Morgunblaðið - 22.07.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.07.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JULI 1967 3 TT Varar við nýju vegalagn- ingunni við Mývatn Kanadískur náttúrukönnuður segir skoðun sína á náttúruspjöllum FYRIR nokkrum dögum var hér á ferð kanadískur rithöf- undur og náttúrukönnuður, Fred Bodsworth að nafni. Bodsworth er í fremstu röð náttúruverndarmanna í Kana da, fyrrverandi blaðamaður, höfundur nokkurra víðlesinna skáldsagna. Til Islands kom hann, sem leiðangursstjóri bandarísks og kandadísks fræði- og áhuga- fólks um fuglalíf. Hópurinn dvaldizt við Mývatn í nokkra daga við athuganir á fuglalíf- inu þar. í viðtali sem Mbl. átti við Bodsworth við kom- una frá Mývatni, lýsti hann mikilli ánægju með dvölina, en bar jafnframt fram varn- aðarorð gegn vegalagningu þeirri sem nú stendur yfir við Mývatn. Bodsworth sagðist vilja taka fram í upphafi, að sem útlend ingi bæri honum að blanda sér ekki í hérlend málefni. En sem aðdáandi íslenzkrar náttúru gæti hann ekki stillt sig um að vara alvarlega við vegalagningu á fyrirhuguðu svæði. Vegurinn sem hér um ræðir, og þegar eru hafnar framkvæmdir vfð á að tengja Kísligúrverksmiðjuna við þjóðveginn. Á síðasta ári sagðist Bodsworth hafa heim- sótt Mývatn á hnattferðalagi fuglaáhugamanna. Eftir þá heimsókn hefði hann bætt ís- landi inn ó árlegar ferðaáætl- anir kanadískra og banda- bandarískra fuglaóhuga- manna. Bodsworth kvaðst hafa heimsótt flest þau lönd, sem hefðu upp á sérstæða nátt- úrufegurð og fuglalíf að bjóða. Sér væri ljúft að segja, að ísland hefði þar al- gjöra sérstöðu. Mývatn væri einn merkasti staður á jörð- inni, hvað snerti fuglalíf. 1 Norður-Ameríku hefðu hin hörmulegustu náttúru- spjöll verið framin, því vildi hann benda Islendingum á að læra af dýrkeyptri reynslu annarra og varna því, að ómetanlegri náttúruauðlegð væri fórnað fyrir misskilinn stundarhag. Þau verðmæti sem færu forgörðum yrði aldrei hægt að bæta. Með nefndum vegi yrði fuglalífi við Mývatn skaði gerður. Það sem væri þó ef til vill enn alvarlegra væri jarð- fræðileg röskun hans. Veg- inum væri ætlað að liggja yfir hraunrennsli, sem væri í mörgu tilliti hið sérstæð- asta. íslendingar skyldu einnig hafa í huga, að áhugi fyrir hinni ósnortnu náttúru lands- ins mundi fara vaxandi. Hinn almenni ferðamaður óskaði þess í auknum mæli að komast burt úr vélamenn- ingunni og borgunum, og áhugi vísindamanna væri þeg ar fyrir hendi. ísland væri næsti nágranni Noi'ður- Ameríkumanna í Evrópu. Mætti gera ráð fyrir aukn- um fedðamannastraumi þaðan, með sí lækkandi ferðakostn- aði og auknum tómstundum. Náttúrulýti sem vegalagning yfir hina stórbrotnu hraun- breiðu hlyti að veró þyrnir í augum ferðamanna, sem í framtíðinni heimsæktu Mý- vatn. Hér væri ekki um að ræða að stöðva eðlilega framþró- un, eða lífskjör fólks á kostn- áð sérvizku náttúrunnenda. Fagurt og ósnortið land væri einnig hægt að meta til fjár, ef út í þá sálma væri farið. Norður-Ameríkumenn hefðu lært af reynslunni, og í Banda ríkjunum væru allar fram- kvæmdir, sem yllu meirihátt- ar náttúruspjöllum, bornar undir álit náttúruverndar- deildar innanrikisráðuneytis- ins. • Um það leyti sem Fred Bodsworth dvaldizt í Reykja- vík var fimmta