Morgunblaðið - 21.07.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.07.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JULÍ 1967 17 Kruppeinveldið líður undir lok fyrirtækið gert að almenningshlutafélagi Þýzki iðnjöfurinn Alfried Krupp, barón. eftir Peter Rehak ESSBN, Þýzkalandi, (Associa- ted Press) — „Jæja, herra minn, hvaða áætlanir hafið þér nú um framtíðina?“ spurði ungur, amerískuir liðsforingi foringi háa, 'beinabera fangann, sem honum hafði verið falið að gæta í varðstöð sinni í sprengjutættri borginni Essen árið 1945. ,,Ég mun endurreisa verk- smiðjur mníar og hefja aftur framleiðslu, auðvitað. Þér vitið, að ég er kaupsýslumaður, ekki stjórnmálamaður," svaraði Al- fried Krupp von Bohlen und Halbach, fimmti stjórnandi Krupp ættarveldisins, þar sem voru fallbyssukóngar Evrópu i meira en heila öld, veldis, sem séð íhafði Þýzkalandi fyrir nær öllum hergögnum í tveimur heimsstyrj öldum. Sennilega vegna sprengju- rústanna í kring, bætti Krupp við, að það yrðu þó „fimmtíu ár eða meira“ þar til veldi hans yrði komið á teljandi rekspöl aftur. Hann hafði rangt fyrir sér um tímasetninguna. Þrátt fyrir heitstrengingar Bandamanna að leysa upp fyrirtækið, þrátt fyrir eyðileggingu stríðsins, fyrirskipanir um eignarnám og fangelsun Krupps sem stríðs- glæpamanns, varð fyrirtækið óðar komið á öldutoppa „efna- hagsundursins", hins skjóta fjárhagslega afturbata Vestur- Þýzkalands eftir heimsstyrjöld- ina síðari. Á minna en 20 árum var Krupp orðið stærsta fyrirtæki heims í eigu einnar ættar og níunda stærsta samsteypa Þýzkalands. Arið 1965 nam sala fyrirtækisins sem samsvar- ar 55 milljörðum íslenzkra króna. En lánsfjárskortur tuttug- ustu aldarinnar hefur loks orð- ið Krupp-veldinu að fótakefli. Nú á að fara að breyta hinu 156 ára gamla fyrirtæki í al- menningshlutafélag. Forfeður Alfrieds Krupps hefðu getað aflað rekstursfjár með því að útvega sér fall- foyssupantanir frá prússneskum kóngi eða tyrkneskum soldán, en hann varð að leita til bank- anna og ríkisstjórnar Vestur- Þýzkalands, því að hann stjórn- ar fyrirtæki, sem framleiðir alla hluti frá vöruflutninga- bifreiðum og niður í falskar tennur, — en engin hergögn. Og bankastjórar nútímans telja, að fyrirtæki, sem hefur 110 þúsund menn í vinnu, sé of stórt til að því sé stjórnað af einum manni. Þetta er ekki fyrista kreppan í stormasamri sögu fyrirtækis- ins. Það þurfti sérstaka milli- göngu sjálfs keisarans til að fá bankaforing nokkurn til að hlaupa undir bagga með fyrir- tækinu árið 1873, þar sem Al- fred Krupp hafði ráðizt í of mikla fjárfestingu í sigurvímu Þýzkalands eftir sigurinn yfir Frökkum þremur árum áður. Og sennilega hefur útlitið aldr i verið eins svart og árið 1945 þegar brezkur ofursti kallaði fyrir sig alla forstjóra fyrirtækisins í fundarherbergi, bent’ á sprengjurústir verk- smið.ianna út um gluggann, og sagðf: „Þarna úti, herrar mínir, mun enginn ofn framar spúa reyk Þar sem áður stóðu stál- smiðiurnar, verða skrúðgarðar og tún. Brezka herstjórnin hef- ur ákveðið að binda enda á veldi Krupps fyrir fullt og allt.