Morgunblaðið - 21.07.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.07.1967, Blaðsíða 3
MORGUNRLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1967 3 Skdlholtshótíðin ó sunnudng HIN ÁRLEGA Skálholtshátíð verður haldin að Skálholti n.k. sunnudag, 23. júlí. Messað verð- ur í Skálholtskirkju og hefst g-uðsþjónustan klukkan 13.30 með kiukknahringingu. Biskup íslands, herra Sigurbjöm Ein- arsson, þjónar fyrir altari og séra Sigurður Pálsson, vígslu- biskup, prédikar. Skálholtskór syngur undir stjórn Dr, Róberts A. Ottóson- ar, söngmálastjóra Þjóðkirkjunn ar en organleikari verður Hauk ur Guðlaugsson. Klukkan 16.30 hefst svo samkoma í kirkjunni. Þar leikur Haukur Guðlaugs- son á orgel Choral í E-dúr eftir César Franck. Tómas Guðmunds son, skáld flytur ræðu og Sig- urveig Hjaltested syngur ein- söng. Gunnar Egilsson leikur á klarinett með orgeli nokkur verk en síðan er ritningalestur og bæn, sem séra Ingólfur Ást- marsson sér um: Að lokum verð ur almennur söngur. Skálholtskirkja ísland mætti vera aðeins sunnar — sagði forseti íslands í boði forseta Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings New York, Washington, Reykjavík, 20. júlí. AP—USIS. FORSETI íslands, herra Ás- geir Ásgeirsson, kom til New York í gærkvöldi frá Wash- ington. — Heldur forsetinn kyrru fyrir í New York þar til á föstudag, en þá heldur hann til New Jersey í einka- erindum. Frá Bandaríkjun- um fer hann svo á fimmtu- dag í næstu viku flugleiðis til Íslendingabyggða í Kan- ada. — í gær sat forsetinn hádegis- verðarboð 'Hubert H. Humph- reys, varaforseta Bandaríkj- anna, í Smithsonian-stofnuninni og heimsótti Alþjóða gjaldeyris- sjóðinn, Alþjóðabankann og bandaríska þingið. í för með for- setanum voru Emil Jónsson ut- anrííkisráðherra og sonur for- setans, Þórhallur Ásgeirsson r áðuney tisst j óri. Forsetinn kom til WaShington á mánudagiskvöld, og á þriðju- dag snæddi hann hádegisverð með Lyndon B. Johnson forseta í Hvíita húsinu. Færði Johnson íorseta íslands góðar gjafir við það taekifæri, m.a. handunninn lampa, áletraðan bókakassa úr UNNIÐ er aS því þessa dag- ana að sprengja laxastiga í Sel- á í Vopnafirði. Verkið hófst í fyrra og er ætlunin að reyna að ljúka því í sumar. Á leið sinni upp eftir ánni, stanzar lax inn við foss sem er sex tii átta kílómetrar frá sjó nokkuð fyrir framan Hróaldsstaði. Stiginn verður ellefu þrep og þegar hann er fullgerður á lax- silfri, gullslegna klukku og ljós- mynd í silfurramma af Johnson. Lampinn hefur vakið sérstaka eftirtekt, en skermur hans er prýddur ýmsum fiskamyndum, sem klipptar eru út úr 250 ára gömíum blöðum. Meðal gesta hjá Johnson for- seta við þetta tækifæri voru geimfararnir Joe Engle og Al- fred Worden, báðir nýkomnir frá íslandi, frú Ágústa Thors, ekkja Thors, fyrrum sendilherra, Betty Burness, ráðgjafi forset- ans, með unnusta sínum, Horace Busby, fyrrum ráðgjafa forset- ans og frú, söngkonan Lotte Lenya, leikarinn Rip Torn og kona hans, leikkonan Geraldine Page, leikkonan Eileen Heckart og ýmsir opinlberir starfsmenn. „Ekkert ríki sjálfu sér nóg“ í forsetaveizlunni flutti forseti Islands ávarp og sagði þar