Morgunblaðið - 22.07.1967, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 22.07.1967, Qupperneq 14
14 IfOBGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1907 { { \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ { { \ \ \ TJtgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjómr: Sigurður Bjarnason frá. Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími I0-H0». Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími (22-4-80. í lausasölu: 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. \ \ i \ \ \ \ < \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ I \ PERSONUD YRKUN Á HÁSTIGI f Tm áratugaskeið setti rík persónudýrkun svip sinn á stjórnarfarið í forysturíki kommúnismans, Sovétríkjun- um. Jósef Stalín var tignaður sem guð, ekki aðeins af rússn eskum kommúnistum, heldur einnig af fylgismönnum sín- um um víða veröld. Jafnvel islenzk kommúnistaskáld ortu honum dýrðaróð og féllu honum til fóta. Þessari taumlausu persónu- dýrkun á Stalín var haldið við nokkuð fram yfir dauða hans. En allt í einu urðu mikil straumhvörf í ’pessum efnum. Nikita Krúsjeff fletti ofan af blóðferli Stalíns og réðist á hina glórulausu per- sónudýrkun, sem einræðis- herrann hafði krafizt af flokksmönnum sínum og rússnesku. þjóðinni í heild. Síðan hafa rússneskir komm- únistar dregið verulega úr persónudýrkun gagnvart leið togum sínum. ★ En austur í Asíu hefur Mao tse tung, leiðtogi kínverskra kommúnista, tekið upp merki Stalíns. Undir forystu hans hefur persónudýrkunin kom- izt á hástig. Nýjasta dæmið um það er tímarit kínversku læknasamtakanna, sem nú hefur verið fengið það hlut- verk að syngja hinum mikla kommúnistaleiðtoga lof og dýrð. Þessu tímariti er að sjálfsögðu fyrst og fremst ætlað að birta vísindalegar ritgerðir um læknisfræðileg efni. En frá því hefur verið skýrt hér í blaðinu, að í 3. hefti tímaritsins á þessu ári, er svo að segja allt efni bess tileinkað Mao tse tung. Þar eru birt ljóð eftir Mao for- mann, tilvitnanir í rit hans, kommúnískar greinar eítír hann og fréttir af starfsemi kommúnista undir fyrirsögn- inni: „Hugsun Mao tse tungs skín víða.“! Svona hörmulega hafa kín- verskir kommúnistar leikið tímarit lækna sinna. Hugsandi fólki um allan hinn frjálsa heim hlýtur að hrjósa hugur við þessu at- ferli. Kínverjar eru fjöl- mennasta þjóð heimsins. Þeir hafa orðið fyrir því óláni að kommúnistar hafa náð þar völdum. Stjórn Rauða Kína leggur nú á það megin- áherzlu að framleiða atóm- sprengjur til þess að skapa sér stórveldisaðstöðu í heim- inum. Er nú svo komið að heimsfriðnum stafar af engu meiri hætta en útþenslu- áformum kínverskra komm- únista. En Rauða Kína logar að innan. Hin svokallaða menn- ingarbylting Mao tse tungs er vörn hans gegn vaxandi andspyrnu kínversku þjóðar- innar gegn stefnu hans. ★ Jósef Stalín var steypt af stalli. Persónudýrkunin ent- ist honum skammt fram yfir andlát hans. Allt bendir til þess að svipað muni fara fyr- ir Mao formanni. Skipulag kommúnismans er að ganga sér til húðar. Jafnvel rússn- eskir kommúnistar eru á fjöl- mörgum sviðum að hverfa frá kennisetningum Karls Marx. En hin ofsalega per- sónudýrkun kommúnista hef- ur sett ómenningarstimpil á fjölmennustu þjóðir heims- ins. Sú staðreynd verður heldur ekki sniðgengin, að kommúnistar víðsvegar um heim, einnig hér á Islandi, hafa fallið fyrir henni og orð- ið sér til minnkunar fyrir at- ferli sitt. ENDURREISN SKÁLHOLTS k llir íslendingar fagna end- urreisn Skálholts úr þeirri niðurlægingu, sem þetta forn- fræga höfuðból og menning- arsetur hafði verið í um langt skeið. Myndarleg og svipmik- il dómkirkja hefur að nýju risið í Skálholti og staður- inn hefur að öðru leyti verið húsaður að nýju með mynd- arbrag. En ástæða er til þess að minna enn einu sinni á það, nú þegar Skálholtshátíð er haldin, að endurreisn Skál- holts er ekki lokið með byggingu húsa