Morgunblaðið - 08.07.1967, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JULI 1967.
17
- LISTIR
BÓKMEITIR - LISTIR
BÓKMEiTIR - LISTIR
-, LISTIR
Rithöfundar eiga að skrifa fyrir samtíð sína og vera í
nánum tengslum við fólkið
— Viðtal við Jakob Jonasson rithöfund
iÞAÐ var birkiilmur inni í stof-
unni hjá Jakobi Jónassyni rit-
höfundi, þegar ég heimsótti hann
einn góðviðrisdaginn fyrir
skömmu. Rithöfundurinn var úti
i garði að sóla sig og þegar hann
kom inn og við vorum búnir að
heilsast sagði hann: „Ég kann
vel við mig hérna á Guðrúnar-
götunni. I>að líða ekki mörg ár
þangað til að gatan verður sem
trjágöng, þegar litið er eftir
henni“. Svo fáum viJð okkur sæti.
Á veggjum stofunnar hanga
málverk frá Reykjanesi í
Strandarsýslu þar sem kona
Jakobs er fædd og uppalin,
'frá Leirá í Borgarfirði og frá
Þingvöllum. — Þessa mynd gaf
einn listmálarinn mér, segir
Jakob. — Hann kom hingað með
hana undir hendinni og sagði að
hún væri þakklætisvottur fyrir
dægurlagatexta er ég hafði sam-
ið og kallað, Júlínótt á Þing-
völlum. Listamaðurmn var mjög
hriifinn af þeim texta.
— Þú gerir eitthvað að því að
yrkja ljóð?
— Lítið. Það eru helxt stökur
og lausavísur. Annars gerði ég
itöluvert að þessu á tímabili. Er
nú búinn að eyðileggja það allt
saman.
Se.m íslendinga er háttur vil
ég forvitnast um ætt og uppruna
Jakobs.
—- Ég er alinn upp á sauðakjöti
hjá afa mínum, já og alnafna,
og ömmu minni á Gunnarsstöð-
um í Bakkafirði, svarar Jakob.
Amma og föðursystir mín, Guð-
rún, kunnu kynstrin öll af alls
ikonar sögum, sem við krakkarn-
ir drukkum í okkur eins og lífs-
mæringu. Ég var strax á unga
aldri talinn bókhneigður og las
allt, sem ég náði í, en því miður
var bókakostur ifremur lítill þar
um síóðir.
Ég var ungur að árum þegar
ég var látinn fara að sitja yfir
kvifánum o«g var því flesta daga
einn úti í náttúrunni, enda varð
ég ungur mikill náttúruunnandi.
lEkki þori ég að fullyrða, að það
hafi verið fegurð náttúrunnar,
hljómur vatnanna eða söngur
fuglanna, sem laðaði fram í mér
sik'áldtsikaiparhneigð. Og þó? Allt
um það, að mig fór að langa til
að ynkja Ijóð við þessa dásam-
legu hljómkviðu, — taka undir
við raddir náttúrunnar.
— Þú hefur þá ungur hafizt
har við skáldskapinn?
— Ég byrjaði á að yrkja, en
vitanlega var sá skáldskapur
einskis virði, nema fyrir sjálfan
mig og þær verur sem ég skap-
aði og áttu heima í hólum og
.klettum í kringum mig. Guðrún
frænka mín fræddi mig á því að
öll skáid yrðu óhamingj usöm og
bað mig því að hætta sliku dútl.r.
— Og þú he-fur ekki látið segj-
ast við orð frænkunnar?
— Ég trúði þessu nú, en syndg-
aði þó af og til.
Fyrsta bókin 1945.
— Og svo hefur þú hleyp*
heimadraganum?
- Ég var um tvítugt þegar ég
loksins fékk að fara í skóla
Ég var tvo vetur í Búnaðarskól-
anum á Hólum, síðan einn vetur
í Samvinnuskólanum og einn
vetur í Kennaraskólanum. Þetta
varð öll mín menntun, en auk
þess haf ég eftir föngum reynt
að sjálfmennta mig.
— Þú hefur haldið áfram að
skiifa á þessum árum?
— Ég skrifaði dálítið af smá-
sögum og söguköflum, en gerði
lítið með það, — eitthivað komst
þó á prent. Ég, veit ekki hvað
hefði orðið ef ekki hefði hent sú
ólukka, að mest af því sem ég
hafði skrifað eyðilagðist í vatni
og varð til þess að kalla tár fram
í augun á litlum karli.
