Morgunblaðið - 06.07.1967, Page 8

Morgunblaðið - 06.07.1967, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JULI 1M7. Leikfélagið Grimnir fer vel af stað Sýnir Lukkuriddarann í Stykkishólmi í VETUR sem leið var stofnað 1 Stykkishólmi leikfélag. Hlaut það nafnið GRÍMNIR, nýstár- legt nafn að manni finnst, en þegar öllu er á botninn hvolft venst það betur en meðan bjóst við. Stofnendur voru ýmsir áhugamenn hér í Stykkishólmi um leiklist, en um mörg und- anfarin ár hefir öll leikstarf- semi hér lgið í þagnargildi. Þssu vildi þetta áhugasama fólk ekki una, heldur tók sig til og hófst handa. Stykkishólmur má líka í þessum efnum muna sinn fífil fegri, því þau eru ekki fá leikritin, sem sett hafa verið á svið hér á vegum ýmissa fé- lagssamtaka, þótt langt sé um liðið, en hvað um það. Félagið réði til sín leikstjóra vanan mann, Gísla Alfreðsson úr ' Reykjavík. Nýstárlegt við þetta er svo að Gísli var um þessar mundir að læra flug og gat því skotist í flugvél á milli til æf- inga og mun það einsdæmi í íslandssögunni enn sem komið er. Formaður leikfélagsins er Ólafur Jónsson, kennari, en aðr- ir í stjórn Hrankell Alexanders- son, Jón Svanur Pétursson, Unn- ur Jónsdóttir og Jón Stefáns- son. Leikritið, sem varð fyrir val- inu sem prófraun félagsins var Lukkuriddarinn, írskt leikrit eftir J. M. Synge í þýðingu Jón- asar Árnasonar, kennara. Hefir áður verið gerð grein fyrir leik ritinu í Mbl., þegar Þjóðleikhús- ið tók það til sýninga í vetur og verður því ekki um efni þess fjallað hér, enda er það mín skoð un að hægt hefði verið fyrir þetta ágæta Leikfélag að velja leikrit, sem hefði ofurlítið meiri boðskap að flytja til ungra og gamalla, en það er annað mál. Frumsýning leikritsins var 4. júní fyrir troðfullu húsi og var leikendum og leikstjóra prýði- lega fagnað og þakkað fjrrir ágæta framimistöðu. Ég tel að enginn hafi orðið fyrir vonbrigð um með þennan leik hvað með- ferð og leikstjóm viðkemur, því það kom mér gersamlega á ó- vart hvað mikið var hægt að gera úr viðvaningum á leiksviði. Lukkuriddarinn leikur Jón Svanur Pétursson málaram., og er þetta í fyrsta sinn, sem ég sé hann á leiksviði og er óhætt að segja að þar var réttur mað- ur á réttum stað. Túlkun hans á hlutverkinu brást hvergi og . leikur hans samur og jafn í gegnum allt leikritið. Tel ég þarna vera á ferðinni leikkraft, sem á eftir að gera mikið, ef hann heldur áfram á sömu braut. Föður hans leikur Hrafn kell Alexandersson, og sýndi hann oít góð tilþrif, en hlut- verkið er frá höfundar hendi þannig að í það rná leggja fleiri en einn skilning og kannski ekki hægt að gera því nein sér- stök skil. Michael Jón Höskulds son kennari, og er þetta fyrsta hlutverk, sem ég hefi séð hann í. Gerfi hans var ágætt og með- ferðin á hlutverkinu, sem að mínum dómi er erfitt, var góð. Dóttur hans leikur Jósefina Pétursdóttir af innlifun og svo aðlaðandi að eftirtekt vekur. Jósefina hefir áður sýnt það að til hennar er hægt að gera kröf- ur og hún bregst ekki. Sama máli gegnir um frú Quin, ekkju, sem Ingibjörg Björgvinsdóttir leikur af næmum skilningi og gerir þetta hlutverk þannig að því verður ekki gleymt. Þá kom leikur Dagbjartar Stígssonar mjög á óvart í hlutverki ungs bónda, Shawn Koegh. Tilþrifin voru skemmtileg og blæbrigðin sem hann setti fram voru bæði frumleg og lifandi. Hann var hinn sami gegnum allt leikritið. Það er auðséð að hann hefir áður komið á svið. Hinar fjórar ungu stúlkur, sem leiknar voru af Þóru Helga dóttur, Gerði Sigurðardóttur, Jónu Magnúsdóttur og Svanhvíti Pálsdóttur voru allar líflegar, sungu skínandi vel og settu hressandi svip á leikritið hver á sinn þátt. Sérstaklega