þar. Mestu máli skiptir, hvernig þetta höfuðsetur íslenzkrar kirkju verður notað í framtíð- inni. Meðan unnið var að uppbyggingu Skálholts var almennt gert ráð fyrir því, að biskupsstóll yrði þar end- urreistur En úr því hefur ekki ennþá orðið. Sú stað- reynd verður ekki sniðgeng- in, að forystumenn kirkjunn- ar virðast naumast gera sér ljóst, til hvers eigi að nota staðinn. Er það vissulega illa farið. Deilur hafa risið um þetta innan kirkjunnar og UTAN ÚR HEIMI Hlutíeysi eða bergmál Ein af afleiðingum deilumál- anna fyrir botni Miðjarðarhafs hefur verið sú, að hin svokallaða hlutleysisstefna indversku stjórn arinnar hefur sézt í réttu ljósi. Hlutleysið hefur komið fram í iþví, að stjórnin í Nýju Delhi hefur bergmálað allar röksemdir Egypta og Rússa, hversu mót- sagnakenndar sem þær hafa ver- ið og án tillits til þess að hinar öru breytingar á ástandinu hafa gert það að verkum, að um ýms- ar leiðir hefur verið að velja. Nú eru uppi háværar kröfur um breytingar á utanríkisstefnu Indlands, þannig að sagt verði skilið við hræsni fyrri ára og hagsmunir landsins verði betur tryggðir. Strax á fyrsta fundi Öryggis- ráðsins um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs eftir hinn skjóta brottflutning gæzlusveita SÞ (24. maí) lýsti indverski fasta- fulltrúinn yfir eindregnum stuðn ingi við Egypta, fór fögrum orð- um um hollustu þeirra við S!Þ án þess að nefna stuðning ísra- els við heimssamtökin og lagðist gegn tillöguim um að ráðið reyndi að hafa hemil á ofsa Egypta. iDaginn eftir sagði Chagla utan- ríkisráðherra, að skiljanlegt væri að Egyptar hefðu krafizt •'br o tt f lu t ningar gæzlu sveit anna, þar sem ísraelsmenn hefðu árás- aráform á pprjónunum. í aðal- bækistöðvum SÞ var almennt talið, að Indverjar hefðu átt meginþáttinn í því að U Thant var neyddur til þess að kalla gæzlusveitirnar burt. Alvarlegri var þó stuðningur Xndverja við hafnbann Egypta á Akabaflóa, sem þeir töldu vera í landhelgi Egypta og Saudi- Arabíumanna en ekki alþjóða- siglingaleið. 27. marz gagnrýndi „Times of India“ Chagla fyrir að fylgja í einu og öllu stefnu Nass- ers forseta og spilla möguleik- um Indverja á því að gegna hlut verki sáttasemjara með mjög ein hliða afstöðu. En stjórnin í Nýju Delhi lét ekki segjast, þótt af- staða hennar drægi til muna úr áhrifum SÞ, en Indverjar hafa ætíð talið miklu máli skipta að vegur samtakanna væri sem mestur. Eftir að styrjöld ísraelsmanna og Araba skall á, varð kúvend- ing á stefnu Indverja. Áður höfðu þeir beitt sér fyrir því, að Öryggisráðið hefðist ekkert að til að koma í veg fyrk styrjöld, en nú kröfðust þek þess ásamt Rússum að ráðið léti til skarar skríða. Indverski fastafulltrúinn krafðist þess, að komið yrði aft- ur á því ástandi, sem ríkti áður en styrjöldin skall á, og fór svo hörðum orðum um ísraelsmenn, að annað eins hafði aldrei heyrzt á fundum ráðsins nema í ræð- svo virðist sem samkomulag geti ekki einu sinni orðið um það, að vígslubiskup sitji í Skálholti Hið opinbera, Alþingi og ríkisstjórn, befur gert vel við Skálholt. Almenningur i land inu hefur einnig sýnt mikinn áhuga á uppbyggingu staðar- ins. En hiutur kirkjunnar sjálfrar liggur eftir. Hún verður fyrr en síðar að gera sér ljóst, hvaða hlutverki Skálholt á að þjóna í fram- tíðinni. um arabískra fulltrúa. Eftir því sem sigrar ísraels'manna urðu stórkostlegri, varð indverski fulltrúinn svæsnari og svæsnari í orðalagi, en það eina sem hann Frú Gandhi •hafði fram að færa var tillagan um brottflutning bak við gömlu vopnahléslínurnar. Meðan þessu fór fram, tók Indira Gandhi, for- sætisráðherra, undir orð fasta- fulltrúans, sagði að stofnun Israelsríkis væri upptök deil- un-nar, hældi Nasser á hvert reipi fyrir „framfarahug" og hét Egyptum stuðningi. Að vísu lýsti sendiherra Ind- lands í Egyptalandi yfir stuðn- ingi Indverja við Ara'ba á dog- um Palestínustríðsins og Ind- verjar