m.a.: „Ekkert ríki getur staðið ein- angrað og sjálfu sér nóg á hættu tímum. Vinsamleg samlbúð við önnur ríki og gagnkvæmar tryggingar öryggis eru nauðsyn- legar. Ekki má gleyma reynsl- unni frá síðari heimsstyrjöld- inni. Gleymska er alvarlegur ljóður“. Hann benti á að skortur á allsherjaryfirvaldi til að tryggja frið í heiminum krefðist stofnunar varnarbandaiaga á inn að geta komist þrjátíu kíló- metra í viðbót, upp eftir ánni. Það eru þeir Oddur Ólafsson, og Gústaf Þórðarson, forstjóri sem standa fyrir verkinu. í fyrra var sleppt seiðum í ána, bæði veiðimenn eru við veiðar í ánni veiðimenn eru við veiðar í ánni fyrir ofan og neðan fossinn. Lax þessa dagana og hefur gengið vel. borð við Atlantshafslbandalagið, sem ísland og Bandaríkin væru bæði aðilar að. Forsetinn sagði að samvinna íslands og Banda- ríkjainna í varnarmálum væri góð og náin. „Við erum heppnir að eiga aðeins góða nágranna á Norður-Atíantshafinu...... Það er lífsnauðsyn lítilli þjóð að eiga góða granna". „Við búum á miðju Norður- Atlantshafi, en báðum megin við það eru elztu og traustustu lýð- veldi 'heims. Við erum næst þessum ríkjum landfræðilega, sögulega og menningarlega. Á okkar dögum er Norður-Atlants- hafið Miðjarðarhaf hins frjálsa heims“, sagði forsetinn. í hádegisverðarboði Humph- reys varaforseta lýsti gestgjaf- inn því yfir að Bandaríkin æftu engan vin betri á sviði varnar- og stjórnmála en íslenzku þjóð- ina. Sagði varaforsetinn að ís- landi væri ekki víðáttumikið, en þjóðin hin merkasta og hugsjón- ir hennar göfugar. Ásgeir Ásgeirsson varð fyrir NÚ er lokið biðskákum úr þriðju og síðustu umferð for- keppninnar á heimsmeistara- móti stúdenta í Harrachov í Tékkóslóvakíu. Lokastaðan í riðl unum varð þessi: A-riðilI: Sovétríkin ........ 10% v. A-Þýzkaland........ 7% v. IHolIand .......... 4% v. írland ............ 1% v. B-riðill: Tékkóslóvakia .... 9% v. Búlgaría........... 9 v. Finnland .......... 3 v. Belgía ............ 2% v. C-riðill: Júgóslavía ........ 6 v. Svíþjóð ........... 3% v. svörum og sagði m.a. að Banda- ríkin væru einingárafl frjálsra lýðræðisþjóða í heiminum. — Kvaðst hann halda frá Waslhing- ton saninfærður um ævarandi vináttu landanna tveggja. „Ef til vill aðeins sunnar" Síðar í gær heimsótti forset- inn Bandarikjaþing og ræddi þair við forseta Fulltrúadeildarinnar, John W. McCormack, Carl Al- bert, leiðtoga demókrata í leid- inni, og Gerald Ford, leiðtoga repúblikana. McCormarck ávarp aði forsetann og sagði að banda- ríska þjóðin bæri einlægan vin- arhug til íslenzku þjóðarinnar. Svaraði Ásgeir Ásgeirsson á þá leið að gott væri að eiga góða og styrka nágranna á báða bóiga. Hann sagði að ef hann mætti velja, kysi hann að staðsetja ís- land þar sem það er, „nema ef til vill aðeins sunnar". ★ í dag, fimmtudag, heimsótti forseti íslands aðalstöðvar Sam- einuðu þjóðanna í New York þar sem hann ræddi einslega við U Thánt, framkvæmdastjóra samtakanna. Hélt U Thanit for- seta íslands hádegisverðarboð í dag að viðstöddum fleicri tignum gestum. Ungverjaland .. 2% V. D-riðill: Danmörk 8 V. England 6% V. Austurríki 6 V. Skotland 3% V. E-riðill: Rúmenía 8 V. Bandaríkin .... 