Morgunblaðið - 22.07.1967, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.07.1967, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUK 22. JÚLÍ 1967 27 30 íkveikjur í kynþátfuóeirðum í Minneupolis Minneapolis, 21. júlí — NTB — HUNDRUÐ slökkviliðsmanna reyndu í dagr að ráða niðurlög-- um rúmlega 30 bruna í Minnea- polis, þar sem kynþáttaóeirðir hafa geisað tvær nætur í röð. Kveikt var í timburgeymslum, bilskúrum, kaffihúsum og verzl- unum í óeirðunum, 25 menn voru handteknir og tveir blökku menn fluttir í sjúkrahús með brunasár. Vopnaðir lögreglumenn halda uppi lögum og reglu í blökku- mannahverfinu eftir óeirðirnar, sem hófust þegar vínstúkueig- andi skaut blökkumann til bana. Blökkumenn í Minneapolis hafa sömu umkvörtunarefni og blökkumenn í öðrum stórborg- um Bandaríkjanna: Lélegt hús- næði, atvinnuley-si og slæma menntunarmöguleika. í Durham í Norður-Karólínu fóru um 300 blökkumenn í kröfu göngu til ráðhúss bæjarins og kröfðust þess að yfirvöldin gerðu eitthvað til að útvega þeim betra húsnæði og betri atvinnu. Ekki kom til átaka. Talið frá vinstri: Tom Roney, sota og Debbie Ralston, New Clark, Kansas. Californiu, Barbe Jcnes Minne- York. Á myndina vantar Mike Bandarískir unglingar á íslandi Dveljast hér sumarlangt á vegum A.F.S. FYRIR nokkrum dögum síð- an heimsótti Morgunblaðið hópur bandarískra unglinga, sem hér dveljast á vegum American Field Service. Óþarft mun að kynna þann félagsskap nánar, því hann er þegar að góðu kunnur hér á fslandi hjá fjölskyldum í Reykjavík og Selfossi. Tilgangur sumardvalarinn- ar er að kynna ungmennun- um land og þjóð eins og kost ur er á. Þau komu í júní sl. og hafa ferðazt mikið um með fjölskyldum sínum og láta hið bezta af dvölinni. Að spurð um ástæðu fyrir að vera send til íslands, svör- uðu þau, að skrifstofa AFS í Bandarikjunum ráðstafaði því. Heimilt væri að taka fram í umsókninni nafn lands, sem óskað væri eftir að dveljast í. Enginn þeirra hefði að vísu óskað eftir ís- landi, en víst væri að enginn úr hópnum harmaði að hafa verið sendur hingað. Þekk- ing þeirra á íslandi hefði ver ið næsta fátækleg. Undrun þeirra hefði t.d. verið mikil að líta fallega nýtízku borg sem Reykjavík, þar sem þau hefðu áður gert sér í hugar- lund lítið fiskiþorp. í stað lágreistra timburhúsa væru 'hinar myndarlegustu stein- hús. í landafræðikennslubókum hefði þess verið eins getið að á íslandi væri mikið um fisk og sauðfé. Um hið síðast talda sögðust þau sannarlega hafa komizt að í ferðum um landið. Bók að nafni Ripples from Iceland, eftir banda- ríska konu, gifta íslendingi, hefði þó orðið þeim til nokk- urs gagns. Ýmislegt hefði komið þeim nýstárlega fyrir sjónir. ís- lenzkir sóldýrkendur höfðu vakið eftirtekt þeirra fyrir léttleika í klæðaburði, og í fjölda barnavagna hlytu ís- lendingar að eiga heimsmet (miðað við mannfjölda). Einn úr hópnum, Tom Raney, stundaði nám við Menntaskólann í Rvík sl. vet- ur, og tjáði hann blaðamanni Mbl. á íslenzku, að það hefði verið sér til mikils gagns og ánægju. Skólinn væri að ýmsu ólíkur því sem