skáldsaga hans að koma út samtímis í þremur löndum. Ein bóka hans var fyrir nokkrum ár- um valinn í bókaflokk Read- ers Digest og seld í milljóna upplagi. Bodsworth var um ára bil blaðamaður' við kanadíska stórblaðið Toronto Star, og ritaði þar einkum um stjórn- mál og efnahagsmál. Síðar var hann í nokkur ár við ritstjórn eins þekktasta tímarits lands síns. Hin síðari ár hefur hann einkum helga'ð sig skáldsagnagerð og nátt- úrukönnun. Um skeið var Bodsworth forseti fjölmenn- ustu samtaka náttúruverndar- manna í Kanada. Héðan hélt hópur Bods- worths áleiðis til Evrópu, og dvelst þar næstu vikur við fuglaathuganir. Vegarstæðið, sem um er deilt. Vegurinn kemur neðst á myndinni og fer um húsasund við Hótel Reykjahlíð, og síðan milli vatnsins og' Hótel Reynihlíðar, (sem er stærsta húsið til hægri við hann) og áfram yfir hraunið. Það er sá vegur, sem er lengst til vinstri. Strikið lengst til hægri er nálægt því sem Náttúruverndarráð lagði til sem vegastæði. Þar liggur gamli vegurinn með brekkurótunum ofan við Hótel Reynihlíð. Vilja hagnýta perlustein f NOKKRA áratugi hefur perlustein (biksteinn) verið hag- nýttur á margvíslegam hátt, bæði í byggingariðnaði og efnaiðnaði. Fyrir um það bil 20 árum hóf- ust athuganir á gæðum íslenzks perlusteins og möguleikum á hag nýtingu hans. Tómas sál. Tryggvason, jarð- fræðingur rannsakaði þessi mál allmikið, en auk hans ýmsir er- lendir sérfræðingar. Stærstu perlusteinsnámur, sem vitað er um hér á landi, er« í Straumfaxi seldur til Afríku GENGIÐ hefur verið frá samn- ingum um sölu á Stnaumfaxa Flugifélags íslands o>g er það flugfélagið Afric-Air í Suður- Afríku, sem kaupir vélina. Þetta sama flugfélag keypti Gullfaxa á sínum tíma. Með Straumfaxa fygdu ýmsir vanaihlutir. Prestahnjúki við Langjökul og Loðmundarfirði eystra. Enda þótt tilraunir með vinnslu sýnishorna, sem tekin voru á þessum stöðum og reynd, gæfu viðunandi árangur, varð þó ekki úr vinnslu, vegna þess, að á báðurn þessum stöðum þótti flutn ingskostnaður steinsins til strand ar og þaðan á markað of mi’kill til að vinnslan væri nægilega arðvænleg. í viðræðum fulltrúa Johns- Manville Corporation við iðnað- armálaráðherra, nú nýlega, kom í ljós hjá fulltrúum félagsins mik ill áhugi á hugsanlegri hagnýt- inu perlusteins hér. Johns-Man- ville Corporation er annar aðal- eigandi Kísiliðjunnar h.f. og sér m. a: um sölu kísilgúrsins. Ýmis notkun perlusteins er ekki óskyld notkun kísilgúrs og vinnsla og sala víða á hendi sama félaigs t. d. hefur Johns-Manville Corporation perlusteinsvinnslu í Bretlandj og fær hráefni til henn ar aðallega á grísku eyjunum í Miðjarðarhafi. Sakir þess hve kísilgúrinn er léttur, þarf mikla kjölfestu í skip þau, er hann flytja után og er hugmynd Johns-Manville Cor- poration að nota perlusteininn sem kjölfestu. Mál þetta er nú í athugun á vegum iðnaðarmálaráðuneytis- ins. Væntanlega verður stofnað til frekari rannsókna á jarðlög- um, þar sem vitað er um perlu- stein, nú í sumar, með það fyrir augum að ríkisstjómin geti með haustinu tekið afstöðu til máls- ins. Iðnaðarmálaráðuneytið, 20. júlí 1967. Keiiingarfjöll veravellir Heimdallur F.U.S. efnir í dag til ferðar á Hveravelli og um Kerlingarfjöll. Lagt verður af stað frá Valhöll við Suðurgötu