Morgunblaðið - 06.07.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.07.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JULI 1967. EFTIR KRISTMANN GUÐMUNDSSON 28 arblíðan minntu á indæla frí- daga hjá frænku hans á Kyrra- hafsströndinni. Hann kunni líka vel við þetta silfurhærða, bjarta fólk, sem aldrei þurfti að flýta sér, en var gestrisið og gott heim að sækja. Hann hafði þeg- ar tekið námskeið í tungu þess, sem var mjög einföld og orðfá. í>að hafði engar bókmenntir, en gott litaskyn og óf úr marglitu sefi tjöld og voðir, er það skreytti með hús sín að innan. Því var heldur ekki að neita að Lahára konungsdóttir var ákaflega indæll félagi, blíð og brosmild, ekki ólík hálfvaxinni telpu í fasi og hugsunarhætti. En þroskuð kona var hún eigi að síður, og það í bezta lagi, bústin og barmfögur, handsmá og hír- eyg, eins og eitthvert skáld hafði sagt. Þegar hún leit á hann hin- um stóru ljósbláu augum sínum, er voru hrein eins og himinblám inn yfir landi hans, og sagði í barnslegri einlægni: „Mikið er ég fegin að þú skildir koma til okkar“, þá langaði hann til að taka hana í faðm sér og kyssa hana. Og eitt sinn er þau voru ein úti í skóginum, innan um blómrík tré og runna, lét hann eftir þeirri löngun sinni. Henni varð undarlega við, og það kom í ljós að kossar voru óþekkt fyr- irbæri á Góma Rana. En ekki leið á löngu áður en hann hafði kennt henni listina að kyssa, og varð hún þá engu síður sólgin í þau atlot en hann. Eftir það fóru þau oft ein saman um blómgaða mörkina, og nutu þess að vera til og nálægt hvort öðru. Hún var fjarska töfrandi í einfeldni sinni og sakleysi, fersk eins og döggvaður morgun. Fegrunar- meðul þekkti hún engin, nema safa úr ilmjurtum, er minntu á lavendla; það var alltaf mjög þægileg angan af líkama henn- ar. Hann fræddist af henni um fólkið og líf þess, er leit út fyrir að vera mjög frumstætt, en jafn framt hamingjusamt. Háramir lifðu venjulega fjögur — fimm hundruð ár. Þeir nærðust ein- göngu á ávöxtum, en drukku vín, sem var dálítið áfengt. Sjúkdóm- ar voru óþekktir þeirra á meðal, og áhyggjur höfðu þeir nélega engar. Einkvæni var algengast, en konur áttu sjaldan nema tvö börn á allri ævi sinni. Þarna var eilíft sumar, sól- bjartir dagar, en dimrnar nætur, því að ekkert tungl fylgdi jarð- stjörnunni. Dægrin voru lítið eitt lengri en á Jörðinni, eða rúmar fjórtán klukkustundir. Fólk flest hafði lítið tímaskyn. Trúarbrögð in voru jafneinföld og annað þarna: menn tilbáðu sólina og óttuðust myrkrið, því að þeit sögðu að þá kæmu verur á kreik, er byggju í undirdjúpunum. Skemmtanir voru fábreyttar, en ekki laust við að fólk hefði gam- an af smáhrekkjum, og oft var rígur á milli þorpa. Lahára gerði þó lítið úr þessu, og virtist bað hafaa tfarið framhjá henni að mestu. Verurnar sem bjuggu í undir- djúpunum — hverjar voru þær? Allir geimfararnir höfðu þá sögu að segja, að stúlkurnar sem þeir kynntust hefðu beig af þessu „Næturfólki", er það nefndi svo. Raunar virtist það ekki gera neinum mein, en það kom upp úr jörðinni þegar dimma tók, til að sækja sér ávexti í skógana, og þá var ekki vert að verða á leið þess. Inn í þorpin kom það aldrei, og enn síður í hús manna, var því öli- um óhætt innan dyra. En Hár- arnir gengu jafnan til svefns þegar rökkva tók og risu með morgunsárinu. Þeir gátu kveikt eld, að hætti frumstæðra manna, og í bústöðum höfðingjanna voru til ljósalampar, er brenndu jurta olíu, en það voru miklir dýr- gripir, sem alþýðan átti ekki kost á að eignast. Lahára sagði Ómari að Næturfólkið byggi þá til, því að það hefði málma og kynni að smíða úr þeim, en að eikki hefðu aðrir leyfi til að verzla við það en konungarnir. „Faðir minn keypti af því silfur- sveiginn, er hann ber á höfði sér“, sagði hún eitt sinn. „Hann COSPÍf þekkir höfðingja þess, er býr í klettahæðinni, sem