNARSTRÆTI 11. Heimamyndatökur Fyrir nýstúdenta Correct Colour á stofu 15. og 16/6. Á Akureyri í Verzlunarmannahúsinu 17. og 18/6. Athugið Correct Colour eru fallegustu og ódýrustu myndirnar sem völ er á. Einkaréttur á íslandi: Stjörnuljósmyndir Flókagötu 45 — Sími 23414. Sumarúlpur barna Sokkabuxur, hvítar og mislitar. Sportsokkar með dúskum. Hanzkar, sokkar og slæður. Blússur í kven- og barnastærðum. Ódýrir sumarhattar barna. Hveitir, ger og salt sigtað saman, eggjum og síðan mjólk bætt í. Deigið hnoðað og flatt út, 14 þummlungur að þykkt. Skonsurnar eru skomar út með glasi og bakaðar í heitum ofni í 12—15 mín. Bornar fram smurð- 1 matsk. sykur 14 tsk salt 1 egg 214 bolli mjóLk Þurrefnunum blandað saman, eggið þeytt og mjóikinni bland- ar með marmelaði eða aldin- mauki. Skonsur bakaðar á pönnu 4 bollar hveiti 2 tsk. natrón 2 tsk. kremortartar að saman við það, síðan er allt sameinað. Á heita pönnu er síð- an sett matskeið af deiginu í einu, og kökurnar, sem eiga að vera litlar, bakaðar beggja meg- in. Skonsumar eiga að berast fram volgar. Haframjölsskonsur 1 bolli hveiti 1 bolli haframjöl 14 tsk. salt 14 tsk natron 1 tsk. kremortartar 1 matsk. sykur 14 bolli smjörlíki 14 bolli mjólk Deigið hnoðað, og flatt út þar til það er 14 tomma á þykkt, skorið í þríhyrninga, bakað 1 heitum ofni í 15 mín. Úr þessu verða 8—12 skonsur, sem bera á fram volgar með smjöri. Skonsur 600 gr. hveiti 200 gr. smjörlíki 5 tsk. ger 2 tsk. sykur 1 tsk. salt 1 egg 3 dl. mjólk Búið til hnoðað deig, flatt þykkt úr, skorið undan stóru glasi, penslað með eggi. Bakað í ofni, þar til þær eru ljósbrún- ar. Þolinmæði íslenzkra húsmæðra Í9LENZKAR húsmæður eru ábyggilega þolinmóðustu konur í heimi, svo þoUnmóðar, að nán ast nálgast deyfð og firamtaks- leysi. Dag eftir dag, allan árs- ins hring, göngum við okkar sömu píslargöngu til kaupa á nauðsynjuim til heimilisins og tökum þegjandi við þeim mat- vælum, sem að okkur eru rétt, burt séð frá því, hvort það er nákvæmlega það, sem við ósk- uðum eftir og hvort það er í sómasamlegu ástandi eða ekki. Það hefur sem betur fer, orðið gjörbreyting á kjötframleiðslu og allri afgreiðslu þess síðustu árin, búðirnar yfirleitt hreinar og nokkurn veginn hægt að fá það, sem menn óska sér. Þó kem ur það fyrir, að kjötfairsið I bakkanum í borðinu er ekki al- veg nýtt, sömuleiðis er nokkurra daga gamalt hakk ekki óþekkt fyrirbrigði (alveg örugg sýkla- gróðrarstía), og sums staðar eru menn enn tregir til að leyfa fólki að velja sér saltkjötsbita að vild. En hvað um það — ég held, að við getum sæmilega við unað. Öðru máli er að gegna með fiskinn. Þó að menn þeir, sem stunda fisksölu séu aUir af vilja gerðir, tekzt þeim oft og tíðum ekki að hafa nógu góðan fisk á boðstólum. Hvernig slíkt má vera, er næstum óskiljanlegt, eins mikið og gumað er af gæð- um fisksins okkar, og stöðugt er krafizt betri meðferðar á afl- anum. En þó er eitt, sem tekur út, yfir allan þjófabálk, og eru það kartöflurnar, sem við dag eftir dag neyðumst til að að matreiða handa fjölskyldunni. Er ég sannfærð um, að í engu öðru sæmilega siðmenntuðu landi þýddi að bjóða viðskipta- vinunum vöru sem þessa, og það getur ekki talizt til frekju, þó að ég segi, að við eigum heimt- ingu á betri kartöflum til neyzlu. Eins og allir vita, er þett'a nær eina grænmetið, sem diagega er neytt á íslandi allan ársins hring og ekki svo lítill þáttur í fæði okkar. Því þurfa kartöflur, sem við fiáum, að vera fyrsta flokfcs., en ekki moldarhúðaðar hálf- skemmdar og illa lykitandi. Hvað gerum við nú varðandi þessar margumtöluðu óskemmti- legu kartöflur, ef kartöflur skyldi kalla? Erum við allar ánægðar með þetta? ónei, það er öðru nær, allar eru óánægðar og nöldra hver í sínu horni, ein og ein skrifar í Velvakanda en Sveinn Ásgeirsson háir sitt eins manns stríð án sýnilegs stuðn- ings frá okkur húsmæðrum. Það er gott að vera þolinmóður, en það getur gengið of langt. Það er ef til viU veðráttan, sem kæl- ir skaphita okkar húsmæðranna hér, ef við værum brezkar að uppruna myndum við fara í hæg láta, skipulega göngu til að krefjast bóta á þessu ástndi, franskar myndu líklega ganga mieð kröfuspjöld til áherzlu, í- talskar fconur líkast til kasta verstu kartöflunum einni af ann arri í kaupmamninn, sem seldi þær. f Suður-Ameríku mynau konur gera aðsúg að þeim, sem stjórnuðu þessum málum, og gæti jafnvel farið svo að slíkir menn ættu hreinliega fótum sín- um fjör að launa. En, hvað gerum við — nölör- um, hver í sínu horni. Courrege, sem er yngsti og áræðnasti tízkuteiknari Parísar- borgar, hefur teiknað tvíhneppta frakkann til vinstrí. Hann er með uppstandi kraga og leðurbelti. Köflóttur jakki og slifsi í sama lit mun áreiðanlega klæða litlu stúlkuna, og eflaust er hún hrifin af buxnadragtinni með stuttu ermunum. Jakkinn og buxnadragin eru úr bómullarefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.