“ Það er sagt, að sumir elztu starfsmenn Krupps fari enn með ræðu ofurstans orðrétt við hátíðleg tækifæri. Sem sagt, jafnvel úr rústum hefur Krupp risið tvíefldur á ný. Friedrich Krupp, stofnandi fyrirtækisins, dó snauður 39 ára að aldri, og arfleiddi 14 ára gamlan son sinn, Alfred, að óþekktri og skuldum vafðri málmsteypuverksmiðju. Hann hafði stofnað fyrirtækið árið 1811 til að framleiða „brezkt stál og allar vörur úr þeim málmi“ í von um að hagnast á hafnlbanni Napóleons á Eng- land. Hagur fyrirtækisins var stop- ull, unz Alfred ramfoaði inn á mikla velgengnisbraut, er hann tók að framleiða ósamsett járn- brautarhjól, enda er vörumerki fyrirtækisins síðan þrír hringir. Hann lærði á ferð til Englands, að framleiðsla góðs stáls bygg- ist á gæðum hráefna og hand- verki af engu síðra tagi. En frægð og fjárhagslegur frami Krupps hófst einkum með annarri nýrri hugmynd Alfreds. Hann fylgdi spámann- legri uppástungu austurrísks vopnakaupmanns þess efnis, að byssuhlaup mætti kannski framleiða án bronss, og steypti eitt hlaup úr stáli árið 1843, eftir sjö ára erfiðar tilraunir. Ennþá erfiðara reyndist að selja hugmyndina, Þegar hann bauð hana prússnesku stjórn- inni, svaraði hermálaráðherr- ann: „Núverandi aðferðir við byssuframleiðslu og gæði skot- vopna fullnægja öllum sann- gjörnum kröfum og varla er hægt að ætlast til nokkurra endurbóta." En Alfred þrjózkaðist við oig hélt áfram að gera tilraunir með og smíða byssu- og fall- byssuhlaup. Að lokum árið 1859, barst honum pöntun um þrjú hundruð fallbyssuhlaup ú*r stáli fyrir krónprins Prúss- lands, sem síðar varð Vilhjálm- ur keisari fyrsti. Það féll í hlut Vilhjálms þessa og forsætis- ráðherra hans, Otto von Bis- mark, að vekja athygli heims- inis síðar á prússneska stór- skotaliðinu og Krupp. Innan fimm ára frá fyrstu pöntuninni voru Rússar, Holl- lendingar, Svíar, Austurríkis- menn, Egyptar, Tyrkir, Argen- tínumenn og stundum jafnvel Englendingar farnir að kaupa fallbyssur frá Krupp. Áður en Alfred lézt, árið 1887, hafði fyrirtækið Krupp selt 23 þús- und stálfallfoyssur til allra heimshorna. Stundum hafði Krupp séð báðum aðilum fyr- ir vopnum í styrjöldum, því að það var regla ættarveldisins Krupps að vera hafið yfir stjórnmál. Alfred reisti sér annan minn- isvarða, sem var „Villa Húgel“, 220 herbergja einlbýlishús. Það var stundum nefnt „húsið á hæðinni" og þar var valda- setur Krupp ættariimar til loka síðan heimsstyrjaldarinnar. Byggingin, sem minnir að stíl á Viktoríanska óperuhöll, hófst 1870, sama árið og prússnesku stálhlaupin unnu frægan sigur yfir bronshlaupum Napóleons III. við Sedan. Af eldhræðslu skipaði Al- fred svo fyrir, að ekki svo mik- ið sem ein spýta skyldi notuð í byggingu hússins eða skreyt- ingu. Af sömu ástæðu hafði hann þar engin málverk, bæk- ur eða gluggatjöld. Hann var líka hræddur við dragsúg og teiknaði því sérstaka glugga, sem ekki var hægt að opna. Einkaiherbergi hans var byggt yfir hesthúsið, svo að hann gæti fundið lyktina af taðinu og örvað þannig sköpunar- gáfu sína. Fyrsta meiri háttar ákvörðun sonar hans, Fritz, var að skipta um glugga í húsinu. Hann var einnig á annarri skoðun um bækur og málverk. Þegar dótt- ir hans, Bertha, gaf Essen-borg húsið fyrir einum og hálfum áratug, voru þar á annað hundrað