Morgunblaðið - 15.06.1967, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.06.1967, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JUNÍ 1967. 31 Stöðugar framkvæmdir við vatnsveitu Vestmannaeyja Vinna hafin við dreifikerfið innanbœjar í JÚLÍMÁNUBI eða ágúst næsta sumar hafa Vestmannaeyingar fengið nægt vatn, og þar með er eitt mesta hagsmunamál þeirra loksins orðið að veruleika. Sem kunnugt er hafa Eyjamenn fengið aðgang að vatnsbóii í Austur-Landeyjum og verður vatnið ieitt til Vestmannaeyja eftir vatnslögnum, sem nú er verið að vinna við. Vatnslögmn verður alls 36 km., þar af 13M> km. neðansjávar, og er hún hin lengsta á Iandinu. Magnús H. Magnússon, bæj- arstjóri í Vestmannaeyjum, skýrði Mbl. svo frá í gær ,að nú væri verið að vinna af mikluvn krafti í Landeyjum við þrýsti- prófanir og frágang á lögninni til sjávar, en vegalengdin þaðan til vatnsbólsins er 22% km. Enn fremur væru hafnar framkvæmd ir við dreifikerfið innan Vest- mannaeyjabæjar, og er gert ráð fyrir að leggja þriðjung þess í sumar Á miðju næsta ári er svo áformað að leggja neðansjávar- leiðsluna. Hún kemur upprúUuð á kefli í sérstaklega gerðu kapal skipi, og verður lögð á einum degi. Leiðslan er úr plasti en stálvafin að utan. Verður hægt að leiða vatn til bæjarins í júlí eða ágúst, eins og fyrr segir, og verður vatni ekið til þeirra húsa sem ekiki hafa þá fengið innan- bæjarlögn. Kína: Indverskum sendi- ráðsmanni vísað burt SUÐLÆG átt var hér á landi í gær. Þokuloft og súld var við S-ströndina, og einnig var þoka á miðunum austur af landinu. í innsveitum norðan- lands var hlýtt, t. d. 18 stig á Akureyri og Staðarhóli í Aðal dal. Horfur eru á að hæðin yfir Bretlandseyjum færist lítið úr stað og lægðin verði á svæð inu yfir vestanverðu Atlants- hafinu, svo að sunnanáttin og hlýindin munu haldast enn um sinn. Thailenzkir her- menn til Viefnam Tókíó, 14. júní — AP KÍNVERJAR hafa vísað öðrum sendiráðsritara Indverja úr landi fyrir njósnir og gert mikið veð- ur út af réttarhöldum yfir hon- um, sem þeir segja að séu aðvör un til bandarísku og brezku heimsvaldasinnanna, indversku afturhaldssinnanna og rúss- nesku endurskoðunarsinnanna. Kínverjar segja að þessir aðilar séu sífellt að reyna að grafa und an hinni mikilfenglegu öreiga- stjórn alþýðulýðveldisins og eyðileggja hina dýrlegu menn- ingarbyltingu þess. Réttarhöldin fóru fram að við- stöddum 15000 Kínverjum, en hinsvegar vantaði sakborning- inn. Ákærandinn sagði, að á yfirborðinu væri Krishnan Raghunath, virðulegur stjórn- málamaður, en undir niðri væri hann svívirðilegur njósnari. Lauk hann máli sínu með því að vísa honum úr landi, við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Kín- versk fréttastofa segir svo frá því hvernig Raghunath yíirgaf landið: „Þegar indverski njósn- arinn kom til flugvallarins í fylgd með öðrum starfsmönnum sendiráðs síns gengu kínverskir öryggisverðir og Rauðir varðlið- ar til þeirra í þeim tilgangi að fylgja sakborningnum að vél- inni. (Þessi niðurlæging hafði verið ákiveðin í réttarhöldun- um). Til þess að komast hjá refs- Ingu neitúðu Indverjarnir að framselja njósnarann og kváð- ust sjálfir mundu fylgja honum. Þessi framkoma þeirra vakti mikla reiði hjá hinu kínverska alþýðufólki, sem þarna var sam ankomið. En hvöss og myndug framkoma öryggisvarðanna og varðliðanna