kl. 13.30. Ekið verður til Hveravalla og tjaldað þar og farið til Kerlingarfjalla á morgun. Þátttaka tilkynnist í síma 17100 kl. 9—12 í dag. STAKSTEIMAR Sportveiði TÍMINN birtir í gær athyglis- verða forystugrein um sport- veiði. Er þar m.a. komizt að orði á þessa leið: „Þegar ekið er með vötnum í nágrenni þéttbýlissvæðanna má sjá tugi og stundum hundruð manna við veiðiskap. Ekki er þó - eftirtekjan oft mikil. En útiver- an og hreyfingin í tæru fjalla- loftinu er holl, svo það tapar enginn, þótt veiðin sé treg. Sæmilegur fengur er þó tak- mark þeirra, sem veiðiskap stunda, og það er margsannað að auka má fiskisæld í ám og vötn- um geysilega með klaki og fiski- rækt. Líklegt má telja til dæmis að gera mætti Þingvallavatn að paradís sportveiðinnar, ef veru- legt átak yrði gert til að efla fiskistofninn í vatninu með vís- indalegum aðgerðum. Þingvalla- vatn er umlukið fegurstu nátt- úru landsins, það er skammt frá aðalþéttbýlissvæðinu. Það fjármagn, sem til yrði varið til að auka fiskisæld Þing- vallavatns, mundi áreiðanlega fljótt skila sér aftur í meiri afla og auknum greiðslum fyrir veiðileyfi sportveiðimanna. Þetta er mál, sem huga ætti betur að. Að vísu líta margir svo á, að sportveiðin sé hinn mesti hé- gómi og sumir fara hinum háðu- legustu orðum um þá, sem hana stunda. Hér er mjög rangur skilningur á ferð. Veiðiskapur í fögru umhverfi tengir menn ís- lenzkri náttúru og laðar til úti- lífs, sem mörgum innisetumanni þéttbýlisins er nauðsynlegt. Úrillir út í veröldina Alþýðublaðið birtir í gær for- ystugrein undir fyrirsögninni „Menntun og jafnrétti". Er þar m.a. komizt að orði á þessa leið: „Bezta gróðrarstía fyrir öfga- stefnur eins og nazisma og kommúnisma er yngri kynslóðin og námsfólk, sem telur sig hafa getu og möguleika til frekara náms, en fær ekki tækifæri til að reyna þá hæfileika sína. Við íslendingar þurfum ekki að leita út fyrir landsteina til að finna þessum staðreyndum stað. Menn, sem kenna þjóðfélaginu og valdhöfum þess um alla sína brostnu framtíðardrauma er fyrst og fremst að finna í for- ystuliði sömu stjórnmálasamtak- anna, þ.e. íslenzkra kommún- ista....“ Stjórnarandstaðan Bóndi á Norðurlandi kom ný- lega að tali við blaðið og minnt- ist á úrslit alþingiskosninganna 11. júní í sumar. Komst hann m.a. að orði á þessa leið: — Framsóknarmennirnir í minni sveit bera sig hörmulega eftir kosningarnar. Þeir höfðu almennt gert ráð fyrir að Fram- sóknarflokkurinn ynni 3-4 þing- sæti. En eins og kunnugt er varð niðurstaðan sú að þeir töp- uðu einu þingsæti og fá nú að- eins 18 þingsæti á Alþingi. Framsókna.rflokkurinn er van- ur því að vera í ríkisstjórn ára- tugum saman. En nú er að renna upp þriðja kjörtímabil hans í stjórnarandstöðu. Þetta lízt Framsóknarmönnum hér um slóðir illa á. Þeir segja hrein- lega að flokkurinn þoli ekki svona langa stjórnarandstöðu. Óttast þeir, að margt manna muni yfirgefa liann. Framsókn- armenn hér eru margir hverjir duglegir og athafnasamir menn. Þeim hefur fallið mjög illa hin neikvæða og ábyrgðarlausa fram koma Framsóknarflokksins í stjórnarandstöðunni. Þetta sagði bóndinn fyrir norð- an og munu fleiri slíkar raddir heyrast úr hinum ýmsu lands- hlutum um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.