Morgunblaðið - 15.06.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.06.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1967. 6 bátar á innleið með afla Allar verksmiðjur austanlands mega heita tilbúnar til móttöku LITLAR fregnir var að fá af aflabrögðum síldveiðiflotans út af Anstfjörðum í gær, þegar Mbl. hafði samband við síldarleitina á Dalatanga, sem tók til starfa í gærmorgun. Aðeins sex bátar höfðu tilkynnt um afla í gær- morgun, samtals 1135 tonn, og voru það Ásgeir með 2040 tonn, Gullberg með 170 tonn, Bára með 100 tonn, Jörundur III með 200 tonn, Árni Magnússon með 175 tonn og Arnar með 200 tonn. Bátarnir höfðu fengið aflann 300—330 mílur austnorðaustur af Langanesi. Ekki tókst Mbl. að afla upplýsinga um það, hve margir bátar eru komnir á mið- in, en fróðir menn töidu ekki ósennilegt að þeir væru einhvers staðar milli 70 og 80 talsins. Mbl. hafði samband við nokkra löndunarstaði á Aust- urlandi í gær og spurðist fyrir, hvernig bræðsla gengi. Fréttaritari Mbl. á Raufar- höfn kvað bræðslu þar hafa haf- izt á mánudagsmorgun, og höfðu henni þá borizt 5000 tonn. Verk- smiðjan getur afkastað 5 þúsund málum á sólarhring. Ekki væri vitað neitt frekar um, að meiri síldar væri von, en skipin korr.a oft án þess að gera boð á undan sér. Síldarverksmiðjan á Vopna- firði tók til starfa aðfaranótt mánudagsins. Höfðu verksmiðj- unni þá borizt 1550 tonn og átti bræðslu að Ijúka nú í nótt. Af- kastageta verksmiðjunnar er um 5000 mál á sólarhring. Tveir bát- ar eru gerðir út á síldveiðar frá Vopnafirði, og eru það Bretting- ur og Kristján Valgeir. sem báð- ir eru eign Tanga hf. Hafa þeir fengið milli 500 og 600 tonn hvor. Þess má geta til gamans að Brettingur er eina síldveiðiskip- ið, sem hefur sjónvarp innan- borðs, en engar sögur fara af því, hvort skipverjar horfi mik- ið á það. þórðuT Jónsson, verksmiðju- stjóri í Borganfirði eystra, tjáði Mbl. að síldarverksmiðjan þar myndi verða tilbúin til móttöku nú í vikunni, ef olía fengist, en skortur væri rfkjandi á henni. Verksmiðjan þar getur afkastað milli 1000 og 1200 málum á sól- arhring. Tvær söltunarstöðvar eru í Borgarfirði eystra og *ru þær báðar að mestu tiibúnar Á Seyðisfirði eru tvær síldar- verksmiðjur. Síldarverksmiðja ríkisins hóf bræðslu í fyrradag, og höfðu þá alls borizt til verk- smiðjunnar 52000 tónn, en þróar rými er fyrir um 6000 lestir. Margháttaðar breytingar hafa verið gerðar á síldarverksmiðju SR að undanförnu, sem miða að auknum afköstum og meiri sjálf- virkni. Sólarhringsafköst verk- smiðjunnar í fyrra voru 5 þús mál. Hin verksmiðjan er Hafsíld hif. og mun hún taka til starfa í næstu viku. Síldarverksmiðjan á Reyðar- firði er löngu tilbúin til að taka á móli. Fyrstu vikuna í júní tók hún á móti 265 tonnum, og er vinnslu þeirra lokið. Verksmiðj- an afkastar um 4 þús. málum á sólarhring. Frá Reyðarfirði eru gerðir út tveir bátar, sem báðir hafa hafið veiðar. Á Eskifirði tók síldarverksmiðj an til starfa í síðustu viku, og hefur verið tekið á móti um 1600 tonnum, og bræðslu á því lokið. Báðar verksmiðjurnar þar geta brætt 6 þús. mál á sólar- hring. Hraðfrystihús Eskifjarðar á báðar verksmiðjurnar, og er það hin