hann hefði átt að venjast, en heim héldi hann eftir nokkra daga með fjársjóð góðra minninga. - SÍLDARVERÐ Framhald af bls. 28 tunnufjölda frá skipshlið, og kemux þá út mismunur, sem er tunnufjöldi úrgangssíldar, sem toátumum ber að fá greidda sem bræðslusíld. Þeim tunnufjölda úrgangssíldar skal breytt í kíló með því að margfalda tunnu- fjöldann með 108 og kemur þá út úrgangssíld tátsins talin i kíló um. Hluti söltunarsitöðvaor miðað við uppsaltaða tunnu er eins og áður, 25 kg. Það sem umfram er úrgangs- síldar er eign bátsinis og skal lagt inn á reikning hans hjá síld arverksmiðju". Neitaði oð oihendo gíslo Kisangani, 21. júli — NTB — YFIRMAÐUR erlendu málalið- anna í Austur-Kongó, Belgíu- maðurinn Jean Schamme, neit- aði í dag að afhenda fulltrúum Rauða krossins nokkra gísla, að því er áreiðanlegar heimildlr herma. Fulltrúar Rauða krossins fóru með flugvél til Punia, sem er um 250 km. fyrir suðaustan Kisangani (áður Stanleyville), þar sem Schamme og málaliðar hans hafast við. Brennuvargur Framhald af bls. 28 nr. 11 og 11 a við Smiðjustíg og skall þar hurð nærri hæl- um. Einnig reyndi hann að kveikja í húsinu nr. 72 við Hverfisgötu, en það mistókst. Maðurinn, sem tekinn var fyrir þessar íkveikjur, hefur áður komið við sögu hjá lög- reglunni, þó aildrei í málum sem þessu. Mbl. hafði tal af Sigurgeiri Gíslasyni, sem býr í húsinu að Smiðjustíg 11 og sagðist honum svo frá: — Ég vaknaði um miðja nótt við það, að dyrabjallan síhringdi, er einangrunin brann utan af vírunum. Ég fór þá niður og sá, að eldur logaði við útidyrnar. Jafn- framt sá ég, að maður var á ferli fyrir utan dyrnar og lokaði ég því, fór inn, hringdi á slökkviliðið og náði síðan í slökkvitæki, sem ég á, og er í bólstrunarverkstæðinu. í þann mund er ég fer að nota tækið kemur lögreglan, sem tók við tækinu, en ég náði í annað. Vann ég að því að slökkva eldinn við dyrnar hjá mér, en lögreglan fór að hinum dyrunum, en þar log- aði sízt minna. Nokkru síðar kom slökkviliðið og tók það þá við slökkvistarfinu. — Maðurinn hafði borið mikið að hlerum og pappír að dyrunum svo að engum vafa ■ 'rðist undirorpið, hver ætl- . n hans var. Lögreglan náði honum síðan inni á Hverfis- ötu. — Hefði bjallan ekki tekið að hringja er ómögulegt að vita hvað hefði gerzt, sagði Sigurgeir að lokum. — Bústoínsskerðing Framhald af bls. 28 ustu dagar verið gó'ðir til hey- skapar og ekki sagðist dr. Hall- dór vera svo svartsýnn að halda að ekki batnaði eitthvað áður en haustaði. Hitt sagði hann víst, að margir bændur yrðu fyrir stór- kostlegum áföllum. Dr. Halldór sagði, að bændur ættu að leggja alla áherzlu á að heyja. Þeir sem betur væru sett- ir mættu ekki láta deigan síga og yrðu, hvað sem það kostáði, að heyja á engjum og eyðijörðum eins og frekast væri unnt. Gætu þeir þá ef til vill miðlað öðrum, sem lítið sem ekkert gætu heyj- að. Sýslunefndir Norður- og Suð- ur Þingeyjarsýslna héldu síðast- liðinn miðvikudag fund og var þar rætt um ástand og horfur í heyskaparmálum. Kom þar fram að ástandið er nokkru betra í suðursýsl- unni, en