voru þær Þóra og Gerður innilegar í sínum hlutverkum. Það er vissulega gaman að túlkun Sig- urðar Björgvinssonar á Jimmy Farrel bónda. Stundum fannst manni hann fara full langt í glensinu, en hann gerði það þannig að hann kom leikhús- gestum í gott skap. Cesil Har- aldsson og Þorvaldur Dan fóru með minni hlutverk en þau gefa ekki tilefni til neinna sérstakra hugleiðinga. í heild var flutn- ingur leikritsins með afbrigð- um góður og er ekki að efa að þetta nýja leikfélag getur gert stórvirki í framtíðinni, ef jafn- mikill hugur og ástundun er lögð til grundvallar og nú. Þrátt fyrir erfiðan tíma, komíð fram á vor og félagslífið að búast í sumarfrí virtist það eng- in áhrif hafa á þessa starfsglöðu leikfélaga, og mikið er það sjálf boðastarf sem liggur á bak við svona sýningu. Þá á Gísli Alfreðsson sínar þakkir fyrir hversu vel honum hefir tekizt öll leikstjórn bæði í smáu og stóru. Það er eins og fátt hafi framhjá honum farið, enda ljúka leikendur allir upp einum munni um að betri sam- vinnu hefði ekki verið hægt að hugsa sér. Leiksvið og leiktjöld önnuð- ust Þorgrímur Einarsson, Ágúst Bjartmars, Jón Svanur Péturs- son og Dagbjartur Stígsson og fer ekki milli málá að sviðið var þeim til sóma. Það vakti undrun mína hversu öllu var haganlega fyrir komið á svið- inu, sem er með því minnsta sem nú gerist hér á landi, enda fór sýningin fram í Stykkis- hólmsbíói ,sem er hús frá því um aldamót með nokkrum end- urbótum og viðaukum. Ágúst Bjartmars annaðist leiksviðs- Framhald á bls. 20. Ef þér eigið bíl þurfið þér einnig að eiga gott tjald, nefnilega polskt tjald FASTEIGNASALAN GARÐASTBÆTI 17 Símar 24647 og 15221. Til sölu við Álfheima 4ra herb. vönduð íbúð á 2. hæð. Miklar og góðar inn- réttingar, teppi á stofum, sameign öll frágengin. Bíl- skúrsréttur. Hagstætt verð. við Laugarásveg 2ja herb. rúmgóð og vönduð íbúð á 2. hæð, stórar svalir. Fagurt útsýni. við Bólstaðarhlíð 5 herb. efri hæð. Bílskúr, ræktuð lóð. Einbýlishúg í Kópavogi, 7 herb., söluverð 700 þúsund, greiðsluskilmál ar hagkvæmir. 2ja og 3ja herb. íbúðir, útb. frá 250 þúsund. Iðnaðarhúsnæði við Grensás- veg í smíðum, 400 ferm. — Teikningar til sýnis á skrif- stofunni. Iðnaðárhúsnæði við Áifhóls- veg og Auðbrekku í Kópa- vogi. Arm Guðjónsson hrl. Þorsteinn Geirsson, hdl. fielgi Ólafsson sölustj Kvöldsimi 40647. FASTEIGNAVAL Skólavörðustíg 3 A, 2. hæð. Símar 22911 og 19255. 2ja herb. kjallaraíbúð við Háaleitisbraut. 2ja herb. íbúðarhæð á Teig- unxrm. 3ja herb. íbúðarhæð ásamt bílskúr við Sundin. 3ja herb. risíbúð í Hlíðunum. 4ra herb. kjallaraíbúð í Kópa- vogi. Góðir greiðsluskilmál- ar. 4ra herb. íbúðairhæð við Skipasund, bílskúrsréttur. í Vatnsendalandi Bústaður á eignarlandi með öllum húsbúnaði. Hægt er að búa í húsinu allan ársins hring. Jón Arason hdL Sölumaður fasteigna Torfi Ásgeirsson Kvöldsími 20037 frá 7—8.30. Til sölu við Njarðargötu, hæð og ris, 80 ferm. hvort Á hæð- inni eru 3 herb. og eldlhús, í risi eru tvö herb. og bað ásamt geymslu. í kjallara er geymsla og sameiginlegt þvottahús. t mjög góðu standi, hagstætt verð og greiðsluskilmálar. Austurstræti 10 A, 5. hæð. SimJ 24850. Kvöldsími 60342. Guðjón Steingrímsson, hrl. Linnetstíg 3, Hafnarfirði Sími 50960 Til sölu m.a. í smíðum Raðhús við sjávarsíðuna, Sel- tjarnarnesi. herb. lúxushús. Einbýlishús á Seltjarnarnesi. Einbýlishús á Flötunum, 8—9 4ra herb. íbúðir á hæðum við Hraunbæ, sérþvottahús. Skipa- & fasfeignasalan KIRKJUHVOLI Simar: 14916 og 1384« Til sölu 3ja-4ra herbergja glæsileg íbúð, 110 ferm. í smíðum í Árbæjarhverfi, með sérhita, sérþvottahúsi og búri. Fullbúin undir tré- verk og málningu á næst- unni. Lá kr. 400 þúsn. á 3. veðrétti fylgir, 1. og 2. ve@- réttur laus. ALMENNA FASTEIGN ASAL AH UNPARGATA 9 SlMI 2050 wmmmmmmmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Til sölu m. a. 2ja herb. íbúðir við Laugarás- veg, Óðinsgötu, Hvassaleiti, Rauðarárstíg. 