Morgunblaðið - 06.07.1967, Síða 2

Morgunblaðið - 06.07.1967, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JULI 1967. Ferjubryggja gerb á Stað á Reykjanesi UM þessar mundir stendur yfir bygging ferjubryggju að Stað á Reykjanesi í Vestur-Barða- strandasýslu. Verður byggð þar staura- bryggja með uppfyllingu. Munu flóabátar Breiðfirðinga og smá- bátar geta lagzt að bryggjunni. Ennfremur er áformað ao lengja í sumar ferjubryggjuna á Brjáns læk á Barðaströnd. Munu þessar lendingarbætur bæta verulega aðstöðu flóabátanna, sem halda uppi ferðum um Breiðafjörð, og stuðla að greiðari samgöngum. Þá er nýlokið byggingu smá- b—úar a ána við Stað á Reykja- nesi. Aðalsteinn Aðalsteinsson i Hvallátrum stjórnar bryggju- smíðinni. Gagnkvæmir skattasamn- ingar í undirbúningi Jörgen Bremholm, stjórnandi og stofnand'i Parkdrengekoret, og nokkrir kórdrengjanna. Parkdrengekoret heim- sækir Island í þriðja sinn HINN frægi drengjakór KFUM í Kaupmannahöfn, Parkdrenge- koret, er í þriðju heimsókn sinni á tslandi þessa dagana. Kórinn kom a0 kvöldi þriðjudags og mun dvelja hér til 18. þ. m., halda söngskemmtanir og ferð- ast um landið. Alls eru í förinni 42 manns, þar ai 28 kórdrengir. Stjórnandi kórsins er sem fyrr Jörgen Bremholm, en hann stofnaði Parkdrengekoret haust ið 1943. Pankdreri'gekoret er deild í aðalfélaigi KFUM í Kaupmanna- höfn — KFUM’s Centralforen- faig — og hefur bækistöð sína á íþróttasvæði féla.gsins í Em- dirup — KFUM’s Idrætspark — en aif þvi er nafn hans dregið. í söngkórnum eru 26 drerugir á aldrinium 9 til 14 ár-a, en aúk aða(likórsrns starfar einnig æf- ingalkór til endurnýjunair á söng kórnium eftir því sem eldri drengirnir fara í mútwr. Vorið 1946 hélt kórinm sína fyrstu söngskemm bun og sum- airið eftir fór hann fyrstu sön,g- för sánai um Danmörku. Síðan þá hafa sönigferðir sumar og haust verið faistir liðir í starfi kórsins. Haustið 1948 fór kór- inn í fyrsitu sönigför sína til út- lamda og hefur síðan beimsótt 7 lönd: Svíþjóð, Noreg, Finn- land, ísland, Engla.nd, Þýzka- land og TéWkóslóvafcíu. Enn- frernur hefur kórinn komið fram í sjómvarpi og útvarpi óig einnig sungið inn á þrjár hljóm plötur. Kórinn h-efur sigrað í bairna- kórakeppni danska. útvarpsims og árið 1961 var hann kosinn bezti barnakórinn utan Eng- lands á aiiþjóðlegri sönghátíð í Lianigollen, en þar komu fram 37 kórar víðs vegar að úr Bv- rópu. Parkdrengekoret hefur alls srt.aðar vakið mikla athygli fyr- ir léttan, Skemmtilegan og fiá- gætan söng, enda hiotið fládæma vmsældir fyrir. Á efnissknánni hafa jafnan verið ýmisis konar lög, allt frá kirkjutónliist mið- aldamna til nútíma söngleikja- tónlistar. í þessari söngfór sinni syngur kórinn m.a. tvö íslenzk lög, sem eru Heiðbliáa fjólan mín fríða, eftir Þórarin Jónsson og Yndis- lega eyjan min, eftir Bjarna Þors'teinsson. Þá er á efnis- Skránni söngleikur, sem byggð- ur er á ævintýrinu ELdfærin eft ir H. C. Andersen. Undirleikari er Leitf R^dgaard. Svo sem fyrr segir, er þetta þriðja söngför Parkdrengekor- et’s til íslamds. Sú fyrsta var suimarið 1954 og önnur tveim áirum síðar. í bæði skiptin átti kórinn miklum vinsældum að fagna og mun svo vissulega verða einnig nú. Sem fyrr búa kórdremgirnir á einfcaheimilum