Morgunblaðið - 22.07.1967, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 22.07.1967, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1967 Forsetinn afhendir 50 jpúsund dollara — í sjóð Thor Thors New York, 21. júlí — AP — FORSETI íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, afhenti í dag for- stöðumanni minningarsjóðs Thor Thors, Peter Strong, 50.000 doll ara ávísun, sem er framlag ýmissa fyrirtækja og samtaka á íslandi og íslenzku ríkisstjórn arinnar til sjóðsins. Upphæðin var afhent í tilefni af 20 ára afmæli Marshallað- stoðarinnar, en minningarsjóður Thor Thors var stofnaður fyrir Ók ó brott, en sd oð sér í GÆR varð allharður árekst- ur á Hringbraut, en þar ók ölv- aður maður bifreið aftan á kyrr stæða bifreið, sem hafði bilað. Hinn ölvaði ók á brott af árekst ursstað, en gaf sig litlu síðar fram við lögregluna og viður- kenndi brot sitt. Loítorrusto yfir Hoiphong Saigon, 21. júlí — NTB—AP — ÞRJÁR norður-vietnamskar MIG þotur voru skotnar niður í hörð um loftbardaga við bandarískar Crusader-flugvélar yfir olíu- geymslustöð 32 km. fyrir norð- vestan Haiphong í Norður-Viet- nam í dag. Bandarísku flugmenn irnir telja líklegt að þeir hafi skotið niður eina norður-viet- namska MIG-þotu tii viðbótar. í Washington er sagt að John son forseti muni fara þess á leit við Suður-Kóreumenn að þeir sendi 30.000 hermenn til við- bótar til Suður-Vietnam. Thai- lendingar, Ástralíumenn og Ný- Sjálendingar verða beðnir um að senda 5.000 hermenn. Max- well Taylor hershöfðingi er á förum til Suður-Kóreu til að biðja um aukinn liðsstyrk. tveim árum, til að stuðla að auknum skilningi milli íslend- inga og Bandaríkjamanna. Áður hafa safnazt I sjóðinn 50.000 dollarar í Bandaríkjun- um, og nemur því sjóðurinn nú 100.000 dollurum. Sjóðnum á að verja til þess að styrkja unga íslendinga til náms í Bandaríkj unum og unga Bandaríkjamenn til náms á íslandi. Forsetinn afhenti ávísunina við hátíðlega athöfn í skrifstof- um sjóðsins, að viðstöddum ekkju Thor Thors, frú Ágústu Thors, syni hennar, Thor Thors, og íslenzkum embættismönnum. í gærkvöldi sat forsetinn veizlu John W. Lindsay, horg- arstjóra New York. Meðal gesta voru ýmsir embættismenn New Yorkborgar, kaupsýslumenn og fsiendingar búsettir í Bandaríkj unum. Forsetinn og horgarstjórinn skiptust á gjöfum við þetta tækifæri, og gaf forsetinn Lind say íslendingasögur í rauðu skinnbandi — íslenzku útgáf- una. Borgarstjórinn gaf forset- anum höfrung úr Steubengleri. Búizt við góð- viðri um helgina ÞÓTT nú sé júlímánuður hefur verið kalt í veðri undanfarna daga á Norðurlandi og síðast- liðna nótt var hiti við frost- mark á Þingvöllum, Grímsstöð- um á fjöllum og á Nautabúi í Skagafirði. Á Hveravöllum mæld ist hins vegar eins stigs frost og var þar kaldast á landinu. innstæðulausir tékk- ar fyrir 1,6 milljónir HINN 19. júlí sl. fór fram skyndi könnun á innstæðulausum tékk- um. Kom þá fram, að innstæða reyndist ófullnægjandi fyrir tékkum samtals að fjárhæð kr. 1.693.000.