Morgunblaðið - 21.07.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.07.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1967 BÍLALEIGAN -FERÐ- Daggjald kr. S50,- og pr. km kr. 3,20. SÍMI 34406 SENDU M MAGNÚSAR skipholti21 símar21190 eftír loWun simi 40381 LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræt) 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið < leigugjaid) Sími 14970 BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Sim) 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. 4 , *B/£A U-IGA B RAUÐARARSTfG 31 SlMI 22022 Hest til raflagna: Rafmagnsvörnr Heimilstækt tJtvarps- og sjónvarpstæki Kafmagnsvörubúíin sf Suðurlandsbraut 12. Sími 81670 (næg bílastæði) GARÐASTRÆTI 2.SÍHH6770 it Arabar eru gott fólk E. K. sendir Velvakanda bréf undir ofangreindri fyrir- sögn. „í dálki „Velvakanda" 11. þessa mánaðar gaf að líta greinarstúf undir fyrirsögn- inni: „Ruslaralýður frá suðri og austri“, eftir einhvern G. J. S. í greinarstúf þessum er vegið all-harkalega að þeim útlendingum, sem hér dvelja, og þeir allir settir undir sama hatt. Ég ætla mér ekki þá dul að fara að verja alla þá er- lendu menn, sem hingað hafa lagt leið sína, því að þar er eflaust misjafn sauður í mörgu fé, ékki síður en meðal okkar Islendinga sjálfra. En oft er það svo, að ekki þarf nema fáeina til að setja 'blett á alla hina. En þar eð ég er persónulega kunnugur nokkrum útlendingum úr nálægari Austurlöndum, sem . hér dvelja (en að þeim er aðalega vegið íáðurnefndri grein), þá er mér Ijúft að geta komið því hér á framfæri, að þeir Arabar og aðrir þeir Aust- urlandabúar, sem ég þekki, eru ekki af því sauðahúsi, sem G. J. S. hefur kynnzt og virð- ist éftir grein hans að dæma hafa „stúderað“ svo vel. Mér er kunnugt um það, að þeir Arabar, sem ég þekki, hafa komið sér vel á sínum vinnu- stað, bæði fyrir trúmennsku í starfi og heiðarleika. Verk- stjórar þeirra og samstarfs- menn hafa borið þeim mjög gott orð fyrir dagfarsprýði, og að þeir séu góðir verk- menn. Mér er heldur ekki kunnugt um það, að þessir menn hafi komið siðferðilega verr fram en margir íslending- ar á þeirra aldursskeiði, nema þá að síður sé. >að virðist vera orðinn land- lægur hugsunarháttur hér á okkar landi að klína öllum ágöllum, sem finnast í fari þeirra mörgu útlendinga, sem hér dvelja, á þær þjóðir, sem arabískar kallast. Þótt menn frá viðkomandi þjóðum eigi þar engan hlut að máli. Ég hefi orðið var við það, að þeim fáu mönnum frá nálægari Austurlöndum, sem hér dvelj- ast hefur oft sárnað þessi rangi hugsanaháttur í þeirra garð. Ég hefi tvisvar átt þess kost að ferðast um hin nálægari Austurlönd;á ég þaT við Lítoan- on, Sýrland, Egyptaland og Jórdaníu. Og það verð ég að segja, að ég hefi hvergi kynnzt betra fólki, bæði hvað snertfr gestrisni, hjálpsemi og almenni legheit á allan há'tt en einmitt í þessum arabísku löndum. E. K.“. Hatur eða góðgirni Undir þessari yfirskrift sendir S. Ó. þetta bréf: „Umræður um Svía-Araba og útlendingahatur yfirleitt geta ef til vill opnað augu landans fyrir fánýti þessarar iðju. Við getum farið að hata hvort ann- að áður en varir. íslenzkur orð- hákur k°m frá Þýzkalandi eft- -ir stríð og talaði um að gjör- eyða Bretlandi með atóm- sprengju. Aðspurður um mis- gjörðir Breta við hann var svarið: „þeir tóku myndavél af konunni minni“. Góðgirnin er að vísu ekki eins víðtæk og hatrið og á lítið skylt við útlendingadekur, sem smáþjóðum hættir stundum við, þegar hin