neyddi Indverjana til að gefa eftir og afhenda sak- borninginn.. Raghunath neitaði hinsvegar fylgd öryggisvarðanna og kaus að ganga sjálf.ur aðra leið en þá, sem hafði verið valin fyrir hann. Sýndi hann hinni byltingasinn- uðu alþýðu Kína ýmiskonar óvirðingu og var framkoma hans ögrandi. Þriðji sendiráðs- ritarinn, Padmanab Vijai, sem var í fylgd með njósnaranum sýndi einnig óvirðingu og ögr- andi framkomu. Þetta reitti mjög til reiði hina byltingasinn uðu alþýðu Kina og sýndi hún það í verki. Kínverska alþýðan er vopnuð hugsjónum Mao Tse- Tungs, og hún er ekkert til að spauga með. Hin byltingasinn- aða alþýða við flugvöllinn hróp aði ákveðin: „Ef auðvaldssinn- ar, heimsvaldasinnar, endur- skoðunarsinnar eða afturhalds- sinnar voga sér að hafa í frammi hótanir við Kínverska alþýðu- lýðveldið munu þeir ekki lifa lengi“. Indverski njósnarinn varð að gjalti við hina ákveðnu fram- komu hinnar byltingasinnuðu alþýðu og var mjög niðurlútur, meðan hann var leiddur inn í flugvélina". Krishnan Raghun- ath sagði fréttamönnum, að þeg- ar þeir komu til flugvallarins hafi verið þar um þúsund öskr- andi Kínverjar, sem hafi haft i frammi hótanir og ofbeldi. Þriðji sendiráðsritarinn var yfirlýstur „óæskileg persóna“ í Kína. Þess ar aðgerðir hafa vakið reiði í Indlandi og stjórnarandstaðan hefur ásakað stjórnina um að veita sendiráðsmönnum í Kína ekki nóga vernd. Um 150 manns fóru í mótmælagöngu til Kín- verska sendiráðsins en ekki kom til átaka. Indverska stjórnin í- hugar refsiaðgerðir. GRÓÐUR í skrúðgörðum laufg- ast nú óðum en jafnframt hefja skordýrin skemmdarstarfsemi sína. Um leið og brumknappar trjánna springa út skríða lús og maðkur úr eggjum sínum og byrja að nærasit á laufskrúðinu. Skrúðgarðyrkjumenn eru nú þegar tilbúnir til að hefja úðun skrúðgarða gegn þessum skemmd arvörgUm, en bíða aðeins eftir hentugu veðrL Þeir hafa skipu- lagt þessa starfsemi sína þannig, að allir garðar borgarinnar verða úðaðir á örfáum dögum. Heildarkostnaður við þessar framkvæmdir er áætlaður 92.6 milljónir króna. Hefur verkið að mesbu leyti staðizt áætlun fram að þessu, en þó hefur orðið aukinn kostnaður vegna bilana við þrýstiprófun. Þess má geta, að A-Landey- ingar hafa gerzt meðeigendur í vatnsveitunni að 1/30 hluta. Magnús H. Magnússon sagði að endingu í því sambandi, að það væri af sem áður var — nú gætu Vestmannaeyingar selt vatn á meginlandinu, en yrðu á hinn bóginn að kaupa steinsteypuefni úr Hvalfirði, sem þeir hafi fram að þessu talið sig eiga nóg af. - ÞÚSUNDIR Framhald af bls. 1. vanir að safnast saman við grátmárinn um hvítasunnuna. Þá komu þeir gangandi eða ríð- andi á ösnum. Nú komu þeir mest á bílum. Það var enn margt sem minnti á stríðið, í borginnþ og af og til heyrðust skotkvellir þegar ísra- elskir hermenn héldu áfram leit sinn að jórdönskum leyniskytt- um. ísraelskir hermenn sprengdu einnig jarðsprengjur sem voru í rústunum eftir bardagana í fyrri viku. Levi Eshkol, forsætisráðherra ísraels hefur sagt að „hin sam- einaða Jerúsalem" muni í fram- tíðinni vera höfuðborg landsins. Hann var að tala til ísraelskra hermanna einhversstaðar á Sinai skaga og sagði einnig, að þeir yrðu að fá loforð fyrir frjálsum skipaferðum um Akabaflóa. Hann svaraði ekki spurningu um hversu miklum hluta Sihai- skagans Ísraelsmenn vildu halda í viðtali við