3ja herb. íbúðir við Hraun- teig, Ásvallagötu, Hring- braut, Sóllheima. 4ra herb. íbúðir við Hraun- bæ, Kleppaveg, Leifsgötu. 5 herb. íbúðir við Skipasund, Sogaveg. 6 og 7 herb. íbúðir við Háa- leitisbraut. Hafnarfjörður 4ra herb. íbúð við Unnar- braut. Skipti á 2ja herb. íbúð æskileg. 1 smíðum 4ra hexb. íbúð í Fossvogi. Raðhús í Fossvogi. Einbýlishús á Flötunum. Einbýlishús við Hábæ. Einbýlishús við Vorsabæ. — Skipti oft möguleg. Steinn Jónsson hdL Lögfræðistofa og fasteignasala Kirkjuhvoli. Símar 19090 og 14951. Heimasdmi sölumanns 16515. Fasteighasalan Hátúni 4 A, Nóatúnshúsið Sími 2-18-70 Glæsilegar 4ra og 6 herb. ibúð ir við Ásenda, Háaleitis- braut, Skólagerði, Hvassa- leiti og víðar. Fokheld og fullbúin einbýlis- hús og raðhús í borginni og nágrenni. Mikið úrval íbúða af öllum gerðum. Okkur vantar tilfinnanlega 3ja herb. í búð á hæð í Laugarneshverfi. Seljendur, skráið íbúðina hjá okkur. Kaupendur, úrvalið er hjá okkur. Verð og gæði við allra hæfi. Komið, sjáið, sanntfærizt. Hilmar Valdimarsson fasteignaviðskiptL Jón Bjarnason næstaréttarlögmaður. Fasteignasala FASTEIGIM int.si v.s Einstaklingsíbúð á 1. hæð í smíðum í gamla bænum. Stór- ar suðursvalir. íbúðin selst til búin undir tréverk með allri sameign og lóð frágenginni. 2ja herb. stór og falleig 3. hæð við Ásforaut. Teppi, suður- svalir, hjónaherbergi, stórt með mjög miklum skápum. 3ja heirb. vönduð 3. hæð við Háaleitisbraut, endaíbúð. Sameign frágengin. 2jla herb. fullgerð íbúð við Hraunbæ. Teppi á stiga og íbúð. Laus strax. 3ja herb. ný íbúð við Klepps- veg. Teppi á stiga og íbúð. Lyfta. 3ja herb. jarðhæð í Hafnar- firði. Teppi, kr. 100 þús. út- borgun við kaupsamning. 4ra herb. 3. hæð í fjórbýlis- húsi við Glaðheima. Ibúðin er öll nýstandsett, einnig verður stigahúsið og húsið að utan málað. 4ra herb. 1. hæð £ steyptu tvíbýlishúsi við Langholts- veg. Laus fljótlega. Útb. má skipta í nokkrar greiðslur. 4ra herb. risibúð við Drápu- hlíð. 4ra herb. 1. hæð í þríbýlishúsi við Ásenda. Mikið af inn- réttingum eru nýjar úr harð við. 5 herb. íbúð í sænsku húsi við Karfavog. Sérinngangur og hiti, aðeins kr. 500 þús. sem má skipta. Parhús við Hlíðarveg. Húsið er tvær hæðir og hiálfur kjallari. Falleg lóð, bílskúrs réttur, útfo. má skipta í nokkrar greiðslur. í smíðum 2ja, 3ja og 6 herb. íbúðir í þríbýlishúsi við Nýbýlaveg. Bílskúr fylgir öllum íbúð- unum. Sérþvottahús, herb. og geymsla er á jarðhæð sem fylgir minni íbúðunum. 3ja og 4—5 heirb. íbúðir við Hraunbæ. Til afhendingar á þessu ári, undir tréverk. 5 herb. íbúð í Fossvogi. íbúð- irnar eru 132 ferm. Sér- þvottahús á hæðinni, 20 ferm. suðursvalir, bílskúrs- réttur. Raðhús á Flötunum. Húsið selst með hitalögn, tvötföldu gleri, og frágengið að utan. Hagstætt lán fylgir á 3. veð- rétti. Útb. mán.greiðsla á rúmu ári í mörgum greiðsl- um. Einbýlishús á Flötunum. Hús- ið er 190 ferm. ásamt tveim ur bílskúrum. Húsið er að mestu frágengið að innan, en ómúrað að utan. Raðhús í Hafnarfirði, Húsið er fokhelt. Útb. má greiða á 10 mán. og greiðast í tfjórum greiðslum. Mikil lán fylgja. (Yfir helmingur af söluverði.) Einbýlishús í Arnarnesi. Hús- ið selst fokíhelt ásamt tveirn ur bílskúrum. Mjög góðir greiðsluskilmálar. Fasteignasala Sigurðar Pálssonar byggingameistara og Gunnars Jónssonar lögmanns. Kambsvegi 32. Símar 34472 og 38414.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.