í Reyfcjaivíik og Kópafvogi en hingað kemur kórinn á vegum vina sinna inamn KFUM á ís- landi. í þessari sönigför mun feórinn halda 8 söngskemmtaniir í Reykjavík, Keflatvík, Vesrt- mannaeyjum ag á Akran.esi, en ein.nig mun hann syngja' á ad- mennri samkiomu í húsi KiFUM og K. Þá imun kórinn fara að Þingvöl'kum, Guilíoss, Geysi, SkáJiholti og fleiri stöðum ti'l að skoða sig um. Á næsta ári mun kórimn halda upp á 25 ára afmæli sitt með ýmsu móti og er nva. áætl- að að fana í sömgflör, annað hvort til Bamdaríkjanma eða Grænlands. Þá mun kórinn og gefa út vandað atfmælisrit og haida margar sönigskemmtanir víða í Danmörku. ÞESSA dagana standa yfir í Reykjavík samningaviðræðux milli fslands og Þýzka Sambands lýðveldisins um gagnkvæman skattasamning milli landanna. Samkvæmt upplýsingum Guð- laugs Þorvaldssonar, prófessors, sem sæti á í íslenzku viðræðu- nefndinni, eiga viðræður þessar sér stað á grundvelli ramma- samnings Efnahagssamvinnu- stofnunar Evrópu (O.E.C.D) um þetta efni. Aðalorsakir til slíkrar samningsgjörðar er, að koma í veg fyrir tvísköttun á borguru- um viðkomandi landa, sem stsirfa utan heimalands síns. Til dæmis má nefna, að hér á landi er starfandi all stór hóp- ur þýzkra ríkisborgara. Munu flugfreyjur Loftleiða h.f. vera einna fjölmennastar í þeim hópi, og þýzkir verktakar starfa við byggingu Álverksmiðjunnar. Þá eru margir íslenzkir námsmenn í Þýzkalandi. Skattlagning á þessa aðilja verður nú samræmd. Formaður íslenzku viðræðu- nefndarinnar er SiguTbjörn Þor- björnsson, ríkisskattstjóri, en hinnar þýzku Dr. Falk frá þýzka fjármálaráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að samningar verði und irritaðir á þessu ári. ísland hefur áður gert samninga svipaðs eðlis við Noreg, Svíþjóð og Finnland. -------♦♦♦---------- Næstu vikur skera úr um hvernig heyskapurinn gengur þetta sumar Aðeins einn bóndi byrjaður að slá Mykjunesi, 2. júlí. VORIÐ og sumarið hefur verið kalt hér sem annars staðar. Gróð ur kom því mjög seint og er það fyrst núna sem jörð er orðin nokkumvegin græn yfir að líta, þó má sumsstaðar ennþá sjá gráa sinuflóka í mýrum, þar sem ekki var hægt að brenna í vor, en það var óvíða hægt fyrr en þá að það var ekki leyfi- legt lengur. Þrátt fyrir kulda og gróðurleysi mun sauðburður víðast hatfa gengið fremur vel, enda var reynt að gefa fénu eftir því sem tök voru á. Og svo var það að þurrviðrarsamt var og það hefur mikið að segja um sauðburðinn, enda þótt tíð sé köld. Friðrik teflir í Skotlandi FRIÐRIK Ólafsson, stórmeistari í skák, mun tefla á alþjóðlegu skákmóti í Dundee í Skotlandi, sem hefst 12. júlí n.k. Mót þetta er haldið í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að fyrsta alþjóð lega skákmótið var haidið í Dundee. í mótinu nú taka þátt 10 skák meistarar, flestir vel þekktir hér lendis. Eru það auk Friðriks Ólafssonar, þeir Gligoric fr.