svokölluðu stór- veldi eiga hlut að rnáli. Flest hafa gömlu stórveldin sprung- ið á limminu, og þau, sem hafa tekið við, virðast lítið hafa lært af. reynslu fyrirrennarans. Þegnar þessara stórvelda eru síður en svo öfundsverðir á stundum. Mörgum sárnaði yfirlæti Svía við flóttafóik frá Eystrasalts- löndum, er þeir veittu þeim húsaskjól. Síðar kom í ljós, að þetta fólk jók fjölbreytni ein- hæfrar framleiðslu Svía; og má minna á Húgenotta í Danmörku og Skota í Gautatoorg o.s.frv. Negrar og hvítir í Ameríku hata báðir Portoríkutoúa, en samkv. rannsókn hafa þeir þegar á heildina er litið reynzt þarfir þegnar. Heragi og annað „góðgæti" hefur komizt inn i þessar um- Starfsmannafélög - Átthagaf élög Við bjóðum upp á Douglas Dakota flugvélar í lengri og skemmri ferðir. Taka allt að 34 farþeg- um. Mjög hagstætt verð. FLUGSÝN, Símar 18410 og 18823. ræður. Hvernig skyldi standa á því, að synir og bræður þeirra, sem skyldaðir eru í þessa „kleppsvinnu", eru ekki færir um að kenna umglingun- um hreinlæti, þegar þeir sjálfir hafa „útskrifazt“ kynslóðum saman? Ætli sundskyldan dugi ekki hér? Ekki held ég, að 20-30% aukning á SKATTA- SÚPQNNI hér til þessa hégóma mundi auka ánægjuna. Herir smáþjóða hafa oftast reynzt hættulegri löndum sínum en „óvinunum", eins og dæmin sanna. Vígtoúnaður Norðurlanda er aðeins eitt dæmið um gjörólík viðhorf okkar og þeirra, og fráléitt er að við þurfum að toíða eftir, að þeir melti „glás- ina“ í einu og öllu. Við höfum ekki þörf eða efni á lélegum eftirhermum“. S. Ó.“. it Varað við út- lendingum Þá hefur Velvakanda ■borizt þriðja bréfið í sama málaflokki, og er það frá Þ. J. Hann hefur bréf sitt svo: „Kæri Velvakandi! Ég vil eindregið taka undir með G. J. S., þar sem hann ræðir um komur flækinga — eða ruslaralýðs af ýmsu þjóð- erni hingað til lands, án þess að hafa fengið hér atvinnu- leyfi aða gert að öðru leyti vart við sína hingað komu. Um slíkt ber þjóðinni í heild að standa vörð, að ekki endur- taki sig. Þarna á ég fyrst og fremst við ríkisstjórnina á hverjum tíma, svo og þá sem greiða fyrir ferðamönnium til landsins og svo síðast en ekki sízt þá, sem taka vafasama út- lendinga að sér og veita þeim húsaskjól". Margt fleira segir Þ. J. i svipuðum dúr. ÍC Er pappírinn nú dýrari en kálfs- skinnin forðum? Velvakandi hirðir aldrei, hver betur hefur í deilu þess- ari, en hitt finnst honum ein- kennilegt, að svo virðist sem flestir bréfritarar hans lesi aldrei dálka Velvakanda til fulls. Hve oft skyldi hann vera búinn að toiðja bréfritarana að skrifa a.m.k. í aðra hverja línu og ekki nema öðru megiu á blaðið? Að óslepptri þeirri frómu lúxusósk að hafa spássíu og skrifa á ritvél. Fyrsta bréfið hér að ofan er skrifað í hverja línu og engin spássía höfð. Miðbréfið er vél- ritað, en svo ofboðslega þétt, að ég held, að ekki sé einu sinni nema hálft línubil á milli lína. Þá hefur Velvakandi aldrei orðið fyrir því áður að fá afrit af bréfi til sjálfs sín, en þannig er miðbréfið: það er útklínt og klesst kalkipappírs- kópía. Seinasta bréfið er hand- skrifað í hverja línu og engar spássíur notaðar. Er pappír á vorum dögum dýrari en kálfs- skinnin forðum? YAMAHA-vélhjól Heimsfræg japönsk vélhjól með beinni olíuinn- spýtingu. Nú fáanlegar eftirtaldar gerðir: YAMAHA 250 TWIN SPORT YAMAHA 180 TWIN YAMAHA 80 SPORT KYNNIÐ yður verð og greiðsluskilmála. JAPANSKA BIFREIÐASALAAI1. ÁRMÚLA 7, REYKJAVÍK SÍMAR 34470 og 82940.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.