Morgunblaðið - 02.07.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.07.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1967. María Þorvarðar- dóttir — Minning FRÚ Máría Þorvarðardóttir er dáin. Þessi yndislega kona sem hefði átt að lifa lengur, sjálfri sér og öðrum til ánægju. María var fædd í Reykjavík 17. maí 1893. Hún var falleg og skemmtileg, gift Eiríki Kristjáns syni, kaupmanni, sem er látinn fyrir nokkrum árum. Þau Eiríkur áttu 4 sönu og hún átti eina systur á lífi, Sigríði, gifta Einari Olgeirssyni, alþm. Reyndust þau henni öll með ágætum. Við þekktumst ekki mikið á yngri árum, hún var það eldri. En í vetur vorum við jafnöldr- ur. Við vorum sex á sjúkrastofu og hún var „aðallinn", góð, kát og vildi með öllum gleðjast og hryggjast. Allir elskuðu hana, hvort sem um sambýliskonur eða hjúkrunarlið var að ræða. £g þakka þér María fyrir öll þau skipti sem þú settist hjá mér og spjallaðir um heima og geima og brosið fallega þegar að þú talað- ir um þínar dásámlegu tengda- dætur og sonaböm. Ég samhryggist fjölskyldu hennar, það eru mikil viðbrigði t Maðurinn mirm, faðir oMcar, tengdafaðir og afi, Guðmundur Magnússon, útgerðarmaður, áður til heimilis að Bræðra- borgarstág 4, sem andaðist þ. 21. júni verður jarðsunginn fré Dóimkirkjunni í Reykja- vfflc þriðjudaginn 4. júli kiL 10.30 f.h. Jarðanförinni verð- ur útivarpað. Guðrún Guffmundsdóttir, böm, tengdabörn og barnabörn. t Móðir dkkar og ten.gdamóðir Steinunn Guðmundsdóttir verður jarðsungin frá Pat- reknfjarðarkirkjiu þann 4. júM kU. 2 e.h. Böra og tengdabörn. t Útför móður okkar, Rósamundu Guðmundsdóttur, fer fram frá Fossvogsikirkju mánudaginn 3. júlí kl. 10.30. María Ástmarsdóttir, Elín Ástmarsdóttir, Ingólfur Ástmarsson, Magnús Ástmarsson. að geta ekki lengur notið henn- ar og verið henni svo góð sem þau voru. Með þakklæti fyrir þín góðu kynni K.K. — Vesturíslendingcu Framhald af bls. 10 starfa nú hjá mér 10 lögmenn. Er fyrirtæki okkar eitt það stærsta sinnar tegundar í Kan- ada. Ennfremur og jafnhliða hef ég verið með verzlun. — Ég hef því miður ekki haft tíma til að ferðast á slóð- ir foreldra minna ennþá, hvað svo sem verður. Ég ætla mér líka að fara á Þingvöll og til Gulifoss og Geysis, en þessa staði hef ég heyrt rómaða mjög fyrir náttúrufegurð. — íslenzka var töluð á heim- ili mínu framan af ,og lærði ég ensku t.d. ekki fyrr en ég fór að ganga í skóla. Nú orð- ið langt um liðið síðan maður reyndi að tala málið, og er því ekki nema eðlilegt að maður sé orðinn dálítið ryðgaður í því. Ég hef lesið töluvert af bókum á íslenzku m.a. íslendingasög- urnar og kvæði eftir Stephan G. Stephanson og Guttorm Guttormsson, en hann var mik ill vinur okkar og bjó í næsta nágrenni. —• Ég er búinn að vera hér í nokkra daga og það hefur oftast verið heldur kalt. Og rignt mikið. Ég vona að þetta fari nú að lagast og ég fái gott veður þegar ég fer að ferðast um. — Ég var búinn að heyra svo mikið frá og um ísland, að ég gat gert mér nokkra glögga mynd af því hvernig landið væri. Ég er mjög hrif- inn af íslandi og íslenzku fólki. Sérstaklega hefur mér fundizt athyglisvert hve húsin hérna eru stór og myndarleg. Ég mundi segja, að á því sviði stæðum við Kanadamenn ykk- ur ekki á sporði. — Ég ætla að reyna að koma aftur til íslands og heimsækja þá Skagafjörð og Akranes, þar sem foreldrar mínir voru á bernskudögum sínum. Og þá ætla ég líka, ef ég get, að kynna mér svolítið fiskveiðar ykkar. t Hjartanlegar þalkkir fyTÍr auðsýnda samúð við andlát og jarðarför sonar okkair, Sveins Þóris Haukssonar, Langholtsvegi 154. Hólmfriffur Sölvadóttir, Haukur Sveinsson. t Viff þöklkum af alhug öllum þeim fjöknörgu, sem sýindu okkur ógLeymanlegan kaer- leika við andiót og jarðarför konu minnar og móður okkar Ástu M. Jónasdóttur, hjúkrunarkonu og heiðruðu m.inningu henn- ar. Marinó Helgason, Margrét Marinósdóttir, Baldur Marinósson. 