bændur eru yfirleitt illa settir með heybirgðir. Mjög slæmt ástand er t.d. í Axarfirði, en þar eru kalskemmdir sums staðar allt að 100%. Er það þeim Bliels P. Slgsarðssois sendiherra hjá NATÓ NIELS P. Sigurðsson, sem verið hefur deildarstjóri í utanríkis- ráðuneytinu, hefur verið skipað ur sendiherra íslands hjá Nato í Briissel frá og með 1. septem- ber að telja. Stofnun þessa sendiherraem- bættis er afleiðing þess að NATO hefur nú flutt höfuðstöðv ar sínar til Briiseel, en sendi- herrann í París hefur til þessa jafnframt gegnt sem sendiherra hjá NATO. Niels P. Sigurðsson á að baki sér langan starfsferil í utanrík- isþjónustunni. Hann var lengi í París og hafði þá með NATO- málin að gera, en frá því er hann fluttist heim, hefur hann verið forstöðumaður alþjóða- deildarinnar í utanríkisráðu- neytinu. I sambandi við flutninginn til Brussel má og geta þess, að Ingvi Ingvason, sem starfað hef Niels P. Sigurðsson ur við sendiráðið í París flytur til Brússel. Framkvæmdii ganga vel við Landsímahúsið FRAMKVÆMDIR ganga vel við nýja Landsímahúsið. Verið er að Ijúka við að steypa efstu hæðina sem byggð verður í bili. Þar sem mikið Iá við að húsið gæti risið út, heldur væru þeir Þórður Þórðarson og Þórður Kristjáns- son, fengnir til að sjá um fram- kvæmdir, en þeir byggðu m.a. Loftleiðahótelið á mjög skömm um tíma. Þegar húsið verður opnað verð- ur þar fyrst og fremst viðbót við sjálfviriku stöðina í miðtoænuim, en mjög er orðið aðkallandi að fá þessa viðbót. Einnig verða þar skrifstofurými, afgreiðslusalur og geymislur. Morgunblaðið hafði í gær samband við Gunnlaug Briem, póst- og símamálastjóra, sem sagði að húsið yrði opnað snemma á næsta ári. Hann kvað framlkvæmdir hafa gengið mjög rösklega. (Myndina tók Ó. K. M.) mun alvarlegra sem kalskemmdir hafa verið þar ár hvert, að ein- hverju leyti, undanfarin 3-4 ár. Á fundinum á miðvikudaginn var kjörin nefnd til viðræðna við ríkisstjórnina, Stéttarsam- band bænda og Búnaðarfélag Is- lands, um úrræ'ði gegn vanda þeim er steðjar að í haust og hvað sé til bjargar. - GÓÐ SKILYRÐl Framhald af bls. 28 Hjálmar, að síldin safnist sam- an austur af landinu í byrjun ágúst, en þar eru mjög góð skil- yrði fyrir hana, áta mikil og hitastig sjávar æskilegt. Aðal- síldargöngu er ekki að vænta fyrr en í september, en ég trúi því fastlega að mikil síld eigi eft ir að ganga á miðin fyrir Aust- urlandi og mikil veiði verði þar ef veður hamlar ekki. — Þá má segja, sagði Hjálm- ar, að á öllu svæðinu 'frá Jan Mayen og að Austurlandi séu yfirleitt góð skilyrði og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að síld in gangi á það, en þar sem aðal- síldarmagnið er nú svo langt í burtu, tekur það að sjálfsögðu töluverðan tíma fyrir hana að koma til baka. Ég vænti þess að hún geri það, en síldin kemst 20—30 mílur á sólarhring, þeg- ar veruleg hreyfing er komin á hana. — Það sem mest reynir á með al síldveiðisjómanna nú er þol- inmæðin. Þeir verða að bíða eft ir síldinni, en hún hlýtur að I koma seinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.