ísraelska útvarpið sagði Eshkol, að þegar hann hefði séð alla eyðilögðu egypsku skriðdrekana og stríðsvagnana, hafi sér verið efst í huga að eitt- hvað yrði að gera til að fyrir- byggja frekar vopnaviðskipti milli landanna. í fréttum sem bárust til Tel Aviv segir að daglegt líf á Gaza svæðinu sé að komast í eðlilegt horf, þótt palestinskar leyni- skyttur geri enr vart við sig. Útgöngubannið hefur verið stytt um tvo tíma og er nú í gildi 18 tíma á sölarhring. Rækilega verður sagt frá þegar úðun garðanna hefst og byrjað verður í öUum borgar- hverfum sam/tímis. Úðunarmenn munu gera vart við sig, en verði einhverjir útundan eru þeir beðnir að hafa samband við við- komandi úðunarmann. Hver úð- unarmaður hefur sitt ákveðna borgarhverfi til úðunar og eru garðeigendur beðnir um að leita til úðunarmanns síns hverfsis, en nafn hans og símanúmer mun verða að finna í næsta garði, sem úðaður hefur verið. Bangkok, 14. júní. AP. TVÖ þúsund manna herdeild frá Thailandi, Kobra-herdeild drottn ingarinnar, mun fara til S-Víet- nam í september næstkomandi og berjast þar með Bandaríkja- mönnum. Minni hópur hermanna fer óangað þegar 24. júní, undir stjórn Thanom Kittiikachorns, Framhald af bls. 1. í írak hvöttu tveir stjórn málamenn til þess í dag að stofnað yrði sambandsríki Egyptalands, íraks, Sýrlands og Jórdaníu. Á aukafundi í öryggisráðinu studdu aðeins Maili og Indland tillögu Sovétríkjanna og Búlg- aríu um að tsrael yrði lýst sem árásaraðila, en önnur ríki sátu hjá. f atkvæðagreiðlslunni um 'brottflutning greiddu Nígeríu og Eþíópía tillögunni atkvæði, en aðrir fulltrúar í ráðinu sátu hjá. Til þess að tillöguir hljóti sam- þykki í ráðinu verða þær að fá minnst níu atkvæði. Talið er að Rússar muni nú leggja á það meiri áherzlu en áður að Allsherjarþingið verði 'boðað til aukafundar, enda er ljóst að frekari umræður í Ör- yggisráðinu beri ekki árangur, að því er fulltrúi Rússa, Feder- enko, sagði i umræðum þess. Áður en umræður ráðsins hóf- ust lýsti franski fulltrúinn yfir stuðningi við tillögu Rússa um brottflutning ísraelsku hersveit- anna. Brezki fulltrúinn lagði til, að SÞ skipuðu sáttasemjara er ræða s-kyldi við alla deiluaðila og kvað fráleitt að lausn fengist á deilunni og brottflutningi kom ið til leiðar með því einu að samþykkja ályktunartiillögu. Kosygin til New York U Thant framkvæmdastjóri mun nú ganga úr skugga um hvaða undirtektir tillaga Rússa um aukafund Allsherjarþingisins fái, en í London er sagt að Bret- ar muni ekki leggjast gegn til- 'lögunni. Bretar telja, að SÞ verði að gegna úrslitahlutverki í sambandi við lausn deilunnar. ■en styðja hugmyndina um að fjórveldin vinni í sameinin.gu •að því að finna lausn fyrir tdl- stilli SÞ. En sagt er að margt bendi til þess að Rússar hafi að- allega áhuga á að endurheimta •áhrif sín í Austurlöndum nær og því muni erfitt reynast að fá þá til samvinnu. Orðrómur er á kreiki um að háttsettir sovézkir leiðtogar, Kosygin forsætisráðherra, Bresjn ev flokksritari eða Podgorny forseti, muni sækja fund Alls- herjarþingisins, svo og aðrir austur-evróps'kir leiðtogar. Þá er ekki óhugsandi að Joihnson for- seti sæki fundinn. Utanrí'kisráð- herra ísraels, Abba Eban, sagði í dag að hann teldi ólfklegt að Rússum og Arbaríkjunum tæk- ist að fá meirihluta Allsherjar- sonar forsætisráðherra