Morgunblaðið - 29.07.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.07.1967, Blaðsíða 2
2 MOBGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1967 Hlekktist á í lendingu „Hálfgerður klaufa- skapur", segir Ómar Ragnarsson LÍXIL einshreyfils flugvél skemmdist smávægilega, þegar flugmanninum mistókst lending við bæinn Hvamm í Langadal. Flugmaðurinn var Ómar Ragn- arsson. Morgunblaðið náði tali af honura á Ólafsfirði. Þangað var hann að fara til að skemmta á héraðsmóti Sjálfstæðismanna. „Ég held því miður, að þetta hafi bara verið hálfgerður klaufaskapur. Brautin þarna er um 400 metra lnög, sem er meira en nóg fyrir Aircoupe vél. Ég lækkaði flugið ekki nógu ört og var kominn inn yfir miðja braut þegar vélin snerti brautina. í sjálfu sér hefði það ekki skipt neinu máli, en ég held að ég hafi fengið vindsveip á móti mér, a.m.k. lyftist vélin skyndi- lega og ég kom henni ekki niður nógu snemma til að geta stöðvað hana á brautinni. Hún rann mjög hægt út af og skemmdirnar eru ekki miklar. Annað skrúfublað- ið bognaði og nefhjólið sömuleið is. Ég var á leið til Akureyrar og Ólafsfjarðar til að skemmta á héraðsmóti, ætlaði bara að koma þama við og heilsa upp á gamla kunningja. Þama er í rauninni enginn flugvöllur, held ur bara um 400 metra hlaupa- braut en ágæt til lendingar fyrir litlar vélar. Ég var einn í vél- inni, þegar þetta gerðist og slapp algerlega ómeiddur. ísland- Holland jafntefli ÍSLENDINGAR og Hollendingar gerðu jafntefli 2:2 í áttundu um- ferð á heimsmó'ti stúdenta í skák. Eru íslendingar nú í þriðja sæti í 3-riðli á eftir Ung- verjalandi og Austurríki. Jónos Sveins- son læknir lótinn JÓNAS Sveinsson, læknir, and- aðist í gærmorgun í Reykjavík 72 ára að aldri. Hann fæddist 7. júlí 1895 að Ríp í Hegranesi, son ur séra Sveins Guðmundssonar og konu hans, Ingibjargar Jónas dóttur. Jónas lauk kandidatsprófi í læknisfræði frá Hásikóla ís- lands árið 1923 og stundaði fram haldsnám í Vínarborg í 6 ár. Hann var um skeið héraðslækn- ir á Hvammstanga og Blöndu- ósi, en síðan starfandi læknir í Reykjavík og yfirlæknir á sjúkrahúsinu Sólheimum. Hreinsað 1 á vopniausa svæöinu Erlendum fréttamönnum boðið til kosninganna í S-Vietnam í haust Saigon, 28. júlí — NTB-AP LANDGÖNGULIÐAR banda- ríska flotans héldu í dag inn á syðri helming vopnlausa beltis- ins, sem aðskilur Norður- og Suður-Vietnam til að granda þar stórskotaliðs- og sprengjuvörpu- stöðvum, sem hermenn úr fasta her N-Vietnam hafa komið þar fyrir, að því er talsmaður Banda ríkjahers í Saigon skýrði frá í dag. Virki þessi eru sunnan árinn- ar Ben Hai, þar sem talin eru landamörk Vietnam-ríkjanna tveggja. Héldu landgönguliðam- ir inn á vopnlausa beltið þrem- ur kílómetrum norð-vestan við Con Thien, framvarðarstöð Bandaríkjamanna, sem undan- farið hefur mjög sætt stórskota- liðsárásum N-Vietnama. Þetta er í fyrsta skipti sem landgönguliðarnir halda inn á vopnlausa beltið síðan í maí i vor er þeir fóru þangað mikinn „hreinsunarleiðangur" ásamt s- vietnömsku liði. Tilgangur hern aðaraðgerðanna á vopnlausa belt inu nú er samur og áður, að hreinsa það af stöðvum andstæð inganna. Talsmaður Bandaríkjahers seg ir að landgönguliðunum hafi Talsverð síld — en ekki í torfum MORGUNBLAÐIÐ átti í gær- kvöldi tal við Hjálmar Vilhjálms son, fiskifræðing, leiðangurs- stjóra á síldarleitarskipinu Ægi, og spurðizt frétta af síldarleit- inni. Hjálmar sagði, að Ægir væri við Jan Mayen í norðanbrælu. Hann sagði, að Ægir hefði leitað síldar að undanförnu á svæðinu milli Langaness og Jan Mayen og farið á milli 9. og 13. gráðu vestur lengdar. Hefði síld ekki fundizt nema vestast á svæðinu milli 70. og 71. gráðu norður breiddar. Vatnslítið vegna bilunar í aðalæð STARFSMENN Vatnsveitu Reykjavíkurborgar urðu varir við það sl. fimmtudagsmorgun, að aðalæð í Elliðavatni hafði bil að. Var af þessum sökum ekki unnt að hafa í gangi dælu í