Morgunblaðið - 22.07.1967, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.07.1967, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 19«7 ÁRSÓLIN glampaði á logn- kyrran Pollinn er ég leit út um gluggann á Hótel Eddu og það sást ekki skýhnoðri á himni. Morgunfegurðin var næstum yf- irþyrmandi. Það hljómuðu glað- værar raddir á göngum og í mat sal og pilturinn í afgreiðslunni bauð mér brosandi góðan dag- inn. „Mikið væri gaman, ef allir gestir væru svona morgungóð- ir“, sagði hann, „þitt fólk var allt vaknað, er ég kom upp að vekja það“. Já, hugsaði ég, ís- lendingar mættu gjarnan venja sig á að vera dálítið árrisulli, glötuð morgunstund vinnst aldrei upp með kvelddrolli. Er við komum út á hlaðið að lokn- um morgunverði varð mér star- sýnt á vesturbrekkur Vaðlaheið ar, þær glitruðu allar í fyrstu geislum morgunsólarinnar. Það var ekki fyrr en við vorum á leið upp brekkurnar að ég átt- aði mig á því að þetta voru ís- nálar í moldarrofunum og að frostið hafði náð niður undir sjó um nóttina. Leiðin upp Vaðlaheiði á sól- björtum morgni er óviðjafnan- legar fögur. Það er dásamlegt að fylgjast með því hvernig myndin stækkar og víkkar eftir því sem ofar dregur unz við manni blasir í vestri hinn tign- arlegi, tindótti fjallgarður, inn- an frá Torfufelli út að Ólafs- fjarðarmúla og Kaldbak. Nú var hann alhvítur hið efra, manni fannst eins og hinn glampandi hjarnfeldur breiddi faðminn á I móti sólargeislunum, tæki fagn- andi á móti tortímingunni. Neð- an við dökkar, hrapandi basalt- hliðar beltaði byggðin sig með fagurgræn tún og svo tók við fjörðurinn, einn tindrandi speg- ill norður í Dumbshaf. Andspæn is Akureyri var stanzað til Wffl JAFNVEL BETRA JAFN60TT mwW' Nýr og glœsilegur pakki. Gáid að hárauða borðanum. mmmm Samagóða VICEROY sígarettan. Ekta amerískt bragð. Óbreytt. Óvéfengjanleg. Ekki of sterk, ekki of létt, Viceroy hefur bragðið rétt -rétt hvar og hvenœr sem er. OG AÐUR myndatöku og svo var farið út í fegurðina á heiðarbrúninni. Hópurinn var óvenju fátalaður, orð verða svo umkomulítil and- spænis slíkri opinberun. Það var ísskæni á pollum uppi á heiðinni og síðan komu beygjurnar frægu niður í Fnjóskadalinn. Þær vöktu undr- un og kátínu í senn, einhver kom með þá tilgátu að þær myndu hafa verið gerðar af um- hyggju fyrir vegfarendum-, til þess að fólk báðum megin í bílun um gæti notið útsýnisins. Vegna kynna minna af vegagerðinni leyfði ég mér að efast um þá umhyggjusemi frá hennar hendi. Gamla þrúin á Fnjóská varð fyrir barðinu á myndatökufólki en nú munu dagar hennar senn taldir. Ekki verður því neitað að sá, sem teiknaði hana, hefur haft auga fyrir fallegum línum. Við ókum suður Vaglaskóg og það var mikill ilmur í lofti. Við stönzuðum við ána og fólkið fór að skoða skóginn. Sjálfsagt hef- ur því ekki fundizt mikið til um trén en grassvörðurinn vakti aðdáun þeirra, hann þekkist ekki í þeirra hávöxnu barrskóg- um. Sumir fóru í könnunarferð- ir og einn kom til baka með tóma brennivínsflösku. Út frá þeim fundi spunnust nokkrar umræður og ég varð að viðut- kenna að óþarflega margir land- ar mínir virtust gripnir óvið- ráðanlegum þorsta í slíka drykki, er þeir kæmu í skóg. Þetta þótti gestunum skrítin tíðindi, ég gat enga skýringu gefið á fyrirbær- inu en sá ekki ásæðu til að segja nánar frá því, með hvaða end- emum þessi skógarblót færu stundum fram. f Ljósavatnsskarði glitraði á fossandi læki í hlíðum Forna- staðafjalls norðan þess og vatn- ið bar nafn með rentu. Um þenn an dal, sem heitir skarð, liggur eini akv-egurinn til Austurlands, hvernig færi ef líf færðist á ný í eldstöðvarnar austan við það. Væri ekki öryggi í því að leggja annan veg austur yfir Göngu- skarð, norðan Fornastaðafjalla. Þorgeir Ljósvetningagoði var á dagskrá og Goðafoss var upp á sitt fegursta, mér finnst það at hyglisvert, hversu fossarnir á ís landi eiga vel heima í umhverf- inu. En ég vil vekja athygli á því að þarna er uppblásturs- hætta á ferðum. Hinn fallegi grashvammur, neðan við fossinn, verður orðinn að flagi eftir nokk ur ár ef ekkert er að gert. Hvernig væri að ungmennafélag sveitarinnar tæki málið að sér í samvinnu við Landgræðsluna. Svo er mér alveg óskiljanlegt hvers vegna Kaupfélag Suður- Þingeyinga kemur ekki upp ein hverskonar veitingasöliu í húsa- ky-nnum sínum á Fosshól, eða þá bóndinn þar. Útsýnið af Fljótsheiðinni var með eindæraum, hvergi ský- hnoðri á lofti eða mistur og nú fékk ég í fyrsta sinni fullkom- ið skyggni til suðurs, alla leið tifl. jökla. Köldukinnarfjö.llin