greiddu atkvæði gegn upptöku ísraels í SÞ, en á dög- um Nehrus var sarnbúð ríkj- anna færð í vinsamlegt horf, þótt stjórnmálasambandi væri aldrei komið á. En stjórnin í Nýju Delhi hefur ávallt torveld- að tilraunir til að koma á við- skiptum og menningarlegum samskiptum, og ýmis leiðinda- atvik hafa sett svip sinn á sam- búð ríkjanna frá upphafi. Þrátt fyrir það var Nehru alltaf sann- gjarn í afstöðu sinni gagnvart ísrael, en það sama verður ekki sagt um eftirmenn hans, Shastri og frú Gandhi. Til þess að útskýra stefnu Ind- verja gagnvart ísrael nú hefur á það verið bent, að 50 milljón- ir Indverja eru Múhameðstrúar og Indverjum sé nauðsynlegt að Leikkonon Iienn Pnppos ntólmæl- ii einiæði heisins Róm, 19. júií. AJP. GRÍSKA leikkonan Irene Pappas, sem fræg er fyrir leik sinn í kvikmyndunum „Elektra" og „Grikkinn Zorba,“ sagði á blaða- mannafundi í Róm í dag, að hún mundi ekki leika í Grikklandi fyrr en gríska þjóðin endurheimti frelsi sitt. Irene Pappas sagði, að hún hefði ákiveðið að hætta við að leiikia í kivilkmiynd, sem taka á í GrMdanidi og Onson Welles á að leilka í. í síðuisfcu vilku var ömniur gríslk leikana, Merlina Mercouri, srvipt borgararétti í GriBdklandi, þar seim hún hefur gagnrýnt henforingjasfcjórnina. I tryggja sér stuðnmg hinna 13 Arábaríkja í Kasmírmálinu. En þeir sem gagnrýna indversku stjórnina segja að vinátta við Araba þurfi ekki að hafa í för með sér fjandskap við ísrael. „Hindustan Times“ segir, að Egyptar hafi neytt Indverja til að taka upp nokkurs konar Hallsteinkenningu og slík upp- gjöf sé lágkúruleg auk þess se*n hún hækki ekki Indverja í áliti í Kairó, þar sem litið verði á stuðning Indverja sem sjáilf- sagðan hlut. Stærstu blöð Ind- lands hafa nú krafizt endurskoð- unar á utanríkisstefnu Indverja. í febrúar hermdi blaðið „Diplomatic Observer" í Delhi, að fjölmargir þingmenn og aðr- ir stjórnmálamenn á Indlandi vildu að tekið yrði upp stjórn- málasamband við ísrael og reynt yrði að bæta sambúð Araba og ísraelsmanna. Á það er bent, að Indverjar og ísraelsmenn hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta á mörgum sviðum og sam- vinnu þeirra á milli sé því eðli- leg. Lýðræði og menning standi traustum fótum í báðum lönd- unum og bæði eru þau höfuð- stöðvar merkra trúarbragða. ’Bæði löndin aðhyllast sósíalisma, reyna að koma á nýtizkulegu skipulagi í efnahags'málum og bæta kjör þegnanna, og bæði löndin hafi orðið að berjast fyr- ir sjálfstæði sínu. Hagsmunir landanna rekist hvergi á, hvorki í efnahagsmálum né stjórnmál- um. Auk þess mundu bæði löndin hafa mikinn hag af því að sam- vinna þeirra yrði nánari, í verzlun, tækniþjálfun og menn- ingarmálum. En hugarfarsbreyt- ingar hefur orðið vart meðal þeirra Indverja, sem hafa gert sér vonir um að Indland og ísrael geti orðið bandamenn í fararbroddi hins „Þriðja heiims“ vegna framferðis Indverja hjá iSÞ á tveimur undanfÖrnum mán- uðum. Framferði Indverja hefur valdið sárum vonbrigðum. >' ,!■ — — i, I. ni— >■ I— . I 1 Sovézk iiski- málosýning Moskvu, 20. júlí (NTB) MIKIL fiskiðnaðar- og fisk- veiðisýning verður haldin í Leningrad í ágúst 1968. Verð ur sýningin helguð nýjustu veiðiaðferðum, veiðisvæðum og aðferðum til að auka fisk- stofninn, að sögn Alexanders Ishkovs, fiskimálaráðherra Sovétríkjanna. Verður sýn- ingin haldin á bökkum Neva- fljótsins. Send hafa verið boð til um þrjú þúsund erlendra félaga og 71 stofnunar um að taka þátt í sýningunni. Hafa ýms- ir érlendir aðilar nú þegar tilkynnt aðild. Ishkov sagði, að á þessu ári næði heildarafli Sovétríkj anna 3,3 milljón lestum, og er það sex sinum meiri afli en var lagður þar á land fyrir fimmtíu árum. Gestum á sýningunni næsta ár gefst kostur á að kynna sér nánar nýjustu fiskiskip Sovétríkjanna og þau rann- sóknarskip, sem notuð eru til að fylgjast með göngum fisk- stofnanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.