nýnri, sem byrjuð er. Hin er einnig tilbúin, en skortir síld. Fimm bátar eru gerðir út á síld frá Eskifirði og. eru þeir all- ir byrjaðir. Tveir hafa engan afla fengið, en Jón Kjartansson hef- ur fengið 710 tonn, Seley 450 og Guðrún Þorkelsdóttir 250. Á Neskaupstað tók síldarverk- smiðjan til starfa í gær. Um tvö þúsund tonn biðu bræðslu, en verksmiðjan afkastar um 6—7 þúsund málum á sólarhring. í sumar eru níu bátar gerðir út á síld frá Neskaupstað, og eru sjö þeirra þegar byrjaðir. Hefur afli þeirra verið sæmilegur. Áætlað er að síldarverksmiðj- an í Breiðdalsvík verði reiðubú- in til móttöku í næstu viku, en ýmis varastykki í hana komu þangað í gær, Afkastageta verk- smiðjunnar er um 1200 mál á sólarhring. Engin von er á síld til Breiðdalsvíkur eins og er. Enginn sátta- fundur boðaður Skortur á nauðsynjum víða á landinu NÝR sáttafundur hefur ekki verið boðaður í farmannaverk- fallinu svonefnda, og situr því allt við það sama. Er verkfaliið þegar farið að segja til sín á nokkrum stöðum á landinu — t.d. eru olíubirgð- ir að ganga til þurrðar á nokkr- um stöðum norðanlands, og viða á Austfjörðum er fólk algjör- lega orðið uppiskroppa með kartöflur og erfitt með ýmsar aðrar nauðsynjavörur, að því er fréttaritarar þar tjáðu Mbl. Boeing-þoían reynist vel í reynsluflugi 7 starfsmenn F.í. á námskeiðum vestra BOEING-ÞOTA Flugfélagis Is- lands fór sitt fyrsta reyniöluflug 6. júní sd., og hefur síðan verið flogið mörgum sinnum, og reynzt mjög vel. Afhending þotunnar feT fram fimmtudaginn 22. júní og kemur hún hingað tveimur dögum síðar. Sjö menn eru nú úti í Banda- rikjunum á náms'keiðum hjá Boeing-verksmiðjiunum. Eru það flugmennirnir Gunnar Fredrik- sen, Þorsteinn Jónsson, Gunnar Berg Björnsson og Halldór Haf- liðason og vélamennirnir, Einar Sigurvinsson og Sigurður Guð- mundsson. Þá er þarna og stadd- ur Jóhannes Snorrason, sem er nú á framhaldsnámskeiði, en hann mun sjá um a'lla þjálfun flugmanna Boeing-þotunnar hér heima. Þeir Jóhannes og Gunnar Fredriksen munu sennilega fljúga flugvélinni hingað heim. „Fritz Heckert66 strandar Ósló, 14. júní (NTB) — Aust- ur - þýzka skemmtiferðaskipið „Fritz Heckert“ strandaði í morg un við Helgaland í Karmsundi í Noregi, en var dregið út á há- flóði siðdegis og heldur áfram ferð sinni. Froskmenn sem athug uðu skipið sáu engar skemmdir. 130 ÞÚS. GÖNGUSEIÐUM SLEPPT í ÁR NÚ í V0R Mikill og vaxandi áhugi á laxeldi á Islandi ENDA þótt laxeldið sé ungt fyrirbrigði hér á landi, hefur á- hugi á því vaxið gífurlega á síðustu árum. Fyrstu sögur af laxeldi hér á landi eru frá 1944, og var þar að verki Fiskirækt- arfélag Hvítár, sem ól aðeins laxaseiði yfir sumartimann. En það er ekki fyrr en 1953 að þessi mál komast á verulegan rökspöl, en það var þegar Rafmagnsveita Reykjavíkur kom sér upp lax- eldisstöð í Elliðaánum. Siðan þetta gerðist hafa orðið örar framfarir á þessu sviði. Veiðimálastjórnin kom sér upp laxeldistöð í Kollafirði, og þaðan var fyrstu gönguseiðunum sleppt 1962. Tveimur árum síðar var gengið írá tjörnum í Kollafirði, og fengust þá fjórir laxar til baka. Arið eftir voru laxarnir orðnir 57, sem gengu upp í tjarnirnar, og í fyrra 705 . Fleiri laxeldistöðvar, sem ala seiði upp . göngustærð, hafa risið upp á síðustu árum til við- bótar stöðvunum í Kollafirði og Elliðaám, og má þar nefna eldi- stöðvarnar við Keldur og að Laxalóni, sem Lárvík hf. hefur að leigu að hluta. Þór Guðjóns- son, veiðimálastjóri tjáði Mbl. að alls myndi nú á þessu ári verða sieppt u.