Morgunblaðið - 21.07.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.07.1967, Blaðsíða 21
MCRGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1967 21 - ERLENT YFIRLIT Framhald af bls. 12 Á fundi leiðtoga sjö kommún- istalanda í Búdapest í síðustu viku var lýst yfir stuðningi við kröfu Araba um, að ísraelsmenn flytji burt herlið sitt af herteknu svæðunum og þeim verði gert að greiða skaðabætur fyrir það tjón, sem þeir ollu í styrjöldinni í júní. Ennfremur var ákveðið að samtæma stuðning austan- tjaldsríkjanna við Araba, en Rúmenar sóttu ekki fundinn. Hin efnahagslega aðstoð á að efla landbúnað og iðnað í þeim löndum, sem orðið hafa fyrir „árás heimsvaldasinna“, efla á varnarmáltt þeirra, og ennfrem- ut á að skipuleggja samvinnu á sviði efnahagsmála við Araba- löndin til langs tíma. Arabar aðeins sammála um eitt Lítið hefur frétzt af viðræð- um leiðtoga Arabaríkjanna í Kaíró, en þeir virðast vera sam- mála um það eitt, að beinar friðarviðræður við ísrael komi ekki til mála. Fundinn sitja leiðtogar Alsírs, íraks, Sýrlands, Egyptalands og Súdans, og allra þeirra ríkja sem taka m.unu beinan þátt í nýrri styrjöld við ísrael, ef til hennar kæmi. Átta Arabaríki hafa ekki sent fulltrúa á fund- inn, og vekur fjarvera Líbýu- manna, Kuwaitbúa og Saudi- Ara'bíumanan mesta athygli, en styrkur þessara þjóða er ekki fólginn í hernaðarmætti heldur fjármunum, Súdansstjórn hefur hvatt til þess, að æðstu menn allra Araba ríkjanna 13 haldi með sér ráð- stefnu, og styðja Egyptar þessar tilraunir Súdans, þar sem þeir telja að andúð Araba í garð Vesturveldanna eigi sér djúpar rætur. Þá hefur það ýtt undir þessa viðleitni, að fundir Alls- herjarþingsins um ástandið í Austurlöndum nær hafa engan árangur borið og að Austur- Evrópuríkin hafa til .þessa staðið við orð sín og halda áfram að styðja Araba á borði en ekki að- eins í orði. Nú seinast hafa 12 sovézk herskip komið til Alex- andrínu og Port Said. Allt gerir þetta það að verk- um, að stjórnir Arabalandanna eiga erfitt með að láta vinsamleg orð falla í garð Vesturveldanna, hvað þá meira. Jafnvel Marokkó er ekki nógu afskekkt til þess að láta deilumálin sig engu skipta, og sést það á því að verka lýðsfélög í landinu hafa kornið stjórninni í bobba með ásökun- um tim, að hún sé ekki nógu skelegg í afstöðunni gegn ísra- elsmönnum. Egyptum er mikið í mun að brennimerkja Saudi-Arabíu- stjórn fyrir tillögu hennar um, að Arabar hefji að nýju olíu- flutninga til Bandaríkjanna og ÍBretlands á þeirri forsendu, að olíu'bannið á þessi ríki bitni síð- ur á þeim en Aröbum sjálfum. í síðustu viku tilkynntu Bretar, að viðskiptajöfnuðurinn hefði versnað, og í Kaíró var þessari tilkynningu tekið með miklum fögnuði, þar sem hún var talin sanna, að olíubannið hafi áhrif. Nú eru Saudi-Arabíumenn sak- aðir um að reyna að skerast úr leik, einmitt þegar áhrif við- skiptabannsins séu farin að segja til sín. Kairóblaðið „Ai Akhbar“ segir, að brezka stjórn- in muni fresta fyrirhugaðri benzínskömmtun, þar sem vofl sé á olíu frá Saudi-Arabíu bráð- lega. En þótt flest Arabaríkin séu sammála um, að halda verði olíu banhinu áfram, hvort sem þeim líkar það betur eða verr, að minnsta kosti meðan Súezskurð- urinn er lokaður, þá eru þeir ósammála um stefnuna í hermál- um, en það stafar af því, hve að- staða þeirra er ólík á þessu sviði. Alsírski forsætisráðherrann, Boumedienne ofursti, segir að eina leiðin sé að halda áfram baráttunni hvað sem það kost- ar, og enginn vafi leikur á því, að honum er fúlasta alvara. Til- laga hans er sem hér segir: Lát- um ísraelsmenn taka Kaíró og Damaskus. Hersveitir þeirra verða svo fjarri bækistöðvum sínum og samgöngur þeirra svo erfiðar, að skæruliðar Araba eiga auðveldan leik. Frá herfræðilegu sjónarmiði er þessi tillaga ekki út í bláinn. Styrkur Araba er í því fólginn, að þeir eru fjölmennari en ísra- elsmenn, og þess vegna ætti bar- áttuaðferð þeirra að vera. sú, að láta ísraelsmenn þenja sig yfir sem víðáttumest svæði, svo að þeim reynist örðugt að halda því. Hitt er svo annað mál, hvort Arabar búi yfir nógu miklu út- haldi til þess að geta farið að dæmi Vietcong og annarra frá- bærra skæruliða. Hvað sem því líður væru slík- ar baráttuaðferðir óhugsandi án eindregins stuðnings egypzku stjórnarinnar og hersins. En eins og nú standa sakir bendir allt til þess, að Nasser forseti hygg- ist fyrst neyta allra stjórnmála- legra ráða til þess að afla sér stuðnings almenningsálitsins í heiminum í þeim tilgangi að knýja ísraelsmenn til undan- halds. En hann er sérfræðingur á þessu