Morgunblaðið - 22.07.1967, Blaðsíða 12
12
MOROUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1967
Ljött ástand í Nígeríu
Stjornarhernum virðist þó veita betur
RIGNING og kuldi er ríkj-
andi í Nígeríu á þessum árs-
tíma og flestar samgönguleið-
ir á landi eru ófærar vegna
leðju og bleytu. Þessar aS-
stæður hafa gert deiluaðilum
í landinu erfiðara fyrir um
hernaðaraðgerðir. Stjórnar-
uppreisn. ÁstandiS fyrir báða
aðila versnar með hverjum
degi. Iðnaður í Lagos á nú
í mikliun erfiðleikum vegna
þess að sambandsstjómin
lokaði fyrir olíuleiðslurnar
frá Biafra. í Biafra gætir
matvæla- og vistaskorts í æ
ríkari mæli, vegna þess að
sambandsstjórnin heldur uppi
hafnbanni á Biafra með her-
skipum. Margir fréttamenn
telja að styrjöldin sé a’ð
miklu leyti uppgjör
milli Hausasmúhameðstrúar-
manna frá N-Nigeríu og Ibo-
ættbálksins í Biafra. 9.5 millj-
ónir Yorubasa úr vestur og
upp af mörgum ættbálkum
og innan hans ríkti góð ein-
ing, og ennfremur að hann
hefði ströng fyrirmæli um að
skjóta ekki á óbreytta borg-
ara. Þessu ber þó ekki sam-
an við frásögn ferðamanns,
sem nýlega var í Goboka, sem
er herbækistöð stjórnarhers-
ins í Ogojahéraði. Maður
þessi hitti Hausahermann,
sem sagði viiÍS hann að Iboarn-
ir væru skepnur, sem ekkert
væri hægt að gera við annað
en drepa þá, og bætti við:
„Vi'ð munum drepa alla Iboa“.
Eins og ástandið er nú er
erfitt að gera sér grein fyrir
hvor aðilinn hefði betur, en
Héraðsstjóri í Biafra fylgist með æfingum sjáifboðaliða.
vafa um að hún muni sigra og
nýlega máttj sjá veggspjöld
með myndum af Ojukwu of-
ursta, þar sem hann lá und-
ir stígvéli nígerísks her-
manns. Þrátt fyrir þetta er
allt útlit fyrir áð styrjöld
Ojukwu ofursti,
leiðtogi Biafra.
herinn í landinu hefur haldið
uppi sókn á hendur íbúum
Biafra, sem klufu sig út úr
sambandsríkinu fyrir nokkru
undir forustu Ojukwus of-
ursta. Sóknin hefur gengið
hægt, en engu að síður segir
í yfirlýsingu stjórnarinnar í
Lagos, að herinn hafi fellt
2000 Biafrabúa og náð miklu
magni af vopnum og skotfær-
um á sitt vald. Gowon hers-
höfðingi, stjórnarleiðogi í
Lagos, segir að sijórnarherinn
sæki fram jafnt og þétt.
Stjórnin í Biafra heldur
því fram að flugher hennar,
sem er ein B-26 sprengjuflug-
vél, hafi gert loftárásir á
stöðvar stjórnarhersins á
landamærunum og stráfellt
eitt af sóknarherfylkjunum.
Útvarpið í Biafra hvetur íbú-
ana til að skipta hverju þorpi
í borgarhluta og að hver fjöl-
skylda myndi einn herflokk.
Báðir aðilar hafa sakað hvor
annan um að hafa hvíta mála
liða í þjónustu sinni, en
slíkt er ekki óalgengt meðal
Afríkuþjóða.
Eftir því sem styrjöldin
dróst á langinn varð þáð ljóst
að hér var fremur um að
ræða borgarastyrjöld, en
tbúar í Biafra á heræfingu. Mikili vopnaskortur er í landinu og verður að notast við
gervirifla við æfingar.
mið-vestur héruðunum hafa
haldið að sér höndum og því
hefur verið haldið fram að
hermenn frá mið-vestur hér-
uðunum hafi neitað að taka
þátt í bardögum. Þessu var
neitað af hálfu sambands-
stjórnarinnar, sem sagði, að
stjórnarherinn væri bygg’ður
dragist stríðið á langinn virð-
ist staða sambandsstjórnarinn
ar vera betri, þó ekki væri
nema vegna hafnbannsins,
því að það kemur í veg fyrir
að Biafra geti endurnýjað
vopna og skotfærabirgðir Sín-
ar nema þá flugleiðis. Sam-
bandsstjórnin er í engum
þessi muni dragast á lang-
inn og nýlega lét einn af for-
ingjum sambandsstjórnarinn-
ar þau orð falla að stjórnin
myndi reyna að ljúka stríðinu
fyrir næstu jól. Líklegt er þó
að stjórnin reyni að hraða að-
gerðum, til þess að koma í
veg fyrir að stjórnir ýmissa
landa viðurkenni Biafra sem
sjálfstætt ríki. Þá hefur sam-
bandsstjórnin mótmælt harð-
lega þeirri ákvörðun Shell og
BP olíufélaganna um að
greiða stjórninni í Biafra um
1 milljón dollara fyrir olíu-
réttindi, en nær öll olíufram-
lei'ðsla Nígeríu er í Biafra.
Einnig hafa olíufélögin til-
kynnt að þau muni fresta
greiðslu 5 milljón sterlings-
punda til Nígeríu fyrir olíu-
vinnslu um óákveðinn tíma.
