Morgunblaðið - 21.07.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.07.1967, Blaðsíða 24
f, 24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1967 - KRUPP Framhald af bls. 16 Hinir sigursælu herir Banda- manna neyddu Krupp til að eyðileggja níu þúsund fram- leiðsluvélar, átta hundruð þús- und tæki og tuttugu og tvö þúsund rúmmetra af steypu, sem notuð höfðu verið við fall- 'byssuframleiðsluna. Sam- kvæmt Versalasamningnum var Krupp bannað að fram- leiða vopn. En þar sem Krupp gekk illa að vinna markað fyrir friðar- vörur, tók fyrirtækið að smíða vopn fyrir Svíþjóð og Holland og var óspart hvatt til þess af þýzka herforingjaráðinu. Eftir valdatöku Hitlers, skrif- aði Gústaf: „Ég hafði þá ánægju að skýra foringjanum frá því, að hjá Krupp væri allt reiðubúið, eftir þess hvíld frá störfum, að hefja endurvopn- un þýzku þjóðarinnar." Þótt fyrirtækið sýndi tals- verðan áhuga á styrjöldinni í byrjun, fullvissuðu harðar loft- árásir Bandamanna fram- kvæmdastjórana brátt um það, að Þýzkaland mundi að lokum láta í minni pokann, og tóku þeir þá að reyna að tryggja framtíðaraðstöðu fyrirtækisins. í stað þess að halda áfram að fjárfesta hagnaðinn í stríðs- framleiðslu, tók Krupp að kaupa stríðsskuldabréf, safnaði útistandandi skuldum „Þriðja ríkisins“ og reyndi að halda sem mestu efnahagsjafnvægi í fyrirtækinu, til þess að auð- veidara yrði að fást við endur- reisnina eftir komandi ósigur. Gústaf líktist Krupp ættinni einnig mjög í einkalífi sínu. Meðan veldi hans stað, urðu gluggar Villa Húgel að standa galopnir, nema á allra köld- ustu vetrarnóttum. Hitastigið í skrifstofu hans átti að vera eins nálægt frostmarki og auð ið var. Hann taldi, að þetta kæmi fólki til að fara fljótlega aftur og eyða ekki orðum að óþörfu. Líf hans var nákvæmlega skipulagt eftir klukkunni, og var á dagskránni gert ráð fyr- ir „fjölskyldulífi“, — í 15 mín- útur við morgunverðarborðið og 50 mínútur við kvöldverð- arborðið, ekki mínútu lengur og ekki mínútu skemur. Við máltíðir tóku þjónarnir burtu diska allra, um leið og hús- bóndinn hafði lokið af sínum . Og ekkert gat komið í veg fyrir það, að Gústaf gengi til hvílu klukkan tíu á kvöldin. Ef hann hélt veizlur, komu þjónarnir til gestanna á þeim tíma og sögðu: „Herra minn, bifreið yðar bíður við aðal- dyrnar. „Ekki er vitað til, að nokkur gestur hafi staðið leng ur við en til klukkan tíu. Gústaf afsalaði sér stjórn fyrirtækisins í hendur Alfried, syni sínum, árið 1943. Fyrir- tækið hefur alltaf verið einka- eign eins Krupps af hverri kynslóð, jafnvel meðan það var að nafninu til hlutafélag, frá 1902 til 1943. Á þeim tíma átti Bertha Krupp allan 160 milljón marka höfuðstólinn, að undanskildum 4 þúsund mörk- um. Þeim fáu hlutabréfum var dreift meðal stjórnar fyrirtæk isins til að þóknast lögunum. Eitt síðasta verk Gústafs við stjórnvölinn var að fá Hitler, sem vildi hafa „þýzka æsku- menn eins harðgerða og stál Krupps“, til að skrá fyrirmæli um ættareign Krupps í lög rík- isins. Við iagasetningu þessa, sagði Hitler: „Firmað Fried. Krupp, ætt- arfyrirtæki í 132 ár, á skilið æðstu viðurkenningu fyrir ó- viðjafnanlegt framlag sitt til styrktar herveldi Þýzkalands. Þessvegna er það vilji minn, að fyrirtækið verði um alla framtíð í ættareign". Um svipað leyti og Hitler undirritaði þessi lög, sýndu Bandamenn einnig viðurkenn- ingu sina á „óviðjafnanlegu framlagi" fyrirtækisins með því að beina fyrstu stórárás sinni úr lofti gegn verksmiðj- unum í Essen. Gerðar voru 54 aðrar loftárásir á Kruppverk- smiðjurnar í Essen til stríðs- loka. Hin síðasta