Morgunblaðið - 15.06.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.06.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JUNÍ 1967. G... lýorna- álzipiS EFTIR KRISTMANN GUÐMUNDSSON stað hnífa. En fólkið var ánægt með áhöld sín og gripi og sakn- aði einskis. Geimfararnir tóku fljótt eftir því að börnin léku sér að marg- litum, glitrandi steinum. Karl- mennirnir skreyttu sig einnig með þeim. Er farið var að að- gæta þá nánar, kom í ljós að þetta voru hinir fegurstu eðal- steinar, með hörku demantsins, skærir og unaðsiegir. Sagði fólkið að gnægð væri af þeim hvarvetna í fjöllunum, og gæti hver hirt þá sem vildi. Pimm leiðangursstjóri varð hugsi, er hann athugaði steina þessa. Kvað hann Hnattbúa myndu geta lifað óhófslífi á því einu að selja þá á marköðum Hnattasambandsins, svo fagrir væru þeir og óvenjulegir. Flest- ir töldu þó að sú þróun, er sala þeirra hlyti að orsaka, myndi verða hinn versti bjarnargreiði er þessu hamingjusama fólki yrði gerður. „Hitt er svo annað mál“, mælti Pimm, ,.að þeir geta greitt fyrir gæzlu okkar hér, því að ég hygg að það verði nokkuð kostnaðarsamt að kippa þessu öllu í lag“. Mikið var af steinum þessum í ánni, sem var blátært vatns- fal'l, en straumhart nokkuð. Mátti þar finna þá kúlulaga og slípaða, stundum á stærð við bolta þá er börn leika að, en einnig minni. Ómar Holt safnaði þeim fegurstu er hann fann, og geymdi í klefa sínum. Voru þeir í öllum hugsanlegum litum, en sumir lithverfir, líkt og ópall. Hann var oft á reiki úti í nátt- úrunni, en hafði með sér löm- unarbyssu samkvæmt ráði Miros. Þau vopn voru þannig gerð að þau lömuðu um stundar- sakir þann er skotið var á, en gerðu honum ekki annað mein. Tvær konur voru alloft í fylgd með Ómari: hin unaðsfagra, smávaxna Me-lú Ga-la, og hin bjarta ímenna Kha, sem var há og grönn og hafði geislandi platínuhár. Þær voru báðar ung- ar að árum, milli tvítugs og þrí- tugs, að jarðnesku tímatali, en Ómar hafði þegar kornizt að því, að um borð var mörg hundruð ára gamalt fólk, er leit út sem ungt væri. ímenna sagði honum að í allflestum heimum Hnatta- sambandsins næði menn yfirleitt aldri, er svaraði til fimmhundr- uð til þúsund jarðneskra ára. ,,En innst i Vetrarbrautinni, er þú kallar svo“, mæ'lti hún“, eru hnettir þar sem íólkið nær miklu hærra aldri. Þar er þróunin komin á svo hátt stig að líkam- ir manna eldast alls ekki, og geta þeir geymt þá í einskonar svefni meðan þeir fara sjálfir inn á æðri svið og dveljast þar langdvölum. En þetta munt þú allt fá að sjá, fyrr eða síðar“. Blóm — blóm Stúdentablóm, þjóðhátíðarblóm, brúðarvendir og alls konar skreytingar. Blómaverzlun Michelsen Suðurlandsbraut 10. Hún brosti við honum, hinu fagra brosi sínu. — En Me-lú snerti hönd hans og hvíslaði mjúkri og yndislegri röddu. „Það er gott að lifa, lífið er óvið- jafnanlegt ævintýri". Dag einn höfðu þau gengið niður að ánni. Stúlkurnar sátu á bakkanum og horfðu á Ómar er óð fram og aftur um grynn- ingarnar og leitaði að eðalstein- um. Allt í einu heyrði hann vá- legan þyt í lofti og leit upp. í sama bili rak Me-lú Ga-la upp angistarvein. Einn af hinum risastóru fuglum, gudt og rautt ferlíki, hafði steypt sér niður úr háalofti og hremmt hana í klær sínar. A fuglinum sat einn Meiá- manna og glotti djöfullega fram- an í Ómar, er fuglinn hóf sig aftur upp með bráð sína. ómar þreif lömunarbyssuna og skaut að höfði fuglsins. Skepnan hristi sig aðeins og skaust eldfljótt upp á við, með Me-lú í klónum. En riddarinn féll að baki, úr tíu-fimmtán metra hæð, öskraði þó um leið til fuglsins, skipun um að halda áfram. Gerði hann það, en mað- urinn skall á árbakkann og missti meðvitund. Ómar þaut til hans og batt hann rammlega, tók hann síðan undir handlegg sér og skálmaði með hann upp í borgina. fmenna fylgdi honum fast eftir. En það er af fuglinum að segja, að hann fór beinustu leið til næsta kastala þar í fjöll- unum, hinu megin dalsins. Varð nú uppi fótur og fit með- al geimfaranna, og lögðu þrír diskar þegar af stað til kastal- ans. Ómar Holt krafðist þess að fá að vera með árásarliðinu er var í sérstaklega gerðu skipi, og var það látið gott heita. Allir þeir, er tóku þátt í þessum leið- angri, höfðu lært nokkuð í máli Meiá, er Lolla Hratari hafði þegar sett upp í nothæft kerfi. Ómar hafði einnig tileinkað sér það í dásvefni, svo sem venja var til. — Hann