sviði og með langa og góða reynslu að baki. Óeirðir - - - en hvers vegna? Stöðugar óeirðir hafa geisað í Hongkong, en enn er ekki með öllu ljóst hvað býr á bak við óeirðirnar. Maosinnaðir verka- lýðsforingjar og flutningaverka- menn virðast hafa staðið fyrir óeirðunum, en erfitt er að sjá hvaða hag Pekingstjórnin hefur af því sem stendur, að skipta sér af innanríkismálum nýlend- unnar og 'baka kínverkum borg- urum erfiðleika. Fyrir skömmu lögðust flutn- ingar frá meginlandinu til ný- lendunnar niður, en í Ijós kom að vörurnar, sem hér um ræðir, — kjöt, grænmeti, ávextir og önnur matvæli — höfðu verið fluttar að landamærunum, en lengra komust þær ekki, þvi að flutningaverkamenn í nýlend- unni sjálfri höfðu gert verkfall og komu í veg fyrir alla aðflutn- inga. Kinverjar hafa skuldbundið sig til að sjá Hongkongbúum fyrir vatni, og samkvæmt samn- ingi er ákveðið hve mikið magn hér er um að ræða, og til hve langs tíma, svo og gjald það sem stjórnin í Hongkong skuli greiða fyrir vatnið. Nýlendustjórnin bað um meira vatn, en beiðn- inni var hafnað. Kínverjar hafa í raun og veru staðið við sinn hluta samningsins og hafa sjálf- ir mikla þörf á vatni vegna mikilla þurrka. Vatnsskömmtun hefur verið innleidd í Hong- kong, og bitnar það mest á hin- um venjulega borgara, en form- lega séð að minnsta kosti hafa Kínverjar hreina samvizku. Ofsalegar óeirðir hafa geisað í hverfinu Kowloon, það er þeim hluta Hongkongs, sem er á meginlandinu, og í námunda við landamærin, sem eru 30 km. löng. Á einum stað liggja landa- mærin þvert yfir götu í bæ nokkrum. Þar hafa 3.000 óeirða- seggir frá Kína farið yfir landa- mærin, og voru einkennisklædd- ir unglingar úr hjálparsveitum hersins í broddi fylkingar. Hleypt var af skotum, og marg- ir f'éllu eða særðust. Brezkir lögreglumenn (Kínverjar) og brezkir hermenn (Gúrkhar) ráku óeirðaseggina burtu. Stjórn irnar í London og Peking skipt- ust á mótmælaorðsendingum. Borgarstjórnin í Hongkong •hefur látið gera áhlaup á aðal- stöðvar sambands flutninga- verkamanna í þeim tilgangi að freista þess að koma aftur á lög- um og reglu. Rúmlega 80 for- ingjar verkamanna voru hand- teknir, og fjöldi vopna af ýms- til að kasta á lögreglumenn í götuóeirðum. En það eru ekki flutninga- verkamenn einir, sem standa fyrir óeirðunum. Gert er ráð fyrir, að ýmsar klíkur kommún- ista, sem eiga í innbyrðis deilum, eigi hér hlut að máli og þær framfylgi ekki allar fyrirskipun- um frá Peking. Þetta gæti verið skýringin á hinum mikla glund- roða, sem er ríkjandi. Á ári hverju hagnast Kínverj- ar urn 500 milljónir dollara af viðskiptum sínum við Hong- kong, og þeir geta ekki án þessa harða gjaldeyris verið, til dæmis til þess að kaúpa aukabirgðir af korni erlendis frá, þegar upp- skera bregst. Hongkong hefur verið kölluð rifan á bambus- tjaldinu. Ef kaupsýslumenn yfir gefa Hongkong vegna ótryggs vinnufriðar, mun það bitna á um gerðum voru gerð upptæk, meðal annars sýra, sem notuð er Kínverjum ekki síður en íbú- um nýlendunnar og Bretum. Þrjú milljónir pundn í tryggingu London,.19. júlí (NTB) FULLTRÚAR eigenda olíuflutn- ingaskipsins „Torrey Canyon“ — risaskipsins sem olli því, að beztu baðstrendur Englands urðu fyrir miklum skemmdum vegna fljótandi olíu fyrr á þessu ári — lögðu í dag fram þrjár milljónir sterlingspunda í trygg ingu til að losa systurskip Torrey Canyon úr haldi í Singa- pore. __ Brezka stjórnin hefur krafið eigendur Torrey Canyon um skaðabætur vegna olíuskemmda á ströndum Englands, en eigend urnir, Barracuda Tanker Corpor- ation, ekki orðið við kröfunni. Þegar svo systurskip Torrey Canyon kom til Singapore fyrir helgina, fóru brezk yfirvöld fram á það við stjórnina þar, að skipið yrði kyrrsett. Urðu yfir- völdin við þeirri beiðni á laug- ardag. Tryggingarféð var greitt í London í dag, og verður því hald ið þar til samningar hafa náðst milli brezku stjórnarinnar og út gerðarfélagsins, eða dómur ver- ið kveðinn upp um skaðabætur. • Asparagus • Oxtail • Mushroom • Tomato • Pea with Smokccl Ham • Chicken Noodle • Cream of Chicken • Veal • Egg Macaroni Shells • llVegetables • 4Seasons • Spring Vegetable Bragðið leynir sér ekki MAGGI súpurnar frá Sviss eru hreint afbragð MAGGI súpurnar frá Sviss eru búnar til eftir upp- skriftum frægra matreiðslumanna á meginlandinu, og tilreiddar af beztu svissneskum kokkum. Það er einfalt að búa þær til, og þær eru dásamaðar a£ allri fjölskyldunni. Reynið strax í dag eina af hinum átján fáanlegu tegundum. MAGGI SÚPUR FRÁ SVISS #

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.