málverk eftir gömlu meistarana og ógrynni af forn- munum, sem Alfred hefði þótt stórlhættulegt áð hafa í húsi sínu. Fyrirtækið, sem nú hafði óskoraða forystu á fallbyssu- markaði heimsins, hélt áfram að vaxa undir leiðsögn Fritz. En þótt hann hefði endurbætt Villa Húgel, eyddi hann mest- um tíma sínum fjarri 'reyk- mekkinum í Essen. Honum gazt betur að ríkra manna ný- lendum Suður-Frakklands og Ítalíu, ekki sizt eynni Capri fyrir utan Napolí. Það var á Capri, sem hann lenti í þeirri ógæfu, er sennilega dró hann til dauða. Árið 1902 birtu dagblöðin í Napólí og öðrum ítölskum borgum fréttir um þann orð- róm, að Fritz Krupp hefði stundað kynvillu. Þýzku blöð- in íluttu orðrómin áfram, með „Vorwárts", málgagni sósíal- demókrata í fararbroddi, en það blað barðist þó einmitt um þessar mundir fyrir þeim málstað, að sett yrðu ný og frjálslyndari lög um kynvillu. Það var ekki um annað talað í Þýzkalandi en þessar fréttir. Fjórurn dógum síðar lézt Fritz. Á dánarvottorðinu stóð hjarta- slag, en fram á þennan dag hefur verið talið sennilegast, að hann hafi framið sjálfs- morð. í erfðaskrá sinni gerði Fritz dóttur sína, Berthu, að einka- erfingja fyrirtækisins, og var hún því eftirsóttasti ráðahagur í Þýzkalandi. Vilhjálmur annar keisari var sjálfur viðstaddur giftingu Berthu Krupp og Gústafs von Bohlen og Hallbach í Villa Hú- gel. Ein af brúðargjöfum keis- arans var leyfi til handa Gústaf að bæta nofninu Krupp við sín eigin nöfn, kannski vegna þess að það var orðið tákn fyrir herveldi Þýzkalands. Gústaf hafði verið ráðgjafi rússnesku sendisveitarinnar í Vatikaninu, þegar hann hitti erfingjann, og sumir ævisögu- ritarar og blaðamenn þessa tíma segja, að keisarinn hafi sjálfur valið hann handa Berthu. Brúðkaupið fór fram árið 1906, er unga fólkið hafði þekkzt í 3 mánuði. Sama ár var framleiddur í skipasmíðastöðvum, sem Fritz hafði komið upp, fyrsti kaf- báturinn, hin fyrsta af fjölda- mörgum hernaðarnýjungum, sem Þjóðverjar komu fram með í fyrri heimsstyrjöldinni. Kafbátnum fylgdi fast á éftir fallbyssan „Stóra Bertha", sem hjálpaði Þjóðverjum til að eyði leggja virkin í Liege, er áður höfðu verið talin óvinnandi, og útvegaði þannig Gústaf ,járnkrossinn“ og heiðursdokt- orsnafnbót frá háskólanum í Bonn. „Stóra Bertha“, sem talið er að sé fyrsta fallbyssan, er heit- ir í höfuðið á lifandi konu, var 24 feta löng ófreskja, sem vó 98 tonn. Úr henni mátti skjóta 900 kg kúlu um 15 kílómetra langa leið og um 200 manna áhöfn þurfti á hana. Tvær járn- brautir þurfti til að flytja byssuna og varð að hafa eim- reiðar á báðum brautum. Síðari útgáfa af „Stóru Berthu“, stundum nefnd „Stóri Gústaf", hélt uppi skothríð á Farís á síðustu mánuðum stríðsins úr 110 km fjarlægð. Skothríð þessi breytti litlu um úrslit stríðsins, en ýfði til hat- urs á Þjóðverjum og ættar- veldinu Krupp sem aldrei fyrr. Auk hinna nýstárlegu byssa, kafbáta, herskipa og skotheldra stálplata, steig gróði fyrirtæk- isins upp úr öllu valdi með framleiðslu 14 þúsund tonna af sprengiefm, níu milljón sprengi kúlna fyrir stórskotaliðið og j ógrynnum annarra hergagna og skotfæra. Fraimh. á bis. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.