Morgunblaðið - 06.07.1967, Side 5

Morgunblaðið - 06.07.1967, Side 5
Á myiiilinni má sjá þá óteljandi kapla er liggja frá hinum nýju tækjum sjónvarpsins. - SJÓNVARPIÐ Fratmh. af bLs. 28 þau margvísleg og flókin og lýsa myndir þeim betur en orð'. Við ræddum við Jón Þorsteinsson á meðan hann sýndi okkur tækin. — Nýju tækin koma bæði við útsendingu og upptöku, sagði Jón. — Segja má, að við endur- nýjum flest þau gömlu tæki sem hér voru fyrir, enda sum þeirra aðeins lánstæki, s.b. þau sem voru í sænska sjónvarps bilniuim. Verdur hann nú teíkinn al'veg úr notíkiuin. — Við höfum nú t.d. fengið nýjar myndavélar og þrjár kvik- myndasýningavélar, en höfðum aðeins eina áður, og skapaði það oft mikil óþægindi við útsend- ingar. Þá erum við einnig komnir með tvö myndsegulbands tæki. Byrjuðum við aðeins með eitt, en vorum búnir að fá hitt áður en hlé var gert á útsend- ingunni. Nýja tækið er miklu Nýr skólasl Garðyrkju- skólans jóri f|^ Grétar Unnsteinsson NÝLEGA var Grétar Unnsteins- son, búfræðikandidat, skipaður skólastjóri Garðyrkjuskóla ríkis ins að Reykjum í Ölfusi, en hann gegndi stöðunni sl. vetur. Auk Grétars sóttu um stöðuna Óli Valur Hansson, ráðunautur og Axel Magnússon, kennari við skólann. Grétar er sonur Unnsteins heitins Ólafssonar, fyrrverandi skólastjóra Garðyrkjuskólans. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1967. fullkomnara, og á því m.a. út- búnaður til þess að klippa band- ið eletrónískt, en klipping á myndsegulbandi er mjög vanda- samt og erfitt verk. — Þetta verður mjög mikil breyting til bóta fyi'ir okkur, — nánast bylting. Að niðursetningu tækjanna starfa nú 10 menn og verða til 15. þ.m., en fara þá í sumarfrí. Þá munu þeir taka við sem hafa verið í sumarfríi að undanförnu. — Tækjaútbúnaðurinn er vissulega nógu fullkominn til þess að hægt s'é að sjónvarpa 6 daga vikunnar, en það verður ekki hægt að fjölga útsendingar- dögum nema því aðeins að bætt verði við mönnum. Nú getum við þjálfað okkar menn upp sjálf ir, og þurfum ekki að senda þá til útlanda. Ég álít, að það sé til- tölulega betra fyrir okkur, því þá þjálfast þeir upp við þær að- stæður sem þeir koma til mað að vinna við í framtíðinni. — í tæknideild starfa nú 14 menn og 7 í kivikmyndadeild. Myndsegulböndin tvö. — Tækin sem verið er að satja n'ður núna eru frá nokkr- um löndum, en að miklum meiri hluta þýzk. Myndsegulböndin eru amerísk og hljóðtækin, sem eru mjög fullkomin, eru norsk. Ljusaútbúnaðurinn er enskur. — Stúdíóið er í sjálfu sér nógu stórt, en þar er fulllágt til lofts. , Þörf væri fyrir okkur að fá ann- að minna stúdíó fyrir frétta- þjónustuna, en það kemur sér stundum illa að hafa þetta alltaf bundið þegar útsending fer fram. Á dagskrárdeildinni hittum við Markús Öm Antonsson fréttamann og þul og Ásdísi Hannesdóttur, aðstoðarfrétta- mann. — Það er mikill og útbreidd- ur misskilningur, sagði Markús Örn, að við héma í Sjónvarpinu höfum skammtað okkur sjálfir sex vikna sumarfrí, en ekki er um neitt slíkt að ræða. Þetta hlé sem gert var nú á útsendingum var fyrst og fremst vegna þess að koma þurfti nýju tækjunum fyrir og auðvitað tekur það sinn tíma. Hér á fréttastofunni er ailtaf einhver að vinna eins og í öðrum deildum sjónvarpsins — hér eru alltaf menn til taks ef eitthvað kæmi til sem fréttnæmt væri og svo einnig aðrir að dag- skrárgerð utan stöðvarinnar, en taka samt auðvitað sitt sumar- leyfi, sem er þrjár vikur hjá flestum. .— Aðstaðan til fréttaþjónust- unnar batnar verulega með til- komu þessara nýju teekja. Að- staðan verður margfalt betri þar sem útsendingum er stjórn- að og möguleikar vaxa verulega. Meðan aðeins var til ein kvik- myndasýningarvél og eitt mynd- serudingu þurfti að verja talls- verðluim tímia í að tengja þá fréttakvikmyndir tilbúnar 10-15 mínútum áður en útsending hófst. Og ekki nóg með það, ef sjónvarpsþáttur á kvikmynd kom strax að lokinni fréttaút- sendingu þurfti að tengja þá filmu aftan við fréttafilmurnar. iSvo varð að reyna að hafa til skiptis kvikmyndir og myndir af mynds egulto and i í kivðld- dagiskránni ttl þess að ekki þyrfiti að vera hlé á meðan skipt var um sýningarefni í íækjunum. Þetta verður úr sög- unni núna og verður t.d. hægt að vinna síðbúnar fréttir jafn- vel eftir að útsending er hafin eg sýna þær í lok fréttaþátta, án þess