— Heildarvelta dagsins í tékkum við ávísanaskiptadeild Seðlabankans var 260 milljónir króna og var því 0,65% fjárhæð ar tékka án fullnægjandi inn- stæðu. Frá því í nóvember 1963 hafa farið fram alls 15 skyndikannan ir. Miðað við skyndikannanir á síðasta ári og það sem af er þessu ári er hlutfallið milli heild arveltu dagsins og innstæðu- lausra tékka hedur hagstæðara nú, en þess ber að gæta, að í þessari skyndikönnun barst Yfirgripsmikil bók um island á ensku — gefin út af Seðlabankanum INNAN skamms er væntanlcg í bókaverzlanir ný upplýsingabók um ísland, sem Seðlabankinn gefur út. Er bókin, sem ætluð er útlendingum, á ensku og nefnist hún Iceland. Ritstjórar bókarinnar ern þeir Dr. Jóhann es Nordal, seðlabankastjóri og Valdimar Kristinsson, fulltrúi. Hliðstæðar bækur hafa verið gefnar út 4 sinnum áður, og þá af Landsbankanum. Kom hin fyrsta þeirra út 1926 á 40 ára afmæli Landsbanka íslands, önn ur bókin kom út 1930, þriðja 1936 og hin fjórða 1946. Ritstjóri þessara bóka var Þorsteinn Þor- steinsson, Hagstofustjóri. Nýja bókin er svipuð að efni og formi og eldri bækurnar en er að mun stærri og ýtarlegri, auk þess sem í bókinni eru lit- prentaðar myndir, en þær voru ekki í fyrri útgáfum. Bókin sem er 390 bls. að stærð skiptist , 2 kafla. Fjalla þeir um ísland og íslendinga, sögu og bókmenntir, stjórnarskrána og Alþingi viðskipti, iðnað, félags leg málefni, trúarbrögð og menntun og listir. Auk þess er í bókinni skrá um opinberar stofnamr, embætti, sendiráð og opinberar skrifstofur íslands í öðrum iöndum. Þá er og all ýt- árleg bókaskrá, er Landsbóka- safnið tók saman, um bækur er fjalla um ísland og ennfremur eru um 2 þúsund atriðaorða- skrá. Ritstjórar bókarinnar, sögðu á fundi með fréttamönnum í gær, að undirbúningur bókarinnar hefði tekið um það bil 3 til 4 ár. Væri ætlunin, að reyna nú að endurskoða útgáfuna á nokk urra ára fresti, og ef til vill bæta í köflum ef ástæða þætti til. Þá sögðu þeir, að þegar hefðu verið gerðar ráðstafanir til þess að bókin færi sem víðast og að helztu bókasöfn eignuðust hana. Texti bókarinnar var prentað- ur í ísafoldarprentsmiðju, en Litbrá, prentaði litmyndirnar. meiri fjöldi tékka en nokkru sinni áður eða 344 stk. mesti fjöldi áður var 210 stk. Eins og kom fram í blöðum og útvarpi nú fyrir skömmu tóku nýjar reglur um tékkaviðskipti gildi í þessari viku. Verða inn- stæðulausir tékkar nú innheimt ir í samræmi við þær reglur. Til frekari áherzlu skal hér vikið að einni grein hinna nýju reglna: „Sé tékki ógreiddur 15 dög- um eftir áritun um greiðslufall, skal kæra útgefanda hans fyrir meint tékkamisferli til viðkom- andi sakadóms. Jafnframt skal höfða einkamál f.h. innlausnar- banka fyrir viðkomandi dóm- þingi á hendur öllum tékkaskuld urum til trygggingar skuldinni." (Frá samvinnunefnd banka og sparisjóða). Á Norðausturlandi snjóaði til fjalla fyrir nokkrum dögum, en í gær var sól tekin að skína og tók þá snjó fljótt upp. Samkvæmt upplýsingum Veð urstofunnar var stillt veður um allt land í gær. Glaða sólskin var þá á öllu hálendinu um mið- bik landsins, en út við strend- urnar vestan-, norðan- og austan lands var skýjað. Suðurströndin var hins vegar böðuð sól. Um hádegi í gær var hlýjast í Hrepp um, 15 gráðu hiti. Útlit er fyrir að hæg suðlæg átt ríki hér á landi um helgina