— En þú hefur ekiki látið bug-
azt?
— Ég gat ekki hætt, þótt ég
hefði ákveðið það með sjálfum
mér að svo skyldi verða. Það var
fyrir áeggjan vinar míns Árna
frú Múla, og með aðstoð Ragnars
í Smára, að handritið aif fyrstu
bók minni komst á prent. Byrj-
unin var ekki verri en það, að
hún varð mér hvatning til að
halda áfram.
— Hvað eru svo komnar út
margar bækur eftir þi-g?
— Þær eru orðnar fimm, skáld-
sögurnar sem gefnar hafa verið
út, og ég er að vinna að þeirri
sjöttu, sem mun koma á næsta
ári. Fyrsta bókin er nefndisí
„Börn framtíðarinnar" kom út
1945, þá kom „ógróin spor“
1953, þá' kom „Myndin sem
hivanf", síðan „Myllusteinninn“
og loks síðasta bókin, en hana
nefndi ég „Konan sem kunni að
þegja“, hún kom út 1965. Ég
■heyrði Svavar Gests, gera grín að
nafni bókarinnar í einum út-
varpsþátta sinna. Þótfi honum
ótrúlegt að .nokkur kona væri ti-
sem slíkt kynni!
— Hvað kanntu að segja mer
um bókina sem þú ert að skrifa?
— Það verður nokkuð löng
saga, líklega einar 300 blaðsíð-
ur. Þetta verður nokkurs konar
Fjallkirkja, þótt ekki sé um að
ræða neina stælingu á verki
Gunnars Gunnarssonar. Ég
reikna nú. með að einhiverjir
kalli þessa sögu kerlingabók.
— Og .hvað getur þú sag.t mér
um bækur þínar yfirleitt?
— Helzt sem minnst. Það er
lélegur höfundur, sem hælir
verkum sínum og er fyllilega
ánægður með þau, en á hír.ui
bó.ginn hlífist maður við að lasta
þau, að minnsta kosti í annarra
eyru. Ég er ánægður með sumt,
,en óánægður með annað. En
bækur mínar hafa flestar selzt
mjög vel, og mér þykir vænt um
minn lesendáhóp.
— En tekur þú samt ekki eiua
bók þína fram yfir aðrar?
— Það er ekki talið bera votí
um mikla reisn að mismuna
börnum sínum á áberandi nátt.
Þessar bækur eru alla,r afkvæmi
rríín og því að einhverju leyti
hluti af sjálfum mér. Ef satt skal
segja, þá kemur Myllusteinninn
mér í hug, er ég heyri stórra .íð-
inda getið, það er bók sem
sennilega verður aldrei full-
skráð. í þeirri bók dreg ég
fram tvo meginþætti í við-
skiptum mannanna í þessum
óróaheimi, sem hljóta að vaida
örlagaríkum úrslitum um síðir
— hvor svo sem sigrar. Annars
vegar er mildin og mannúðdn,
eða það sem við köllum guðseðl-
ið í manninum, en á hinn bóginn
kaldrifjuð og miskunnarlaus
efnishyg.gja. Ég ímynda mér því,
að lesandinn spyrji sj'álfan sig
eftir lestur bókarinnar: Hver
þeirra kemur til með að sigra
heiminn, Sólrún á Svartsstöðum
eða Karlotta á Selseyri? Nú, og
er þetta ekki spurningin, sem
hinn menntaði hluti mannheims
er að reyna að svara í dag og
skapa í sama anda og Karlotta,
nýjan og betri þjóðfélagsheim?
Ef til vill eru til menn, sem
kalla þetta tálmynd — þeir um
það.
Byggja ber á þjóðlegum menn-
ingargrundvellL
— Er hægt að svara spurmngu
um það hvernig þú byggir upp
skáldsögur þínar?
— Ég veit ekki hvort ég ætti
að reyna að svara því. Ég mundl
segja að það væri á ýmsa vegu.