Stjórnin í Lagos hefur gert
skilyrðislausar kröfur um að
henni verði greitt þetta fé,
þar sem hún sé eina löglega
stjórn landsins.
Eins og kunnugt er hefur
Nígería verið stærsti skreiðar
kaupandi íslendinga og mun
láta nærri að um 80% alls
skreiðarútflutnings okkar fari
einmitt til Biafra. Styrjöldin
í landinu hefur því bein áhrif
á útflutningsverzlun okkar
og geta þau áhrif orðið stór-
skaðleg ef styrjöldin dregst á
langinn. Mbl. hafði samband
við Þórodd Jónsson skreiðar-
kaupmann í gær og spurði
hann um útlit og horfur. Þór-
oddur sag'ði að ástandið væri
mjög alvarlegt. Landið væri
algerlega sambandslaust. Þór-
oddur sagði að hann hefði átt
þrjá farma á leiðinni þegar
landinu var lokað 30. maí sl.
og hefði hann orðið að láta
endursenda sumt af því aftur
til íslands, en nokkurt magn
væri geymt erlendis á kostn-
að sendana. Hann sagði að
erfitt væri að gera sér grein
fyrir hvort ástandið ' komist
nokkurn tíma í samt horf
þegar styrjöldinni lyki. Styrj-
öldum fylgdi fátækt og neyð
og efnahagskreppur, sem
langan tíma tæki að jafna.
Þóroddur sagði að ekkert
væri annað að gera en bíða
og sjá til, en óneitanlega væri
útlitið mjög alvarlegt.
— Aldargamalli
Framhald af bls. 10
notið við þýrlunnar og frá-
bærs dugnaðar Andra.
I Hafði nú verið stefnít
/ mönnum á staðinn, og tóku
þessir menn þátt í verkinu
auk Ragnars Guðjónssonar:
Sigurvin Bergsson, Sigurður
Helgason, Jón Hjartarson,
Pétur Högnason, Lárus Stef-
ánsson og Guðbjartur Cecíls-
son. Fóru allir þessir menn
upp á fjallið í þyrlunni á
miðvikudag, unnu þar þann
dag allan, fimmtudaginn og
fram á kvöld á föstudag. Var
unnið hvíldarlítið allan tím-
ann og ekki hætt fyrr en
verkinu var að fullu lokið.
Alls tfór þyrlan tólf ferðir
á fjallið, dreifði efninu á
fjóra staði og hafði lokið
þessu á miðvikudagskvöld.
Að fenginni þeirri reynslu
sem nú fékkst, er rétt að á
'það sé bent, að ef Ibændur eða
aðrir þyrftu að glíma við
svipuð vandamál og hér hefur
verið frá sagt, þá er það ein-
róma álit þeirra, sem hér
hafa að unnið, að ekkert tæki
mundi fremur leysa slíkan
vanda en þyrilvængja Andra
Heiðberg.
Vegur og vandi þessarar
framkvæmdar, svo einstök
sem hún er, hvíldi á herðum
(Ragnars Guðjónssonar, en
hann þakkar samstarfsmönn-
um sínum fyrir dyggilega
hjálp og lætur þess getið, að
á engan muni hallað þótt sagt
sé, að seint mundi girðing
þessi hafa komizt upp, ef
ekki hefði notið við dugnað-
ur, þrautseigja og útsjónar-
semi Guðbjartar Cecílssonar.
'Undir þessi ummæli á frétta-
maður Morgunblaðsins í
Grundarfirði ákaflega gott
með að taka, þar eð Guðbjart-
ur var samstarfsmaður hans
um ára hil, og þekki ég af
eigin raun hæfileika þessa
manns.
Enda þótt Ragnar hafi
Skálholtshátíðin
Ferðir verða á Skálholtshátíðina, sunnu-
daginn 23. júlí frá Umferðarstöðinni kl.
11. Frá Skálholti kl. 18.
Skólastjóra og keimara
Vantar við barna- og miðskólann í Ólafsvík. Góð-
ur skólastjórabústaður (einbýlishús). Upplýsingar
gefur formaður skólanefndar séra Hreinn Hjartar-
son.
Skálholtshátíðin
Ferðir verða á Skálholtshátíðina, sunnudaginn 23.
júlí frá Umferðarstöðinni kl. 11. Frá Skálholti kl.
18.
leyst fjárhagshlið þessa máls
til bráðabirgða, þá liggur það
ljóst fyrir, að framtíðarlausn
þarf að finna. Sýslunefnd og
sveitarsjóður Eyrarsveitar
hafa lofað framlagi í þessu
.skyni, en betur má ef duga
skal.
Það er hugmynd Ragnars
Guðjónssonar og ákveðin til-
mæli til allra Grundfirðinga,
heima og heiman, ungra og
aldinna, að þegar þeir verji
fjármunum sínum næst til
kaupa á bíómiðum eða ann-
arri daegurskemmtun, þá lá'.i
þeir þær- krónur heldur
renna til greiðslu á kostnað-
inum vegna framangreinds
mannúðarmáls og sendi aur-
ana annaðhvort til hans
sjálfs, hreppstjórans eða
Sparisjóðsins í Grundarfirði.
— Það er trú hans að fólki
muni finnast þeim peningum
vel varið og undir það munu
allir sanngjarnir og réttsýnm
menn taka.
.E.M.