Morgunblaðið - 15.06.1967, Side 22

Morgunblaðið - 15.06.1967, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1967. Friðþjófur Óskarsson — Kveðja — F. 13. típríl 1916. D. 10. júní 1967. FRIÐÞJÓFUR Adoli Óskarsson, hárskerameistari, andaðist laug- ardaginn 10. þ.m. eftir þunga og langa sjúkdómslegu í Landa- kotsspítala, rúmlega 51 árs að aldri. Útför hans íer fram frá t Mágkona mín, Magdalena Guðjónsdóttir, hjúkrunarkona, Víðimel 68, lézt þann 14. þessa mánaðar. Sigfús Jónsson. t Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, Leopold Jóhannesson, Hringbraut 88, Rvík, andaðist að heimili sínu að kvöldi 13. júní. Ágústa Jónasdóttir, börn og tengdabörn. t Fósturbróðir minn, Þorsteinn Stefánsson, Kiðjabergi, andaðist þriðjudaginn 13. júní 1967 í sjúkrahúsi Selfoss. Halldór Gunnlaugsson. t Hjartkaer móðir mín, systir okkar og amma, Ólína Bjarnadóttir, sem lézt 8. þ.m. verður jarð- sungin frá Fríkirkjunni föstudaginn 16. júní kl. 1,30. Jarðsett verður í kirkjugarð- inum við Suðurgötu. Brynjólfur Magnússon, Jóhanna Jóhelsdóttir, Kristjánssína Bjarnadóttir, Steinunn Bjarnadóttir og barnabörn. t Maðurinn minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, Árni Árnason, fyrrv. formaður, Gerðum, Garði, sem andaðist 11. júní, verður jarðsunginn frá Útskála- kirkju föstudaginn 16. júní kl. 2 e.h. Blóm eru vinsam- lega afþökkuð. Þeim, sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Guðrún Þórðardóttir, Friðrik Árnason, Ámi Árnason, Kristín Jónsdóttir, Björg Árnadóttir. Jónas Guðmundsson og barnabörn. Dómkirkjunni kl. 1.30 í dag. Friðþjófur eða Frissi, eins og við æskufélagar hans vorum vanir að kalla hann, var fædd- ur í Reykjavík 13. apríl 1916, sonur Óskars heitins Árnason- ar rakara og eftirlifandi konu hans, Guðnýjar Guðjónsdóttur. Ólst Friðþjófur upp, ásamt 3 systkinum sínum, á heimili for- eldra sinna, Kirkjutorgi 6, við hlið þeirrar kirkju, sem honum og okkur öllum, er slitu barns- skónum í nágrenni hennar, var svo kær, Dómkirkjunnar, þaðan sem hann veróur nú kvaddur frá í dag. Með Friðþjófi Óskarssyni er fallinn í valinn, lang,t um aldur fram, vinsæll og kunnur Reyk- víkingur — þekktur ekki ein- göngu fyrir sniliings handbragð í iðn sinni, heldur er hér líka góður drengur kvaddur og sárt syrgður af öllum, er kynnbast honum náið. Þótt ef til vill sum- um fyndist stundum yfirborð skapgerðar hans hrjúft og ört, þá vissu þeir er til þekktu að undir sló hjarta þess manns, er átti bæði blíða og viðfcvæma lund. t Fósturmóðir okkar, Ingveldur Finnbogadóttir frá Sæbóli í Aðalvík, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju föstU'daginn 16. júní kl. 1,30. Inga Jónsdóttir, Lárus Þorsteinsson. t Hjartkær eiginkona mín, Ágústa Guðríður Ágústsdóttir, Baldursgötu 29, verður jarðsungin frá Foss- vogs'kirkju föstudaginn 16. júní kL 10.30. Atlhöfninni verður útvarpað. FJi. vandamanna. Arinbjöm Þorkelsson. t Eyjólfur Jónsson, bóndi, Höfða, Vallahrepp, verður jarðsunginn frá Valla- neskirkju föstudaginn 16. þ_m. kl. 2 eftir hádegL Systkin hins látna. t Jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Önnu Halldórsdóttur, Ásbúðartröð 5, Hafnarfirði, fer fram frá Hafnarfjarðar- kirkju föstudaginn 16. júní klukkan 2 e.h. Guðmunda