Stundum er það út frá því sem
ég heyri eða les, stundum út
frá hugsun minni um mannlífið
sjálft. Úr þessu vinnur svo undir
meðvitundin án þess að ég verði
þess mikið var fy,rr en þetta
kem'ur í fullgerðum myndum
fram í hugann og skynsemin er
kölluð til starfa, — eða hvað á
ég að kalla það. Þá fyrst fer ég
að byggja uppistöðurnar og sið-
an ívafið, sem kemur að mestu
leyti frá sögupersónunum, sem
ég ýmist skapa eftir efni .sög-
unnar, eða stæli persónur sem
orðið hafa á vegi mínum og vak-.
ið hafa athygli mína á einn eða
annan hátt. Annars er þetta sjálf
sagt ákaflega breytilagt hjá
skáldsagnahöfundunum og um
þá má eflaust segja, „að svo er
margt sinnið sem skinnið“.
Sumir halda þvi fram, að rit-
hofundar eigi að vera reiðir og
rífa niður, en ég persónulega
held að enginn rithöfundur eigi
að rífa niður, nema að han-n telji
sig jafnframt færan um að
byggjá upp annað og betra í
staðinn. Þar að auki tekur eng-
inn vitiborinn maður mark á
því sem reiður maður segir eða
skrifar. Vitanlega verða rithöf-
undar að vera vökulir menn og
fylgjast vel með því sem er ao
gerast og vera ósáttir við það,
sem þeir telja landi sínu og þjóð
ganga í óhag. En mín skoðun er
sú, að allt sköpunarverkið sé háð
hægfara þróun, stig af stigi og
þar með líf okkar sjálfra. Sumir
rithöfundar halda því fram, að
það liggi ekki í þeirra verka-
hring að skrifa fyrir fjöldann
eða samtíð sína, samanber „Mitt
er að skrifa, en ykkar að skilja“.
Ég vil aftur á móti halda því
fram, að þeir höfundar, sem
skrifa fyrir samtíð sína og eru. í
n-ánurn tengslum við fólkið, —
skrifa um það sem fólkið skilur
■og kann að meta, séu nýtustu höf
undar síns tímabils. Mundi ég
telja mór létt verk að Ææra rök
fyrir því ef það ætti .hér við, en
nefni í þess stað bækur Jóns
Trausta, Einars Kvarans og
sumar bækur Halldórs Laxness,
svo eitthvað sé nefnt af fjöldan-
um.
— Og hvaða hæfileikum teiur
þú þá að rithöfundur eigi að
vera gæddur?
— Því er náttúrlega vandsvar-
að. Ég mundi segja, að hann
þyrfti að vera brot af sálfræð-
ingi og fagurfræðingi auk
þess sem hann þyrfti að vera
hugmyndaríkur, viljasterkur
og hafa tamið skap og
vera einlægur gagnvart sjálfum
sér og samtíð sinni, en þó emk-
um og sér í lagi umbótamaðu.r
og ættjarðarivinur. Ég hika ekki
við að fullyrða að það hvílir
mikil ábyrgð á rithöfundum
.gagnivart þjóð sinni. Á ég þar
sérstaklega við, að þeir vandi
sem bezt mál og stíl á textum
sínum og byggi á þjóðlegum
'm'enningargrundvellL
— Reyna það ekki allir?
— Sennilega vilja allir höfund
ar það. En mér líkar illa við
þessa menn, sem leggja sig í
framkróka um að túlka tóm-
leika og tilgangsleysi lífs okkar
hér á þessari jarðkúlu. Allt
virðist abstrakt og afskræmt í
þeirra augum. En þeir um bað,
þeir geta ekki að þessu gart og
'verða reiðir við allt og alla. Ég
trúi á gróandi þjóðlíf í landi
Jakob Jónasson, rithöfundur.
voru. ísland er land mögule’k-
anna og hér er gott fólk. Þjó.ðin
er fröðleiksfús og skáldhneigð.
Þess vegna fullyrði ég, að hvað
sem ölluim hrakspiáíJcm'um ldður,
þá miuini skiál'disaga'n lifa meðan
íslenzk tunga verður töluð í landi
voru, cg það er ekkert sem við
getum kallað kraftaverk vegna
þess, að hrynjandi og Ijóðræna
tungunnar fæða af sér skáld. Af
framansögðu er sennilega hægt
að sjá um hvaða efni bækur mín-
ar fjalla og hvað ég vildi hafa
sagt þjóð minni.
Smátt skammtar faðir minn.
— Hvað væri hægt að segja
um aðbúnað skálda og rithöf-
unda hér á landi?
— Ég mundi svara þessu Hkt
og drehgutinn sagði forðum
daga um föður sinn: , ,Smátt
skammtar faðir minn smérið“.