í Júgóslavíu, Bent Larsen frá Dan mörku, O'Kelly frá Belgíu, Pom- ar frá Spáni, Penrose frá Eng- landi, Kottnauer, sem er Tékki að uppruna, en teíiir nú fyrir England, Wade, Englandi og Davie og Presthart frá Skot- landi. Ekki lítur vel út með sprettu á túnum og kemur þar margt til, kuldinn, mikil beit í vor, seint borið á og svo er víða nokkurt kal í túnum. Ekki er hægt að búast við að sláttur hefjist almennt fyrr en undir eða um miðjan mánuð. Einn bóndi hér, Guðmundur Halldórs- son, Haga, er þó byrjaður að slá. Ekki er byrjað að rýja féð ennþá eða flytja á fjall, en gera má ráð fyrir að á því verði byrjað innan tíðar. Ræktunarframkvæmdir munu vera með meira móti og tæpast búið að ganga frá allri nýrækt ennþá, enda hófust allar fram- kvæmdir seint vegna kuldans og klaka í jörðu, og hægt er að finna klaka ennþá ef vel er leitað. Mislingar hafa verið að stinga sér niður í vor og fram á þenn- an dag, en hafa farið mjög hægt yfir. Eitthvað verður um bygging- arframkvæmdir hér í sumar og svo er í byggingu að Laugalandi skólastjórabústaður og er bygg- ing hans komin langt á veg. Ennþá er víða snjór til fjalla, enda hleypur mikill vöxtur í Þjórsá þegar koma hlýjar stund- ir. Nokkuð er umferð hér farin að aukast, en hún hefur verið óvenjulítil framundir þetta. Vegna vorharðindanna og mjög gjaffellds vetrar gáfust hey víðast hvar alveg upp. Það veltur því ekki á litlu að gras- spretta verði sæmileg og nýting heyja góð. Næstu vikur skera því úr um það, að verulegu leyti hvernig heyskapurinn gengur þetta sumarið. — M. G. Síldin stóð djúpt og lítlll afli í SÍLDARFRÉTTUM LÍÚ í gær segir, að hagstætt veður hafi verið á síldarmiðunum sl. sólar- hring, en síldin stóð djúpt og var ekki kunnugt um afla. Skipin voru einkum 120—160 mílur aust-norð-austur af Jan Mayen. Eitt íslenzkt síldveiði- skip fór til Hjaltlands fyrir 2—3 dögum, en í gærmorgun var ekki kunnugt um að skipið hefði fengið afla. Við Hjaltland var góð veiði í sl. viku, en lí’il veiði mun hafa verið þar síðustu daga. Síldarflutningaskipið Haförn- inn er nú á síldarmiðunum við Jan Mayen, og í gærmorgun var þegar búið að tilkynna um 3000 xestir í skipið. ------♦♦♦-------- í GÆR var hægviðri um allt land og víðast méiri eða minni higning. Þó var þurrt víðast á Vestfjörðum og á Norður- landi. Á Grímsstöðum á Fjöll- um hefur verið bezta veðrið norðanlands það sem af er vikunni, og líklegast á öllu landinu. Þar hefur verið þurrt og oft sólskin, þótt sól- arlaust og kalt hafi verið nær sjónum fyrir norðan og aust- an. Drengur fyrir bifreið ÞAÐ slys varð á Kringlumýrar- brautinni um kl. 7,30 í gær- kvöldi að þriggja ára gamall drengur varð fyrir fólksbifrcið, sem var á leið suður Kringlu- mýrarbrautina. — Drengurinn hlaut meiðsli á andliti og höfðl og var hann fluttur í Slysavarð- stofuna. Ekki eru meiðslin talin alvarlegs eðlis. Uim þessar mundir er verið að laigfæra umhverfi Kringlumýr- arbraiutarinnar og voru nokkuir börn að leika sér á eyj.unni, s-eim aögreinir afcbrautin,a, Drenigur- inn hljóp sikyndiiega út á göt- una og varð þá fyrir bitfreið- inni og kastaðist fram fyrir han,ai. Þegair lögregla og sjúkra- biíreið komu á staðinn lá dreng uriinn í nokkurra metra fjar- lægð frá bifreiðinni. ------♦♦♦------- Heiðraðir BJÖRN Björnsson, sýslumaður í Rangárvallasýslu ,hefur verið sæmdur franska heiðursmerkinu Chevalier de 1‘Ordre National du Mérite. Lúðvík Hjálmtýsson, fram- kvæmdastjóri, hefur verið sæmd ur franska heiðursmerkinu Officier du Mérite Agricole. Frá franska sendiráðinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.