að truflanir verði. Tvö myndsegulbönd gefa líka mik’.u meiri möguleika. Áður kom það oft fyrir að það varð að iaka þált nær allan á ný, ef einhver mistök urðu. Klukku- tímaþátt varð að taka í einni lotu án nokkurs hlés. Nú má gera hlé á upptöku og endurtaka skemmri atriði i dagskrám, ef þau þykja ekki nægilega vel af hendi leyst i fyrstu tilraun. Ör- ygg:ð, sem skapast með tilkomu þsssara nýju tækja er þó eitt mesta gleðiefni okkar. Það má reyndar teljast sérstakt lán að þessi eina kvikmyndasýninga- vél og þetta eina myndsegul- baindistæki skyldiu ékfki bíla al- varlega í vetur. Þetta eru afar fiókin og vandmeðfarin tæki sem hefðu getað farið í ólag hvenær sem var i miiðri útsend- ingu og verið í lamasessi um lengri eða skemmri tíma. Við slíku mátti alltaf búast —1 en við vonuðum hið bezta. Við vissum að það var ekkert varahjól — ekkert upp á að hlaupa ef þessi tæki færu úr lagi. En til þess kom þó ekki. Kannski er það stjórnendum þessara tækja að þakka — þeir gættu þeirra vel. — Þjónusta erlendra frét+a- stofnanna er mjög góð og fáum við alltaf tvo pakka með film- um á dag. Mikill meiri hluti þessara mynda hefur verið sýnd- ur í fréttum sjónvarpsins, og ef ekki þar, þá í Myndsjánni, eða í þætiinum Erlend málefni. — Það hefur líka gengið furðu lega vei að ná í" innlendar rré.tamyndir. Margir af frétta- mönnum sjónvarpsins úti á landi hafa sýnt mikinn áhuga og dugnað. Það tekur eðlilega nokk urn tima fyrir þá að þjálfast í að taka fréttakvikmyndir, en ég mund' segja að þetta hefði yfir- leitt tekizt mjög vel. Markús Örn er formaður Starfsmannafélags Sjónvarps- ins og sagði hann okkur að þar Siöríuðu nú um 50 manns. — Framkvæmdastjóri og deild arstjórar Sjónvarpsins hafa lagt Pólsku tjöldin eru sérstaklega stöguð fyrir íslenzka veðráttu Markús Örn Antonsson og Ásdís Hannesdóttir að störfum á fréttastofunni. Nýja hljóðstjórnunarborðiff norska, sem mun vera eitt full- komnasta sinnar tegundar. Verður mikill munur á þvi og gamla borðinu, sem sjónvarpið fékk frá útvarpinu og hafði verið notað þegar útvarpið va • staðsett í Landssímahúsinu. mikla áherzlu á það að starfs- fólki hér yrði fjölgað verulega, sagði Markús, eða allt upp í 80, áður en 6 daga sjónvarp hefst. Það er takmarkað sem svo fáir menn geta, sama þótt þeir séu allir af vilja gerðir, Af þessum 50 sem hér starfa eru um 20 sem hafa enga samninga þó+t þeir hafi starfað hérna síðan sjónvarpið hóf útsendingar. Þetta erum við eðlilega mjög óánæðir með og starfsmanna- félagið hefur verið að reyna að gera sitt til þess að fá þetta fólk fastráðið. Eins og ég sagði áðan gefur það augaleið, að það verður að fjölga starfsfólki ef útsendingar dögum á að fjöLga. Ég held, að yfirvinnutímarnir segi bezt til um það hversu mikið verk það er fyrir svo fáa menn að annast 4 daga útsendingu. Skortur á starfsfólki mun óhjákvæmilega koma verulega niður á því efni sem flutt er í sjónvarpinu og ég reikna með að fæstir vilji að slí.kt verði og það má þá örugg- lega teljast spor í ranga átt. Út- varpsráð er meðmælt því, að starfsfólki hér verði fjölgað upp í 80 manns — flest yfirvöld þess arar stofnunar virðast hafa skiln ing á nauðsyn þess, og vonumst viið til þesis að það verði farið að auglýsa þessar stöður lausar, ■þiví óhjákvæmilega þarf fólk að vera búið að fá nokkra þjálfun, áður en hægt er að krefjast þess, að það skild fiullkum afköstiuim. ^erðubreið SINSi fer vestur um land í hring- ferð 11. þ. m. Vörumóttaka á fimmtudag og föstudag til Pat reksfjarðar, Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyr- ar, Suðureyrar, Bolungavíkur, ísafjarðar, Ingólfsfjarðar, Norðurfjarðar, Djúpuvíkur, Skagastrandar, Blönduóss, Síglufjarðar, Ólafsfjarðar, Grímseyjar’ Kópaskers,, Bakkafjarðar og Borgarfjarð- ar. Farseðlar seldir á mánu- dag. IVLs *EIsic fer austur um land í hringferð 12. þ.m. Vörumóttaka á fimmtu'dag og föstudag til Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfj arðar, Fáskrúðsfj arð ar, Reyðarfjarðar, Eskifjarð- ar, Norðfjarðar, Seyðisfjarð- ar, Vopnafjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar, Akureyrar og Siglufjarðar. Farseðlar seldir á föstudag. Ms. Herjólfur fer til Vestmannaeyja og Hornafjarðar 12. þ. m. Vöru- móttaka til Hornafjarðar á þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.