Morgunblaðið - 21.07.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.07.1967, Blaðsíða 10
10 MCRGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JULÍ 1967 Frá svifflugmotinu að Hellu Gísli Sigurðsson, starfsmaður Sviffiugfélags íslands, var í stöðugu sambandi við kepp- endur. Gísli er eini starfandi svifflugusmiðurinn hér á iandi og nam þá iðn í Þýzkalandi. Sverrir Þorláksson var mjög hreykinn af skeggi sínu, sem fé- lagar hans köiiuðu Balboskegg. Ilér er Lúðvík Karlsson að mæla skeggið, sem reyndist rúmur '/i cm. SVIFFLUGMAÐURINN verður algjörlega að treysta á upp- streymið. Hann getur ekki knúð sviffluguna hærra án aukins uppstreymis og sé það alls ekki fyrir hendi, verður hann að lenda, hvar sem hann er stadd- ur. Svifflugið er því öðrum þræði íþrótt, skemmtileg íþrótt, sem býður upp á mikla spennu og krefst áræðis og leikni. Austur á Hellu stendur nú yf- ir þriðja Svifflugmót Flugmála- félags íslands. Mbl. brá sér aust- ur að Hellu í gær og hitti þar að máli Ásbjörn Magnússon, mótsstjóra, og suma keppend- urna. Þegar okkur bar þar að var Ásbjörn að sýna keppend- um, hvar uppstreymi væri helzt að finna og einn hafði á orði — að ef hann fyndi ekki upp- streymi, þar sem Ásbjörn segði að það væri, þá skyldi hann lúberja Ásbjörn, þegar hann væri lentur aftur. En þetta voru aðeins orðin tóm, því allt fór þama fram í mestu vinsemd og skeggræddu keppendur og móts- stjóri skilyrðin sín í miili í mesta bróðemi. Við báðum nú Ásbjörn að segja okkur dálítið um tilhögun mótsins. — Já, við komum hingað á laugardaginn, sagði Ásbjörn, — en þegar til kom reyndist hann ekki hæfur keppnisdagur og hófst því keppnin sjálf ekki fyrr en á sunnudag. Síðan hefur gef- ið í loftið á hverjum degi en til þess að mótið sé löglegt á alþjóða mælikvarða þurfa gildir keppnis dagar minnst að vera fjórir en geta verið fleiri. Þó verður keppnisdagafjöldinn alltaf að vera slétt tala, því aðeins helm- --------------------------------------—--------------------- Svifflugmót Flugmálafélags Ifslands 1967. Laugardagur: Ógildur. Sunnudagur: Flugleiðin Hella — Búrfell í Grímsnesi — Skálholt — Hella. Vegalengd: 97 km. — Sigurvegari dagsins: Sverrir Þorláks- son, sem sveif 69 km. Mánudagur: Flugleiðin Hella — Stórólfs'hvoll — Hella — Laugarvatn — Hella. Vegalengd: 114 km. — Sigurvegari dagsins: Lúðvík Karlsson, sem sveif tæpa 70 km. Þiðjudagur: Flugleiðin Hella — Keldur — Hella — Sogsbrú — Hella. Vegalengd: 94,4 km. — Þennan dag tókst sveim keppend- um að svífa alla leið. Sigurvegari dagsins varð Þórhallur Filippusson, en meðalhraði hans var 41 km. Annar varð Leifur Magnússon með meðalihraðann 33 km. Miðvikudagur: Ógildur. Stigthæstur einstaklinga Aú er Þórhallur Filipusson, með 1200 stig. . _ ----4----- Núverandi fslandsmeistari í svifflugi er Sverrir Þór- oddsson. íslandsmet í hraðsvifi á Leifur Magnússon, meðalhraði 52 km, sett á svifflugmóti í fyrra. íslandsmet í langsvifi á Þórhallur Filipusson, 447 km, sett á Heimsmeiataramótinu í Köln 1960. Árni Guðmundsson frá Múlakoti dró svifflugurnar i 600 m hæð með Fleet-tvíþekju frá 1940. Hér er Árni að lenda og sviffluga bíður tilbúin. ingur keppenda flýgur dag hvern. — í hverju er keppnim fólgin? — Á hverjum morgni ákveð- ur mótsstjórn verkefni dagsins. Er það valið með hliðsjón af lík- legu uppstreymi og fleiru, sem þarna spilar inn í. Venjulega er valin þríhyrningsl'aga flugleið og verða keppendur að sanna svif sitt yfir pddastöðunum með ljós- myndum, sem þeir taka á Pola- roid-ljósmyndavélar. Nú, sigur- vegari dagsins er svo sá, sem lengst kemst og ef einlhverjir komast alla leið, ræður meðal- hnaðinn úrslitunum. Síða.n eru gefin 1000 stig fyrir beztan ár- angur hvers dags en aðrir kepp- endur fá stig í samræmi við sinn árangur. Sigurvegari mótsins er svo sá, sem flest stigin hlýtur saroanlagt eftir alla keppnisdag- ana. — Hvernig eru skilyrðin í dag til svifflugs? — Þau eru nú ekki nógu góð. Uppstreymið er hverfult og það er vont að hitta á það staðbund- ið. Ég er hræddur um, að þessi dagur verði ógildur hjá okkur. — Hvað þarf til svo að keppn- isdagur teljist gildur? — Þá þurfa tveir keppendur að svífa minnst 25 km hvor. Hver keppandi fær þrjú flugtök sinn keppnisdag svo það er mik- ið reynt, þó tilskilinn árangur náist ekki alltaf. — Hvað eru margir keppend- ur hér nú? — Þeir eru sex, allt Reykvík- ingar. Við 'buðum Akureyring- um að taka þátt en þeir eiga eina svifflugu, sem er lögleg í móti sem þessu. Því miður sáu þeir sér ekki fært að koma. Þeir, sem keppa hér eru: Lúðvík Karlsson, Sverrir Þorláksson, Leifur Magnússon, Þónhallur Fiilippu'sson, Þórður Hafliðason og Þórmundur Sigurbjarnarson. — Og svifflugið er vinsælt? — Já, mjög svo. Þetta er stór- skemmtileg íþrótt, sem á sér dyggan og ört vaxandi fylgjenda hóp. Ásbjöm Magnússon, móttstjóri, bendir Lúðvík Karlssyni á, hvar heppilegt uppstreymi sé að finna. Þórhallur Filiupusson hlustar á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.