og er reiknað með sólskini fyrir norðan og austan og ef til vill um hádaginn á Suðurlandi. Orsök kuldanna að undan- förnu er kaldur sjór fyrir Norð- urlandi og mikill ís við Græn- landsstrendur. Hins vegar er ekki einsdæmi að snjói í fjöll norðanlands og austan í júlímán uði og nægir þá að minna á sum- arið í fyrra, er kafaldshríð varð á Fjöllum í júlí-mánuði. Eins og getið var í Mbl. í fyrradag hefur bifreiðainn- flutningur til landsins verið gífurlegur fyrstu 5 mánuði ársins. Hefur hann numið 150 milljónum króna. Hér getur að líta nýjar bifreiðir í tuga- tali, en þær eru geymdar í girðingu suðvestantil í Öskju hlíð. (Ljósm. Sv. Þorm). Heynt oð nn Wellvole n flct REYNT mun að ná togaranum Boston Wellvale á flot á flóðinu í dag, en hann strandaði eins og kunnugt er í desember síð- astliðnum við Arnarnes í Isa- fjarðardjúpi. Atvinnuleysi. London, 20. júlí — AP — 496.372 verkamenn í Bret- landi eða 2.1% vinnufærra eru nú atvinnulausir. At- vinnuleysi hefur aldrei verið eins mikið í Bretlandi síðan 1940. Hefði átt að gefa mannskapnum frí — segir Filip Höskuldsson, á Birtingi — ÞETTA ER eins og að fara í ævintýraleit, en ég er að fara út á morgun — sagði Filip Höskuldsson, skipstjóri á Birt- ingi, hinu nýja skipi Norðfirð- Bænadagur Eyfirð- inga á sunnudag Akureyri, 21. júlí. BÆNDADAGUR Eyfirðinga verður haldinn í Freyvangi á sunnudaginn og gangast Búnað- arsamband Eyjafjarðar og Ung menna samband Eyjafjarðar fyrir hátíðinni. Dagskráin hefst kl. 2 eftir hádegi með guðsþjón- ustu, þar sem séra Benjamín Kristjánsson prófastur messar. Aðalræðu dagsins flytur séra Guðmundur Sveinsson, skóla- stjóri í Bifröst og áavrp af hálfu bænda flytur Sigurður Jósefs- son,Torfufelli. Þá les Kristján skáld frá Djúpalæk upp ljóð og Birgir Marinósson syngur gam- anvísur Karlakór Akureyrar, söng- stjóri Guðmundur Jóhannsson syngur með undirleik Jóns Hlöð vers Áskelssonar og ennfrem- ur syngja fimm stúlkur af Ár- skógsströnd. Þá verður íþróttakeppni á íþróttavellinum á Laugalandi. Keppt verður í handknattleik kvenna milli Austfirðinga (UÍA) og Eyfirðinga (UMSE) og knatt spyrnukeppni verður milli sömu aðila. Kappleikir þessir eru undanrásir fyrir landsmót UMFÍ 1968. Hátíðinni lýkur með dansleik í Freyvangi um kvöldið. — Sv. P. inga í viðtali við Ásgeir Lárus- son á Neskaupstað. — Við ætluðum að lesta ís og síðan er ætlunin að fara í Norð- ursjóinn. Gerum við ráð fyrir að landa í Þýzkalandi, ef eitt- hvað fæst. f fyrstu veiðiferðinni sóttum við síldina á áttunda hundrað mílur frá Neskaupstað og er það ógerlegt, ef landa á hér heima. Mér finnst að nú hefði átt að leggja bátunum um tíma og gefa mannskapnum frí. Ég hef ekki trú á að síldin komi hingað á miðin fyrir Austurlandi fyrr en í september. Við verðum að vona að hún komi þá og ekki veiðist síður en í fyrra. f GÆR var hægviðri um land Lægðarsvæðið yfir Suður- allt. Við vestur- og norður- Grænlandi þokast austur og ströndina var skýjað, en létt- verður sennilega við suðvest- skýjað annars staðar á land- urströndina á sunnudags- inu. Sunnan lands var víða kvöld. 14 stiga hiti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.