Morgunblaðið - 22.07.1967, Side 4

Morgunblaðið - 22.07.1967, Side 4
J I 4 MORGTJNBIiAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚLf 1967 m BILALEIGAN -FERÐ- Daggjald kr. 350,- og pr. km kr. 3,20. SÍMI 34406 SENDUM BILA m MAGNÚSAR skiphoiti21 símar21190 eftir íokun simi 40381 ” SÍM11-44-44 miiiFm Hverfisgötn 103. Sími eftir (okun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstrætl 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið < leigugjaldi Sími 14970 BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. fy==*BUA HFfGAK LHÆllúff/gP RAUDARÁRSTlG 31 SIM1 22022 flest til raflagna: Rafmagnsvörur Heimilstæki Útvarps- og sjónvarpstæki Rafmagnsvonibiiðin sf Suðurlandsbraut 12. Sími 81670 (næg bílastæði) GARBASTRÆTl 2.SÍMM6770 Getur kirkjan ekki hjálpað? Séra Árelíus Níelsson skrifar: „Hann var á miðri götunni í gær og aftur í dag. Skjögrandi, syngjandi full- um hálsi, drafandi tungu, Támri röddu, blessandi og bölvandi í senn, hrópandi ókvæðisorð til vegarenda, skeggjaður, drullugur í rifnum tötrum, sem löngu voru orðin litlaus af skít, samlit sorpi og ryki. Hann var kannske ungur, kannski gamall. Það varð ekki greint lengur. Sumir stönzuðu andartak, horfðu á hann og hlógu. Kannske varð hann fyrir næsta bíl, sem kom þjótandi út úr hliðarstræti. Kona hans og börn biðu sjálfsagt heima árangurslausri, óþolandi bið. Hver getur hjálpað? Er ann- ars ekki bezt að stanza bara, horfa á og hlæja? — Fyrir framan mig á borðinu þar sem ég dreg upp með orð- um þessa algengu daglegu mynd úr hversdagslífi Reykja- víkurborgar, liggja meðal ann- ars tvö bréf frá mæðrum utan borgar. — Þau eru í rauninni neyðaróp. Óskir og ásakanir víxlasit á. „Hver keypti vínið handa fimmtán ára drengnum mín- um? Kannske faðir hans, kannske bróðir eða vinur? Til hvers eru svona vitlaus lög? Hver á að vita, hvern á að ásaka, hvern á að kæra? Þetta er allt tóxnit yfirklór meðan þessi ólyfjan fæst alls staðar með hægu móti. Og svo eru bara opnaðir fleiri og fleiri útsölustaðir, þvert ofan í öil skynsamleg rök annars vegar og neyðaróp hinsvegar. Það á að birta nöfn vínsal- anna í blöðunum og segja ’hlí'fðarlaust frá þeirra þokka- legu iðju! Og það á að sekta slíkt fólk miklu hærri sektum en nú er gert. En samt veiit ég, að það er ekki nóg; er kannski ekki hægt. Þeir verstu eru svo varir um sig. „Hvað getur kirkjan gert í þessu voðalega böli? Hvað gerið þið prestarnir? Er gert nóg til að vara unglingana við it.d. í fenmingarundirbúningi ykkar?“ „Því miður hafa margir sömu sögu að segja og ég“, segir hún síðar í bréfinu. „Og satt að segja sé ég enga leið út úr þessu fyrir mína sonu og mann. Mitt heimili er sokkið“. — Hin konan segir frá at- vikum í skólum sinna gáfuðu og menntuðu barna. En engar gáfur, engin menntun eru eih- hlít vörn. „Hvert á ég að snúa mér?