Morgunblaðið - 06.07.1967, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1967.
Svíar hðfðu heppnina með sér og unnu 2 - 0
— Baráttuvilji íslenzka liðsins
brást aldrei —- þrátt fyrir mikið
mannfaðl. — Gæfan fylgdi Svíum
BEZT og sætast er að sigra, en næst bezt aið falla mefð fullri sæmd.
Sigurinn féll Svíum í vil i gær í lokaleik afmælismóts KSÍ og þar
með sigurinn i keppninni í heild. tslendingar urðu að láta i minni
pokann hvað markatölu snerti, en að baráttuhug og sigurvilja
gáfu þeir sig aldrei. 2—0 Svíum í vil segir alls ekki sögu leiksins.
Enginn klas.samu.nur var á liðunum en heppni — kannski heppni
hins sterka — elti Svíana. Bæði mörk þeirra voru ódýr mjög og
komu frekar fyrir mistök tslendinga en afreksgetu Svíanna. Og
tækifæri sköpuðu íslendingar sem ekki voru síðri en Svíanna.
íslenzka landsliðið þarf því ekki að bera höfuðið lágt þrátt
fyrir þennan ósigur. Öllu frekar staðefsti þessi leikur, a0 sigrur-
inn yfir Norðmönnum var engin tilviljun og að landslið okkar
nú er verða bezti landsliðskjarni er við höfum eignazt. Áfram á
sömu braut og árangurinn mun koma í Xjós.,
Mannfall
Ekki bætti það úr skák hjá
liðinu að eftir 28 mín. leik
er Magnús Torfason fyrirliði
liðsins borinn út af leikvelli
með langan skurð á fæti, sem
hann hafði hlotið eftir einn
Svíann þá er boltinn var víðs
fjarri. Á sömu mínútu ákvað
Keynir Karlsson þjálfari að
taka Ársæl Kjartansson mið-
vörð út af, en hann hafði þá
haltrað um stund eftir spark
i fót. Seint í síðari hálfleik
varð Hermann Gunnarsson
miðherji að yfirgefa völlinn
eftir árekstur í marktækifæri.
Inn á komu varamenn jafn-
harðan — Ævar Jónsson frá
Akureyri, Sigurður Jónsson
Val og Jón Jóhannsson Kefla-
vík. En þrátt fyrir ágæta
frammistöðu þeirra — eink-
um Ævars — var þetta liðinu
blóðtaka á örlagastund. Og þó
tveir Svíar yfirgæfu völlinn
sá minna á því þeir eiga jafn
ari liðsmönnum á að skipa.
Hver hefði í upphafi getað
hugsað sér ísl. liðið án Magn-
úsar, Ársæls og Hermanns?
Aðstæður til leiks í gærkvöldi
voru mjög slæmar. Þétt úða-
rigning var allan tímann og völl-
urínn haugblautur og tæplega
leikhæfur. Öðru fremur kunnu
aðstæðurnar að hafa valdið slys-
unum.
★ Jafn leikur
Leikurinn var frá upphafi til
loka jafn og spennandi. Liðin
náðu á víxl undirtökunum, en
mest bar á baráttu — og bar-
áttuvilja áttu íslendiragar nógan.
Sviarnir sýndu á köflum — sum-
ir hverjir —r- meiri kunnáttu í
knattleikni, en á köflum náðu
íslendingar gullfallegum leik-
köflum, með hraða og skipting-
um, sem komu sænsku vörninni
í mikinn vanda og skot átti ísl.
iiðið slík að vel hefði átt að
duga til tveggja marka, ef ekki
hefði komið til frábær mark-
varzla Ulf Blomberg — og mikil
heppni Svíanna.
Það er enginn sá muhur á lið-
unum að jafntefli hefði ekki
verið réttlætanlegt — en sann-
gjörnustu úrslitin eftir leik að
dæma hefðu að mínum dómi
verið 3—2 Svíum í vil.
ic Minnisbókin
7. mín. Sigurður Dagsson bjarg
aði vel á 7. mín. og sýndi veldi
sitt og getu.
11. mín. Gott tækifæri fs'lend-
inga. Eyleifur kemst í færi, hitt-
ír varnarmann, spyrnir aftur
þrumuskoti en hittir í slá. Aftur
nær Eyleifur knettinum — en
spyrnir framhjá. Fyrsta heppni
Svía.
19. mín. Horn á ísland. Skallað
er að marki en hitt í þverslá
og bjargað er í horn. Þarna voru
íslendingar heppnir.
24. mín. Þrumuskot frá Svíum.
Sigurður ver eins og meistara
ber.
28. mín. Magnús Torfason
sendir fram miðjuna — en fær
spark í fótinn (kálfa) eftir að
knötturinn var floginn. Stór
skurður opnast og æð slitnar.
Hann er fluttur á brott í sjúkra-
Fyrra mark Svíanna — heppnismark úr saklaus ri aukaspyrnu og snerti skotið ísl. varnarmann.
bíl. Á sömu stund yfirgefur Ár-
sæll Kjartansson völlinn. Örlög
leiksins voru e. t. v. ráðin þarna.
34. mín. T. Nordahl leikur inn-
fyrir og öllum blöskrar að Sig-
urður markvörður stendur kyrr.
En í ljós kom að Sigurður lok-
aði markinu með staðsetningu
sinni og skotið fór framhjá.
40. mín. Elmar „prjónar" í
gegnum sænsku miðvörnina og
gefur í eyðu. En heldur fast var
gefið og markvörður nær af tám
tveggja íslendinga.