þ.b. 130 þús. gönguseið- um frá þessum eldistöðvum í ár víðsvegar á landinu, og er það tvöfallt meira magn en í fyrra Árið þar áður var um 30 þús. gönguseiðum sleppt í ár á landinu. Laxeldistöðin í Kollafirði mun senda frá sér 40 þúsund göngu- seiði á þessu vori, þar af verður 10.500 sleppt í tjarnirnar í Kolla- firði. Flutningar á laxaseiðum hafa staðið yfir að undanförnu, og á enn eftir að sleppa seiðum í i margar ár. á afmæli K-hafnar Fulltrúar Reykjavíkur Vasi sá, scm Geir Hallgrímsson mun afhenda Kaupmanna höfn fyrir hönd Reýkjavíkurborgar. REYKJAVÍKURBORG var boð ið að eiga fulltrúa við hátíða- höldin í tilefni af 800 ára af- mæli Kaupmannahafnar — og efnt er til daganna 14.-18. júní. Fjórir fulltrúar Reykjavíkur eru nú farnir til Kaupmannahafn ar, og eru þeir, Geir Hallgríms- son, borgarstjóri og frú, frú Auð ur Auðuns, forseti borgarstjórn- ar, Einar Ágústsson, borgaifull- trúi og frú, og Guðmundur Vig- fússon borgarráðsmaður. Við hátiðarhöldin mun borg- arstjóri afhenda gjöf frá Reykja. víkurborg. Er það veglegur silf- urvasi, sem er 45 sentimetrar að hæð, og er hann handsmíðaður af Jóhannesi Jóhannessyni. Þungatakmörkunum af létt af flestum vegum — á AusturBandi ÞJÓÐVEGIR í öllum lands- hlutum eru nú sem óðast að fær ast í eðlilegt sumarhorf. Helzt er það á nokkrum vegum á Austur- landi, að umferð getur ekki tali't vera orðin regluleg. Þar hefur að undanförnu verið mikil aur- bleyta, en nú síðustu vikurnar hefur orðið mikil breyting til batnaðar. Eru flestir vegir orðn- ir allgóðir, og víðast búið að aflétta þungatakmörkunum, nema í uppsveitum og heiðarveg um. Ástandið er verst á fjallaveg- unum yfir Fjarðarheiði og Odd skarð, en þar er nánast aðeins fært jeppum. Vegamálaskrifstof an á ekki von á, að eðlilegt á- stand geti orðið áþessum vegum fyrr en í næsta mánuði. Miklir snjóruðningar eru meðfram veg unum, og meðan þeir eru að þiðna má alltaf eiga von á mik- illi aurbleytu. Af veginum yfir Möðrudals- öræfi er það að frétta, að þar var í gær settuir á 5 tonna há- marksöxulþungi, en hefur fram að þessu aðeins verið fært jepp- um. Er gert ráð fyrir, að mjög bráðlega verði áistandið þar orð- ið eðlilegt. l\lariner-5 á leið til Venusar Kennedyhöfða, 14 júnl (NTB) Bandaríska geimflaugin „Mar- iner 5” var í dag á leið til reki- stjörnunnar Venusar, og öll tæki hennar störfuðu eftir áætlun. Ekki er talið að frétta sé að vænta frá flauginni fyrr en hún nálgast stjörnuna Canop- us. Ferðin til Venusar tekur fjóra mánuði og er vegalengdin 339 milljón kílómetrar. „Mariner 5” vegur 245 kiló og hefur samfylgd sovézkrar geimflaugar, sem vegur 1.1 lest og skotið var tveim dögum á undan „Mariner 5” Bandaríkja- menn telja, að Rússar ætli að koma fyrir visindatækjum á Venus og að þeir muni senda annað geimfar til reikistjörnunn ar bráðlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.