Gvendarbrunum i hálfan annan sólarhring. Þetta varð til þess, að stóri vatnsgeymirinn á Golfskálahæð- 84 litmyndir f FRÉTT í blaðinu í gær um hina nýju bók Þjóðsögu „Árið 1966 — stórviðburðir líðandi stundar í myndum og máli — með íslenzkum sérkafla" varð missögn um fjölda litmynda í bókinni. Myndirnar eru alls 502, þar af 94 litmyndir. Þess má og geta að í íslenzka sérkaflanum eru 8 lit- myndir. Þá hefur Morgunblaðið verið beðið að leiðrétta þá missögn, sem var í einu dagblaðanna í gær, að engar myndir væru í bókinni frá styrjöldinni í Suður Vietnam. Hið rétta er, að alls 18 myndir í bókinni, þar af 2 stórar litmyndir, eru um fréttir, sem lúta að styrjöldinni þar í landL inni tæmdist fyrir hádegi í gær og varð þá lítið um vatn í þeim hverfum borgarinnar ,sem hæst liggja. Unnið var sleitulaust að við- gerð og var henni lokið kl. 3.30 í gærdag. Er vonazt til að nægi- legt vatn verði í borginni í dag, laugardag. Hjálmar sagði, að þar hefði Ægir fundið fyrir nokkrum dög um álitlega torfu, en í fyrradag hefði bátur kastað þar og ekki fengið annað en loðnu. Hjálmar sagði, að Snæfugl leit aði síldar sunnan við 64. gráðu og suður undir Færeyjar og á milli 12 gráðu v. 1. og austur á 4. gráðu v. 1. Lítið hefði fundizt af síld þar til í fyrradag, en þá hafði Snæfugl fundið nokkrar torfur 70—80 mílur vest-norð- vestur af Færeyjum, en þær hafi allar staðið djúpt. Veður hefði síðan hamlað að kanna þéssa síld nánar. Þá sagði Hjálmar Vilhjálms- son, að Hafþór væri nýkominn til leitar á ný. Væri skipið á milli 8. og 11. gráðu v. 1. og 65. gráðu og 30 mínútum n . br. (Rauða- torgi). Hafþór hefði aðeins orð- ið var við smátorfur og peðring, en þó fundið eina álitlega torfu, sem bátur hefði kastað á og hefði þar verið koimunni. Loks sagði Hjálmar, að norsk- ir reknetabátar hefðu fengið þarna reyting í net. Hann kvað talsverða síld vera norðaustur af Langanesi, en hún væri dreifð og engar torfur. HÆÐIN yfir Grænlandi lét dálítið undan í gær, og minnkaði þá norðanáttin vest an til á landinu. Á Norður- landi austanverðu var óhemju úrkoma í fyrrinótt, 35 mm á Egilsstöðum, en svo var kalt, að þarna mun hafa snjóað mikið á heiðar. Kl. 9 var 1° frost og snjókoma á Hveravöllum. — Lægðin S af Grænlandi var á austurleið og sennilegast talið, að hún hefði ekki veruleg áhrif hér á landi, en svo getur þó far- ið, ef hún dýpkar. ekki verið veitt skipuleg mót- spyrna framan af sókn þeirra inn á vopnlausa beltið. Á fimmtu dagskvöld féllu tveir menn af landgönguliðunum og 12 særð- ust í harðri hríð stórskotaliðs- og sprengjuvörpustöðvanna á svæðið rétt sunnan við vopn- lausa beltið skammt frá Cr" Thien. Skýrt var frá því í Saigon í dag að bandarísk flugvél hefði skotið niður orrustuvél af gerð- inni MIG-21 frá N-Vietnam í loftbardaga vestan Hanoi. Réð- ust þar tvær MIG-orrustuvélar á bandarískar Phantom-vélar, sem voru þar á ferð til verndar könn unarvél um 60 km. fyrir vestan Hanoi. Einn flugmanna Phan- tom-vélanna skaut eldflaug að MIG-þotunum og hrapaði þá önnur til jarðar. Þessi loftibar- dagi stóð skammá hríð. Ekki hafa orðið átök í lofti yfir Vie nam síðan á föstudag í fyrri viku er þrjár MIG-vélar voru skotnar niður yfir Haiphong. Bandarískir hermenn fundu 1 gær mikið vopnabúr Vietcong fljótabát 32 kílómetra vestan Saigon, þar á meðal 150 kíló af sprengiefni. Bandarískar sprengjuvélar af gerðinni B-52 gerðu mikinn usla í Vin Linh-héraðinu í N- Vietnam er þar voru gerðar sprengjuárásir á ýmis skotmörk, að því er hin opinbera frétta- stofa N-Vietnam hermir. Vinh Linh er fyrsti strandbærinn norðan landamæralínunnar. Sagði í fréttinni að fjöldi heim- ila, skóla, sjúkrahúsa og hrís- grjónaforðabúra hefðu verið eyðilögð. S-Vietnamstjórn bauð í dag erlendum fréttamönmun að koma til S-Vietnam til að fylgj- ast þar með forseta- og þing- kosningunum í haust. Segir í til kynningu frá utanríkisráðuneyt- inu