Ólafsdóttir Whittaker, Halldór G. Ólafsson, Steinunn Magnúsdóttlr og barnabörn. Friðþjófur hóf snemma undir- búning að því starfi sem átti eftir að verða ævistarf hans — rakara- eða hárskerastarfið. Hann var ekki hærri í loftinu en svo að setja varð undir hann skemil þegar hann fyrst bóf að „sápa inn“ viðskiptavini föðux síns og mátti hinn ungi rakara- sveinn hafa sig allan við til að ná upp í höku og vanga við- skiptamanna sinna með rak- kústinn . Er Friðþjófur hafði lokið rakaranámi undir hand- leiðslu föður síns, hélt hann ut- an til Danmerfcur til framhalds- náms í grein sinni. Er heim kom vann hann fyrs.t hjá föður sín- um, en fluttist svo til Húsavík- ur með konu sinni, frú Kristjönu Jósefsdóttur, og setti þar upp eigin rakarastofu. Eftir 2ja ára starf þar nyrðra fluttust þau hjónin suður til Reykjavíkur. Þar starfrækti eða rak svo Frið- þjófur eigin rakarastofu til dauðadags við mikla aðsókn og vinsældir, ekki sízt sem dömu- hárskerL Þau hjónin eignuðust þrjú mannvænleg börn, sem nú eru uppkomin. Eru það 2 synir, báð- ir kvæntir; ÓH Pétur, starfsmað ur hjá Flugfélagi fslands, Óskar Haukur, sem er lærður hárskeri og dóttirin Hólmfríður, sem enn dvelst í föðurhúsum t Innilegar þaklkir fyrir auð- sýnda samúð við andlát konu minnar, Guðrúnar Sigurðardóttur. Bergþór Teitsson. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför Gunnars Stefánssonar, stórkaupmanns. Guðriður og Kirby Green. t Innilegar þak'kir fyrir auð- sýnda samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför mannsins míns og föður okkar, Sigurjóns Alfreðs Kristinssonar, Hraunstíg 2, Hafnarfirði, Sérstakar þakikir færum við læknum og starfsfóltki á Hand lækningadeild Landsspítalans fyrir góða aðhlynningu við hinn látna. Einnig þökkum við önnu Erlendsdóttir fyrir auðsýnda hjálp okkur til handa. Guðrún Guðmundsdóttir, Jónína Sigurjónsdóttir, Ingólfur Sigurjónsson, Þórarinn Sigurjónsson. Nú ertu horfinn, fjalla-frjálsi siveinn, og fögnuð vorsins tókstu þér í nesiti. Þín lund var sterk og bugur þinn var hreinn í heitri lotning, er þú batzt í festL er tengdi saman trú á land og þjóð, og tafrabeima milli dala og fjalla. Þú undir þér við sögu og lög og ljóð er ljóssins raddir heyrðir til þín kalla. Við áttum saman leið um ljúfan dal og litum saman ána-fagur-bláa. Við hlýddum oft á straumsins stunda-tal og störðum hrifnir þar á laxinn fráa, er ljrfti sér í leik upp foss og streng og lét sér hvergi bregða hylinn kalda. Nú kveð ég þig í virðing, vin og dreng! Þú veizt í dag hvert straumar lífsins halda. J. V. Hafstein. Friðþjófi var margt til lista lagt, þótt eigi færi það hátt, því hann var nokkuð duhir að eðlis- fari, enda þótt hann í vina- og kunningjahópi væri oft hrókur alls fagnaðar. Meðan ihann starf- aði á Húsavík var hann virkur félagi í Karlakór Húsavíkur, því Friðþjófur var raddmaður góður og hafði mikið yndi af söng og hljómlist. Sú var ein list, er hann lagði ætíð mikla rækt við og náði langt í, en það var laxveiðin. Friðþjófur þótti einstaklega lag- inn laxveiðimaður og vel að sér í öllu er að slíkri veiði laut — hafði lagt stund á hana í um 30 ár. Laxá í Þingeyjarsýslu var sú laxveiðiá er Friðþjófur hafði mestar mætur á, ekki sízt vegna hinnar