þú sérð þarna austurfrá“. Ómar sagði Danó frá þeissum upplýsingum hennar, og árásar- svei'anforinginn varð mjög hugsi. „Ég hef líka heyrt um þetla undirheimafólk-1, sagði hann. „En þegar ég spurði íháru prinsessu um það, hristi hún höf- uðið og eyddi talinu. Nú á ég von á konungssyninum innan stundar og það er bezt að vita hrvað hann segir um þetta. Háror er góður og hreinskilinn maður, að því er ég bezt fæ séð, og ég hef ekki reynt hann að neinni lýgi. Dokaðu við þangað til hann kemur“. Prinsinn var sviphreinn og drengilegur, en spurningar Danós komu honum auðsjáanlega úr jafnvægi. Hann laut höfði og hugsaði sig len.gi um, en að síð- ustu mælti hann: , Það er ekki vilji iföður míns að um þetta sé rætt. En ég tel mér ekki samboð :ð að segja annað en sannleik- ann í málinu, úr því að þú spyrð mig. Næturfóikið býr í hellum og hvelfingum neðanjarðar, en þó aðallega í klettahæðum þeim, sem hér eru víða um landið. Það þolir illa sólskin, og kemur því út á nóttini, tii að afla sér fæðu, ?n ljós loga þó jafnan í bú- siöðum þess. Heyrt hef ég sagt, að þetta sé elsta man.nkyn á hnetti okkar, og hafi vanizt liifn- aðarháttum sínum þegar hér var miklu heitara en nú er. Frið- samt er fólk þetta og hefur aldreí á okkur leitað, en enginn samgangur hefur verið á milli þess og alþýðu manna, hér í landi að minnsta kosti. Djarfir Alan Williams: PLATSKEGGUR Hann hafði sextíu pund til ferðarinnar, og það var aleiga hans sem hann hafði sparað sam an í Finnlandi um sumarið. í fjögur ár hafði hann verið ást- fanginn af norskri stúlku, sem vann í skrifstofu í Amsterdam. („Lítil svarthærð stúlka, alls ekki neitt lík þeim norsku, með kattaraugu og grannan hvítan skrokk, eins og kínversk stelpa“, hafði hann sagt Neil). Þau voru með sífelldar ráðagerðir um að gifta sig, en þá greip óróinn van Loon, svo að hann varð að leggja af stað í ferðalag aftur. Síðasta ferðin hafði verið til skóga Finn lands, þar sem hann hafði kurlað við, tíu tíma á dag og drukkið tréspírítus á nóttinni, og sofið hann úr sér í snjónum. Þegar hann kom aftur til Amsterdam, frétti hann sér að óvörum, að stúlkan hans var gift Hollend- ingi í opinberri þjónustu, og þau voru þegar farin til Borneo. Fyrst hafði alveg dottið yfir hann, og hann gat ekki trúað þessu en svo varð hann bara vondur og fór að drekka. („Hún hleypur burt með þessum stjórn- arblesa, sköllóttoim og með gler- augu!“, hafði hann öskrað til Neils. „Ég hefði getað kálað þeim báðum!“). En þar eð þau voru bæði svona rækilega utan seilingar, hafði hann náð sér niðri á föður brúðgumans með því að fleygja honum í einn skurðinn, og lögreglumanni, sem geikk á eftir honum. Tveir lög- reglumenn í viðbót höfðu reynt að ná í hann, en þeir hofðu líka lent í skurðinum, og drógu hann með sér, er honum hafði tekizt að bjarga sér í land og hverfa bak við vöruskemmu, þar sem hann hafði hrasað og lent í syk- urtunnu. („Ég kom hlaupandi út á torgið, hivítur eins og snjókall!“ sagði hann við Neil og glotti).. Svona sykraður hafði hann ver- ið eltur gegn um hálfa Amster- damborg og svo hafði hann feng- ið æðiskast á lögreglustöðinni, og komið þremur mönnum á spítala áður en honum varð komið inn í fangaklefa. Hann hafði haft upp úr þessu fjögurra mánaða fangelsi. Svo þegar hann kom út, fyrir eift- hvað mánuði, hafði hann lagt af stað í þessa hnattreisu sína. Með þrautseigju og ýmsum brögðum, hafði honum tekizt að lifa á sjö pundum, síðan hann fór frá Am- sterdam, rekinn áfram af ein- hverri heimskulegri von um að 5 geta áður en lyki komizt til Borneo og náð í stúlkuna sína aftur. („Hún kynni að vilja koma með mér — kannski er maður- inn hennar þegar orðinn drykkju maður, svo að hún mundi skilja við hann. Allir hollenzkir em- bætitismeinn þarna austurfriá eru fyllibyttur. Eintóm rigning og höggormar og ekikert