Morgunblaðið - 21.07.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.07.1967, Blaðsíða 5
MORGUISÍBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1967 5 FYRSTA herskipið úr finnska flotanum, sem sækir ísland heim, kom til Reykjavíkur á þriðjudag. Hér er um að ræða skóla- og æfingaskipið Matti Kurki 1500 tonn að stærð, með 170 manna áhöfn. Skip- stjóri er Bol Klenborg. Heim sóknin er i tilefni 50 ára lýð- veldisafmæli Finnlands. í gær gafst blaðamönnum kostur á að skoða skipið og á eftir hittu þeir skipstjór- ann og yfirmenn skipsins að máli. Klenberg skipstjóri sagði að skipið, sem er freigáta hefði verið byggt árið 1946 fyrir brezka flotann. Finnar hefðu keypt skipið fyrir 5 ár- um. >að kom fram að Matti Kurki er einkum sniðið til kafbátavarna og fylgdar skipalestum. Aflvélarnar væru gufuknúnar og hámarks , Matti Kurki við Ægisgarð. Skólaskipiö Matti Kurki í Reykjavík hraði 19 Vz hnútar, venjuleg- ur siglingahraði væri 14—16 hnútar. Vopnabúnaður þess væru 3 fallbyssur, auk nokk- urra minni og loftvarna- byssa. >á er um borð útbún- aður gegn kafbátum, þar á meðal djúpsprengjur og eld- flaugar. Liðsforingjaefnin, sem eru 47 um borð, væru á sj i 4—5 mánuði að sumrinu, en stunduðu nám við for- ingjaskóla finnska sjóhersins i Helsinki að vetrinum. Náms tíminn væri rúm 2 ár til að öðlast lægstu gráðu liðsfor- ingjatignar, að viðbættum herskyldutíma 11 mánuðum. Fyrir óbreytta hermenn í öll um greinum finnska hersins í Halifax í Kanada tók skip ið þátt í flotahátíð herskipa ið til Norfolk og heimsótti skipshöfnin Washington D. C. meðan á dvölinni stóð. >á var haldið til íslands og vævi herskvldan 9 mánuðir.sagði Klenberg, skipstjóri, að áhöfnin hefði farið mikils á Bo Klenberg, skipstjóri við 1 andganginn. Finnski flotinn væri ekki ýkja stór, enda miðuðu þeir ekki varnir sínar við átök á sjó. Alls væru nú um 60 skp af ýmsum gerðum í flotan- um. >ar á meðal tveir tund- urspillar, tundurduflaslæðari, og nokkrir hraðbátar til gæziu með ströndum fram. >á stæði nú yfir smíði nokk urra falllbyssubáta og hefði einum þegar verið hleypt af stokkunum. Væri þessi flota styrkur einkum miðaður við að halda uppi eftirliti og sam bandi við hinar fjölmörgu eyjar við strönd Finnlands. Venjulega héldi Matti Kurki til æfinga á finnska flóanum og Eystrasalti, stæðu þær yfir í eina til tvær vikur. Hingað kemur skipið frá Norfolk í Bandaríkjunum, eftir að hafa tekið þátt í flota heimsókn í tilefni heimssýn- ingarinnar í Kanada. >angað hefði verið haldið í samfylgd sænska herskipsins Haliand og Ingólfs frá Noregi. Skipið hefur hreppt snarpann mót- vind á ferðinni, og gott tæki færi hefði gefizt til að þjálfa liðsforingjaefnin í siglinga- fræði. mis við ef af viðkomu hér hefði ekki orðið. Á föstudag heldur skipið svo til Fredrikshavn þar sem áhöfnin tekur þátt í norrænni flotakeppni. >átttakendur verða frá öllum Norðurlönd- um að íslandi undanskildu. Keppt verður í ýmsum grein um, svo sem róðri, sundi og fleiri íþróttum. Til Finnlands væri skipið síðan væntanlegt 4. ágúst, eftr þriggja mónaða úthald. Áhöfninni gafst kostur á >ingvallarferð og skoðunar- ferð um Reykjavík og ná- grenni, lætur hún hið bezta af dvölinni hér. Síðdegis í gær hafði skip- stjórinn boð inni um borð í Matti Kurki. Voru þar á með al annars viðstaddir, Eggert >orsteinsson, sjávarútvegs- málaráðherra, aðalræðismað- ur Finna á íslandi, og sendi herrar erlendra ríkja. >ess má að lokum geta að finnsku sjóliðarnir hafa vak- ið sérstaka athygli borgarbúa fyrir alúðleika og kurteislega framkomu í hvívetna. Er að vænta, að þessir góðu gestir endurtaki heimsókn