8 V. ísland 5 V. Kúba 3 V. í aðalkeppninni verðuir teflt í tveknur riðlum. — Tvær efstu sveitir úr Ihverjum riðli í for- keppninni muinu tefla í A-riðli, en hinar í B-riðli. Ekki er enn kunnugt um töfluröð sveitanna og þess vegna ekki heldur, við hverja íslendingarnir tefla fyrst. Laxasligi sprengdur ■ Selá í Vopnafirði Örslit forkeppninnar — á heimsmeistaramóti stúdenta - LÆKNAVISINDI Framhald af bls. 1 manna alþýðunnar fyrir því að ná völdum. Ritstjórnar- grein úr blaðinu „Honqi“. 7. „Frelsisher alþýðunnar stendur einhuga að baki byit- ingarmönnum alþýðunnar". Ritstjórnargrein úr „Jiafang- jum Bao“. 8. „Um byltingaraga og byltingarvöld alþýðunnar“. Úr „Hangqi“. 9. „Losnum við „sjálfs- áhuga“, vinnum að framgangi hinna miklu samtaka rót- tækra byltingarmanna". Úr „Hongqi", frá þriðju aðal- stöðvum Rauðu varðliðanna í Peking. 10. „Grundvallarreynsla Rauðu hyltingarmannanna í Heilunkiang-héraði í barátt- unni fyrir því að ná völdum“. 11. Almenn orðsending númer 1. frá höfuðstöðvum róttækra byltingarmanna í Shansi". 12. „Aðalstöðvar róttækra byltingarmanna í Kweichov gefa út tilskipanir". 13. og 14. eru loks tvær greinar um læknisfræði. Önn ur um röntgenrannsóknir á krabbameinsvörpum í lung- um. Hin um meðferð á asthma með gömlum kín- verskum lyfjum. Loks er í heftinu þriggja síðna grein undir fyrirsögn- inni „Fréttir og athugasemd- ir“ með undirtitli, „Hugsun Mao tze tungs skín víða“. Tvær litmyndir eru í rit- inu. Önnur af Mao Tze tung, hin af Mao Tze tung og Lin Piao, landvarnarráðherra. Einnig eru í ritinu nokkrar myndir af röntgen-myndum af rifjum og lungum, en ekki er þess getið, hvort þav sé um að ræða rifin úr Mao formanni. Ritið er 90 blaðsíður að stærð og greinar númer 13 og 14 taka yfir 21 blaðsíðu. - IÞROTTIR Framhald af bls. 30 2. Hreiðar Júlíusson, KR, 3.81 400 m. hlaup: 1. Halldór Guðbjörnss., KR, 52.8 2. Rúdólf Adólfsson, ÍBA, 54.0 1500 m. hlaup: 1. Halld. Guðbjörnss., KR, 4:30.1 2. Sigurður Lárusson, Á, 5:30.9 1000 m. boðhlaup: 1. Sveit KR 2:06.6 2. Sveit ÍR 2:12.1 Sleggjukast: 1. Jón H. Magnússon, ÍR, 53.38 2. Þórður B. Sigurðss., KR, 49.70 Konur: 80 m. grindahlauþ: 1. Halldóra Helgadóttir, KR, 13.1 2. Bergþóra Jónsdóttir, ÍR, 13.3 200 m. hlaup: 1. Anna Jóhannsdóttir, ÍR, 28.1 2. Guðný Eiríksdóttir, KR, 29.4 Langstökk: 1. Bergþóra Jónsdóttir, ÍR, 4.62 2. Guðný Eiríksdóttir, KR, 4.38 Kringlukast: 1. Fxíður Guðmundsd., ÍR, 30.44 2. Dröfn Guðmundsd., Bbl., 29.15 - NIGERIA Framhald af bls. 1 en töfin á sólkninni væri aðeins stmiávægileg. Flugvélar Nígeríustjórnar réð- uist í dag á hernaðarleg skotmörk í úthverfuim Enugu og í landa- mæraibænuim Bha-Amiufu. Á það er lögð áherzla, að óbreyttir borg- arar hafi ekki orðið fyrir barðinu á loftárásumuim. Evrópuimenn, sem keanu til Lagos frá Enugu í dag kiváðust eklki hafa orðið varir við ferðir flugvéla þegar þeir voru í Enugu og sögðu að samgöngur mil'li En- u'gu og Nsulklku virtuist vera með eðliliegum hætti. í Port Haroourt, aðailhafnar- bænum í Austux-Nígeríu, halda Breta, Baindarílkjamenn og aðrir útlendingar áfram að streyma um borð í italska sikipið „Isonzo." Fleiri