Morgunblaðið - 22.07.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.07.1967, Blaðsíða 11
MOROC/NBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1967 11 Helgi Guðbrandsson á Fossá — Minning í D A G er til moldar borinn frá Reynivallakirkju Helgi Guð- brandsson á Fossá. Harrn lézit í Sjúkrahúsinu á Akranesi Ihinn 15. júlí sl. laust fyrir mið- néebti. Hafði hann ekkd gengið heill til skógar nú í vetur, og varð ljóst í vor, að hverju dró. Hann var þó aem endranær fyrst ur manna á vettvang, er hval- vertíðin var undirbúin, og var sárnauðugt að hverfa á brott, eins og hann renndi grun í, að hann ætti ekki afturkvæmt. Lítt var honum og að skapi að fjöl- yrða sjúkleika sinn og gekk að vertki svo lengi, að furðu gegndi. Helgi Þorleifur Guðbrandsson var fæddur í Eyraruppkoti, nú Eyri, í Kjós hinn 13. október 1904, en ólst upp í Hækingsdal, er foraldrar hans fluttu þangað tveim árum síðar og bjuggu þar upp frá því. Guðbrandur, faðir hans, var sonur Einars bónda í Vindási Brynjólfssonar og konu hans, Úrsúlu Bjömsdóttur á Valdastöðum. Móðtr Helga, Guð- finna, var dóttir hjónanna Þor- varðar bónda í Hækingsdal Finn boigasonar og Helgu Sigurðar- dótfjur bónda í Káranesi Bjarna- sonar. Mikilll bálkiur er runninn af þessum settum víðs vegar um landið. Helgi hóf búskap á Fossá í fé lagi við bróður sinn, Björgvin, árið 1939, en þó sinnti hann löngum öðrum störfum á vetrum og var m.a. um nokkurt ára bil hjá séra Eiríki Brynjólfssyni í Útskálum, unz hann réðist til hvalveiðifélagsins í marzmán- uðd 1947, er grunnur verksmiðj- unnar í Hvalfirði var tekinn, og var því meðal elztu starfsmann anna þar og elztur er hann lézt; kom fytrstur á vorin og fór síð- astur. Helgi var fjármaður ágætur og mun ekki of djúpt tekið í ár iinni, að fjárgæzla hafi verið líf hans og yhdi. Hann lét sér mjög annt um fénaðinn, þekkti hverja kind og gaf þeim nafn. Einnig var hann mjög hændur að ung- börnum, gerði þá að gamni sinu eða lék sér við þau. Allt ungviði var sólargeisii í hans augum. Helgi var mikill eljumaður að hverju, er hann gekk, og mátti ‘hvergi vamm sitt vita í því efni né öðrum. Honum fór því sem öðrum slíkum mönnum, er leggja alúð í verk sin, að hann festi mikla tryggð við hvalveiði félagið, sem m.a. má marka af því, að í Hvalstöðinni fagnaði hann á sextugsafmæli sínu. Helgi var maður jafnlyntur dagfarslega og duilur, en svaraði fyrir sig, ef svo bar undir, og gjarna í spaugi. Hann var vdn- fastur, en vandur að vinum, og fór eigin göbur; var líka gæddur sérstæðum persónuleika, er sieint gleymist. Starfsmenn og stjórendur Hval stöðvarinnar færa öllum ætt- ingjum Helga á Fossá kveðjur sínar og votta þeim hluttekn- ingu. Halldór Blöndal. Ferrania 3EQ mobgunblaoio ÓTRÚLEGT en SATT BENZINKNÚIN RAFSUÐUVÉL VEGUR AÐEINS 25 KG McCULLOCH - UMBOÐIÐ DYNJANDI Skeifan 3 H, sími S2670 2p herbergja íbúð til leigu nú þegar við Tjarnargötu fyrir einhleypt eða barrílaust fólk. Húsgögn geta fylgt a.m.l.. Uppl. gefur Björn Vilmundarson Samvinnutrygg- ingum, sími 38500. Kirkjumunir FRAMLEIDDIR AF J. WIPPELL €r CO. LTD: EXETER (MESSUSKRÚÐAR, KIRKJUMUNIR ÚR TRÉ OG JÁRNI OG MYNDARÚÐUR í KIRK JUGLUGGA). Forstjóri fyrirtækisins, W. H. Rees, mun dvelja á íslandi frá 15. til 25. ágúst n.k. í sambandi við myndarúður fyrir Akur- eyrarkirkju. Ef einhverjir væru, sem vita vildu af komu hans, vegna kaupa á myndarúðum eða öðrum kirkjugripum, eru þeir beðnir að hafa samband við hann sem fyrst, varðandi óskir eða fyrirspurn- ir um þessa hluti. Mun hann þá láta vita hvenær og hvar verður hægt að hafa tal af honum við komu hans til íslandls. Heimilisfangið er: P.O. Box 1, CATHEDRAL YARD, EXETER, DEVON, ENGLAND "BÍI.DÚDAI.S” ii iOu r,su(yiivörtir cru bczlar i fcrOalacjiO ' ANSCOPAK ANSCOCHROME 126 12 MYNDA LITFILMA KR. 160 með framköllun ■ "" ——!■ I T—Mi I — — T^KUARðÖTU 6b ANSCOPAN ANSCOPAK 12 MYNDA svarf hvlt filma KR. 36.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.