43. mín. Aukspyrna er dæmd
á ísl. liðið út undir miðjum veli.
Aðeins fjórir til varnar og sent
er til Arvidsson útherja sem
spyrnir að marki og eftir að hafa
breytt stefnu á varnarmanni síl.
lendir knötturinn í netinu.
Hreint heppnismark. Skyssa var
að gfa Svíum ráðrúm til að
taka aukaspymuna svo fljótt
senrj raun var á. En reynslan er
dýru verði keypt.
★ Örlög ráðin
í byrjun síðari hálfleiks
áttu íslendingar góð færi,
einkum þó á 7. mín er Her-
mann átti þrumuskot upp úr
hornspyrnu. Aðeins frábær
markvarzla — ásamt heppni
— bjargaði því að ekki varð
mark þar og leikurinn jafn.
Og svo kom reiðarslagið
á 10. mín. Hornspyrna er á
íslendingar fagna of fljótt — og Svíar setja upp örvæntingarsvip of fljótt. Af höfði Svía stefndi
knötturiinn í mark í síðari hálfleik — og þversláin bjargaði sjálfsmarki.
(Myndiir Sv. Þonm.)
ísl. markið. fslendingur nær
knettinum á miðjum vítateig,
fellur í vætunni og Cron-
qvist nær af honum knettin-
um, leikur fram og skorar af
stuttu færi.
Tvö beztu tækifærin eftir þettí
áttu íslendingar. Hið fyra á 21.
mín er þvaga verður við mark
Svía og Hermann berst við varn
armenn um háa sendingu að
marki Svía. Naumlega var bjarg
að en þrír lágu í valnum, Her-
mann, miðvörður Svía og mark-
vörður Svía. Hermann varð að
yfirgefa völl'inn, en hinir tveir
voru lítt meiddir.
Á 25. mín gefur Elmar hátt
að marki Svía. Barátta verður
um að skalla knöttinn en sænsk
ur leikmaður hoppar hæst og af
höfð'i hans virðist knötturinn
stefna í sænska markið — en
þversláin bjargar. Önnur mikil
heppni.
Á Liðin
Sænska liðið hitti nú jafningja
sinn og má þakka gæfunni fyrir
sigurinn. Meiri knatttækni hafa
þó Svíar og skipulagðari leik —
en baráttuhug hafa þeir ekki á
við íslendinga í þessum leik.
Beztir voru markvörðurinn,
Blomberg, Selander, Nordahl og
Göran Karlsson.
Nokkuð kenndi grófleika í
leik Svíanna — og þar höfðu
þeir talsverða yfirburði, enda
líkamssterkari.
fsl. liðið á í heild mikið lof
skilið fyrir leikinn. Sigurður
stóð sig mjög vel í markinu og
verður ekkf sakaður um mörk-
in. Jóhannes Atlason og Guðni
Kjartansson áttu og báðir mjög
góðan leik og þurfti þó Guðni
að skipta um stöðu eiftir „mann-
fallið" en slíkt er ætíð erfitt.
Hann skilaði báðum með prýði.
En að öðrum ólöstuðum áttu
Eyleifur Hafsteinsson og Þórður
Jónsson mestan heiður af frammi
stöðu liðsins. Þeir voru ódrep-
andi í vörn og byggðu vel upp,
alltaf þar sem hættan var og
mest þurfti á að halda.
Framlínan barðist vel en náði
ekki nógu vel saman. Einstakl-
Framhald á bls.27.
Tugþraut karla og
fimmtarþraut kvenna
— í kvöld og á morgun
ANNAR hluti Meistaramóts
Reykjavíkur í frjálsum íþróttum
fer fram í dag, fimmtudaginn 6.
júlí og á morgun og hefst kl. 8
bæði kvöldin.
Verður þá keppt í tugþraut
fyrir karla og fimmtarþraut fyr-
ir konur, og einnig verður keppt
í 10,000 m. hl. og 3000 m. hindr-
unarhlaupi.
I tiugþrau’tinni eru meðal kepp-
erada Valbjöm Þorlálksison K.R.
og Ólafur Guðrraundsson K.R. en
í dag verður keppt í þessum
gxeiniuim tiugþraiutarinnar, 100
m. hl., langstöklki, kúluvarpi, há-
stökki og 400 m. hl. Fimmtar-
þraut kvenna fer einnig eins og
tugþrautin fram á tveimur dög-
um, og verður í dag keppt í
þessum greinum, 80 m. grindahl.
kúluvarpi og langstökki.
Á morgun föstudag, verður
keppt í þessum greinum tugþraut
ar karla, 110 m. grindahl., stang-
arstökki, kringlukasti, spjótkasti
og 1500 m. hl. og hjá konum
•verður keppt í þessum greinum,
langstökki og 200 m. hl.
í dag verður einnig keppt í
3000 m. hindrunarhlaupi og eru
þar meðal þátttakenda, Halldór
Guðbjörnsson K.R. og Agnar
Levy KR en á morgun verður
keppt í 10.000 m. hl. og eru þar
aðalmenn sömu hlauparar.
Ákveðið hefur verið að hafa
gestaþátttöku í einni grein tug-
þrautarinnar og er það í kringlu
kasti en þar verður hinn efni-
legi Erlendur Valdimarsson með
al keppenda en hann er nýlega
búinn að bæta unglingametið all
verulega og er hann óðfluga að
nálgast 50 m. markið Ath. að
keppnin í kringlukastinu fer
fram á föstudeginum.