„Hann hefur ekki séð t.il þess,
auminginn", svaraði rnóðir
drengsins. „Hann hefur þó séð
til að hafa það nógu lítið“, svar-
aði drengurinn.
Ég hef nú vonað að þetta stæði
til bóta með batnandi hag þjóð-
arinnar og ört fjölgandi íbúum
landsins, en vægast sagt foendir
síðasta úthlutun listamanna-
launa í þiveröfuga átt, en þá var
fækkað um 24 í þeim hópi er
laun hlutu. Þetta er hörmulegur
niðurskurður í góðæri. Satt að
segja minnir þetta mig á þá tíma
er bændur neyddust til að skera
af fóðrum, meðan þeir fram-
fleyttu búpeningi sínum 'á rán-
rækt einni saman.
En þetta stendur vonandi allt
til bóta. Við eigum víðsýnan, og
að ég hygg, allgóðan listamann
fyrir men'ntamálaráð'herira. Ég
leyfi mér því að vona að hon-
um, með stuðningi þeirra manna,
sem skilja að listin er og verður
andleg lífæð þjóðanna, takizt að
koma þessum málum í viðun-
andi horf.
— Það er sem sagt litið upp
úr því að haifa að skrifa skáld-
sögur á íslandi?
— Ég skrifa mér hvorki til
frægðar eða fjár — ég skrifa af
innri þörf. Ég reyndi að hætta,
einis ag ég saigði þér, en það tókist
ekki, og síðustu tuttugu árin hef
ég ekki haft neina löngun til að
deyða þennan hluta af mér. Ef
til (vill á ég það að þakka mín-
um trygga lesendahópi.
G ð.ir gagnnýnandi vinnur
þarít verk.
— Hvað íinnst þér um gagn-
:ýr:i Jakob?
— Heilbrigð gagnrýni er öll-
um nauðsynleg. Olhól getur ver-
ið hætJuleg., ’einkum ungum
mönnum og jaínvel svift þá
sjálfsgagnrýni. Aftur á móti eru
illikviitnislegar aðfinnslur og
hártoganir engum greindum
gagnrýnanaa sæmandi. Góður
gagmýnandi vinnur þarft og
gott verk, er leiðbelnandi um
leið og hann íinnur að. En þess-
ir formúiubundnu gagnrýnend-
ur og þeir sem hafa belgt sig út
á erlendum smum, og þá ekki
sízt þeir sem dá „Nýju fötin
keisairans“, þ.e. dá mest það sem
þeir skilja ekki, eru höfundum
óþarfir og tii skaða bókakaup-
endum. Annars heid ég, að fólk-
ið sjálft séu hlnir einu og réttu
gagnrýnendur, sem mark er tak-
andi á. Athugaðu bíóin, leikhús-
in og hljómleikaria. Þar sækir
fólkið það i,m samrýmist þeirra
listasmekk, hvað sem gagnrýn-
andinn .kann að ha.ía skrifað urn
■verkið. Þe.ia er ein síerkasta
sloðin undir isænzka menningu,
að fólkið heldur dóm.greind sinni
óbrjálaðri og er blessunarlega
lauj, við múgsefjun.
— Nú eru margir sem telja
það í senn að skáldsagan sé
dauðadæmd og að ísienzkan sé á
leið í að blandast mikið erlend-
um málum?
— Ég neita því ekki, að við
stöndum á hæitulegum vega-
mótum. Þessi þjóð, sem öldum
saman hefur lifað einangruð
norffiur við Duimbsihaif, er mú
skyndilega komin inn á aðai-
stræti heimsmenningarinnar,
þar sem við verðum að velja og
hafna. Nú reynir á hvað íslend-
ingseðlið er sterkt og menningar
grundivöllur vor traustur. íslend
ingar hafa slaðið af sér elda og
ísa, drepsóttir og erlenda kúg-
un. Hér mun sem o.ftar blessaða
ylhýra málið og sagan verða okk
ur bjartasta leiðarljós. Deyi mál-
ið, deyr sagan og íslendingurinn
hættir að vera til. Ég treysti
hinni þrótlmiklu og velmennt-
uðu æsku. Hennar er landið og
hennar verður sagan. Þessum
orðum mínum vildi ég að -hugs-
andi æskufólk veitti athygli og
gerði að sínum orðum, 'því að enn
stendur það óhaggað sem skáld-
Framhald á bls. 29