Morgunblaðið - 22.07.1967, Page 18

Morgunblaðið - 22.07.1967, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1967 Ingileif Eyjólfsdóttir (Vflinningarorð VINKONA mín, Ingileif Eyjólfs- dóttir húsfreyja í Steinskoti á Eyrarbakka, er látin, tæpra 82 ýra að aldri. Bana-mein hennar var aldur og erfiði og sennilega hæg blæðing inn á heilann. Þess fór að gæta fyrir fáeinum vik- um, að þessi flugmælska og glað væra búsýslukona fór að fipast tungutakið, vanta orð í viðræð- um sínum við nágranna og vini. Sumir ráðlögðu henni þá, að nú skyldi hún fara að hægja á sér við erfiðisvinnuna, sem húin hafðd rækt af fádæma kappi langa ævi. Það þýddi nú helzt! Og í fullri alvöru datt náttúr- lega engum kunnugum það í hug, að Inga í Steinskoti færi að setjast í helgan stein, meðan hún gæti á aninað borð staðið á fótunum. Nei, hún hægði alls ekki á sér við bústörfin, þá hún fyndi að nú væri dauðinn kom- inn í heimsókn til hennar og bú inn að snerta hana með fingur- gómum sínum. Það er líka hægt að deyja standandi eins og allir vita. Og ætli hún hafi ekki tek- ið umdir með Hallgrími Péturs- syni og hugsað með sér: Komdu sæll þegar þú vilt. En loks þeg- ar hún átti fáa daga eftir ó-lif- t Ingibjörg Friðriksdóttir frá Úlfagili í Laxárdal, andaðist að morgni hins 21. þ. m. á Héraðshælinu á Blörvdiuósi. Sigríður Friðriksdóttir, Herdís og Ingi B. Gröndal, Guðrún Þorláksdóttir. aða, lét hún tilleiðast að leggj- ast inn á sjúkrahúsið á Selfossi og þar dó hún aðfaranótt fimmtu dagsins 13. júlí sl. Hún verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju í dag. Ingileif Eyjólfsdóttir var fædd 15. október árið 1885, að Mýrar koti í Grímsnesi. „Ég er frá Mýr arkoti, eins og stelpan hennar Selmu Lagerlöf“, sagði hún eitt sinn við mig, og hló við glað- lega, eins og hennar var vandi. Þar bjuggu foreldrar hemnar, Eyjólfur Þorleifsson frá Efsta Dal í Laugardal, af Skorrastaða ætt, og Sólveig Þorleifsdóttir frá Syðri-Brú í Grímsnesi. f föður- ætt var Ingileif náskyld Magn- úsi Andréssyni frá Gilsbakka, al þingismanni, en í móðurættina Þorkeli Jónssyni dannebrogs- manni frá Ormsstöðum. Aldamótaárið var Ingileif fermd í Klaustuirhólakiirkju, upp frædd í Helgakveri af séra Stef áni Stephensen á Mostfelli. En reikning og skrift hafði Bjami Eggertsson frá Vaðnesi kennt henni, og einnig Sigurjóni bróð ur hennar. Þau voru aðeins tvö systkinin. Vorið, sem Ingileif fermdist fluttust foreldrar hennar að Torfastöðum í Grafningi, atf því að það var betri jörð en Mýrar kotið, _hægt að hafa fleiri kýr þar. Á Torfastöðum átti fjöl- skyldan heima í sjö ár, en þá fluttust foreldrarnir með Sigur jón son sinn til Hafharfjarðar og byggðu sér þar hús, þar sem þau bjuggu til dauðadags, og þar dó Sigurjón ednnig fyrir srvona hálfum öðrum áratug. En Iragileif varð þeim ekki samferða suður. í fardögum árið 1007 réðist hún sem bústýra til Ágústírausar Danielssonar föður- bróður miras í Steiniskoti, sem þá var að hefja búskap á hálfri jörðinni. Ingileif lagði með sér t Maðurinn minn Bjarni Sigfússon frá Staffelli andaðist að morgni 20. júlí. Fyrir hönd vandamanna Guðbjörg Oddsdóttir. t Faðir minn, Vigfús Einarsson frá Keldhólum verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju laugardaginn 22. júlí kl. 10.30. Fyrir hond aðstandenda, Helga Vigfúsdóttir. t Eiginmaður minn, Albert Bjarnason, Túngötu 21, Keflavík, andaðist hinn 21. þessa mán- aðar. Jarðarförin auglýst síð- ar. Lísabet Gestsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, Einars Sævars Antonssonar, Faxatúni Z. Þökkum sérstaklega Séra Braga Friðrikssyni. Vandamenn. t Útför eiginkonu minnar, móður okkar og fósturmóður, Vilborgar Einarsdóttur, Ásvallagötu 17 sem andaðist 16. júlí fer fram frá Fossvogskirkju mánudag- inn 24. j'úlí klukkan 10,30 ár- degis. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Páll Bóasson, Gunnar A. Pálsson, Einar H. Pálsson, Friðrik Pálsson, Oðdný Guðmundsdóttir. t Við flytjum öllum þeim hjartanlegar þakkir, er auð- sýndu okkur samúð og vin- arhug við fráfall móður okk- ar og tengdamóður, Ragnhildar S. Magnúsdóttur, Baldursgötu 29. Sigurjón Kjartansson, Ingibjörg A. Fjeldsted, Númi Ó. Fjeldsted, Magnús Albertsson, Fanney Siggeirsdóttir, Björk Jókannesdóttir, Þorsteinn Hjálmarsson, Ósk Jóhannesdóttir, Ólafur Sverrisson, Ragnhildur Jóhannesdóttir, Þórarinn Björnsson. eiraa kú í búið, gæðakúna Múlu, og giftist Ágústínusi. Kannski hafði hún eins gert ráð fyrir að tjalda bara til einnar nætur í Steinskoti, en þannig fór það ekki: árin hennar þar urðu 60. Steinskotið var og er enn að- eins smábýh. Þar var ekki hægt að lifa á gæðum landsins ein- göngu, heldur varð húsbóindinn að stunda daglaunavinnu til sjós og lands alla sína ævi. En hann dó 82 ára, 6. maí 1950. Og meðan húsbóndinn vann beimilinu út á við, einkum vor og haust og vetur, gætti hús- freyjan þess að ekki hallaðist á heima fyrir. Og drengimir fóru að hj'álpa til strax og kraftar leyfðu. Þeir eru tveir, Eyjólfur, sem alla tíð hefur átt heima í Steinskoti og unnið jöfnum hönd um að búskap heima, sem dag- launavinnu í þorpinu, ókvæntur enn í dag, og Daníel, sem er fjöl skyldumaður búsettur á Akra- nesi, bæjarfulltrúi og stjónn- málamaður. Auk sona sinna tveggja, ólu þau Ingileif og Ág- ústínus upp eiraa stúlku, Dúnu Guðj ó ns dóttur, sem er nú gift og búsett í Reykjavík, en heldur órotfatryggð við gamla uppeldis heimi] ið sitt og dvelur þar iðú- lega tíma og tíma, einkum á sumrin. Og á sumrin komu líka bamabömin til að vera hjá ömmu í „sveitinni", þar sem aldrei skorti kindur, kýr og hænsni. Og ekki get ég nú stillt mig um að lýsa því yfir hér, að hvergi í beiminum voru fáan- leg betri hænuegg en í Steins- köti, enda keypti ég þá vöru ó- t Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, Matthíasar Eyjólfssonar. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Hjartanlegar þakkir flytj- um við öllum þeim, sem sýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eigin- manns míns, föður, tegnda- föður og afa, Friðbjörns Kristjánssonar, Hauksstöðum, Vopnafirði. Guð blessi þá, sem á ein- hvern hátt léttu honum veik- indin. Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir, Guðlaug Friðbjarnardóttir, Guðmundur Jónsson, Kristín Friðbjarnardóttir, Sigurður B. Haraldsson, Arnþór Ingólfsson, Jóhanna Jóhannesdótttr, og barnabörn. gjarna annarsstaðar en hjá Ingu. Ég fékk ungur dálæti á Ingi- leifu Eyjólfdsóttur og fjölskyld- unni í Steinskoti. Ég gisti þar fyrsta sinn átta ára gamall, í fyrstu kaupstaðarferð minni, og aldrei síðan slitnaði upp úr glöð um og góðum kunningsskap okkar Ingu.Hún var svo fjörug og létt í lund og skynsöm í tali ■um á'hugamál sín og hversdags- leg viðfangsefni. Það var eins og hveir líðandi stund væri henni dýrmæt sfund, &em yrði að nýta til hins ýtrasta, hvort sem hún vair að skenkja gestkium kaffi í skyndiíheimsókn hans eða að sinna búvarkunum. Ég hafði einu sinni blaðavið- tal við Ingileifu. Hún lét það viðgangast, gat ekki raeitað mér um þann greiða, og hún sagði mér margt stóiraifhyglisivert úr erfiðri lífs/baráttu sinnar eigin kyn&lóðar, þegar fólkið í landinu flestallt varð að beita allri orku sinni til þess að afla séir frum- stæðustu lifsþarfa. Lokaorð hennar í viðtalinu voru þes&i: „Þetta og annað eiins varð maðiur að leggja á sig í þá daga til þess að framfleyta lífinu. Núna kostar það ekki jafnmikla fyrirhöfn, ein er fólkið þá á- nægðara en það var? Ekki hef ég orðið vör við það. Lífslánið byggiist efcki eingöngu á „hærra kaupi, styttri vinnutímia og fríi á milli máltíða“, eins og einhver orðaði í gamni og alvöru stefnu- sfcrá nútímans. Ég hetf alla tíð trúað á guð ahnáttugan, en ekki mátt minn og megin. Guð og gott fólk hefur verið mín stoð um dagana". Þökk sé nú þessari góðu konu fyrir strit hennar og störf og glaðværð hennar og gestrisni. Vandafólki