Thai- -ands. Kobra-herdeildin mun hafa með sér eigið stórskotalið og vera undir stjórn hershötfð- ingja, sem ekki hefur enn verið tilnefndur. Hermennirnir eru nú þjálfaðir í f r umskóg a rba rdö g - um i Kanchinaburri-héraðinu, skammt frá hinni frægu brú yfir Kwai-fljótið. þingisins til að fordæma ísra- •el. Hann la.gði áherzlu á beinar 'viðræður milli Araba og ísra- elsmanna. í Kaíró sagði Riyad utanríkis- ráðherra að Súez skurðurinn yrði áfram lokaður vegna nær- veru ísraelsku hermannanna, •sem yrðu að teljast hættuleg skipasíglingum. Hann sagðL að æðstu menn Arabalandanna mundu bráðleg halda fund með sér til að móta sameiginlega stefnu gegn ísrael og ríkjum, sem hafa stutt þá. Hann sagði, að ekkert mark væri takandi á yfirlýsingum fsraelsmanna um að þeir vildu frið. Yfirmaður egypzika liðsaflan.s •f Jemen, Tallat Hasisan hers- höfðingi sagði í dag ,að bráð- lega yrði gerð ný tilraun til að koma ísraelsmönnum fyrir katt- arnef. Hann sagði, að egypzki herinn væri enn miög öflugur þótt hann hefði orðið fyrir áfalli. Forseti ísraels, Atassi, skoraði í dag á Arabaríkin, að beita „olíuvopninu" til að hrinda „ár- ár“ ísraelsmanna. Feisal Saudi- Arabíukonungur skoraði í dag á leiðtoga Arabaríkja og vinveittra þjóða að frelsa hina helgu staði 'í Palestínu úr „klóm zionista". Atassi forseti skoraði á olíuríkin fyrir botni Miðiarðarhais að draga aftur innistæður sínar í ■brezkum bönkum til þess að veikia stöðu pundsins. Utanrík- isráðherrar Arabalandanna halda fund í Kuwait á laugardaginn. Sýrlendingar lokuðu í dag bandarísku menningarmiðstöð- inni og vestur-þýzku Goethe- stofnuninni í Damaskus. Áreið- anlegar heimildir í Tripoli herma, að el'efu olíuskipum hafi verið neitað um afereiðslu í höfnum í Líbýu vegna ákvörð- unar stjórnarinnar um að banna olíuflutning. Olíuverkamenn í Líbýu hafa. ákveðið að fara I vikuverkfall til að mótmæla svokölluðum stuðningí Breta og Bandarí'kjamanna við ísraels- menn. f Kairó er líf fólks að færast aftur í eð'ilest horf og virðist almenningur hafa sætt sig við hin „alvarlegu hernaðarlegu á- föll“ Egypta í Sinai auðninni. Verzlanir, skrifstofur. bankar og veitingahús hafa verið opnuð á nvjan ]eik og sandpokar og ann- að sem minnir á stríðið er smám saman að hverfa. En á kaffi- húsum fylgiast menn með út- varpstfréttum. margir hatfa á- hyggiur af feðrum eða sonum á vígstöðvunum og margir eru gramir í garð ve'»+”rvel',anna fyrir meintan stuðning þeirra við ísrael. Gott útlit með laxveiði LAXVEIÐI er nú hafin í all- • flestum veiðiám, eða hefjast næstu daga. Sem kunnugt er hef j ur tíðkast á undanförnum árum að veiði í flestum þekktustu veiðiánum hefjist 1. júní ,en nú hafa flest veiðifélög fært þann tíma aftur til 10. júní, eða þar um bil. Fyrstu tölur yfir laxveiði í ánum gefa góðar vonir um gott veiðiár, enda þótt enn sé otf snemmt að spá um slíkt. Júní er alla jafna lítill veiðimánuður, en enn sem komið hefur veiði verið óvenjugóð. Fyrsti veiðihóp urinn í Norðurá fékk t.d. sjö laxa fyrstu dagana, en alls hafa 29 laxar komið þar á land. Og í Laxá í Þingeyjarsýslu hafa þegar komið 14 vænir laxar land, síðan á laugardag. Netaveiði í Hvítá í Borgarfirði hófst 23. maí, og hafa fengizt um 10 laxar þar, og eru menn bjartsýnir á áframhaldið. Uðunaraðgerðir — Öryggisráðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.