og árangurs- ríkasta dundi yfir í marz, árið 1945. f stríðslok höfðu meira en 30% af verksmiðjum Krupps verið eyðilögð, og mest af því, sem óskemmt var, lá undir tonnum af hrundum múrum, svo að fyrirtækið hafði ekki nema sem svarar til eins þriðja af framleiðslugetu sinni fyrir stríðið. Úr því að verksmiðjurnar voru þegar í rústum, sneru sig urvegaramir sér að fjölskyld- unni. Stefna, þar sem því var lýst yfir, að Krupp-fjölskyld- an hefði verið miðpunktur, tákn og helzti stuðningur sví- virðilegustu afla, sem ógnað hafa friði Evrópu“, var gefin út á hendur hinum 76 ára gamla Gústaf, þar sem hann lá hálflamaður í sumarkastala fjölskyldunnar í Bluenbach í Austurríki. Bandamenn vildu fá Gústaf, sem stjórnað hafði fyrirtækinu fram til 1943, dæmdan ásamt 22 „helztu stríðsglæpamönn- um“ í Núrnberg. En nefnd amerískra réttarlækna úrskurð aði hann of veikan til að mæta fyrir dómurunum, og réttur- inn feldi tillögu Ameríkana um að dæma hann ,,in absentia". Brezku, frönsku, bandarísku og rússnesku dómararnir neit- uðu einnig að draga annan full trúa fyrirtækisins fyrir dóm í stað Gústafs. Skálholtshátíðin Ferðir verða á Skálholtshátíðina, sunnu- daginn 23. júlí frá Umferðarstöðinni kl. 11. Frá Skálholti kl. 18. Staðráðnir í því að fá ein- hvem Krupp dæmdan, bjuggu amerísku saksóknararnir mál á hendur Alfried og 12 fram- kvæmdastjórum fyrirtækisins. Bandalag ríkjanna fjögurra var nú tekið að gliðna eftir stríðið, og allir dómararnir, sem þessir sakborgningar maettu frammi fyrir í nóvem- ber 1947, voru amerískir. Rétturinn dæmdi Alfried sekan um vonda meðferð og vinnuþrælkun fanga, sem naz- istar sendu til verksmiðjanna, og að sölsa undir sig iðnaðar- fyrirtæki í löndum, sem naz- istar hernámu. En dómurinn hafnaði þeirri ákæru, að AI- fried hefði unnið að styrjald- arundirbúningi síðan 1918, á þeim forsendum, að hann hefði verið of ungur til að hægt væri að gera hann ábyrgan fyr ir stefnu fyrirtækisins milli heimsstyrjaldanna. Alfried kvaðst ekki hafa vit að neitt um slæma meðferð á föngum, sem unnu í verksmiðj unum, og hélt því fram, að Krupp hefði starfrækt eignir í hernumdum löndum aðeins vegna þvingana af hálfu naz- ista. Hann var dæmdur til 12 ára fangelsisvistar. Framkvæmda- stjórar hans fengu einnig dóma allt að 12 árum. >á fyrirskip- aði dómurinn, að einkaauðæfi Alfrieds yrðu gerð upptæk. Hann var sendur til Lands- berg-fangelsins, gamla virkis- ins við ána Leeh, þar sem Hitl er skrifaði „Mein Kampf“, með an hann afplánaði dóm fyrir landráð, eftir hið misheppnaða ,/bjórhú.s-uppþot“ árið 1924. Amerískur fangavörður spurði Alfried eitt sinn, hvort hann vildi heldur láta ávarpa sig „herra Krupp“ eða „herra von Bohlen". „Kallið mig Krupp“, sagði Alfried. „Það er vegna þess nafns, sem ég er héma. Þessi fangakle'fi er hluti af Krupp- arfinum". Fangelsisvist hans lauk í apríl, 1951, sex árum eftir að hann var handtekinn. Á há- punkti Kóreustríðsins kom John J. McCloy, hernámsstjóri Bandaríkjanna í Þýzkalandi, því til leiðar, að hann fengi náðun. McCloy, sem tekinn var að vinna að umbreytingu Þýzkalands úr hernumdu ríki í bandamann vestrænna landa, fékk einnig ógilta tilskipunina um það, að eignir Alfrieds skyldu upptækar. Þótt Alfried hefði sagt skilið við vopnaframleiðslu, þurfti hann að berjast við eftirlits- nefndir Bandamanna, sem ótt- uðust „of mikla söfnun auð- Valds á eina hönd“ í hinu nýja Þýzkalandi. Með tilliti til „einstæðrar sögu“ fyrirtækisins Krupps, skipaði hernámsstjórn Banda- manna Alfried, árið 1953, að selja hlutabréf sín í kola- og stálvinnslu. Þessi