í Saigon, að stjórnin telji það muni verða Ijósastan vott um að kosningarnar fari fram á lögmætan hátt, að þar verði margt erlendra fréttamanna er séð geti með eigin augum hversu erfitt sé að láta fara fram kosn- ingar við þau skilyrði sem S- Vietnam eigi nú við að búa. Eins og áður hefur verið frá sagt í fréttum fara forseta kosningar fram í landinu 3. september nk. og sama dag verður einnig kos- ið til öldungadeildar S-Vietnam- þings, en til neðri deildarinnar verður kosið 5. nóvember. S-Viet namstjórn hefur áður boðið er- lendum fréttamönnum að vera viðstaddir kosningar í landinu, það var þegar kosið var þar til bráðabirgðaþings í september í fyrra. Sato uggandi um framtíS menningar í S-Vietnam Eisaku Sato, forsætisráðherra Japans, sagði á þingfundi í japanska þinginu í dag, að styrj öldin í Vietnam væri að „eyða menningu heillar þjóðar“ og lagði hart að öllum þeim er þarna ættu hlut að máli að efla nú viðleitni til að koma á friði í Vietnam. Var Sato óvenju ómyrkur í máli og sagði, að hann harmaði, að enn sæjust þess engin merki að endalyktir styrjaldarinnar væru í nánd. Ekki skellti Sato skuldinni á neinn málsaðila. Stjórn hans hef ur stutt stefnu Bandaríkjanna í Vietnam en japanska þjóðin er talin mjög fylgjandi samninga- gerð. Japanir veita S-Vietnam nokkra aðstoð, þó ekki hernaðar aðstoð. Sato forsætisráðherra hyggst heimsækja S-Vietnam með haustinu. Fastir ú Sprengi- sandsleið í 6 klst FERÐAMANNAHÓPUR á veg- um Úlifars Jacobsens lenti í hrakn ingum á Sprengisandsleið í fyrri- nótt, er bifreiðar festustu í aur- bleytu. Um 40 manns voru í hópnum, sem tafðist í 6 klukku- stundir, en tókst að lokum að losa bifreiðarnar án aðstoðar annarra. Sigurgeir Sigurgeirsson, bóndi á Lundarbrekku, tjáði Mbl. að fjallabíll hefði farið upp eftir til ferðahópsins til þess að reyna að aðstoða. Er bifreiðin kom á strandstað ferðalaganna hafði þeim teikizt að losa bifreiðarnar og komust þeir klakklaust að Mýri í Bárðardal, þar sem þeir gistu í barnaskólanum það sem eftir var naetur. Miklar rigningar hafa verið í Bárðardal og nágrenni undan- farna daga og er Sprengisands- leið ófær vegna aurbleytu. Þó taldi Sigurgeir unnt að komast hana á jeppum. Spretta er fremur lítil í Bárð- ardal og hefur sama sem ekk- ekkert verið heyjað. Vantar nú illilega þurrkinn, sagði Sigur- geir að lokum. Ráðizt á íslenzkan stúdent í K.höfn Einkaskeyti til Mbl. Kaupmannahöfn, 28. júlí. TVEIR óþekktir menn réðust á íslenzkan stúdent hér í borg að- faranótt föstudags, börðu og spörkuðu í hann og rændu veski hans og vagabréfi. Varð að flytja stúdentinn í sjúkrahús, þar sem m.a. varð að sauma satnan skurð á neðri vör. íslenzki stúdentinn var á leið til Júgóslavíu í skemmtiferð og stanzaði í Kaupmannahöfn. Hann hefur skýrt lögreglunni svo frá, að hann hafi yfirgefið veitinga- stað um 2 leytið aðfaranótt föstu dags í hverfinu í grennd við Gammel Strand. Þar hafi hann tekið laigubíl og beðið um að vera ekið til hótels síns, en sér hefði fundizt bílstjórinn ekki fara rétta leið þangað. Þegar hann hefði haft orð á þessu við ökumanninn hefði hann stoðvað bílinn og krafizt 12 danskra króna í ökugjald. Stúdentinn sagði, að þegar hann hefði mótmælt þessari háu upphæð fyrir svo stutta öku- ferð, hefðu tveir menn skyndi- lega komið inn í bílinn, ráðizt á hann, sparkað og barið, og kastað honum því næst út úr bílnum, sem hefði ekið á brott við svo búið. Kvaðst stúdentinn þá fyrst hafa áttað sig á því, að veski hans var horfið, en í því var fremur lág upphæð danskra króna og 700 íslenzkar krónur. Ennfremur var vegabréfið horf ið. Stúdentinn kærði til lögregl- unnar og í dag fékk hann nýtt vegabréf í íslenzka sendiráðinu. Á laugardag fer hann með fé- laga sínum til Júgóslavíu mcð danskri ferðaskrifstofu. Meiðsli stúdentsins eru ekki alvarlegs eðlis. — Rytgaard.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.