Morgunblaðið - 22.07.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.07.1967, Blaðsíða 24
r 2« aiemOVNfHLAÐrÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 19«7 Alan V/illiams: PLATSKEGGUR COSPER — Það er garnagaul i mér. Ég he fði ekki átt að éta þennan hund í morgun. Van Loon stóð við stýrið, hreyf ingarlaus eins og stytta, og horfði út í sjónhringinn. Hann leit við þegar Neil kom upp: — Sá feiti er eitthvað lasinn af því, sem hann hefur drukkið, ha? Hann hló með sjálfum sér og horfði út á sjóinn. — Þarna er Egina framundan sagði hann og benti á einhverja svarta depla, sem voru ofurlítið til stjórn- borða. Ylgjan var tekin að færast í aukana og stefnið tók dýfur. Neil hafði alltaf verið sjóhraust- ur, en hann var hræddur um Pol, ef maðurinn fengi nú sjó- veiki ofan á áhrifin af viskíinu og kampavíninu, yrði hann í bágbornu standi til að koma fram fyrir hönd franska lýðveld isins í baráttunni við fasismann. Van Loon greip í handlegginn á Neil. — Þarna er fleyta, sem kemst eitthvað áfram! Neil sá ljós á hreyfingu aftur undan þeim, í um það bil hálfr- ar mílu fjarlægð. Hann giskaði á, að það gengi eina þrjátíu hnúta. Hann stóð kyrr og horfðd á það nálgast, fann salta goluna í and- litið og fór að velta því fyrir sér, hvað Caroline Tucker væri nú að hafast að. Hugsunin veitti honum enga ró. Hann reyndi að gleyma henni og gekk niður til þess að vitja um Pol. Hann lá á einum legubekknum og hann heyrði hvininn í andardræt.ti hans, bak við tjaldið. Neil var að snúa sér frá, þegar van Loon æpti allt í einu: — Hæ, komdu hingað fljótt! Neil klifraði upp í stýrishús- ið. Hollendingurinn starði til stjórnborða, og rétt í sama bili féll á þá bjartur ljósgeisli, sem blindaði þá næstum. Vélbátur- inn stefndi beint á þá. Þegar hann átti ekki eftir nema tutt- ugu metra til þeirra, og var enn á fullri ferð, tók van Loon vél- arnar úr sambandi og sneri Serafine þannig, að hún lá sam- síða bátnum. Neil vonaði að sjá grískt flagg eða lögreglumerki á bátnum, en svo var ekki. Maður stóð í skugg anum við ljóskastarann, en ljós- inu var enn beint á stýrishúsið þeirra. Van Loon veifaði og mað urinn veifaði á móti. Vélarnar í bátnum hættu að vinna og nú lágu bátarnir nokkurnveginn hlið við hlið. Þetta var tveggja manna hrað- bátur með þak yfir káetunni. Hann skelltist ofurlítið utan í Serafina, en færðist svo frá, og lyftist hættulega á öldunni. Þeg- ar hann seig aftur, komu menn- irnir tveir inn í kastljósið. Neil greip í handriðið og kulda •hrollur fór um hann allan, Mað- urinn þarna var Jadot höfuðs- maður. Hann stökk fimlega yfir á ókyrrt þilfarið á Serafinu, og á eftir honum þrekni maðurinn snoðklippti, sem batt kaðal frá sínum bát í handriðið á hinum. Jadot leit inn í stýrishúsið og sagði síðan við Neil, næstum kæruleysislega: — Hvar er hann? Neil starði á hann og næstum þornaði í kverkunum. — Hvar er hann? endurtók Jadot. Þrekni maðurinn gekk að dyr- unum á stýrishúsinu. Undan stutta regnfrakkanum með belt- inu á, dró hann vélskammbyssu. Neil glápti á hana, hún var með loftkældu hlaupi með götum á, líkust flautu. Van Loon hafði ekki hreyft sig. — Eruð þið báðir mállausir? sagði Jadot. — Þið vitið vel, hvað við viljum. Hvar er hann? Feiti maðurinn? Nú hafði hann tekið af sér svörtu gleraugun og gráu augun voru líkust ísmol- um. Hann stóð í stellingum með kreppta hnefa, líkastur atvinnu- hnefaleikamanni. Neii sagði vesældarlega: — Ég er búinn að segja yður, að hann er ekká hér. Hann er í Aþenu — farinn. Jadot ruddist fram hjá honum inn í stýrihúsið og þaðan inn í salinn. Neil hvíslaði að van Loon: — Við verðum eitthvað að aðhafast. Hollendingurinn kink- aði kolli en sagði ekkert. Jadot gekk inn i svefnklef- ann, horði á tómar kampavíns- flöskurnar, en sneri síðan að stiganum niður. — Feita skepn- an er þarna niðri! æpti hann grimmdarlega og lagði af stað niður. Neil horfði á