“ segir hún. „Það er eins og allar tilraunir í þessa átt séu árangurslausar. Það er bara hlegið að okkur. Við foreldrar hörfum bara á hinn glaða leik, þar sem börnin okkar neyta fyrsta vínsopans á „stórum stundum" skóla síns með skóla- systkinum og kennurum sín- um“. „Eftir allt, sem ég hef reynt, sagt og gert til að aftra þessu“, heldur konan áfram, „þá tekur mig þetta svo sárt að mér finnst ég vera að örmagnast. Ég hef blátt áfram ekki þrek til að vita um það, að börnin mín setji þennan óþverra inn fyrir sínar vari-r. Það reisir múrveggi milli min og barn- anna minna. Hugsið ykkur nýstúdentana. Ég sá þá í vor. Allir.eða flestir undir áhrifum. Meira að segja prestur, sem talaði fyrir hönd ........hafði verið drukkinn tvo undanfarna daga. Þetta er talið sjálfsagt og sízt til lýta. Kocktailboð hér — kocktail- boð þar, kennarar og skóla- meistarar með og fá hrós fyrir „almennilegheitin" að vilja vera eins og „krakkarnir". Þessi kocktailboð tilheyra víst nútímamenningu. Sjálf þekkti ég þau ekki hér áður. Heyrði þau ekki nefnd þá. Nú er allt ónýtt, nema þau séu með. Og ef kennaralið og presta- stétt landsins tekur hlæjandi þátt í þessum hættulega leik, ht»að þýðir þá að að ásaka ungl- ingana? Þau tala bara um „fanatískar“ mömmur og hlæja sín á milli að heimskunni í „kellingunni". Við höfum skrifað stjórn ungmennafélagsins, en þeir anza okkur ekki. Þeir eru líka með víntízkusiðunum, Einu sinni börðust ungm’ennafélög- in á móti víni. Nú er allt orðið samdauna. Uppsögn iðnskóla hér í ná- grenninu fór fram sem „brenni- vínsgilli" að mestu leyti, með þátttöku kennara og skóla- stjóra. Hvað eigum við for- eldrar að gjöra? Við eigum víst að segja já við öllu, sem „ð okkur er rétt. Þetta er að verða svona á öllum sviðum. Kærleikurinn er að hverfa fyrir peningalöngun og græðgi. Getur kirkjan ekki hjálpað?" Þetta eru vitnisburðir þess- ara mæðra? Þetta eru neyðar- óp, sem drukkna í kaldri þögn og úrræðaleysi þeirra, sem mest ættu að geta og gera. Hvað gétur kirkjan gert? Væri ekki annars nær kristn- um dómi og kenningum Krists um líknsama Samverjann að ræða slík neyðaróp, og taka um þau virkar ákvarðanir með nefndum og starfsemi en allar endurskoðanir helgisiðabóka og háttalags í kirkjum? Væri ekki nær að bera sig að því að bæta þarna úr en allar ófrjóu deilurnar um dog- mátik og aldagamla guðfræði og já’tningadellu, sem alla má einu gilda? Getur kirkjan ekki hjálpað? Geti hún það ekki, þá er hún ekki á réttri leið á vegum síns meistara. Staða borgarhagfræðings er laus til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í hagfræði, viðskiptafræði eða hliðstæðri grein, sem borgarstjórn metur gilda. Laun eru skv. 26. flokki kjarasamnings starfs- manna Reykjavikurborgar. Umsókn ásamt upplýsingum skal vitjað í skrifstofu borgarstjóra eigi síðar en 14. ágúst n.k. Borgarstjórinn í Reykjavík. 20. júlí 1967. B E N E D I KTSSON, H F. Sudurlandsbraut 4 Sím/ 38300 Glerull og steinull í mottum og rúllum. H. B E N E D I K T S S'QU H F- Suburlandsbraut 4 Til leigu Efri hæð í nýbyggðu skrifstofuhúsnæði okkar í Borgartúni 21 er til leigu 290 ferm. SENDIBÍLASTÖÐIN H.F. Borgartúni 21. Sími 24113, Reykjavik. ,,FKR“ pottofnar eru gerðir fyrir háan þrýsting og þola vel hituveituvatn. Miðstöðvar ofnar frá e$tai!(lavd hafa áratuga, mjög góða reynslu hér á landi. ALLT TIL HITA- OG VATNSLAGNA Á EINUM STAÐ HJÁ OSS J. ÞORLÁKSSON Skúlagötu 30 — Bankastræti 11. Árelíus Níelsson".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.