70 ára á morgun: Guðrún Ólafsdóftir frá Unaðsdal ÞANN 3. þ.m. á frú Guðrún Ólafsdóttir frá Unaðsdal sjötugs- afmæli. Þeir sem til hennar þekkja vita að Guðrún er gagn- merk kona, *greind og miikilhæf. Hún er fædd að Strandseljum í Ögurhreppi 3. júlí 1897. Foreldr- ar hennar voru Ólafur Þórðar- son og Guðríður Hafliðadóttir, merkishjón er þar bjuggu. Dvaldi Guðrún heima í foreldra- húsum til fullorðinsaldurs, að því fráskildu, að innan við tvítugs- aldur stundaði hún nám við Hús- mæðraskóla ísafjarðar um eins vetrar skeið. Mun dvöl hennar þar hafa reynzt henni hald- kvæmt veganesti, síðar í lífinu, er hún þurfti að stjórna og veita forstöðu hihum fjölmenna og umfangsmikla heimili sínu í Unaðsdal. — Árið 1919 giftist hún Helga Guðmundssyni frá Laugabóli í Laugardal, sérstæð- um greindar og atorkumanni. Hafði hann þá um nokkurt skeið stundað sjósókn og rekið útveg frá Ögurnesi við ísafjarðardjúp. Hófu þau búskap á Strandselj- um og bjuggu þar um 3ja ára skeið. — Árið 1922 keyptu þau V2 Unaðsdal í Snæfjallahreppi og fluttust þangað sama ár með ábúð á allri jörðinni. Ber Unaðs- dalur nafn með rentu, því þótt vetur setjist oft snemma að á Snæfjali aströnd og norðankylj- an kveði þá við raust niður yfir Dalsheiði, þá er þar að sama skapi fagurt, blítt og blómlegt um að litast, að sumri til, þegar víðátta og fegurð Djúpsins blasir við og töðugresið bylgjast neðan frá sjávarkambi og hátt upp í hlíðar. Hér beið hinna ungu hjóna mikið hlutverk og marg- þætt starf. Og þótt kjörin væru kröpp fyrstu árin og barnahóp- urinn stækkaði ört þá vann atorka, ráðdeild og árvekni þeirra hjóna sigur á öllum erfið- leikum, svo að telja má að hin síðari búskaparár þeirra byggju þau við hagsæld og búblóma sem leyfði þeim að inna af höndum myndariegar framkvæmdir á jörðinni. Þeim hjónum varð 16 barna auðið — og er allur hinn stóri hópur þeirra gjörfulegir og mik- ílhæfir einstaklingar, sem vitna í senn um traustan og heilbrigð- an ættararf og erfðakosti og hollt og raunhæft uppeldri og mótun í foreldrahúsum. ~ Á hinu fjölmenna og umsvifamikla heimili þeirra hjóna átti aðkomu maður ávalt sérstakri gestrisni og fyrirgreiðslu að mæta. Munu margir, jafnt hreppsbúar sem utanhéraðsmenn geyma í huga þakklátar minningar fyrir hlýjar móttökur og veglyndi húsráð- enda í UnaðsdaL Móðir mín, tengdamóðir og amma, Arnheiður Þóra Árnadóttir, andaðist þann 24. júní. Jarð- arförin hefur þegar farið fram. Þórunn og Signrffnr Fjeldsted, Signrffnr og Hjaltl Þór. Systir mín Indíana Slgfúsdóttir verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 4. júM kl. 1,30 e.h. Sigurjón Sigfússon. Árið 1945 missti Guðrún eigin- mann sinn. Hélt hún þó áfram búskap með börnum sínum um 5 ára skeið, eða til ársins 1950 er hún seldi Unaðsdal í hendur Kjartani syni sínum, sem síðan hefur setið jörðina með sérstæð- um myndarbrag og bætt hana með nýjum húsakosti, stórfelldri ræktun og raflýsingu. —• Eftir að GuSrún lét af búskap hefir hún að mestu dvalist hjá dætr- um sínum hér syðra, bæði á Akranesi og hér í Reykjavík. Hafa hlýjar móðurhendur henn- ar hlynnt að heimilum þeirra með frábærri umhyggju, ástúð og nærgætni. — Þrátt fyrir anna samt og margþætt æfistarf ber Guðrún aldur sinn með ágætum. Hún er enn, sem áður, fríð kona og tíguleg, kjarkmikil, lífsfróð, raunsæ og hjartahlý. Hinir mörgu vinir hennar bæði vestur við Djúp og hér syðra munu á þessum tímamót- um senda henni hugheilar ham- ingjuósikir og þakkarkveðjur fyrir hlýhug hennar, tryggð og mannkosti. Við hjónin sendum henni einlægar áraaðaróskir, þökkum hugljúfa kynningu og vináttu og biðjum henni bless- unar Guðs um ókomin ár. Þorsteinn Jóhannesson. Vinum mín.um, gðmlum starfefélögum og kunningj- um, faeri ég imnilegustu þalklk i.r fyrir auðsýnda vináttu á áttræðlisaifmæM mínu hinn 16. júní. Guð bdessi ykkur 511, vinir mínir. Sveindís Vigfúsdóttir. Verkfakar — bæjartélög Eigum jafnan fyrirliggj- andi: Borliamra og fleyghamra frá Gardner-Denver (USA) BORSTÁL 7/8” og 1” FLEYGSTÁL iy4” og 7/8“ SLÖNGUTENGI frá Dixon (USA) LOFTSLÖNGUR Vz” og %” Útvegum einnig með stuttum fyrirvara LOFT- ÞJÖPPUR frá 105 cu.ft. upp í 1200 cu.ft. A. Wendel hf. Sörlaskjóli 26 — Reykjavík. — Sími 15464. SUMARKJÓLAR verð frá kr. 395.— ★ ENSKAR KÁPUR verð frá kr. 995.— ★ SÍÐDEGISKJÓLAR verð kr. 795.— ★ SUMARIIATTAR verð frá kr. 195.— ★ ULLARKJÓLAR verð frá kr. 995.— ★ LAKK-KÁPUR verð frá kr. 895.— ★ SAMKVÆMISKJÓLAR verð frá kr. 995.- ★ ENSKAR DRAGTIR verð frá kr. 995.— MARKAÐURINN Laugavegi 89.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.