hann, máttlaus og með hrolli, því að hlaupið á vélbyssunni var ekki nema tvö fet frá honum, og stefndi á þá báða. Hann leit á van Loon, sem aftur horfði á Jadot, rétt eins og hann vissi ekki, hvað um væri að vera. Neil lokaði sem snöggv- ast augunum, og sá í anda Pol stika að símanum með þrefald- an viskí í hendinni, og nú liggj- andi eins og slytti bak við flau- 19 elstjaldið meðan Jadot var á leiðinni að skjóta hann, á minna en meters færi. Höfuðið á Frakkanum var að hverfa niður stigann. En þá fór van Loon að hreyfa sig. Og hann hreyfði sig snöggar en Neil hafði nokkurntíma séð nokkra mann- veru gera. Löngu lappirnar glenntust í sundur eins og skæri, og löppin hitti þrekna manninn í nárann svo að hann lyftist heil- an þumlung frá þilfarinu. Og samtímis hjó hann á hálsinn á honum með sterka handarjaðr- inum. Vélbyssan datt glamrandi á þilfarið og hann sparkaði henni varlega fyrir borð. Maðurinn hallaðist óstyrkur út á handriðið, og togleðursand- litið var nú orðið grænt. Van Loon sló hann aftur, eins og al- veg fyrirhafnarlaust, andlitið á manninum hrökk aftur á bak og hann datt fyrir borð. Skrokkur- inn snerti eitthvað borðstokkinn á hraðbátnum, en hrökk svo af honum aftur og hvarf í sjóinn, Hollendingurinn snarsneri sér við, snöggur eins og listdans- ari. Hann var kominn hálfa leið yfir stýrishúsið, þegar skotið kvað við — einn hár hvellur, síðan þögn, og þeir gátu heyrt ölduna gjálfra við síðuna á bátn- um. Van Loon flýtti sér niður og Neil á eftir honum, eins og í leiðslu. Ljósið var logandi í salnum niðri. Pol sát á sokka- leistunum á legubekknum. Jadot höfuðsmaður sat á gólfinu, höf- uðið á honum var að smá síga og eitthvert korr heyrðist í hon- um. Hann hafði verið skotinn gegn um hálsinn. Pol var með litla, svarta byssu í hendinni, sem hann stakk inn á sig, er hann sá þá félaga. — Hvað varð af hinum? spurði hann. — Ég drap hann, sagði van Loon. Poi kinkaði kolli. — Jadot var farinn að verða óvarkár. Hann hefði ekki átt að æpa svona upp. Hann vakti mig. Og auk þess varð hann að kveikja ljósið fyrst. — Er hann dauður? sagði Neil. — Næstum. Pol stóð upp og slagaði yfir gólfið. — Við verð- um að koma honum héðan. Ég kæri mig ekki um að ata bátinn hans Biaggi allan út. Höfuðið á Jadot var nú hnigið niður á hnén. — Hjálpið þið mér, sagði Pol. Van Loon tók undir hendurnar á manninum og dröslaði honum út að stigan- um. Þykkt, dökkt blóð lak úr skyrtu hans og buxum. Maður- inn virtist lítill vexti, þegar van Loon var að draga hann út. Fæt- urnir dingluðu eins og dúkku- fætur, og buxurnar voru allar hrukkóttar um hnén. Neil tók eftir því, að hann var í bláköfl- óttum sokkum. Van Loon dró hann upp á þil- far, reisti hann upp við hand- riðið og velti honum síðan fyrir borð. Það heyrðist eitthvert gutl, en svo varð sjórinn sléttur og gljáandi svartur í tunglsljósinu. — Hvað á að gera við bátskratt- ann? spurði van Loon. — Sökkva honum, sagði Pol, — því að ef einhver finnur hann á reki, fáum við allar eftirlits- stöðvar á Miðjarðarhafinu á hælana á okkur. Það getur tekið klukkustund að sökkva honum, sagði van Loon og hljóp yfir i hraðbátinn. — Við verðum að taka þá áhættu, sagði Pol. Van Loon slökkti á ljósköst- urunum og tók að opna botn- ven’tlana. — En hvað um skrokk ana? Þeir fljóta ekki uppi næstu þrjá dagana, skríkti Pol, og svo getur líka straumurinn farið með þá hvert sem vera vill. Þeir gætu líka komið upp á strönd- ina við Cannes! Hann tók Neil undir arminn og leiddi hann áleiðis til salarins. — Þú mátt vita, sagði Neil, — að ég hef aldrei séð skoti hl’eypt af í reiði fyrr á ævinni. — Blessaður vertu, þú færð að heyra mörg slík næstu daga. Svo kallaði hann yfir öxl sér til van Loon: — Þegar þú ert búinn að þessu, er betra að þvo þetta blóð áður en það nær að þorrna. Neil sagði: — Ég held, að ég hefði gott af svolítið meira kampavíni. Þriðji hluti. BYLTING. 