sina til Reykjavíkur í framtíðinni. Um Verzlunarmannahelgina: Skipulögö dagskrá i Þórsmörk SKÓGRÆKT ríkisins og Hjálpar sveit Skáta í Reykjavík munu um n.k. verzlunarmannahelgi standa fyrir útisamkomu i Þórs mörk. Er það i fyrsta sinn, sem haldið er þar uppi skipulagðri dagskrá um þessa helgi fyrir alla gesti. Standa því vonir til að nú í ár verði umgengni og öll hegð un manna þar með bezta móti. Á blaðamannafundi í gær hjá forráðamönnum Skógræktarinn- ar og H.S.S.R., þar sem skýrt var frá dagskránni kom m. a. í ljós, að dansleikur verður hald inn bæði á laugardags- og sunnu dagskvöld. Munu tvær unglinga hljómsveitir, Toxic og Sónet leika lög, sem einkum eru fyrir unga fólkið, en ennfremur verða gömludansarnir leiknir í daln- um fyrir þá sem betur kunna að meta þá Verður því dansað á tveim stöðum samtímis. Á laugardagskvöldið munu Ríó- tríóið syngja þjóðlög fyrir gest ina, en á miðnætti aðfaranótt mánudagsins verður stór flug- eldasýning. Á degi til verður einnig margt til skemmtunar. Farnar verða gönguferðir um nágrennið und- ir leiðsögn kunnugra. Einnig fá gestir tækifæri til að keppa í knattspyrnu, handbolta, stökk- um, hlaupum, pokahlaupi, og reiptogi, svo fólk þarf ekki að vera aðgerðarlaust í Þórsmörk um verzlunarmannahelgina í þett.a sinn. >jónusta við gesti verður bætt mjög. Skógræktin hefur þegar komið fyrir fjórum vatns bólum, auk þess, sem frekari ráðstafanir ærða gerðar tdl að tryggja nægwegt vatn. Að öðru leyti verðui hreinlætisaðstaða bætt mjög og áherzla lögð á góða umgengni. M.a. verður plastpok um undir úrgang dreift í öll tjöld. Slysavarzla og löggæzla verða með svipuðu sniði og áður hef- ur verið. Mun skógræktin standa fyrir því, að ákveðið svæði inn- an girðingar í Húsadal verði lokað allri umferð til að draga úr skemmdum á grasi og öðrum gróðri, auk þess sem það er til aukins næðis fyrir gestina. Undanfarin ár hefur Úlfar Jacobsen flutt - skemmtikrafta með í >órsmörk til að skemmta sínum gestum og hafa þar auð- vitað allir notið góðs af, en í þetta sinn verður skemmtunin fyrir allan almenning, sem mörk ina sækir. Aðgangseyrir verður kr. 150 og er hreinsunargjald þar innifalið. ALLT MEÐ EIMSKIP i Á næstunni ferma skip vor |j til íslands, sem hér segir: íVNTWERPEN: Seeadler 26. júlí ** Marietje Böhmer 4. ágúst Seeadler 14. ágúst ** Marietje Böhmer 25. ágúst HAMBURG: Skógafoss 22. júlí Reykjafoss 1. ágúst Skógafoss 11. ágúst Goðafoss 15. ágúst ** Reykjafoss 22. ágúst ROTTERDAM: Reykjafoss 28. júlí Skógafoss 7. ágúst Goðafoss 11. ágúst ** Reykjafoss 18. ágúst LEITH: Gullfoss 24. júlí Gullfoss 7. ágúst Gullfoss 24. ágúst LONDON: Seeadler 28. júlí ** Marietje Böhmer 7. ágúst Seeadler 18. ágúst ** Marietje Böhmer 28. ágúst HULL: Seeadler 31. júlí ** Marietje Böhmer 10. ágúst Seeadler 21. ágúst ** Marietje Böhmer 31. ágúst NEW YORK: Brúarfoss 4. ágúst Fjallfoss 16. ágúst * Selfoss 31. ágúst GAUTABORG: Askja 25. júlí Tungufoss 4. ágúst ** Bakkafoss 18. ágúst KAUPMANNAHÖFN: Gullfoss 22. júlí Dettifoss 24. júlí Tungufoss 2. ágúst ** Gullfoss 5. ágúst Gullfoss 19. ágúst Bakkafoss 21. ágúst KRISTIANSAND: Askja 26. júlí Tungufoss 5. ágúst ** Bakkafoss 22. ágúst BERGEN: Tungufoss 7. ágúst ** KOTKA: Lagarfoss 25. júlí Skip um 7. ágúst GDYNIA: Lagarfoss um 28. júlí Skip um 10. ágúst * Skipið losar á öllum að- alhöfnum Reykjavík, ísafirði, Akureyri og Reyðarfirði. ** Skipið losar á öllum að- alhöfnum, auk þess í Vestmannaeyjum, Siglu firði, _ Húsavík, Seyðis- firði og Norðfirði. Skip sem ekki eru merkt með stjörnu losá í Reykjavík. ALLT MEÐ EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.