útiendingar, aðallega Bret ar, verða fluttir til Lagos. STAKSTEIMAR F j ölsk yldubætur og skattar f RITSTJÓRNARGREIN í Tím-^ anum í gær er rætt um fjöl- skyldubæturnar og lýkur Ieiðar- anum á þessum orðum: i „Sú ósvinna að leggja skatta og útsvör á f jölskyldubætur verður að hverfa“. Víst hljómar þetta bærilega; mönnum finnst einkennilegt að greiddar skulu vera fjölskyldu- bætur, en síðan séu þær skatt- lagðar eins og aðrar tekjur. En í sambandi við fjölskyldubæturn- ar er þó þess að gæta, að þær fá allir, án tillits til efnahags og tekna. Þær eru ekki einungis greiddar þeim, sem' aðstoðar þarfnast til að ala upp börn sín, heldur öllum foreldrum. í sjálfu sér er ástæðulítið að greiða fjöl- skyldubætur til þeirra, sem hæstar tekjur hafa, en þetta er gert, og fjölskyldubæturnar voru raunar ákveðnar sem liður í efnahagsráðstöfunum 1960 og til þess ætlaðar og létta þær byrðar, sem þá óneitalega voru á lagðar til að rétta við fjárhag þjóðarinnarv Þegar fjölskyldu- : bæturnar eru skattlagðar, greiða þeir, sem hæstu tekjurnar hafa, talsverðan hluta af þeim aftur, en lágtekjufólk nýtur þeirra aS fullu. Kannski má segja, að þaS sé einkennilegt að taka fyrst peu , inga með sköttum, greiða þá síð»j an aftur í fjölskyldubótum og skattleggja að nýju. En á hinu j bóginn er það ekki jafn sjálfsagt eins og Tíminn vill vera láta, aS i fjölskyldubætur eigi að vers* j undanþegnar skatti, því að þi nytu þeir, sem ekki þurfa að-1 stoðar, þessa fjár að fullu. * Stuðningur kommúnista Eins og Morgublaðið gerði íáð fyrir, ærast kommúnistar yfir því, að umræður skulu að nýju hafnar um byggingu olíuhreins- unarstöðvar og annarra stóriðju- fyrirtækja. Þeir segja að nú eigi að selja landið — víst í tuttug- asta sinn, og annað í þeim dúrn- um. Þetta er vissulega mjög ánægjuleg afstaða, því að sann- ast sagna má hafa það til marks um mikilvægi mála, að kommún- istar berjast þeim mun hat- rammlegar gegn þeim, sem þau hafa meiri þýðingu fyrir þjóð- ina. Bægslagangur þeirra gegn stóriðju er því ákjósanlegastt stuðningur við það málefni. Um Austíirðinga Ritstjórnargrein Alþýðublaðs- ins í gær fjallar um fundinn á Egilsstöðum og málefni Aust- firðinga og þar segir m.a.: „Austfirðingar eiga skilið, að betur sé haldið á málum þeirrá en hér hefur verið gert. Eftir mikið deyfðartímabil um langt árabil kom síldin til Austfjarða og hefur verið þar mikil upp- bygging og mikil atvinna síðustu ár. Nú blæs nokkuð á móti allri þjóðinni, þar eð verð síldar- afurða hefur hrunið og minna veiðzt en áður. Þessir erfiðleik- ar valda því, að nú er þungt undir fæti. Hitt er pólitískt of- stæki að hrópa um allt land, að nú sé ríkissjórnin að drepa atvinnulifið á Austfjörðum. Þvi trúir enginn hugsandi eða vel- viljaður maður.“ Alþýðublaðið efast ekki um, að Austfirðingar eigi nú í ýmsum erfiðleikum, það á þjóðin öll. Þeir verða að gera sér ljóst af hverju erfiðleikarnir stafa og halda á málum fjórðungsins af ábyrgð og stillingu. Það hafa margir þeirra raunar gert, en það gerir Þjóðviljinn ekki, þeg- ar hann þykist berjast fyrir austfirzkum atvinnuvegum".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.