1. kafli. Borgin kom fram úr sjóþok- unni, hávaxin og saltgrá, reis eins og stór bogi upp yfir haf- flötinn og litlu ferköntuðu húsin stóðu eins og hvert á annars herðum uppi í hlíðunum fyrir handan. Klukkan var fjögur síðdegis, annan daginn. Van Loon dró úr ferðinni þangað til þá næstum rak. Og nú heyrðist ekkert hljóð nema í vélunum í bátnum. — Þetta er eins og draugaborg, sagði hann og horfði til hafnar- bakkans, sem var í hálfrar mílu fjarlægð. — Það er allsherjarverkfall þarna, sagði Neil. Á ferðinni höfðu þeir fylgzt nákvæmlega með öllum frétt- um í útvarpinu, víðsvegar að úr Evrópu. í gærkvöldi hafði Guér- in fyrirskipað allsherjarverkfall frá dögun til miðnættis í minn- ingu hinna föllnu úr leynihern- um, sem lent hafði saman við öryggissveitirnar, síðustu tvo sólarhringana. Pranska yfirher- stjórnin, undir forustu Metz hershöfðingja, hafði svarað með því að framlengja útgöngubann- ið yfir daginn. Og nú var öll borgin eins og lömuð. — Jafnvel mávarnir eru í verk falli, sagði van Loon, er þeir sáu bryggjurnar nálgast, þar sem línuskip og vöruskip lágu eins og líkistur undir hegrunum. Þeir gátu nú séð livítu blettina á einkennisböndum CRS-lögregl unnar í röðum fram með sjávar- bakkanum. Serafina átti ekki eft ir nema þrjátíu metra að landi, þegar þeir voru stöðvaðir. Þrír CRS-menn í bláum ein- kennisbúningum og með vél- skammbyssur spenntar við lær- ið, komu niður stigann og horfðu á þá binda bátinn. Fyrir þeim var foringi, lítill, beinvaxinn maður með sólbrennt andlit, með ofurliitlum hvítum hrukkum í, sem komu í ljós, er hann talaði. Málmurinn í vélbyssunum var rakur í þokunni. — Hvaðan kom ið þið? Þið vitið, að höfnin er lokuð. Pol tók upp plastskíifu með rauðri og blárri rönd á. Foring- inn sá hana og heilsaði samstund is. — Afsakið, mér var ekki ljóst, að .... Hann sneri sér við og gaf mönnum sínum merki. — Þér hafið valið óheppilegan tíma til að heimsækja okkur, sagði hann á leiðinni upp stig- ann. — Já, hann er slæmur, sagði Pol. Foringinn gretti sig. — Það hefur verið talsverð ólga — og í nótt var bariat. Þeir hafa verið að drepa Arabana, eins og flug- ur. Og þetta verður enn verra! Hvað ætlið þið langt? bætiti hann við, þegar þeir voru komn ir upp á hafnarbakkann. — Hótel Miramar. Er hægt að komast þangað? — Það er allt í lagi að Lyaut- eytorginu, en þar eiftir er ekki nema farandverðir. Sumir þeirra kunna að skjóta formálalaust — þeir misstu talsvert marga menn í gær. Eruð þið gangandi? Pol glotti. — Já, hvað annað? — Mér þykir leitt að geta ekki boðið ykkur neinn flutning, sagði foringinn, — en öll okkar farartæki hafa verið tekin í vinnu. Hann heilsaði og gekk leiðar sinnar. Þeir þremienningarnir gengu nú eftir haifnarbakkanum. Ein- hversstaðar heyrðist ískur í jeppa, sem hvarf úit í þokuna. Strætin, sem lágu að hafnarbakk anum voru alþakin sorpi, og eina hreifingin, sem þar sást, voru hræddir útigangskettir. Allt í einu small skoit og berg- miálið af því skall frá múrveggn- um eins og svipusmellur. Neil hoppaði út undan sér, en Pol hló. Þögnin féll aftur yfk þá og brátt kornu þeir til CRS-sveitar, og gengu síðan yfir torg, þar sem svört hræ af tveimur bil- um lágu undir styttunni af Lyautey hershöfðingja. Loftið var þykkt og rakt og þafjandi af saiti og appelsínublómium. Neil var farinn að svitna. — Er það langt enn? spurði hann. — Fimm hundruð metrar, sagði Pol. Bíll fór fram hjá þeim og ískr- aði í gírunum. Veggirnir kring um torgið voru allir ataðir víg- orðum, sem málningin lak úr. Neil las m.a.: „Lifi Guérin! Til vopna, borgarar! Hið sanna Frakkland er ekki skipt nema af Miðjarðarhafinu einu!“ NYGENstriginn er STERKARI EN STÁL AÐEINS GENERAL HJÚLBARÐINN ER MEÐ NYGEN STRIGA TIRE INTERNATIONAL Opið til 10 á kvöldin alla virka daga. Á laugardögum til kl. 18. hjólbarðinn hf. LAUGAVEG178 SÍMI85260

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.