að gera nema drekka. Og svo kynni hann að taka sér svarta stelpu"). Hann sat á rúminu sínu, þög- ull, og saug pípuna sína og hlustaði á sönglið í munkunum úti fyrir. Bjalla hringdi eymdar- lega — snöggt, falskt hljóð, sem Neil hryllti við. Það var farið að verða kalt þarna í klefanum og hann vafði sig í strigaábreiðuna, o.g fann hálminn stingast gegn um vinnubuxurnar sínar. — Þetta er hálÆgerður eymdar staður, sagði van Loon og starði í ljósið á olíulampanum, — það getur varla verið, að þessir munkar hérna hafi almennilega víngarða .... eða þá drekka þeir allt vínið sjálfir. Skyldum við fá noklkuð að éta í kvöld? — Við skulum fá okkur lögg af ouzo, sagði Neil. Okkur er eins gott að hafa eitthivað að gæða okkur á. Það er hvont sem er of dimmt til að lesa. Um leið og van Loon tók flösk una upp úr töskunni sinni, heyrð ist eitthvert fótatak utan af svöl unum og munkurinn fcom inn með bakka hlaðinn fiski, ólív- um, könnu af víni og tvö vatns- glös full af arak. Hann setti þetta á gólfið og van Loon bauð hon- um að smakka á ouzo. Hann glotti íbyggnilslega og setti flösk una á munn sér og drakk að minnsta kosti þumlungs borð í einum teyg, straulk svo skeggið og glotti og eina augað ljómaði grimmdarlega. Van Loon klapp- aði honum á öxlina. „Þetta er góður öldungur“. sagði hann við Neil, þegar munkurinn var far- inn. Neil var farinn að smakka á fi,ski.num. Hann var svo harður, að hann molnaði undir tönn- inni, eins og kex. — Hann hefði getað gefdð okkur eitthvað skárra en þetta, sagði hann. Van Loon var að prófa arakið. — Það er galli á þér, kunningi, sagði hann með glöggskyggni, sem fór í taugarnar á Neil, — að þú ert ofgóðu vanur. Hugs- aðu þér þennan gamla mann. Hann verður kannski hundrað ára. Hann les bænirnar sínar, étur maiinn sinn, drekkur eitt- hivert feikna fár og er ánægður. Hann tók annan sopa af arakinu og bætti við: — Þetta, sem hann gefur okkur, er m.iklu sterkara en þetta ouzo, sem ég hef. Eftir að hafa smakkað á því, er hægt að éta hvað sem er! Neil tók upp glasið sitt og sötraði hið gagnsæja áfengi. Það barkaði í kokinu á honum og hann hitaði í fingurgómana. Hann beit í fiskbita, tuggði tvær skorpnar ólívur, lagðist aftur á bak á rúmið og hugsaði um London og hina háfættu, smábrjóstuðu ungfrú Caroline Tucker, sem var að ganga í bréfa skóla í rússnesku og iþeysti í leigubílum gegn um dimma ganga til þess að éta snigla og hlusta á Hutch. Hann lauk við arakið og van Loon rétti honurn vínkönnuna. Vínið var sætt og sterkt og skol- aði burtu saltbragðinu af fisk- inum, og svo drukku þeir báðir í ró og næði, og van Loon talaði um, hvernig hann ætlaði að ganga í endumýjungu lífdag- anna, þegar hann kæmi til Am- sterdam — þá skyldi hann gifta sig og kaupa sér vespu og ekki drekka annað en bjór á kvöldin áður en hann færi heim til kon- unnar sinnar. Þeir luku við vínið og sneru sér aftur að ouzoinu. Hollend- ingurinn lét dæluna ganga, en Nei lá kyrr, hugsi. f samanburði við ástandið hjá van Loon var vandamál hans meira á pappirn- um. Hann vann hjá einu virtasta miðlungsblaði Bretlands, sem kom út á sunnudögum. Þessi tólf ár, sem hann hafði verið viö blaðamennsku eftix að hann kom frá Cambriidge með prótf í sögu, Fuld lœngde som speedbád 320 cm Fuld lœngde som traller m/trœk 210 cm íSEKURA garœr Jt ^ogland.,11 TIL FISKERI OG TIL HELE FAM I LI E N S.;F-ERTE' •e8|ap|oq96||peA ua6u| jeqyse|6 þie>j>||8pnjq ‘jqeisieq i lenqsuiejj jpunj eddq e>|>j! ub>| Q33dS £ INGÞÓR HARALDSSON H.F. Snorrabraut 22 — Sími 14245 — Reykjavík Verktakar — einstaklingar Massey Ferguson Höfum ávallt hinar fjölhæfu Massey Ferguson gröfur og litlar ýtur til leigu, í minni eða stærri verk. Tíma- eða ákvæðisvinna. Vanir menn vinna verkin. Upplýsingar í síma 31433. Heimasími 32160.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.