óttaðist mjög afdrif Me-lú, því að nú fann hann að hún var orðin honum kærari en hann hafði áður grunað. Svall honum móður í brjósti að hitta ræningjana og gjalda þeim rauðan bélg fyrir gráan. Diskarnir voru ekki nema nokkrar sekúndur yfir að kastal- anum. Sveifluðust þeir nokkra hringi yfir þaki hans á ægilegri ferð, og árásaskipið þeytti lúðra nokkura, en hljómar þeirra höfðu mjög óþægiieg áhrif á flestar lífverur. Því næst svifu þeir allir niður á hamrasylluna fyrir framan hlið byggingarinn- ar, og var fyrirliðum hennar gefin skipun, á Maiámáli um að koma þegar í stað til viðtals við geimfarana. Voru lúðrarnir látnir margfalda rödd þess er talaði, svo að hún líktist þrumu. Enginn svaraði úr kastalanum, frekar en hann væri mannlaus með öllu. Var þá hrópað að byggingin yrði rifin til grunna, ef ekki væri komið til dyra án tafar. Opnuðust þá litlar dyr, hátt — Næst þegar okkur verður boðið uppi í kastalanum, og kom fram a’ldraður Maiámaður, skrýddur rauðri kápu. Spurði hann hvað læti þessi ættu að þýða, og hvert væri erindi komumanna. Foringi árásaliðsins skýrði frá því, í stuttu máli, og krafðist þess að stúlkan, er fuglinn hafði rænt, yrði samstundis afhent þeim. Hann tók einnig skírt fram, að ef nokkuð héfði verið við henni blakað, myndi það hafa hinar hræðilegustu afleið- ingar fyrir kastalabúa. Meiámaðurinn lét sem hann skildi þetta ekki almennilega, en kvaðst þess albúinn að tala við geimfarana, þó ekki nema þrjá, er þeir sjálfir mættu velja úr hópi sínum. Ekki vildu geim- fararnir sinna þvílíkum samn- ingum. En ö'ldungurinn þibbað- ist við, var raunar hinn kurteis- asti, en mjög ákveðinn, og eftir nokkurt þóf var ákveðið að taka boði hans. Krafðist Ómar Holt þess að fá að vera einn hinna þriggja, en hinir voru Tamas, sjónhverfingamaðurinn frá Belio, og Krass Dúmíkempa. Sjálf árásasveitin skyldi bíða við hlðið, með tæki sín búin til atlögu, og ef sendimenn væru ekki komnir að stundarfjórðungi liðnum, myndi hún brjótast inn. Héldu nú þremenningarnir að hliðinu, er þegar opnaðist, en laukst samstundis á hæla þeim, er þeir voru inn komnir. Var þar salur mikill, illa lýstur, en hár til lofts og veggir hlaðnir úr lítt höggnu, marglitu grjóti. Sátu þar þrír öldungar Meiá- manna á grjótbálki einum, og allir fremur skuggalegir yfir- litum. Ávarpaði Ómár Holt þá, og heimtaði þess að stúlkan rænda yrði fengin þeim í hend- ur. Öldungurinn i rauðu kápunni varð fyrir svörum. Hann var tungumjúkur og lét í Ijós nokkra forvitni um hverjir geimfararnir væru og hvaðan þeir kæmu. Ekki neitaði hann því beinlínis að stúlkan væri í þeirra höndum, en sagði að ekki kæmi til nokkra mála að af- í kvöldverðarboð þá segi ég NEI! henda hana, fyrr en búið væri að skila þeim tveim Meiá- mönnum, er væru fangar niðri í borginni. Stóðst þá Dúmíkempan ekki lengur mátið, en steig feti fram og öskraði með hrjúfri rödd sinni að þeir væru ekki þangað komnir til að rökræða við ófreskjur þessar. „Verði stúlk- an ekki framseld í snatri, rífum við þessa grjóthrúgu ofan af ykkur!“ Rauðkápumaður glotti illi- lega, og kvað það myndi reyn- ast hægara sagt en gert. „Og ekki hræðumst við ropa þína, risi góður. Líkist þú mest hús- dýrum ræflanna í borgunum, og mun vit þitt álíka mikið og þeirra." Dúmikempan kreppti hnefana og sótroðnaði í framan, mátti hann ekki mæla fyrir reiði, en öldungarnir hentu gaman að honum. — ómar Holt hvíslaðd þá að Belióbúa: „Sýndu þeim eitthvað, Tamas.“ En á sama andartaki þustu þrír hinna stóru fugla að geim- förunum, hremmdu þá með klóm sínum og goggi, og lyftu sér til flugs með þá upp undir loftið. Var þar allstórt op, er þeir höfðu ekki séð áður. Fleygðu fuglarnir þeim á hart steingólf í myrkvuðum sal, en að neðan barst háðslegur hlátur öldunganna. Ómar vildi rísa á fætur, en fuglinn hélt honum niðri, og hafði hann ekki afl vdð skepnu þá. En Dúmikempan hafði mikla krafta í kögglum, og tók hann nú einn fuglinn fangbrögð um. Var sá aðgangur mjög harð ur, og bárust þeir víðsvegar um gólfið. Sjónhverfingamaðurinn lá kyrr, en tautaði með sijálfum sér á ókunnri tungu, Og allt í einu birtist skammt frá þeim ógur- lega stór fugl, logagylltur á lit- inn, og hrutu eldglæringar frá honum í allar áttir. Er fuglar Meiámanna sáu vá- gest þennan, trylltust þeir aliir o.g réðust á hann með ferlegu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.