Morgunblaðið - 06.07.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.07.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JULI 1967. Sólordagur í Kílorskorði Farþegar tóku flestir líf- inu með ró og fóru snemma í háttinn eftir, annríkið í Kaupmannahöfn. Snemma næsta morguns var komið að KOarskurði og varð skipið að bíða þar um stund áður en leyft var að halda áfram. . Kílarskuður er hið mesta mannvirki og var þar stöðug- ur straumur skipa, en einna mest bar þá á flutninga- prömmum. Ekkert skip sást þó eins stiórt og Fritz Heck- ert. Dagurinn, sem siglt var um Kílarskurð, hefur líklega ver ið sá dásamlegasti alla ferð- ina. Fagurt veður var, sól- skin og hiti. Skipið haggað- ist að sjálfsögðu ekki og lík- iega hafa fæstir sleppt því að taka inn sínar daglegu sjó- veikispillur. Þetta var veður, sem átti vel við fslendingana, sem voru orðnir langeygðir eftir sumrinu eftir kaldan vetur. Farþegar voru léttklaeddir og nutu þess að baða sig í sól- skininu. Utileikir voru skipu lagðir á þilfari og morgun- leikfimi. Var nokkur þátttaka í leikfimi, einkuim voru það frúrnar, sem sýndu sann an íþróttaanda. Yfirleitt var þátttaka í morgunleikfimi um borð mjög dræm, Þjóðverj- unum til nokkurrar furðu, og fór svo að hún lagðist að mestu niður. Hin ágæta innisundlaug skipsins dró marga að. sér þennan dag, en hún hafði verið lokuð f.yrstu daga fierð- arinnar vegna sjóga^s. Úti- sundlaug var einnig aftur á, en hún var aldrei notuð. Sum ir vildu busla í henni þenn- an sólardag í Kílarskurði, en Þjóðverjunum hefur líklega ekki þótt nægilega heitt í veðri til þess, þótt íslending- arnir væru annarrar skoðun- ar. Meðan hitinn var hvað mestur eftir hádegið var komið fyrir bar úti á sól- þilfari og var þar hægt að fá keypta svaladrykki og áfengi, svo og bjór. Notfærðu margir sér þessa þjónustu og losnuðu þannig við að fara inn til þess að svala þorsta sínum. Það 'var heillandi að standa úti við borðstokkinn með svaladrykk og virða fyrir sér sveitabæina o.g þorpin, sem siglt var fram hjá. Byggðin er fögur meðfram Kílar- sikurði. Þegar líða tó.k á daginn fór að bera á roða á hinum föl- leitu andlitum íslendinganna og var ekki laust við að sum- ir brynnu í sólinni. Ekki var þó yfir þiví kivartað. Síðari hluta dags fór að kula og skömmu fyrir kvöld- mat var siglingunni um Kílar skurð lokið. Var þá haldið út á ósa árinnar Elbe, en þax þekkja íslenzkir sjómen.n vel til, því við þá á er borgin Cuxhaven, þar sem íslenzku togararnir selja iðulega afla sinn. Tekið var að rökkiva og mátti sjá togara sigla inn i mynni Elbe. Ef til vill hafa þar verið íslenzkir á ferð. Fritz Heckert sigldi nú með fram strönd Þýzkalands og IHollands, en ráðgert var að koma snemma morguns tí- unda dags ferðarinnar til Amsterdam. Um kvöldið skemmtu menn sér við kvik- myndasýningu og dans og að sjálfsögðu voru barirnir opn- ir að venju — fyrir þá sem áhuga höfðu. — bjó. FRITZ Heckert kom til Kaup- mannahafnar um hádegi á sunnudag, á sjötta degi ferð- arinnar. Hafði nú að fullu verið unnin upp töfin sem varð á siglingunni frá ís- landi. í Kaupmannahöfn var dvalizt í þrjá daga. Ferðin frá Osló var þægi- leg og ánægjuleg. Flestir voru uppi v.'ð um morguninn til að fvlgjast með siglingunni um F.yrarsund. Var ströndin bæði Panmerkurmegin og Svíþ ðarmegin grandskoðuð i si 'naukum. enda var hægt að fá þá leiðsögn um borð fyrir lítið fé. Og veður var fallegt. Mörgum fannst skrítið að sjá ferjurnar, sem voru á sí- felldum þönum mil'li Dan- merkur og Svíþjóðar og sigldu þvert á stefnu ann- arra skipa — stundum teflt á tæpasta vað. Fritz . Heckert var lagt við Löngu'inu, skammt frá stytt- unni af litlu hafmeyjunni. Margt folk var á bryggjunm til að taka á móti ætfingj- Myndin var tekin á siglingu í Kílarskurði af farþegunum um borð. um og vinum. Og þar beið einnig Geir Aðils, sem bættist í hóp fararstjóra Sunnu og fór svo að hann fylgdi hópn- um alla leið til Reykjavíkur. Á meðan dvalizt , var í Kaupmannahöfn skipulagði Sunna ferðir og skemmtanir fyrir farþega. Á fyrsta degi var farið í skoðunarferð um Sjáland. á öðrum degi var farið vfir til Svþjóðar með ferju og dvalizt þar fram á kvöld og á þriðja degi var farið um íslendingaslóðir í Kaupmannahöfn. Á kvöldin var farið á skemmtistaði, m.a. Lorry. Margir farþegar vildu þó sjálfir ráða tima sínum í Kaupmannahöfn. Sumir höfðu komið þar áður og vildu endurnýja gömu'l kynni og sumir áttu þar vini og ættingja, enda búa hundruð íslendinga í borginni og ná- grenni. Það fer ekki milli mála, að Kaupmannahöfn er sú erlend borg, sem íslendingar sækja mest til. Þar er margt, sem minnir á hin fornu tengsl. Sárindin eru horfin úr sam- búð landanna og íslendingar mæta yfirleitt alls staðar vin semd og velvilja. Fritz Heckert var í Kaup- mannahöfn um það leyti sem ferðamannatíminn hefst. Þó var ekki búið að opna Tívolí og þótti mörguim miður að missa af heimsókn á þann fræga stað. Það þótti sumum bót í máli, að CarLsbergverk- smiðjurnar voru skoðaðar, og heyrðist einn farþega lýsa því fyrir heimsóknina þang- að, að hann hafi aldrei á ævi sinni drukkið jafn marga bjóra á jafn skömmum tíma. Síðasta deginum var að mestu varið til búðarráps og þótti mörgum frúnum ekki ó- nýtt að komast í hin stóru vöruhús eins og Magasin du Nord, Anva og önnur slík, eða þá sérverzlanirnar á Strikinu. Síðustu klukku- stundirnar notuðu sumir til að borða danskan mat í veit- ingahúsum, enda eru Danir viðfrægir fyrir matargerð Klukkan 10 um kvöldið hélt Fritz Heckert frá Kaup- mannahöfn og var stefnan tekin á Kílarskurð í Vestur- Þýzkalandi. Ferðinni var heit ið til Amsterdam í Hollandi, en með því að fara skurðinn, sem liggur frá Eystrasalti og út að Norðursjó, sparast margra klukkustunda sigling, því annars hefði oiðið að sigla fyrir Jótland. Farþegarnir kunnu vel að meta sólskinið. Myndirnar tók Vig’ús Sigurgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.