Morgunblaðið - 15.06.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.06.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1967. 19 -/ Þegar vindurinn feykir pilsinu upp yfir höfuð. — Kaupmannahöfn Framhald af bls. 17 gleði í hvert skipti sem við sjáum hana. Hún er leikkona og kvikmyndaleikkona sem allar þjóðir heims dást að. Oftast er forssetisráðherrann í fylgd með henni og alþjóða- viðskipti okkar eru auðveld og jákvæð. Margir bændur hafa orðið Kaupmannahafnarbúar á síð- ustu áratugum. Borgin töfr- ar þá og þeir reyna að koma sér einis vel fyrir og unnt er og við hin verðum að þjappa okkur enn meira saman. Kaup mannahöfn stækkar með hverjum deginum. Sporvagn- arnir verða að fara æ lengri ferðir. Það er konum okkar að þakka að hjólreiðar eru enn við líði. Við skulum stanza aðeins við, reiðhjólin. Æskan vinnur sér inn æ meiri peninga, kaupir sportbíla og safnar ýstrUj bölvun auðsins. Þegar drengirnir voru litlir voru þeir búlduleitir og svo rjóðir í kinnum að mann langaði ,til að éta þá. Þegar maður svo sér þá í dag sér maður eftir að hafa ekki látið það eftir sér. Kaupmannahafnarstúlkurn. ar eru aftur öðruvísi. Þær skilja að reiðhjólið er bezti sýningarstaðurinn fyrir - fal- lega fótleggi. Þær svífa eins og gondólar í Feneyjum um götur borgarinnar eins og lífgandi gola. Ef við missum þær missir Kaupmannahöfn einkenni sitt. Áður en nokk- ur var farinn að hugsa um Stuttu tízkuna voru hinar indælu hjólreiðastúlkur Kaup mannahafnar fyrirmynd fram úrstefnunnar og vísuðu veg- inn þegar hressandi hafgolan feykti pilsunum upp yfir höfuð þeirra. í sunnudagsblöðum okkar hafa merkir rithöfundar og teiknarar miðlað þjóðinni af list sinni. Enginn önnur blöð geta státað af slíku. Til þess að koma í veg fyrir blaða- dauðann hefur komið fram tillaga um að á hverjum morgni skiptist meðlimir okkar ástkæru konungsfjöl- skyldu á að opna dagblöðin í sjónvarpinu og lýsa yfir formlegri opnun þeirra, eins og gert er á vörusýningum. Ekkert svar hefur enn borizt frá Amalienborg. Við getum treyst á goluna í Kaupmannahöfn. Einnig frá vötnanum sem eru eins og fiskabúr náttúrunnar í miðri borginni. Hvítir svanir, villi- endur og alls-kyns fuglar synda óhræddir meðfram bökkunum og þiggja brauð af börnum sem koma þangað í fylgd með mæðrum sínum. Gömlu húsin í Nýhöfninni og Gammel Strand speglast í tæru vatninu. Konungurinn situr sjálfur í ævintýragarði sínum. Garð- yrkjumenn borgarinnar hugsa um rósabeðinn, en börnin skríða milli trjánna. Gamalt fólk situr og sólar sig í görð- unum. Skyldi nokkur borg hugsa jafnvel um gamla veika og farlama borgara sem Kaupmannahöfn. Ég hef heyrt að það eigi að setja á stofn sérstaka skrifstofu sem á að fylgjast með því að gamla fólkið fái það sem því ber af þjóðfélagstryggingunum, því að það er margt gamalt fólk, sem vill heldur líða skort en kvarta á opinberum skrifstof- um. Skemmtigarðurinn okkar sögulegi er meira en hundrað árum eldri en Disney land og miklu ævintýralegri. Ég man aldrei eftir að hafa hitt þann mann sem var orðinn of gam- all til að heimsækja Tívoli. Meðalaldur _ gesta þar er frá 3—110 ár. í stuttu máli, við bjóðum alla velkomna í Tívoli og að kaffiborðinu á Strikinu og stúlknanna á reiðhjólun- um til þess að halda afmælið hátíðlegt. Terylenebuxur Hvítar skyrtur Slaufur Aðalstræti 9, Laugavegi 31. Teg. 693. Stærðir S, M, L, XL. Litur skintone. KANTER’S í ÚRVALI Verzlunin KATARÍNA Suðurveri við Kringlumýrar- braut. Sími 81920. Sparifjáreigendur Ávaxta sparifé á vinsælan og öruggan hátt. Uppl. kl. 11—12f.h. og 8—9e.h. Margeir J. Magnússon Miðstræti 3 A. Simar 22714 og 15385. FLÖGG ísL allar stærðir Borðfánar Vimplar — 1,50 — 1,75 mtr. Flaggstangarhúnar Flagglínur Flagglínufestlar VERZLUN 0. ELHGSEN Fyiir 17. júní Nýkiomið fjölbreytt úrval af munstruðum sokkabuxum á börn og unglinga. Verð frá 79 kr. Verzlunin KATARÍNA Suðurveri við Kringlumýrar- braut, sími 81920. Kven- og unglinga- SÍÐBUXUR í miklu úrvali. Tízkulitir. Austurstræti 7. SLmi 17201. Woðsey nyBonsokkar STOCKINCS NÝKOMNIR, MARGAR GERÐIR OG LITIR: 15 DENIR 20 DENIER 30 DENIER 30/ DENIER CREPE NETSOKKABUXUR KVENNA TÁNINGASOKKAR FRÁ WOLSEY ER TÁNINGATÍZKAN í ÁR. WOLSEY KLÆÐD ER VEL KLÆDD. PARÍSARBÚÐIN AUSTURSTR. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.