sérstæðu náttúrufegurð- ar þess lands sem áin rennur um, en hann var ekki einungis góður veiðimaður, hvort heldur var á fisk eða fugl, heldur var •hann öllu fremur mikill nátt- úruskoðari og náttúruunnandi og kunni vel að meta íslenzka náttúrufegurð og friðsæld henn- ar. Kæri vinur og leikbróðir. Er leiðir okkar nú skiljasit að sinnL þá leitar hugur minn aftur til æskuáranna, er við sem litlir drengir vorum að leik með félög um okkar af KirkjutorgL Skóla- brú og Læfcjargötu. Margs er að minnast, því mikið var æsku- fjörið og lífsgleðin f vinaihópn- um. Síðar er alvara lífsins tók við og hver okkar varð að þræða hina krókóttu og hálu braut mannlegs ófullkomleika, varð- aða allskyns freistingum og hætbum, þar sem sumir eiga að vita en villast þó. Þú, kæri vinur, fannst leiðina og komst gulli skírari frá hinni þyngstu raun. Og nú, er sól þín er hnigin að kvöldi og mál er að hvílast um stund, þá fylgja þér hugheilar ósfcir leikfélaganna á leið þinni til sólarlanda. Friðþjófur hafði síðastliðin ár átt að stríða við mikinn og erf- iðan sjúkleika er hægt og síg- andi braut niður líkamlegt þrek hans, en veikindi sín bar hann fram til hinztu stundar með að- •dáanlegri ró og karimennsku og var öllu fremur umhugað um velferð eiginkonu sinnar, barna og annarra ástvina og vina. Hann æðraðist ekki yfir hlut- skipti sínu og varð þannig stærst ur þegar mest á reyndi. Ég veit að á slíkum stundum mega orð sín harla lítils og veita litla huggun. Þó vil ég votta frú Kristjönu, konu h;\ns sem staðið hefur svo stynk við hlið ástfcærs eiginmanns síns fram til hinztu stundar, mína innilegustu samúð og hiuttekn- ingu í sárum söknuði svo og börnum þeirra, aldraðri móður hans og systkinum og öðru venzlafólki. Rómverjinn Cicero sagði eitt sinn: „Hvað sem það er, þetta sem Ihugsar skilur, vill og framkvæmir, þá er það himneskt og guðlegt og hlýtur þessvegna dhjákvæmilega að vera eilíft.“ Kæri vinur, vertu blessaður. Geir R. Tómasson. t Nokkur kveðjuorð frá móðurbróður hans. FRIÐÞJÓFUR frændi er dáinn, horfinn sjónum okkar hér á jörð. Með honum er genginn góður drengur, sem öllum vildi vel en enginn illt. Er gott til þess að vita, að slíkir menn finnast nú á tímum, þegar hait- ur og ofstæki mega sín svo mik- ils í viðskiptum stétta og þjóða í milli og hafa kiostað okkar kynslóð meiri hörmungar en dæmi eru til í sögu mannkyns- ins fyrr og síðar. Friðþjófur frændi var eink- ar geðþekkur maður. í meðal- lagi hár og vel vaxinn, bjartur yfirlitum og fríður sýnum. Hann var dagfarsprúður og stilltur og mælti aldrei illa um aðra menn, Hann hafði mikið yndi af ferða- lögum úti í náttúru landsins og þá einnig af veiðiskap öllum. Hann hafði góða og fallega söng- rödd og var ástsæll mjög af Alúðar þaklkir fyrir góðar gjafir, heimsóknir, heilla- skeyti, vináittu og hlýhug í orði og verki á sjötugsafmæli mínu 3. júní sl. Lifið heil'I Magnús Andrésson, KróktúnL Hjartans þakfcir fyrir kær- komnar kveðjur og gjafir í tilefni af 75 ára afmæli mínu. E. M. Einarsson, Rþdovre, Kaupmannahöfn. Rakarastofur borgarlnnar verða lokaðar í dag vegna jarðarfarar Friðþjófs A. Óskarssonar, hárskerameistara, frá kl. 1—1. MEISTARAFÉLAG HÁRSKERA.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.