tilskipun, sem hann samþykkti með und irskrift sinni, tók skýrt fram, að salan skyldi framkvæmd „með sanngjörnum skilmál- um“ innan fimm ára og allur hagnaður skyldi renna til Krupp-fjölskyldunnar. Ef hann gæti ekki selt bréfin á næstu fimm árum, .gat hann sótt um eins árs frest. Slíkir frestir hafa verið veittir árlega síðan 1958. Krupp heldur því fram, að engir alvarlega þenkjandi kaupendur hafi verið að eign- um hans. Vestrænir stjórnmála og kaupsýslumenn trúa yfir- leitt þeirri fullyrðingu hans. Þeir segja, að í fyrstu hafi aðr ir þýzkir kaupsýslumenn ekki viljað bjóða í námurnar, til að notfæra sér ekki á ódrengileg- an hátt erfiðleika Krupps. Síðar hafi enginn lengur haft áhuga á námunum. Á síð- ustu árum hefur Krupp hætt að starfrækja nokkraT af kola- námunum, vegna þess að þær báru sig ekki. Svo virðist einnig sem stjórn ir Vesturlanda hafi verið bún- ar að missa áhugann á upp- lausn Krupps, árið 1958. í baráttu sinni við kommúnism ann, hefur þeim sennilega þótt það alvarlegt áfall fyrir efna- hag Vestur-Evrópu, ef fyrir- tækið Krupp hætti störfum. Auk þess vom kjarnorku- vopn orðin meginmáttur stór- veldanna, og stálfallbyssur, jafnvel þótt Krupp hefði ennþá verið að framleiða þær, gátu þær litlu breytt um valdahlut- föll heimsins. Með þetta í huga, sagði hinn reyndi aðalframkvæmdastjóri Krupps, Berthold Beitz: „Eft- ir næsta stríð verða framleið- endur rafeindavéla og eld- flaugasmiðir dregnir fyrir stríðsglæpadómstóla, — ekki við“. En þrátt fyrir harða baráttu Krupps og stjórnar Adenauers, tóku stjómir Randaríkjanna, Bretlands og Frakklands aldrei formlega aftur tilskipunina um sölu námanna. Tilmælum Beitz og Adenauers var vin- samlega tekið í Washington, en utanríkisráðuneytið leit svo á, að andrúmsloftið í al- þjóðlegum stjórnmálum væri ekki hlynnt því, að tilskipun- in yrði dregin til baka með opinberri yfirlýsingu. Reyndar kann svo að fara, að einhverjir hlutar fyrirtæk- isins verði seldir í byltingu þeirri, sem fylgja mun bréyt- ingu Krupps í almennings- hlutafélag. Ekki er ljóst, hvern ig þetta kemur heim við til- skipun Bandamanna. Ættarveldinu á að Ijúka hinn 13. ágúst, á sextugsafmælis- degi Alfrieds, þegar allt hluta fé fyrirtækisins verður lagt í svonefndan Krupp-sjóð. Það er fyrsta þrepið í breyting- unni. Hópur bankastjóra og hagfræðinga er þegar farinn að undirfoúa umskiptin og gera á- ætlanir um framtíð fyrirtækis- ins. Lánadrottnar Krupps og stjórnin í Bonn gerðu þessa rekstursbreytingu að skilyrði fyrir áframhaldandi lánavið- skiptum og 100 milljón marka láni til utanríkisviðskipta fyr- irtækisins. Krupp þarf á þessu fé að halda til að geta selt vörur til kommúnistaríkja Austur-Ev- rópu á löngum greiðsluskilmál um. Mikill hluti viðskipta fyr- irtækisins hefur á undanförn- um árum verið sala varnings til friðsamlegrar notkunar til þessara sömu landa, sem Krupp JAMES BOND —K — -úc James Bond •Y IU FLlWHfi ÍRAWWE BY JOHN McLUSKY I Bond waited. tensed up. GOLDFINGER'S X- RAY STARE\ PIEPCED TUROUGN TO TUE BACK OF NIS SKUU ... i riWAS PIAVING GOLF WITW TWE PROFEeSlOWAL. I WILL PLAY WITW L YOU IWSTEAD^ H'U. WELL, l'M WOT IN PRACTICE Bond beið spenntur. Goldfinger horfði hvasst á hann og það var engu líkara en að hann reyndi að lesa hugsanir Bonds. — Ég ætlaði mér að leika við atvinnu- manninn en nú hef ég skipt um skoðun — ég ætia að leika við þig í staðinn. — Gott og vel, þú ræður. En ég er ekki í sem beztri æfingu . . . þó aðvara ég þig. Ég leik golf upp á peninga en ekki að- eins ánægjunnar vegna. — Allt í lagi. Ég legg undir þessa 10.000 