voru alhvít niður í miðjar hlíð- ar. Björg í Kinn er þar nyrstur bæja og norðan við Bakranga eru Náttfaravikur. Þangað, á slóðir hins ófrjálsa frumlbyggja á ég eftir að koma. Hin lyng- grónu heiðarlönd umhverfis okk ur stungu mjög í stúf við hina mikilúðlegu fjarsýn. Nú gall við frá Maniboba-búa aftur í bíln- um: „Þá erum við í Texas“. Þessi undarlega staðhæfing krafð ist skýringar, sem vakti nokkra glaðværð en einnig andmæli frá konu, ættaðri úr Reykjadalnum. Sá dalur birtist nú fyrir neðan okkur, hér neðra var hann al- grænn en er innar dró fóru áhrif hins kalda vors að koma í ljós og nú varð mér það ræki- lega ljóst hversu alvarlegt vanda mál túnkalið er fyrir íslenzka bændur. Það virðist nú sæmilega aug- ljóst mál að fram að þessu hef- ur nýræktin verið rekin af mikl um dugnaði, en naumast grund- völluð á nægri vísindalegri þekk ingu. í hinu góða árferði lék allt í Qyndi en þegar harðnaði í ári steðjuðu vandræðin að. Nú erum við hrakfallareynslunni ríkari og megum því með engu móti sjá í næga fjármuni, til að leysa þetta alvarlega vandamál. Vorkuldarnir komu betur í ljós er við sáum yfir Mývatns- sveitina, því að hólmarnir í Laxá, þessir unaðslegu reitir i umgjörð fossandi strauma, voru naumast orðnir grænir. En mik- il var þó hrifning ferðalanganna að sjá þessa frægu sveit á svona dýrðlegum degi. Við ókum austur með Mý- vatni að norðan og þá kallaði einhver til mín: „Hvar eru allar endurnar?" Mér varð dálítið erfitt um svar því að satt að segja hafði ég verið að velta því sama fyrir mér, það sást rétt ein og ein á stangli. Vitanlega sat m-ikill fjöldi á hreiðrum, en það var ekki einnhlítt svar. Náttúru verndarráð ber mikia umhyggju fyrir alhliða náttúruvernd við Mývatn og fer vel á því. Það vill láta fjarlægja alla vegi frá vatnsbakkanum, sem mér finnst heldur langt gengið því að ég hefi oft ekið meðfram vatninu og aldrei orðið var við að það kæmi styggð að fuglinum. Nú langar mig til að varpa fram tveimur spurningum: „Er mink- urinn kominn að Mývatni, og ef svo er, hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar til að halda honum í skefjum? Hafa Mývatnsbænd- ur verið skyldaðir til þess að gefa skýrslur um það hversu margar endur láti lífið í netum þeirra yfir árið? Áður en við komum að hraun- inu frá 1729 reyndi ég að segja hópnum dálítið frá þeirn býsn- um er dundu yfir sveitina er Mývatnseldar herjuðu á hana, nokkurn veginn samfleytt í 6 ár. Hraunið vakti mikla furðu og fólkið vildi fara út til að skoða það nánar. Þá heyrði ég vin minn Helga frá Winyard fara stundar- hátt með erindi Jónasar: Titraði jökull, æstust eldar öskraði djúpt í rótum lands, eins og væru ofan felldar allar stjörnur himnaranns, eins og ryki mý eða mugga, margur gneisti um loftið fló; dagur huldist dimmum skugga, dunaði gjá og loga spjó. Þetta kuna þeir ennþá þarna vestra. Svo ókum við í hlaðið á Hótel Reynihlíð og þar beið okkar glæ nýr Mývatnssilungur. Eigendur þessa hótels eiga heiður og þökk skilið fyrir nýju bygginguna sína. Hún er myndarlegt hús að ytra útliti og innan veggja eru húsakynnin björt og vistleg og sérstaklega smekklega frá öllu gengið. Sérstaka athygli mína vakti hið rúmgóða anddyri og óvenju fallegur stigi upp á efri hæðina. Nú er að myndast þorp í Reykjahlíð og væri óskandi að eins vel takizt til með aðrar ný- byggingar á staðnum. Við fórum austur í Námaskarð eftir matinn og það er ekki of- sögum sagt af snyrtimennsku þeirra, sem standa fyrir bygg- ingu Kísiliðjunnar. Ég held það væri þjóðráð að fara með nokkra byggingarfrömuði héðan úr höf- uðborginni þangað austur, máske það yrði til að lækka risið í draslhaugunum í kring um þeirra framkvæmdir. Hverasvæð ið austan vfð Námaskarð er furðulegur staður en um leið stórhættulegur og næstum krafta verk að ekki verða þar ótal slys. Ég veit ekki hverjir bera ábyrgð á þessu svæði en hverjir svo sem það eru þá hafa þeir gert sig seka um vítaverða van- rækslu (sama má raunar segja um öll svipuð hverasvæði á land inu). Þarna vantar miklu fleiri aðvörunarspjöld og einnig skilti með leiðbeininum um, hváð þurfti helzt að varast. Þennan dag tókst mér að koma vitinu fyrir 4 Frakka, sem höfðu enga hugmynd um hætturnar, og einn ig leiðbeina fólki úr hóp frá Ak- ureyri, hverra fararstjóri var óþarflega tómlátur. Og nú vil ég gefa lesendum mínum nokkr- ar ráðleggingar: 1. Munið að undir þunnri yfirborðsskán getur leynzt sjóð- andi leireðja. Framhald á bflb. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.