hennar votta ég sam- úð mína. Guðmundur Daníelsson. Vigfús Einarsson Minning VIGFÚS Einarsson verður jarð- settur í dag frá Fossvogskirkju. Hann var fæddiur 17. júní 1878 að Höskuldsstöðum í Breiðdal, sonur hjónanna Einars bónda þair og alþingismanns Gíslason- ar og konu hans, Guðrúnar Helgu Jónsdóttur. Var hann yngstur 7 barna þeirra, en fjög- ur þeirra komust til fullorðins ára, Ragnheiður sýslumannsfrú að Efra-iHvoli, Sigurður smiður og bóndi að Keldhólum og Magn ús dýralæknir í Reykjavík. Þau systkini eru nú öll látin. Kvæntur var Vigfús Sólveigu Ólaflsdót'tur frá Mjóanesi. Bjuggu þau búi sínu að Keid- hólum á Völlum um 30 ára skeið í sambýli við Sigurð bróður Vig fúsar, uinz Sólveig lézt 1038, en þá brá Vigfús búi. Eftir það stundaði hann aðallega skógrækt ar- og garðyrkjustörf á Hallorms stað, Neskaupstað og slðast á Akureyri, en ævinni lauk hann í skjóli dóttur sinnar og tengda- sonar í Reykjavík. Þau hjón eignuðus't tvö börn, Einar agrón- óm í Lundi, kvæntan sænskri konu Margri't Skaren, cand. jur. og Heigu, hjúkrunarkonu í Reykjavík, sem gift er Frið- geiri Ingimundarsyni aðalbók- ara. Með þessum tæplega níræða öldungi er gengið einstakt val- menni, sómi stéttar sinnar og kynslóðar. Vigfús var frekar lág ur maður vexti og gramnur; prúðimenni og snyrtimenni, svo sem verið hafði faðir hæis — yf irlætislaus maður, en atti ríkt skap, sem hann hélt vel í gkefj- um. Meiriháttar skólagöngu mun hann ekfci hafa notið, en vel entist honum það veganesti, er hann hlaut í föðurgarði. Han-n minntist oft á dvöl sína í æsku hjá hinum klassíska ræktunar- manni, Einari Helgasyni í Gróðr arstöðinni, og mun hann hafa litið á handleiðslu hans sem æðri menntuin. Auk ræktunarstarf- anna stundaði Vigfús mafckuð barnafræðslu og fórst það ednk- ar vel úr bendi. Hann var barna vinur, enda var hugur hans og hjartalag barnsins. Ég held, að það hafi verið orðiin venja hans að eiga í pússi sínu kramarhús með brjóstsykri til þess að bæta ungum vinum sínum í munni. Ekki til þess að auka sjálfum sér vinsældir, heldur til þess að gleðja, hugga. Það ljómaði af honum góðvildin og hlýjan, þeg ar hann var að miðla sælgæt- inu. Margir, sem áttu meiri ver aldarauð en hann, gáfu mirana. Hann var ræktunarmaður af lífi og sál, og mun það engin tilviljun, að einkasonur hans lagði stund á plöntufræði og vinnur nú vísindastörf á því sviði. Heldur mun engin tilvilj un, að einkadóttir Vigfúsar valdi sér hjúkrunarstörf að við- fangsefni. Ég bel það táknrænt fyrir Vig fús að er hann iá banaleguna, sárþjáður heyrðist hann spyrja veikum rómi: „Er sláttur byrj- aður á Elfra-Hvoli?“ Hugurinn var við jarðræktina, en vera má, að haran hafi einnig dvalið við minningar um systur og mág, sem hann mun hafa metið um- fram annað fólk. Ég, kona mín systurdóttár hans og böm okkar, þökkum Vigfúsi órofa vináttu með frændsemi og tröllatryggð. Ég veit, að minningin um þenn an látlausa heiðursmann, þenn- an elskhuga alls, sem grær, mun lengi ylja vinum hans og frænd um um hjartarætur. Þorlákur Helgason. Matar- skortur Nýju Delhi, 10. júlí (NTB) ÍBÚAR Nýju Delhi, höfuðborg- ar Indlands, eru farnir að finna til matarskortsins, sem rikt hef- ur annars staðar í Iandinu að undanförnu. f dag var erfitt að fá brauð í brauðgerðarhúsum borgarinnar, og líkur eru taldar fyrir því að sykur verði skammt aður. Birgðir innflutts hveitis eru taldar nægja til viku neyzlu, og birgðir hcimaræktaðs hveitis í hálfan mánuð, að sögn borgar- yfirvalda. Vegna skortsins fá húsmæður í höfuðborginni ekki að kaupa nema vikuskammt af hrísgrjón- um og hveiti í einu, en gátu áður keypt allt að hálfs-mánaðar- skammt. Mörgum hrauðsölubúð um hefur verið lokað vegna hveitiskorts, og erfitt er að fá brauð og kökur. Ekki er útlit fyrir að ástandið batni á næst- unni. Jafnframt hveitiskortinum hækkar verðlag á ávöxtum og grænmeti mjög í höfuðborgun- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.