dollara, sem þú hafðir út úr mér á Miami. Við leikum um allt eða ekkert. Þar með hafði Goldfinger bitið á agnið. — Mundu það sem ég sagði þér, James. Hafðu auga með honum . . . — Þakka þér fyrir, Alfreð. Það skal ég gera. skriðdrekarnir ruddu nazistum braut inn í fyrir tveimur og hálfum áratug. Árið 1959, sex árum eftir að Krupp var látinn laus úr fang elsi Bandamanna, heimsótti Nikita Krúsjeff deild Krupps á vörusýningunni í Leipzig í Austur-Þýzkalandi. Hann hafði orð á því, að friðsamlegur varn ingur félli honum betur í geð en fallbyssur, lyfti koníaks- glasi, framleiddu af Krupp og sagði: „Við erum mjög ánægð- ir með samning okkar við Krupp . . . Ég skála fyrir herra Krupp og sendi honum per- sónulegar kveðjur mínar“. En Krupp var of örlátur í lánaviðskiptum sínum við A- Evrópuríkin, og það er ástæð an fyrir því, hve hann þarf á miklu lánsfjármagni að halda nú. Keppinautar hans segja, að fyrirtækið hafi árum saman undirboðið þá miskunnarlauist í A-Evrópu bæði með lægra vöruverði og lengri greiðslu- fresti en þeir hafi getað boðið sínar vörur á. Fólk, sem þekkir Alfried Krupp von Bohlen og Hal- bach, segir, að hann taki fyriir sjáanlegum endalokum ein- veldis síns með heimspekilegri ró. „Lagalegt form og stjórnar- tilhögun fyrirtækis er fyrst og fremst háð tilgangi þess, sem alltaf verður að endurskoða í ijósi samtímans", sagði hann við hóp elztu starfsmanna sinna, er það hafði verið gert kunnugt, að breyta ætti fyrir- tækinu í almenningshlutafé- lag, og að hinn 29 ára gamli sonur hans, Arndt, mundi ekki taka við hásætinu og verða sjötti ættliðurinn í einvalds- stóli. Verðmæti eigna fyrirtækis- ins er að mati fjármálamanna í Essen um 4 milljarðar marka, eða um 40 milljarðar íslenzkra króna. Þeir telja og, að fram að þessu hafi Krupp haft um það bil 1% af heildarveltunni til einkaráðstöfunar. Það nem- ur, að sögn kunnugra, um 35 milljónum marka á ári, þegar búið er að draga skattana frá — eða um einni milljón ís- lenzkra króna á dag. Eftir að búið er að leggja hlutafé fyrirtækisins í áður- nefndan sjóð, mun Alfred fá 2 milljónir marka í árslaun (rúmlega 20 milljónir ísl. kr.), og Arndt fær 1 milljón marka, sem síðan verður tvöfaldað eftir dauða föður hans. Þótt Alfried sé einn auðug- asti maður Þýzkalands og kannski í heiminum, eru lifn- aðarhættir hans fábrotnir í samamíburði við forfeður hans. Hann býr í 15 herbergja húsi í búgarðsstíl, skammt frá Villa Húgel. Éftirlætisfrístundaiðja hans er að aka sportibílum, sigl ingar á lystisnekkjum, veiðar og ljósmyndun. Hann er feiminn og hlédræg- ur og forðast að koma fram opinberlega og mæta í fjöl- mennum veizlum. Hann býður þó oft heim til sín kvöldverð- argestum, einkum iðnrekend- um, kaupsýslumönnum og stjórnmálamönnum. Vinir hans segja, að tvö mis- heppnuð hjónabönd og fangels- isvistin hafi skilið eftir djúp sár. í einstæðri uppreisn gegn foreldrum sínum, kvæntist Al- fried Anneiise Bahr, fráskil- inni dóttur éfnaðs kaupmanns í Hamborg. Amdt er árangur þess hjónabands, sem endaði með skilnaði eftir fjögur ár, eða 1941, er foreldrar Alfrieds hótuðu að gera hann arflaus- an. Krupp kvæntist aftur árið 1952. Fyrir valinu varð að þessu sinni Vera Hossenfeld, þrískilin kona frá Ruhr-hérað- inu, sem flutzt hafði til Banda- ríkjanna skömmu fyrir síðari heimsstyrjöldina. Hún skildi einnig við hann árið 1957 og settist að á 400 þúsund ekra búgarði í Nevada. Vinir hans segja, að hann hafi lítinn áhuga á að kvænast aftur. Þeir segja einnig að hann sé hvorki nirfili né eyðslukló.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.